Hvað er teymisþjálfun og hvernig nýtist hún stjórnendum?

Fundurinn fer fram á Teams.
Join Microsoft Teams Meeting

Undanfarin ár hefur vinna margra breyst þannig að þeir eru sífellt meira að vinna í teymum án þess í raun að hafa fengið þjálfun í teymisvinnu.

Farið verður yfir hvað teymi er og hverju þarf að huga að til að teymi nái árangri. Skoðum svo hvað teymisþjálfun er og hvernig hún getur nýst stjórnendum og teymum og þar með fyrirtækjum, stofnunum og umhverfinu í heild.

 

Fyrirlesarara:

Lilja Gunnarsdóttir er teymisþjálfari (team coach),  ACC vottaður markþjálfi, viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar.  Mottó: Lengi getur gott batnað.

 

Örn Haraldsson heiti ég og er sjálfstætt starfandi teymisþjálfari og markþjálfi (PCC) - ornharaldsson.is. Annað sem kemur inn á borð til mín er leiðtogaþjálfun og kúltúrmótun teyma og fyrirtækja/stofnana, sem og erindi og námskeið. Einnig kenni ég markþjálfun hjá Profectus.

Auk teymisþjálfaranáms, markþjálfanáms og PCC vottunar frá ICF í þeim efnum er ég með B.Sc. í tölvunarfræði frá HÍ, jógakennari og með kennsluréttindi frá HÍ. 

Lengi vel vann ég í hugbúnaðargeiranum, hérlendis og erlendis, sem starfsmaður og sjálfstætt starfandi, við hin ýmsu verkefni. Frumkvöðlastarf hefur einnig látið á sér kræla og er fyrirtækið Arctic Running (arcticrunning.is) eitt af afsprengjum þess. 

Ég hef mikinn áhuga á mannlegri tilvist, sér í lagi samskiptunum og tengslunum okkar á milli og við okkur sjálf, og í teymisþjálfuninni fókusa ég mikið á að hjálpa teymum að efla traust þannig að teymismeðlimir geti komið með öll sín gæði að borðinu.

Ég þarf talsverða hreyfingu og hún spilar lykilhlutverk í minni andlegu og líkamlegu líðan. Ég er almennt frekar jákvæður og opinn, og allajafna stutt í húmorinn - njótum ferðalagsins!

 Fundurinn fer fram á Teams.

 Join Microsoft Teams Meeting

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Hvað er teymisþjálfun og hvernig nýtist hún stjórnendum?

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast ásamt fleiri fundum á facebooksíðu Stjórnvísi.
Lilja Gunnarsdóttir formaður faghópsins setti fundinn og kynnti þá fundi sem eru framundan hjá faghópnum. Allir fundir framundan verða á netinu. Í dag fjallar fundurinn um hvað er teymi og teymisþjálfun. Undanfarin ár hefur vinna margra breyst þannig að þeir eru sífellt meira að vinna í teymum án þess í raun að hafa fengið þjálfun í teymisvinnu. Lilja brennur fyrir að gera gott betra. Lilja Gunnarsdóttir er teymisþjálfari (team coach),  ACC vottaður markþjálfi, viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar.  Mottó: Lengi getur gott batnað.  Örn Haraldsson kynnti sig í framhaldi, hann er sjálfstætt starfandi teymisþjálfari og markþjálfi (PCC) - ornharaldsson.is. Annað sem kemur inn á borð til hans er leiðtogaþjálfun og kúltúrmótun teyma og fyrirtækja/stofnana, sem og erindi og námskeið. Einnig kennir hann markþjálfun hjá Profectus. Auk teymisþjálfaranáms, markþjálfanáms og PCC vottunar frá ICF í þeim efnum er hann með B.Sc. í tölvunarfræði frá HÍ, jógakennari og með kennsluréttindi frá HÍ. Lengi vel vann hann í hugbúnaðargeiranum, hérlendis og erlendis, sem starfsmaður og sjálfstætt starfandi, við hin ýmsu verkefni. Frumkvöðlastarf hefur einnig látið á sér kræla og er fyrirtækið Arctic Running (arcticrunning.is) eitt af afsprengjum þess. Örn hefur mikinn áhuga á mannlegri tilvist, sér í lagi samskiptunum og tengslunum okkar á milli og við okkur sjálf, og í teymisþjálfuninni fókusar hann mikið á að hjálpa teymum að efla traust þannig að teymismeðlimir geti komið með öll sín gæði að borðinu. Örn þarf talsverða hreyfingu og hún spilar lykilhlutverk í hans andlegu og líkamlegu líðan. Hann er almennt frekar jákvæður og opinn, og allajafna stutt í húmorinn - njótum ferðalagsins!

Lilja hóf umræðu sína á að spyrja: „Af hverju teymi“.  Vinnan í dag er orðin þvert á fyrirtæki, landshluta og heimshluta og áherslan er á samvinnu.  Teymið er grunneiningin en ekki einstaklingurinn sjálfur. Lilja spurði þátttakendur á fundinum hvað væri teymi og kom fjöldi svara í spjallið á fundinum enda þátttakendur á annað hundrað manns. Teymi er lítill hópur fólks með mismunandi hæfni sem styður hver við aðra, hefur sameiginlegan tilgang, sameiginlega sýn á hvernig uppfylla skuli tilganginn og ber sameiginlega ábyrgð á útkomunni. 

En er einhver munur á hóp og teymi?  Þá er gott að spyrja sig spurninga eins og: Er gagnkvæmur stuðningur milli teymismeðlima, er sameiginleg ábyrgð, er sameiginlegur tilgangur o.fl.?

Í vistkerfi teymisins er samfélagið, birgjar, viðskiptavinir, fjárfestar, eftirlitsaðilar, starfsmenn.  Mikilvægt er að passa upp á alla sem eina heild, ekki einungis að horfa sem dæmi á viðskiptavininn.  Taka þarf tillit til allra þátta.  Algengt er að teymi fari af stað en einn hagsmunaaðilinn gleymist.  Lilja spurði þátttakendur um mismun á teymum sem þeir hefðu verið í og hver sé munurinn á árangursríku teymi og teymi þar sem ekki tekst vel til.  Þegar teymi er árangursríkt þá verður heildarútkoman stærri en þegar tveir einstaklingar vinna í sitt hvoru lagi.  Kraftur leysist úr læðingi þegar þeir koma saman. En hvað styður við að teymi verði árangursríkt?  Örn talaði um 5 þætti sem Google komst að hjá sér: 1. Sálrænt öryggi var lykilatriði og var stoð fyrir hina fjóra.  Það er þegar teymið þorir að spyrja asnalegra spurninga, benda á hvað má betur fara, gefa endurgjöf og setja mínar spurningar að borðinu.  Í slíku teymi er hægt að takast á á heilbrigðan hátt.  Þegar ótti eða reiði er til staðar þá missum við getuna til að hugsa rökrétt og einnig missum tengingu við minni.  2. Samvinna. Teymismeðlimir eru háðir hver öðrum og þurfa að upplifa að þeir þurfi á hvor öðrum að halda og virði það. 3. Skipulag og skýrleiki. 4. Meining og tilgangur. Er ég að þroskast á þann hátt sem ég vil. 5. Áhrifin út á við.  Eru teymismeðlimir að upplifa að það skipti máli út á við.  Einnig minntist Örn á þætti sem gera teymi óstarfshæf. Vöntun á trausti, hrædd við ágreining, engin skuldbindingin, ekki næg ábyrgð og útkomunni ekki fylgt eftir.

En hvað er teymisþjálfun?  Hvað felst í henni?  Teymisþjálfun er markþjálfun á sterum. Grunnkjarni teymisþjálfunar er að þjálfa allt teymið sem samvinnuferli. Hjálpa teyminu að ræða það sem þarf að ræða á hverjum tíma og hafa sameiginlegan tilgang. Og hvað þarf til að vera góður teymisþjálfari? Hjálpa teyminu að taka á erfiðu málunum, búa til hópdýnamík, finna lausnir og að stíga inn í óttann. Við vitum ekki svörin fyrir fram. Góður teymisþjálfi þarf að vera góður markþjálfi, hjálpa fólki að ræða það sem er erfitt, vera leiðandi í að leiða fólk í gegnum ákveðið ferli.  Okkur er tamt að vera með ráð, út með ráðgjafann en hins vegar að hafa skýrar ráðleggingar við spurningum sem krefjast þess.  Það er meira rými fyrir ráðgjöf í teymisþjálfun en markþjálfun.  Mikilvægt er fyrir markþjálfann að fara ekki djúpt í ráðgjafann því þá er markþjálfinn orðinn ábyrgur. 

Leiðtogi býr til rými sem aðrir eru tilbúnir að stíga inn í.  "Stjórnandi" er gildishlaðið orð og tengt eldri stjórnarháttum, segja hvað eigi að gera.  Teymið þarf að fá að taka ábyrgð. Með því að ýta ábyrgðinni á teymið fær leiðtoginn meira rými til að hugsa fram í tímann.  Góðir stjórnendur þurfa að hafa markþjálfunarfærni og teymisþjálfun. Að lokum hvatti Örn alla til að hugsa hvaða virði er verið að framleiða fyrir hvern og einn hagsmunaaðila.  Ef þú ert leiðtogi hversu mikið ef þinni vinnu gæti teymið unnið?   

 

 

Tengdir viðburðir

Hvernig á að stofna og markaðssetja eigin rekstur

Faghópur markþjálfunar vekur athygli á viðburði ICF Iceland sem kynna hvernig á að stofna og markaðssetja eigin rekstur.

 

Lella Erludóttir og Valdís Hrönn Berg fara yfir það hvernig eigi að stofna og markaðssetja eigin rekstur og svara spurningum.

Enginn aðgangseyrir fyrir félagsmenn ICF Iceland.

Aðrir velkomnir en greiða 4.900 kr.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/hvernig-a-ad-stofna-og-markadssetja-eigin-rekstur-1

Eldri viðburðir

Verðlaunahafi Nordic Baltic Awards kynna innleiðingu markþjálfunarmenningar

Faghópur markþjálfunar vekur athygli á viðburði ICF Iceland sem kynnir verðlaunahafa Nordic Baltic Awards ICF.

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir MCC og stjórnendamarkþjálfi vinningshafi Nordic Baltic Coaching Awards og Hulda Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri DK hugbúnaðar kynna vegferðina frá hugmynd til verðlauna.

Ásta og Hulda kynna vegferð DK hugbúnaðar við innleiðingu á markþjálfunarmenningu innan fyrirtækisins. Verkefnið hlaut Emerging Organization heiðursverðlaun á Nordic Baltic Awards síðastliðið vor. Heiðursverðlaunin eru veitt fyrir fyrsta flokks markþjálfunarverkefni innan skipulagsheilda.

Skráning á https://www.icficeland.is/events/asta-verdlaunahafi-nordic-baltic-awards-kynnir-vegferd-sina/form

Nánari upplýsingarog skráning:

https://www.icficeland.is/events/asta-verdlaunahafi-nordic-baltic-awards-kynnir-vegferd-sina

Stjórnandi í fyrsta sinn: raunstaða, áskoranir og tækifæri

Það að verða stjórnandi í fyrsta sinn eru ákveðin tímamót og margt getur komið á óvart. Nýtt hlutverk, nýjar væntingar og ný ábyrgð geta vakið eftirvæntingu, tilhlökkun, efa og óöryggi.
 
Nú er það í þínum verkahring að leiða fólk, taka ákvarðanir, hafa yfirsýn og halda utan um bæði verkefni, fólk og samskipti. Á sama tíma ert þú að læra hvað felst í þessu nýja hlutverki og hvernig þú átt að fóta þig í því. Í raun er hlutverk nýrra stjórnenda fullt af mótsögnum: þú átt að vera leiðtogi en ert sjálf/ur að læra. Þú átt að vera styðjandi en þarft sjálf/ur stuðning. Þú átt að halda ró þinni en finnur kannski fyrir ótta og efa.
 
Þessi vegferð getur verið ótrúlega krefjandi. Þér er treyst fyrir hlutverki, verkefnum og ábyrgð og færð tækifæri til að þróast og vaxa í starfi, en þér er ekki endilega kennt hvað stjórnendahlutverkið felur í sér og hvernig best er að nálgast það.
 
Í þessu erindi munum við fjalla um og skoða hvað það raunverulega þýðir að stíga inn í stjórnendahlutverk í fyrsta sinn og hvernig við getum tekist á við þær áskoranir og þau tækifæri sem hlutverkið felur í sér af festu, styrk, alúð og mildi.

 

Fundurinn verður haldinn á zoom - sjá hlekk hér fyrir neðan

Meeting ID: 874 6306 1748
Passcode: 571594
 

 

 

Helgi Guðmundsson hefur ástríðu fyrir hjálpa stjórnendum og vinnustöðum að skapa umgjörð og menningu þar sem fólk og teymi geta þrifist og mætt til leiks með sitt besta. Helgi er fyrirtækjaþjálfi með bakgrunn í vinnu- og fyrirtækjasálfræði með mikla reynslu af agile- og lean nálgunum á stjórnun, þróun öflugra teyma og vöruþróun.
 
Lella Erludóttir elskar að gera vinnustaði mannlegri og styðja við fólk að lokka fram sitt sannasta og besta sjálf í starfi. Lella er PCC markþjálfi og hefur fjölbreyttan bakgrunn og reynslu frá markaðsmálum, mannauðsstjórn, strategíustarfi og að styðja við leiðtoga og stjórnendur í viðskiptalífinu.

Test

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YjUzMWJhZGYtN2ZhMC00NzJkLWE5NTgtYWJjOTk0YTUzZDhi%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%223db825e4-4612-4be8-a05f-3a00b6184832%22%2c%22Oid%22%3a%22c25d71fb-2447-4c4e-b409-006ca4d4818e%22%7d

Aðalfundur faghóps um markþjálfun 2025

Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldinn föstudaginn 9. maí klukkan 10:00 til 10:30 eftir viðburð í húsakynnum Lotu.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar*
  • Önnur mál

Faghópur um markþjálfun óskar eftir framboðum til stjórnarfólks.

 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á asta@hverereg.is

 

* Stjórnarfólk sér um fundarstjórnun á viðburðum þar sem sérfræðingar koma og fræða og efla félagsfólk faghópsins um þau málefni sem eru efst á baugi. Stjórn faghóps um markþjálfun fær til þess stuðning og fræðslu um fundarstjórnun og á fræðslukerfinu LearnCove sem heldur utan um alla viðburði faghópsins.

 

Markþjálfun og menning fyrirtækja

Trausti Björgvinsson framkvæmdarstjóri Lotu og Erlen Björk Helgadóttir mannauðsstjóri Lotu bjóða okkur í heimsókn föstudaginn 9. maí kl 9:00. Húsið opnar fyrir gesti 8:30.

Síðastliðin ár hefur Lotu markvisst unnið með menningu fyrirtækisins sem hefur leitt af sér háa starfsánægju sem mælist í 9 af 10 mögulegum. Menning fyrirtækisins hefur tekið stakkaskiptum og fyrir nokkrum árum hefði fáa grunað að þessi verkfræðistofa myndi í dag bjóða uppá frjálsan dans í hádeginu og að hvað þá að starfsfólkið tæki þátt. En hvað veldur ?

Þungamiðjan í menningarbreytingunni hefur verið markþjálfun og hafa allir stjórnendur Lotu lokið markþjálfunarnámi og er lögð mikil áhersla á virka hlustun , endurgjöf og berskjöldun í stjórnendastíl fyrirtækisins. Afleiðing þessa er aukið sálrænt öryggi sem meðal annars sýnir sig í að tekist er á við mál sem áður voru undir teppi og er heilbrigður ágreiningur tekinn í meira mæli en áður. Þannig koma vandamálin upp áður en þau þróast í eitthvað stærra og hægt er að eiga við þau fyrr. Félagstarf starfsfólk hefur einnig blómstrað og það hefur aukið samheldni í hópnum.

Góður árangur í þessum málum kemur ekki að sjálfu sér og Trausti og Erlen ætla að segja okkur frá þeirra reynslu af því sem virkað hefur vel og hvað ekki og vonast einnig eftir spurningum úr sal og góðu samtali við gesti um þau tækifæri og áskoranir sem fylgja því að vinna með menningu fyrirtækja.

Erlen er viðskiptafræðingur að mennt og með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá HÍ og hefur starfað við mannauðsmál og stjórnun mest af sínum ferli og lauk markþjálfunarnámi 2023. Trausti hefur áratugareynslu sem stjórnandi á Íslandi og erlendis, er verkfræðingur að mennt með diplómu í viðskiptum og ACC vottaður markþjálfi og teymisþjálfi og stjórnarmeðlimur ICF Iceland.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við ICF Iceland og mikilvægt er að skrá sig á heimasíðu Stjórnvísi. Viðburðinum verður ekki streymt og boðið verður uppá létta morgunhressingu fyrir þau sem mæta.  

Ræktum tengslanetið og sjáumst !

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?