Stafrænt landslag í markaðssetningu

Arnar frá Digido ætlar að fjalla um strauma og stefnur í markaðssetningu á netinu, þá möguleika sem eru til staðar, hvað virkar og hvað virkar ekki. Farið verður um víðan völl, bæði í innlendri og alþjóðlegri markaðssetningu á netinu. Sérstök áhersla verður á Google ads og facebook ads auglýsingatækin og hvernig hægt sé að fá sem allra mest út úr þeim.

Tryggvi Freyr Elínarson, eigandi og framkvæmdastjóri Datera mun svo fjalla um hlutverk snjallbirtinga í stafrænu markaðsstarfi og sýna áhugaverð og árangursrík dæmi frá íslenskum fyrirtækjum. Hvað eru snjallbirtingar og hvers vegna geta þær dregið svona mikið úr markaðskostnaði samhliða auknum árangri. Hvaða tækni liggur þarna að baki og er þetta eitthvað sem öll fyrirtæki geta nýtt sér, bæði stór og smá?

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Þjónusta framtíðarinnar: SAGA Icelandair

Undanfarin ár hefur Icelandair lagt mikla áherslu á stafræna umbreytingu í þjónustu við viðskiptavini. Hluti af þeirri vegferð er þróun stafræns þjónustufulltrúa, SÖGU, sem hannaður er til að svara og leysa úr spurningum og vandamálum bæði tilvonandi og núverandi viðskiptavina.

SAGA er ekki einföld leitarvél eða spjallbotti sem vísar notendum áfram á vefsíðuna. Markmiðið er mun metnaðarfyllra: að skapa snjallan þjónustufulltrúa sem getur leyst úr meirihluta mála án þess að viðskiptavinurinn þurfi að hafa samband við mannlegan starfsmann.

Þróunin byggir á nákvæmri gagnaöflun, tengingu við kerfi Icelandair og stöðugri þjálfun á samtölum og svörum. SAGA lærir af samskiptum við viðskiptavini og þróast þannig til að veita betri og persónulegri þjónustu.

Stóra markmiðið með verkefninu er að breyta viðhorfi fólks til þjónustu:
að fyrsta hugsunin sé ekki lengur „ég þarf að tala við manneskju“, heldur „ég get leyst þetta sjálf – strax“.

Þessi umbreyting snýst ekki aðeins um tækni, heldur um menningarbreytingu innan fyrirtækisins og meðal viðskiptavina. Með því að efla sjálfsafgreiðslu og sjálfvirkni í þjónustu hefur Icelandair þegar náð að:

  • Minnka álag á þjónustuver
  • Stytta biðtíma og bæta upplifun viðskiptavina
  • Skapa rými fyrir þjónustufulltrúa til að sinna flóknari og verðmætari málum

Framtíðarsýn Icelandair er að SAGA verði órjúfanlegur hluti af þjónustuupplifun fyrirtækisins, þar sem manneskjur og gervigreind vinna saman að því að veita skilvirka, mannlega og skilningsríka þjónustu – hvenær sem er, hvar sem er.

 

Arndís Halldórsdóttir, vörustjóri í stafrænni þjónustu hjá Icelandair, hefur undanfarin ár stýrt þróun stafræna þjónustufulltrúans Sögu – verkefnis sem markar stórt skref í framtíðarþjónustu Icelandair.

Með henni kemur Guðný Halla, forstöðumaður þjónustu hjá Icelandair, sem hefur tekið þátt í mótun framtíðarstefnu fyrirtækisins í stafrænum samskiptalausnum. Mikil breyting hefur orðið í þessum málum undanfarin ár og hafa þær leitt uppbyggingu öflugra þjónustuleiða sem sameina sjálfsafgreiðslu, gervigreind og aðgengi að sérhæfðu þjónustufólki á mörgum tungumálum.

Saman munu þær segja frá vegferð Icelandair í átt að snjallari, persónulegri og aðgengilegri þjónustu sem nýtir tækni, innsýn og mannlega nálgun til að skapa betri upplifun fyrir viðskiptavini.

 

Fundurinn fer fram í húsakynnum Icelandair, ekki verður boðið upp á streymi á vef. 

Frá notanda til viðskiptavinar

Þjónusta í fyrsta sæti. 
 
Á örfáum árum hafa Veitur ohf. breytt starfsemi sinni og viðhorfi og sett viðskiptavini í forgrunn alls sem gert er. Veitur eru fyrirtæki í sérleyfisstarfssemi og viðskiptavinir hafa ekki val um að fara annað og þess vegna er sérstaklega mikilvægt að þjónusta sé í fyrsta sæti.
 
Brynja Ragnarsdóttir, fyrrum forstöðukona Þjónustu hjá Veitum, segir frá því hvernig Veitur breyttu menningu innan fyrirtækisins með markvissum hætti.
 
Veitur hlutu bronsverðlaun í stærstu þjónustukeppni í Evrópu árið 2024 og eru nú aftur komin í úrslit fyrir þjónustu við viðskiptavini.
 
Fundurinn fer fram í Hörpu. Næg bílastæði í bílakjallara Hörpu. Ekki verður boðið upp á streymi á vef.

Eldri viðburðir

Frá innsýn til aðgerða

Hvernig þú notar þjónustuhönnun og þekkingu á viðskiptavinum til að þróa þjónustur fyrirtækisins svo þær skili raunverulegum verðmætum til viðskiptavina og auka skilvirkni innan fyrirtækisins.

Þjónustuhönnun
Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur.


Um fyrirlesarann
Ingibjörg Kristinsdóttir er sjálfstætt starfandi þjónustuhönnuður sem hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja á Íslandi sem og erlendis, m.a. Stafrænt Ísland, Össur, Arion, 66° Norður, Polestar, AfterPay. Hún stofnaði Jör AB í Svíþjóð sumarið 2021.

Ingibjörg hjálpar fyrirtækjum að skilja þarfir og væntingar viðskiptavina sinna þannig að þekkingin skilar sér í bættri upplifun viðskiptavina.

Hún þjálfar einnig starfsfólk fyrirtækja í þjónustuhönnun til að tryggja að þekkingin á aðferðafræðinni er eftir hjá fyrirtækinu og skapar forsendur til áframhaldandi þróunar á þjónustunni.

Frekari upplýsingar er að finna á LinkedIn síðu hennar:  https://www.linkedin.com/in/ingibjorgk/ og á www.jör.se


Fundurinn fer fram í Björtuloftum í Hörpu. Næg bílastæði í bílakjallara Hörpu

Ferðalag viðskiptavina - Dæmisögur frá ELKO og Póstinum

ELKO
Ferðalagið og áhrifin
Árið 2019 fór ELKO í mikla stefnumótunarvinnu og var ný stefna samþykkt af stjórn í árslok sama ár. Ný stefna fólst í því að færa vörumerki ELKO frá því að vera vörumiðað yfir í það að vera þjónustumiðað þar sem ánægja viðskiptavina var höfð að leiðarljósi.
Allt starfsfólk ELKO var fengið með í vegferðina og voru sett upp mælaborð og markmið til þess að mæla árangurinn af þeim breytingum sem áttu sér stað við innleiðingu stefnunnar.

Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO ætlar að leyfa okkur að skyggnast aðeins inn í ferlið við stefnubreytinguna og hvaða áhrif þessar breytingar hafa haft á reksturinn og fyrst og fremst ánægju viðskiptavina.

Pósturinn
Áhersla og lærdómur í miðri fjallgöngu

Pósturinn hefur verið að kortleggja og mæla ferðalag viðskiptavina. Auður Ösp Ólafsdóttir, sérfræðingur í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum mun fara yfir ferlið og ræða um helstu áherslur til að bæta upplifun viðskiptavina. Sérstök áhersla er lögð einnig á hvar eigi eiginlega að byrja og hvaða lærdóm megi læra þegar fyrirtæki eins og Pósturinn er staðsett í miðri fjallgöngu.

Brandr: Stjórnun og stefnumótun vörumerkja

Click here to join the meeting
Viðburður Stjórnvísi og brandr á Teams fjallar um það hvernig hægt er að mæla upplifun starfsfólks og stjórnenda á stefnu síns fyrirtækis og þannig komast að því hvort þeir sjái stefnuna með svipuðum hætti eða ekki, einnig mun brandr koma inná reynslu sína í þessum málum eftir að hafa unnið með fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum sem og erlendum.

Einnig verður komið inn á hvernig markviss innri vörumerkjastefna fyrirtækja styður ytri markaðsstefnu og gagnast vel til að draga að og halda í hæft starfsfólk.

Fyrirlesari er Íris Mjöll Gylfadóttir, framkvæmdastjóri brandr. Íris er með MBA frá HR og hefur áratuga reynslu af stjórnun og stýringu flókinna verkefna fyrir mismunandi fyrirtæki bæði hérlendis og erlendis og hefur þannig öðlast færni í að greina og endurskipuleggja ferla ólíkra fyrirtækja

 

________________________________________________________________________________

Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Meeting ID: 324 210 898 656
Passcode: EZxLHp

Download Teams | Join on the web

Learn More | Meeting options

________________________________________________________________________________

Á mitt vörumerki heima á TikTok?

Click here to join the meeting

Faghópur um þjónustu- og markaðsmál hefur starfsárið af krafti þann 6. september kl. 12.

Samfélagsmiðillinn og myndbandsveitan TikTok hefur á stuttum tíma orðið einn vinsælasti samfélagsmiðillinn í heimi og mörg fyrirtæki byrjað að nýta sér vettvanginn í kjölfarið í markaðslegum tilgangi.

Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino's og Unnur Aldís Kristinsdóttir, markaðsstjóri Smitten munu segja okkur frá því hvernig TikTok hefur haft áhrif á þeirra markaðsmál og hvernig þau hafa náð árangri með sitthvorri áherslunni.

Dominos á Íslandi voru ein af fyrstu fyrirtækjunum á Íslandi til að nýta sér TikTok. Efnið þeirra hefur vakið heimsathygli og eru þau með yfir 160 þúsund fylgjendur.

Smitten er örtvaxandi sprotafyrirtæki sem hefur verið að teygja sig til Danmerkur. TikTok hefur verið eitt helsta vopnið fyrir góðum vexti í Danmörku með notkun TikTok ads og áhrifavalda þarlendis.

Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík í stofu M220, en einnig verður hægt að horfa í streymi.

Dagskrá
12:00-12:15 Ásmundur Atlason markaðsstjóri Domino's
12:15-12:30 Unnur Aldís Kristinsdóttir markaðsstjóri Smitten
12:30-12:40 Spurningar og spjall

Fundarstjóri viðburðarins verður Lísa Rán Arnórsdóttir, vörustjóri hjá Smitten.

Aðalfundur faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun

Aðalfundur faghóps Stjórnvísi um þjónustu- og markaðstjórnun. 

Laus sæti eru í stjórninni og hvetjum við áhugasama að láta vita af sér með því að senda tölvupóst á vilborg.thordardottir@gmail.com

Dagskrá fundarins:

  1. Kynning á faghópnum
  2. Yfirferð á viðburðum síðastliðið ár
  3. Kosning stjórnar 
  4. Starfsárið framundan, markmið og fyrirkomulag
  5. Önnur mál

Fundurinn verður haldin á Teams miðvikudaginn 11. maí 11:00-12:00. 

Linkurinn á fundinn er hér.  

Fyrir hönd stjórnar, 

Vilborg 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?