Leiðtogastíll - vinnustofa

Lokuð vinnustofa fyrir stjórn faghóps um leiðtogafærni 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Að lifa og leiða með hjartanu

Sigurður Ragnarsson fjallar um Heartstyles forystuþjálfunaraðferðina sem fyrirtæki víða um heim nýta sér. Lykilþáttur í aðferðafræði Heartstyles, sem byggir á á stjórnunarlegum og sálfræðilegum grunni, er tölfræðilegt, heildstætt 360 gráðu mat sem hjálpar til við að koma auga á þætti sem aðstoða stjórnendur og starfsfólk að vaxa og skapa jákvæðar breytingar er snúa að viðhorfum, hugsun og hegðun. Heartstyles gerir því fólki kleyft að vaxa og verða besta útgáfan af sjálfu sér - sem leiðir til farsældar fyrir stjórnendur, starfsfólk og fyrirtæki. 

Sigurður Ragnarsson er stofnandi Forystu og samskipta og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Hann hefur víðtæka stjórnunarreynslu og er m.a. fyrrum forseti viðskiptasviðs Háskólans á Bifröst þar sem hann byggði upp meistaranámið í Forystu og stjórnun. Sigurður er vottaður ráðgjafi og forystuþjálfari í Heartstyles aðferðafræðinni.

Þarf sterka leiðtoga til að hönnunarsprettir (Design Sprint) skili árangri? (ný dagsetning)

Hlekkur á viðburð

Lára Kristín og Kristrún Anna ætla að fjalla um reynslu þeirra af því að leiða hönnunarspretti og sýn þeirra á hvernig árangur sprettanna og hugrekki leiðtoga tengist sterkum böndum.

"Lærdómurinn sem við höfum dregið af þeim hönnunarsprettum sem við höfum leitt, er að leiðtogar þurfa stóran skammt af hugrekki til að treysta ferlinu (sem er á tímum mikil óvissuför) og þeir þurfa þor til að taka ákvarðanir á staðnum. Einnig krefst það berskjöldunnar að sýna viðskiptavinum ófullkomna prótótýpu og kjarks að hlusta á endurgjöf viðskiptavina. Það að fara úr "inn-á-við" hugsun í viðskiptavina-miðaða hugsun krefst sterkra leiðtoga - ekki bara stjórnenda heldur allra þátttakenda í sprettinum. Þegar þetta er til staðar fara töfrarnir að gerast"

Kristrún Anna Konráðsdóttir er teymisþjálfi, markþjálfi, verkefnastjóri og Agile-ráðgjafi. Hún hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki og teymum að takast á við & leiða breytingar í síbreytilegu og flóknu umhverfi. Kristrún hefur leitt árangursrík tækniverkefni, þjálfað teymi í átt að meiri árangri og gleði, þjálfað leiðtoga í Agile hugarfari auk þess að hanna og leiða vinnustofur og hönnunarspretti. Kristrún er nú sjálfstætt starfandi og vinnur að fjölbreyttum verkefnum sem miða þó öll á einhvern hátt að því að efla og styrkja fólk í sínum hlutverkum. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri/ráðgjafi hjá VÍS, verkefnastjóri hjá Skapalóni og sem markaðsstjóri hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér heima og í Bretlandi. Kristrún er ACC vottaður markþjálfi, MPM frá HR og rekstrarfræðingur frá HA

Lára Kristín Skúladóttir er lóðs (facilitator) og leiðtogaþjálfi. Hún hefur á undanförnum árum unnið að fjölbreyttum verkefnum í samvinnu við stjórnendur, verkefnastjóra og starfsfólk bæði fyrirtækja og stofnana. Þar á meðal lóðsað stefnumótun, hannað og leitt stjórnendamót og starfsdaga, leitt stjórnendur og verkefnateymi í stefnumarkandi ákvarðanatöku, haldið ýmiss konar vinnustofur t.d. hönnunarspretti fyrir verkefnateymi í stafrænum verkefnum, leitt teymi í sjálfsskoðun og styrkleikavinnu og þjálfað stjórnendur í að stíga betur inn í hlutverk þjónandi leiðtoga. Lára er sjálfstætt starfandi í dag en starfaði áður sem stjórnunarráðgjafi, markþjálfi og Lean sérfræðingur hjá VÍS, sem greinandi og sérfræðingur í gæðamálum hjá Arion banka og sem stjórnunarráðgjafi hjá ParX. Lára er með MSc gráðu í alþjóðastjórnun og markaðsfræði frá Copenhagen Business School og er markþjálfi frá Evolvia.

 

 

 

 

Lífsaga leiðtoga: Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri

Nánari lýsing síðar

Eldri viðburðir

Heilsueflandi stjórnun (Wellbeing leadership)

Hlekkur á viðburðinn

Heilsueflandi leiðtogastíll (e. wellbeing leadership) er vinsælt umræðuefni  um þessar mundir og voru viðmið fyrir heilsueflandi vinnustaði kynnt nú í byrjun október. Viðmiðin eru sprottin út frá samstarfi embætti landlæknis, Vinnueftirlit ríkisins og VIRK til að tryggja að vinnustaðir hafi góð verkfæri til að skapa heilsueflandi umhverfi og eru þau opin öllum fyrirtækjum og stofnunum í landinu á vefsvæðinu www.heilsueflandi.is. Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmiðin og er fyrsti viðburðurinn á dagskrá 28 október (sjá hér).  Faghópur um leiðtogafærni hefur áhuga á því að skyggnast inn í hvernig leiðtogar geta haft áhrif og stuðlað að heilsueflandi vinnustöðum.

Við höfum fengið Susanne Svarre framkvæmdastjóra TSG Nordic A/S í Danmörku til að deila með okkur sinni reynslu af því hvernig áhrif heilsueflandi leiðtogastíll hefur á vinnuumhverfi og starfsanda. Susanne hefur yfir 30 ára reynslu sem stjórnandi og hefur áhugavert sjónarhorn á gildi langtíma vinnusambands í heimi sífelldra og hraðra breytinga sem við lifum við í dag. 

Fundurinn fer fram á ensku. 

FRESTAÐ - Stjórnendaspjall

Af óviðráðanlegum ástæðum verðum við að fresta þessum áhugaverða viðburði. Ný dagsetning kemur síðar!

Við byrjum nýtt starfsár með samtali við tvo stjórnendur sem hafa nýtt sér markþjálfun í starfi sínu. Þetta eru þau Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri Byko, og Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, sem hafa bæði lært aðferðafræði markþjálfunar og nýta sér hana í störfum sínum sem stjórnendur á fjölmennum vinnustöðum.

Viðburðurinn verður með þeim hætti að Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, úr stjórn faghóps markþjálfunar, mun ræða við Sigurð og Arndísi um markþjálfun og hvernig hún hefur nýst þeim í starfi þeirra sem stjórnendur.

Viðburðurinn er 30 mín og óskum við eftir því þátttakendur taki virkan þátt með því að spyrja þau spjörunum úr þannig að saman búum við til skemmtilegt flæði.

Fundurinn er á Teams. 

Frá Palestínu til Íslands - systurnar Fida og Falasteen leiðtogar í íslensku atvinnulífi

Click here to join the meeting

Fida og Falasteen fara í gegnum hvað einkennir þeirra frama og hvað í þeirra reynslu og bakgrunni hefur haft mótandi áhrif á þær sem leiðtoga.

Fida abu Libdeh er frumkvöðull, framkvæmdastýra og eigandi Geosilica. Árið 2012 stofnaði hún Geosilica ásamt teymi sínu með lítið fjármagn en mikla ástríðu til þess að ná langt.  GeoSilica® framleiðir náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi til daglegrar inntöku úr steinefnum í jarðhitavatni sem hjálpa til við endurnýjun líkamans frá toppi til táar.

Falasteen Abu Libdeh er framkvæmdastjóri og einn af eigendum Ráður. Falasteen innleiddi og hannaði jafnlaunakerfi Eimskips  og þróaði samhliða því launagreiningarkerfi sem gefur á hraðan og skýran hátt stöðu kjaramála hjá fyrirtækinu. Ráður er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf og fræðslu í tengslum við innleiðingu á jafnlaunastaðli og að uppfylla skilyrði jafnlaunavottunar.
 

Viðburðaröðin Lífssaga leiðtogans

Stjórn faghóps Stjórnvísi um leiðtogafærni stendur fyrir viðburðarröðinni “Lífssaga leiðtogans” en þar verður háð samtal við leiðtoga á öllum sviðum íslensks mannlífs. Viðburðirnir eru í viðtalsformi og er tilgangur þeirra að að spyrja leiðtoga um það fólk, staði, hluti eða aðstæður sem hafa haft mótandi áhrif á stjórnendastíl þeirra og fá þá til að deila reynslu sinni með áheyrendum.

FUNDI FRESTAÐ: Post-pandemic, what is the blueprint for successful agile leadership in our new hybrid normal?

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna er þessum viðburði frestað. 

Just over one year on from start of the global pandemic, what are the lessons learned for agile professionals? This presentation takes a critical look at the practice of agile project management; its pre-pandemic strengths and weaknesses, and the blueprint for Agile 4.0 which is emerging as we enter a new hybrid team and organisational reality. How far will distance be an enabler and disabler for agile performance? What will hybrid leadership look and feel like in practice?

In this presentation, Bob Dignen, an international leadership coach, and Jaroslaw Walaszek, Head of IT at Ringier Axel Springer in Poland, go head to head to explore the lessons we need to learn from the pandemic experience and the opportunities for both leadership and agile practice to evolve to meet the demands of a hybrid future.

Bob Dignen, international leadership coach, International Leadership Performance (UK)

Jaroslaw Walaszek, Head of IT, Ringier Axel Springer (Poland)

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni (Fjarfundur)

Tengill á aðalfund

Stjórn faghóps um leiðtogafærni boðar hér til aðalfundar fyrir starfsárið 2021 - 2022. Farið verður yfir ýmis málefni er varðar faghópinn ásamt því að kjósa stjórn. 

Dagskrá fundar: 

  1. Kynning á faghópnum
  2. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
  3. Kosning stjórnar
  4. Fyrirhugaðir viðburðir næsta starfsárs
  5. Önnur mál

Ef einhverjar fyrirspurnir eru vinsamlegast hafið samband við Áslaugu Ármannsdóttur formann stjórnar faghópsins í netfang aslaugarmannsdottir@gmail.com eða síma 866 0038. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?