Nauthóll Nauthólsvegur, Reykjavík
Stjórnvísisviðburður
Viðurkenningar fyrir sjálfbærniskýrslu ársins verða veittar þann 8.júní 2023.
Lokað var fyrir tilnefningar þann 17.maí en þá tók dómnefnd til starfa.
Viðurkenningar verða í ár veittar í sjötta skiptið. Í fyrra bárust 48 tilnefningar þar sem tilnefndar voru í heildina skýrslur frá 33 aðilum. Þetta var metfjöldi tilnefninga.
Dómnefnd í ár skipa þau:
- Reynir Smàri Atlason , forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo. Formaður dómnefndar.
- Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun
- Stefán Kári Sveinbjörnsson, verkefnastjóri í stefnumótun og sjálfbærni hjá Isavia
Þá var árið 2022 sett á laggirnar fagráð sem tók að sér að undirbúa starf dómnefndar og meta þær skýrslur sem hlutu tilnefningu. Fagráðið var skipað þremur nemendum við Háskólann í Reykjavík, sem lokið hafa við námskeið sem kennt er af Bjarna Herrera þar sem áherslan er á sjálfbæran rekstur og upplýsingagjöf.
- Að afhendingu lokinni má nálgast lista yfir þær skýrslur sem hlutu tilnefningu á heimasíðu Festu ásamt umfjöllun um þá skýrslu sem hlýtur verðlaunin í ár.
- Athugið að viðburðurinn er eingöngu opin fyrir boðsgesti