Hvað er teymisþjálfun og hvernig nýtist hún stjórnendum?

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast ásamt fleiri fundum á facebooksíðu Stjórnvísi.
Lilja Gunnarsdóttir formaður faghópsins setti fundinn og kynnti þá fundi sem eru framundan hjá faghópnum. Allir fundir framundan verða á netinu. Í dag fjallar fundurinn um hvað er teymi og teymisþjálfun. Undanfarin ár hefur vinna margra breyst þannig að þeir eru sífellt meira að vinna í teymum án þess í raun að hafa fengið þjálfun í teymisvinnu. Lilja brennur fyrir að gera gott betra. Lilja Gunnarsdóttir er teymisþjálfari (team coach),  ACC vottaður markþjálfi, viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar.  Mottó: Lengi getur gott batnað.  Örn Haraldsson kynnti sig í framhaldi, hann er sjálfstætt starfandi teymisþjálfari og markþjálfi (PCC) - ornharaldsson.is. Annað sem kemur inn á borð til hans er leiðtogaþjálfun og kúltúrmótun teyma og fyrirtækja/stofnana, sem og erindi og námskeið. Einnig kennir hann markþjálfun hjá Profectus. Auk teymisþjálfaranáms, markþjálfanáms og PCC vottunar frá ICF í þeim efnum er hann með B.Sc. í tölvunarfræði frá HÍ, jógakennari og með kennsluréttindi frá HÍ. Lengi vel vann hann í hugbúnaðargeiranum, hérlendis og erlendis, sem starfsmaður og sjálfstætt starfandi, við hin ýmsu verkefni. Frumkvöðlastarf hefur einnig látið á sér kræla og er fyrirtækið Arctic Running (arcticrunning.is) eitt af afsprengjum þess. Örn hefur mikinn áhuga á mannlegri tilvist, sér í lagi samskiptunum og tengslunum okkar á milli og við okkur sjálf, og í teymisþjálfuninni fókusar hann mikið á að hjálpa teymum að efla traust þannig að teymismeðlimir geti komið með öll sín gæði að borðinu. Örn þarf talsverða hreyfingu og hún spilar lykilhlutverk í hans andlegu og líkamlegu líðan. Hann er almennt frekar jákvæður og opinn, og allajafna stutt í húmorinn - njótum ferðalagsins!

Lilja hóf umræðu sína á að spyrja: „Af hverju teymi“.  Vinnan í dag er orðin þvert á fyrirtæki, landshluta og heimshluta og áherslan er á samvinnu.  Teymið er grunneiningin en ekki einstaklingurinn sjálfur. Lilja spurði þátttakendur á fundinum hvað væri teymi og kom fjöldi svara í spjallið á fundinum enda þátttakendur á annað hundrað manns. Teymi er lítill hópur fólks með mismunandi hæfni sem styður hver við aðra, hefur sameiginlegan tilgang, sameiginlega sýn á hvernig uppfylla skuli tilganginn og ber sameiginlega ábyrgð á útkomunni. 

En er einhver munur á hóp og teymi?  Þá er gott að spyrja sig spurninga eins og: Er gagnkvæmur stuðningur milli teymismeðlima, er sameiginleg ábyrgð, er sameiginlegur tilgangur o.fl.?

Í vistkerfi teymisins er samfélagið, birgjar, viðskiptavinir, fjárfestar, eftirlitsaðilar, starfsmenn.  Mikilvægt er að passa upp á alla sem eina heild, ekki einungis að horfa sem dæmi á viðskiptavininn.  Taka þarf tillit til allra þátta.  Algengt er að teymi fari af stað en einn hagsmunaaðilinn gleymist.  Lilja spurði þátttakendur um mismun á teymum sem þeir hefðu verið í og hver sé munurinn á árangursríku teymi og teymi þar sem ekki tekst vel til.  Þegar teymi er árangursríkt þá verður heildarútkoman stærri en þegar tveir einstaklingar vinna í sitt hvoru lagi.  Kraftur leysist úr læðingi þegar þeir koma saman. En hvað styður við að teymi verði árangursríkt?  Örn talaði um 5 þætti sem Google komst að hjá sér: 1. Sálrænt öryggi var lykilatriði og var stoð fyrir hina fjóra.  Það er þegar teymið þorir að spyrja asnalegra spurninga, benda á hvað má betur fara, gefa endurgjöf og setja mínar spurningar að borðinu.  Í slíku teymi er hægt að takast á á heilbrigðan hátt.  Þegar ótti eða reiði er til staðar þá missum við getuna til að hugsa rökrétt og einnig missum tengingu við minni.  2. Samvinna. Teymismeðlimir eru háðir hver öðrum og þurfa að upplifa að þeir þurfi á hvor öðrum að halda og virði það. 3. Skipulag og skýrleiki. 4. Meining og tilgangur. Er ég að þroskast á þann hátt sem ég vil. 5. Áhrifin út á við.  Eru teymismeðlimir að upplifa að það skipti máli út á við.  Einnig minntist Örn á þætti sem gera teymi óstarfshæf. Vöntun á trausti, hrædd við ágreining, engin skuldbindingin, ekki næg ábyrgð og útkomunni ekki fylgt eftir.

En hvað er teymisþjálfun?  Hvað felst í henni?  Teymisþjálfun er markþjálfun á sterum. Grunnkjarni teymisþjálfunar er að þjálfa allt teymið sem samvinnuferli. Hjálpa teyminu að ræða það sem þarf að ræða á hverjum tíma og hafa sameiginlegan tilgang. Og hvað þarf til að vera góður teymisþjálfari? Hjálpa teyminu að taka á erfiðu málunum, búa til hópdýnamík, finna lausnir og að stíga inn í óttann. Við vitum ekki svörin fyrir fram. Góður teymisþjálfi þarf að vera góður markþjálfi, hjálpa fólki að ræða það sem er erfitt, vera leiðandi í að leiða fólk í gegnum ákveðið ferli.  Okkur er tamt að vera með ráð, út með ráðgjafann en hins vegar að hafa skýrar ráðleggingar við spurningum sem krefjast þess.  Það er meira rými fyrir ráðgjöf í teymisþjálfun en markþjálfun.  Mikilvægt er fyrir markþjálfann að fara ekki djúpt í ráðgjafann því þá er markþjálfinn orðinn ábyrgur. 

Leiðtogi býr til rými sem aðrir eru tilbúnir að stíga inn í.  "Stjórnandi" er gildishlaðið orð og tengt eldri stjórnarháttum, segja hvað eigi að gera.  Teymið þarf að fá að taka ábyrgð. Með því að ýta ábyrgðinni á teymið fær leiðtoginn meira rými til að hugsa fram í tímann.  Góðir stjórnendur þurfa að hafa markþjálfunarfærni og teymisþjálfun. Að lokum hvatti Örn alla til að hugsa hvaða virði er verið að framleiða fyrir hvern og einn hagsmunaaðila.  Ef þú ert leiðtogi hversu mikið ef þinni vinnu gæti teymið unnið?   

 

 

Um viðburðinn

Hvað er teymisþjálfun og hvernig nýtist hún stjórnendum?

Fundurinn fer fram á Teams.
Join Microsoft Teams Meeting

Undanfarin ár hefur vinna margra breyst þannig að þeir eru sífellt meira að vinna í teymum án þess í raun að hafa fengið þjálfun í teymisvinnu.

Farið verður yfir hvað teymi er og hverju þarf að huga að til að teymi nái árangri. Skoðum svo hvað teymisþjálfun er og hvernig hún getur nýst stjórnendum og teymum og þar með fyrirtækjum, stofnunum og umhverfinu í heild.

 

Fyrirlesarara:

Lilja Gunnarsdóttir er teymisþjálfari (team coach),  ACC vottaður markþjálfi, viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar.  Mottó: Lengi getur gott batnað.

 

Örn Haraldsson heiti ég og er sjálfstætt starfandi teymisþjálfari og markþjálfi (PCC) - ornharaldsson.is. Annað sem kemur inn á borð til mín er leiðtogaþjálfun og kúltúrmótun teyma og fyrirtækja/stofnana, sem og erindi og námskeið. Einnig kenni ég markþjálfun hjá Profectus.

Auk teymisþjálfaranáms, markþjálfanáms og PCC vottunar frá ICF í þeim efnum er ég með B.Sc. í tölvunarfræði frá HÍ, jógakennari og með kennsluréttindi frá HÍ. 

Lengi vel vann ég í hugbúnaðargeiranum, hérlendis og erlendis, sem starfsmaður og sjálfstætt starfandi, við hin ýmsu verkefni. Frumkvöðlastarf hefur einnig látið á sér kræla og er fyrirtækið Arctic Running (arcticrunning.is) eitt af afsprengjum þess. 

Ég hef mikinn áhuga á mannlegri tilvist, sér í lagi samskiptunum og tengslunum okkar á milli og við okkur sjálf, og í teymisþjálfuninni fókusa ég mikið á að hjálpa teymum að efla traust þannig að teymismeðlimir geti komið með öll sín gæði að borðinu.

Ég þarf talsverða hreyfingu og hún spilar lykilhlutverk í minni andlegu og líkamlegu líðan. Ég er almennt frekar jákvæður og opinn, og allajafna stutt í húmorinn - njótum ferðalagsins!

 Fundurinn fer fram á Teams.

 Join Microsoft Teams Meeting

Fleiri fréttir og pistlar

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2023 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2023.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar. 
Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel þann 20. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00.  


Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2023:

Andri Björn Gunnarsson, stofnandi og forstjóri Vaxa

Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðsmála hjá Virk

Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem

Ásdís Virk Sigtryggsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu DTE ehf.

Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Festi

Birgir Jónsson, forstjóri PLAY

Bjarney Sólveig Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurnesjum

Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa

Bogi Niels Bogason, forstjóri Icelandair

Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður GG Verk

Dagmar Viðarsdóttir, forstöðumaður mannauðsmála hjá Póstinum

Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilsbrigðisstofnunar Suðurlands

Eðvald Valgarðsson, gæðastjóri hjá Samhentir, Vörumerking og Bergplast

Elín Björg Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu

Elín Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvár

Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Löður

Ester Gústafsdóttir, mannauðsstjóri Háskólans í Reykjavík

Finnur Pind, stofnandi og forstjóri Treble Technologies

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LC Ráðgjöf

Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir, mannauðsstjóri þjónustu-og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar

Guðbjörg Rist, forstjóri Atmonia

Guðmundur Baldursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslenskrar getspár

Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustu hjá VÍS

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Hafsteinn Ezekíel Hafsteinsson, forstöðumaður sölusviðs VÍS

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins

Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Samkaupa

Helga Valfells og co, framkvæmdastjóri Crawberry Capital

Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands

Hilmar Gunnarsson, stofnandi og forstjóri Arkio

Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID

Hörður Ingi Þorbjörnsson, mannauðsstjóri Orkunnar

Ingólfur Þorsteinsson, forstöðumaður stafrænna lausna hjá VÍS

Íris Ösp Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Elkem

Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana ehf

Jón Björnsson, forstjóri Origo

Kjartan Hansson, forstöðumaður rafrænna þjónustulausna hjá Origo

Matthías Sveinbjörnsson,  forstöðumaður tekjustýringar Icelandair

Ólafur Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri Marel Fish

Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu-og markaða hjá Póstinum

Pálmi Pálsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Pálmatré

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf í Grindavík

Pétur Sævar Sigurðsson, meðeigandi og sérfræðingur hjá Maven ehf.

Ragnar Örn Egilsson, deildarstjóri stafrænna innviða Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna

Sara Lind Guðbergsdóttir, sviðsstjóri stjórnunar og umbóta hjá Ríkiskaupum 

Sif Sturludóttir, forstöðumaður verkefnastofu og innri rekstrar hjá Sýn

Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Bláa Lónsins

Sigurbjörg Rósa Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri Bakarameistarans ehf

Sigurbjörn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri SL lífeyrissjóðs

Snorri Páll Sigurðsson, framkvæmdastjóri innkaupastýringa hjá Alvotech

Soffía Lárusdóttir, forstjóri Ráðgjafar og greiningarstöðvarinnar

Sólveig Sigurðardóttir, barnalæknir hjá Ráðgjafar og greinarstöð ríkisins

Sonja Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs HR Monitor

Sólrún Jóna Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og stafrænna innviða Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna

Svava Grönfeldt, Prófessor MIT

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðssviðs hjá Icelandair

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk

Viktor Ari Ásrúnarson, meðeigandi og sérfræðingur Maven ehf.

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins

Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs

Þórey Edda Heiðarsdóttir, sviðsstjóri mats og rýni hjá Virk

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnandi og forstjóri Empower

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands

 

 

Benefits of Inclusion in the Workplace

“We want a culture that is inclusive and where everyone who joins feels they have opportunities to succeed and grow.” -Nellie Borrero

There’s a lot of talk these days about diversity and inclusion programs in the workplace. Yet, while people often have a grasp of what diversity looks like and how to put it into action, inclusion can be lost and forgotten in the shuffle. In this blog, we’ll explore why inclusion is so critical in the workplace, and how diversity and inclusion (and their benefits) complement one another. Let’s get started.

Stjórnvísi mætti á Markþjálfunardaginn 2023

Stjórnvísi mætti að venju á Markþjálfunardaginn og hlustaði á áhugaverð og fjölbreytt erindi frá innlendum og erlendum fyrirlesurum um "Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað" 

Mikið af áhugaverðu og skemmtilegu fólki kom við á kynningarbás Stjórnvísi og þökkum við þeim fyrir að heilsa upp á okkur.

 

Markþjálfadagurinn 2023 - Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað

Markþjálfunardagurinn 2023 - Velsæld og árangur!

 

Markþjálfunardagurinn verður haldinn þann 2. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni ,,Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað”. Þar mun ICF Iceland að venju leiða saman alþjóðlegt fagfólk sem deilir reynslu sinni af því hvernig þörf á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda þess árangurs.

Aðalfyrirlesarar Markþjálfunardagsins eru frumkvöðullinn og manneskja ársins Haraldur Þorleifsson, Tonya Echols margverðlaunaður alþjóðlegur PCC markþjálfi, og Kaveh Mir, stjórnendamarkþjálfi MCC sem situr í stjórn ICF International ásamt Tonya.

Harald þekkir hvert mannsbarn hér á landi fyrir m.a. Römpum upp Ísland verkefnið, auk þess sem hann var kosinn manneskja ársins. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í sínum verkefnum hvort sem það eru hans persónulegu verkefni eða fyrirtækið Ueno sem hann byggði upp og seldi til Twitter. Hans erindi nefnist Function + Feelings. Tonya var valin stjórnendamarkþjálfi ársins af CEO Today Magazine, hún situr í ráðgjafateymi Forbes, hefur skrifað fjölda greina í Forbes og er í markþjálfateymi TED Talks. Kaveh hefur komið að stjórnendaþjálfun, breytingastjórnun, teymis-uppbyggingu, leiðtogaþróun og vinnustaðamenningu hjá fjölda alþjóðlegra fyrirtækjarisa á borð við Warner Bros, Google, Amazon, Lego, Deloitte, HSBC, Mars, Salesforce og CNN og verður gjöfull á reynslu sína í erindi sínu.

Það er okkur sannur heiður að fá stórstjörnur frá ICF International til okkar á Markþjálfunardaginn í ár, fólk með áratuga reynslu á stóra sviði markþjálfunar. Þau ætla að opna upp á gátt reynslu sína og viðskiptamódel á vinnustofunum sem ætlaðar eru fyrir markþjálfa og erum við mjög spennt að læra af þeim.

Auk þeirra Haraldar, Tonyu og Kaveh munu stíga á stokk þrjú fyrirlesarateymi: Aldís Arna PCC markþjálfi og Jón Magnús Kristinsson læknir, markþjálfarnir Anna María Þorvaldsdóttir ACC og Inga Þórisdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop. Þá mun þróunarstjóri hjá ICF International Malcom Fiellies PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri hjá ICF Global vera með erindi um stuðning við starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar.

 

Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi viðburður félagsins. Vinnustofurnar verða haldnar 1. febrúar en ráðstefnan 2. febrúar. Miðasala er hafin á Tix og hvetjum við alla félaga að njóta dagsins, uppskerunnar og tengslanetsins. Viðburðirnir gerast ekki stærri.

 

Ef fyrirtækið þitt vill fá 8 manna borð eða bás er best að senda póst á icf@icf.is. Það er 20% afsláttur af miðaverðinu ef keyptir eru 5 miðar eða fleiri. Þetta er frábær dagskrá og hvetjum við alla sem hafa áhuga að skrá sig, þú ferð ríkari heim eftir þessa ráðstefnu. Að sjálfsögðu verður Stjórnvísir með bás eins og venjulega, þar sem Gunnhildur ofl. munu taka vel á móti þér/ykkur.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Opið streymi 30 janúar nk.með Gerd Leonhard um ofurgervigreindarlíkön eins og ChatGpt eða Dalle-2.

Opið streymi með Gerd Leonhard um ofurgervigreindarlíkön eins og ChatGpt eða Dalle-2.

30 janúar kl 17:00. Sjá nánar https://www.futuristgerd.com/2023/01/join-me-for-a-very-special-gerdtalks-live-show-on-chatgpt-january-30-2023/

Heimurinn virðist vera á barmi umbreytinga þar sem fyrirtæki og einstaklingar eru farnir að nýta sér Generative AI líkön (ofurgervigreind) eins og Dalle-2, ChatGPT og sambærileg líkön. Hægt er að kalla þetta „páfagauka á ofurhormónum“  en ChatGPT getur á áhrifaríkan hátt líkt eftir mannlegum samtölum og búið til einstaka texta sem hafa ótrúlega mannlega eiginleika.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?