Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík Menntavegi 1, 101 Reykjavík (2. hæð, Mars-álma)
Sjálfbær þróun, Breytingastjórnun,
Að innleiða samfélagsábyrgð í rekstur fyrirtækja felst oft í að afla þarf nýrrar þekkingar, breyta ríkjandi viðhorfi og stjórnendur og starfsfólk þurfa að að skipta um aðferðir og breyta hegðun. Þetta getur átt við hvort sem um er að ræða nýtt og sjálfbært viðskiptamódel, flokkun á úrgangi, nýja samgöngumáta eða jafnrétti á vinnustað. Í þessu erindi verður skoðað hvernig líta má á innleiðingu á samfélagsábyrgð í fyrirtækjum sem viðskiptalegt umbreytingaferli þar sem skipulagðar aðferðir breytingastjórnunar geta aukið fókus, sparað tíma og tryggt betri árangur.
Erindið hentar þeim sem sinna mannauðsstjórnun og stefnumótun í fyrirtækjum og vilja hjálpa til við að gera þau samfélagslega ábyrg.
Fyrirlesari er Ketill Berg Magnússon framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stundakennari við HR á sviði samfélagsábyrgðar og viðskiptasiðfræði og fyrrum mannauðsstjóri.