Vitundarmál vegna upplýsingaöryggis í víðu samhengi

Hlekkur á fundinn

Vitundarmál vegna upplýsingaöryggis geta verið margskonar og að mörgu sem hægt er að huga. Á þessari kynningu ætlum við að skoða vitundarmál í víðu samhengi og skoða tækifæri til að gera enn betur. Við skoðun hvernig fyrirtæki standa að innri og ytri samskiptum en líka hvernig stuðlað er að aukinni vitund meðal borgara landsins. Samvinna og samstarf verður til grundvallar enda oft leiðin að farsælli og hagkvæmri lausn. 

Hermann Þór Snorrason, sérfræðingur á Fyrirtækjasviði Landsbankans segir frá því hvernig Landsbankinn stendur að vitundarvakningu um netöryggi gagnvart bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Í erindinu fjallar Hermann um ytri netöryggisfræðslu bankans, ferlinu við textaritun, hvernig gagnaöflun er háttað, samstarfinu við auglýsingastofur og erlenda banka, hann lýsir viðbrögðum viðskiptavina við fræðsluefninu og fleiru í þeim dúr. Hermann hefur m.a. stýrt netbönkum og vefþjónustum Landsbankans og vann að innleiðingu RSA-öryggiskerfisins sem byggir m.a. á mynstur- og umhverfisgreiningum og hefur ritað fjölda greina um netöryggismál banka.

Daði Gunnarsson hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu segir okkur frá samstarfi lögreglu um allan heim þegar kemur að netbrotamálum og hver þróunin er innan íslensku lögreglunnar þegar kemur að þessu ört vaxandi máli. Farið yfir skýrslu EUROPOL um skipulögð afbrot á netinu (IOCTA) og hvað sé sameiginlegt með henni og raunveruleikanum á Íslandi. Þá ræðir hann um samstarfsaðila á sviði netbrota og netöryggis bæði innlenda og erlenda. Þá fer hann einnig yfir námskeið sem í boði er fyrir verðandi lögreglumenn í Háskólanum á Akureyri með áherslu á netbrot og netöryggi. Daði er með MSc. í Forensic computing and cybercrime investigations frá UCD og er með CFCE vottun frá IACIS. Hann hefur sótt mörg námskeið á vegum lögreglunnar í tengslum við netbrot og netrannsóknir ásamt því að kenna í Háskólanum á Akureyri, Lögregluháskólanum í Noregi (PHS), Evrópska lögregluskólanum (CEPOL) og gert námsefni fyrir EUROPOL, CEPOL o.fl.

Daníel Máni Jónsson, Öryggisstjóri hjá Valitor ætlar að segja okkur frá hvað Valitor er að gera varðandi öryggis vitundarvakningu meðal starfsmanna sinna. Varpa fram nokkrum heilræðum sem gott getur verið að hafa á bakvið eyrað þegar fyrirtæki setja saman áætlun og efni fyrir vitundarherferðir sínar. Daníel Máni þreytist seint á að fjalla um mikilvægi samstarfs og samtals þegar kemur að öryggismálum, hvort sem er innan fyrirtækja eða milli fyrirtækja. Upplýsingaöryggi er ekki einstaklingsíþrótt heldur hópíþrótt og ekki ólíklegt að hann komi lítillega inn á það og deili með okkur reynslu sinni í þeim efnum. Daníel Máni hefur lengst af starfað í hröðum heimi greiðslumiðlunar þar sem öryggi og traust eru lykil þættir og þó hann hafi farið vítt og breytt um skipurit Valitor hafa öryggismál yfirleitt verið ofarlega á baugi í þeim hlutverkum sem hann hefur gengt hjá félaginu og dótturfélögum.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Vitundarmál vegna upplýsingaöryggis í víðu samhengi

Fundurinn sem var á vegum faghóps um upplýsingaöryggi var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Jón Kristinn Ragnarsson í stjórn faghópsins stjórnaði fundinum. Vitundarmál vegna upplýsingaöryggis geta verið margskonar og að mörgu sem hægt er að huga. Á þessari kynningu voru skoðuð vitundarmál í víðu samhengi og tækifæri til að gera enn betur. Einnig hvernig fyrirtæki standa að innri og ytri samskiptum en líka hvernig stuðlað er að aukinni vitund meðal borgara landsins. Samvinna og samstarf var til grundvallar enda oft leiðin að farsælli og hagkvæmri lausn. 

Hermann Þór Snorrason, sérfræðingur á Fyrirtækjasviði Landsbankans sagði frá því hvernig Landsbankinn stendur að vitundarvakningu um netöryggi gagnvart bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Í erindinu fjallaði Hermann um ytri netöryggisfræðslu bankans, ferlinu við textaritun, hvernig gagnaöflun er háttað, samstarfinu við auglýsingastofur og erlenda banka, hann lýsti viðbrögðum viðskiptavina við fræðsluefninu og fleiru í þeim dúr. Hermann hefur m.a. stýrt netbönkum og vefþjónustum Landsbankans og vann að innleiðingu RSA-öryggiskerfisins sem byggir m.a. á mynstur- og umhverfisgreiningum og hefur ritað fjölda greina um netöryggismál banka.

Daði Gunnarsson hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu sagði okkur frá samstarfi lögreglu um allan heim þegar kemur að netbrotamálum og hver þróunin er innan íslensku lögreglunnar þegar kemur að þessu ört vaxandi máli. Farið var yfir skýrslu EUROPOL um skipulögð afbrot á netinu (IOCTA) og hvað er sameiginlegt með henni og raunveruleikanum á Íslandi. Þá ræddi hann um samstarfsaðila á sviði netbrota og netöryggis bæði innlenda og erlenda. Þá fór hann einnig yfir námskeið sem í boði er fyrir verðandi lögreglumenn í Háskólanum á Akureyri með áherslu á netbrot og netöryggi. Daði er með MSc. í Forensic computing and cybercrime investigations frá UCD og er með CFCE vottun frá IACIS. Hann hefur sótt mörg námskeið á vegum lögreglunnar í tengslum við netbrot og netrannsóknir ásamt því að kenna í Háskólanum á Akureyri, Lögregluháskólanum í Noregi (PHS), Evrópska lögregluskólanum (CEPOL) og gert námsefni fyrir EUROPOL, CEPOL o.fl.

Daníel Máni Jónsson, Öryggisstjóri hjá Valitor sagði frá hvað Valitor er að gera varðandi öryggis vitundarvakningu meðal starfsmanna sinna. Hann varpaði fram nokkrum heilræðum sem gott getur verið að hafa á bakvið eyrað þegar fyrirtæki setja saman áætlun og efni fyrir vitundarherferðir sínar. Daníel Máni þreytist seint á að fjalla um mikilvægi samstarfs og samtals þegar kemur að öryggismálum, hvort sem er innan fyrirtækja eða milli fyrirtækja. Upplýsingaöryggi er ekki einstaklingsíþrótt heldur hópíþrótt.  Daníel Máni hefur lengst af starfað í hröðum heimi greiðslumiðlunar þar sem öryggi og traust eru lykil þættir og þó hann hafi farið vítt og breytt um skipurit Valitor hafa öryggismál yfirleitt verið ofarlega á baugi í þeim hlutverkum sem hann hefur gengt hjá félaginu og dótturfélögum.

 

Eldri viðburðir

NIS2 - Hvert er umfangið og hverjar eru kröfurnar?

Join the meeting now

Næsta haust munu taka gildi auknar kröfur sem nefndar hafa verið NIS2. Við munum fá Unni Kristínu frá Fjarskiptastofu til að segja okkur meira um NIS2, hvaða fyrirtæki gætu verið innan breytts umfangs og hvaða kröfur verða gerðar á fyrirtæki og stofnanir með þessum breytingum. 

Að lokinni kynningu gefst tækifæri fyrir umræður og spjall. 

 

Join the meeting now

Upp með Soccana! - Öryggisvöktun upplýsingatæknikerfa (SOC) - Hverjir þurfa og hvernig á að gera?

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Mörg fyrirtæki hafa annað hvort innleitt SOC þjónustu eða eru að íhuga það. En er þetta fyrir alla og hverju mega fyrirtæki vænta að fá með svona þjónustu?

Við fáum Robby Perelta til að deila af reynslu sinni með okkur, fjalla um hverjir ættu helst að íhuga að notast við lausnir sem þessar og hvað sé mikilvægt að hafa í huga. KYNNING FER FRAM Á ENSKU

Eftir kynningu frá Robby verður tími fyrir umræður og vonum við að sem flest taki þátt. 

Um Robby: 

Robby Peralta is the host of the mnemonic security podcast, as well as an individual who has worked 8 years within the SOC space.

During those years, Robby has worked with a variety of organizations, private and governmental, all across Europe with their security monitoring efforts.

Robby will share his experiences and knowledge on who should consider a SOC service, and the most common ways of implementing it these days.

 

Gervigreind og upplýsingaöryggi

Smelltu hér til að tengjast fundinum
Gervigreind er alltumlykjandi og ljóst að áhrif hennar eru mikil. 

Í þessari kynningu ætlum við annars vegar að skoða hvernig gervigreindin er að hafa áhrif á ógnir og upplýsingaöryggi og hins vegar hvernig gervigreind getur hjálpað fyrirtækjum í vörnum gegn nútíma upplýsingaöryggisógnum. Þessi kynning er unnin í samvinnu faghóps Stjórnvísi um Gervigreind og faghóps um upplýsingaöryggi. 

Fyrri kynning: Þögul innrás gervigreindar: mun þitt fyrirtæki lifa af?

Á meðan almenningur er upptekinn í spjalli við ChatGPT og Dall-E fikti, er þróun að eiga sér stað á bakvið tjöldin sem mun gjörbreyta daglegum rekstri fyrirtækja og kúvenda hegðun neytenda. Frá heilbrigðisþjónustu til fjármála, frá landbúnaði til fataverslana, þá er spurningin ekki lengur hvort gervigreind muni hafa áhrif á þitt fyrirtæki, heldur hvenær og hvernig - og hvort þið séu tilbúin.

Tryggvi Freyr Elínarson er einn af stofnendum og eigendum Datera og hefur yfir 20 ára reynslu í stafrænni markaðssetningu og viðskiptaþróun. Samhliða innlendum og erlendum verkefnum hefur Tryggvi markvisst byggt upp öflug tengslanet og státar því sterkum tengslum í innstu röðum hjá fyrirtækjum á borð við Facebook, Google, TripAdvisor, Snapchat, Tiktok, og Smartly, og því oftar en ekki með aðgang að upplýsingum og tækninýjungum sem ekki allir hafa.

 

Seinni kynning: Rachel Nunes frá Microsoft segir okkur hvernig öryggislausnir Microsoft aðstoða fyrirtæki að verjast ógnum gegn upplýsingaöryggi. KYNNING FER FRAM Á ENSKU.

Smelltu hér til að tengjast fundinum

 

Hvað er upplýsingaöryggi?

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Í hinum síbreytilega heimi upplýsingaöryggis er oft gott að byrja á að skilgreina hvað sé um rætt þegar talað er um upplýsingaöryggi. Viðmið og lágmark er sífellt að breytast og þess vegna mikilvægt að sem flest séum við með sömu hugmyndir um hverju sé verið að stefna að og hvernig því marki skuli náð. 

Við ætlum að fá Bryndísi Bjarnadóttur, sérfræðing hjá CERT-ÍS til að fara aðeins með okkur í gegnum hvað upplýsingaöryggi sé fyrir CERT-ÍS og hver séu hin nýju lágmörk upplýsingaöryggis. 

 

Smelltu hér til að tengjast fundinum

 

Aðalfundur faghóps um upplýsingaöryggi

Click here to join the meeting 
Stjórn faghóps um upplýsingaöryggi boðar hér til aðalfundar fyrir starfsárið 2022-2023.  Farið verður yfir ýmis málefni er varðar faghópinn ásamt því að kjósa nýja stjórn og formann. 

Dagskrá fundar:

  • Kynning á faghópnum    
  • Samantekt á starfi vetrarins
  • Kosning formanns og stjórnar 
  • Næsta starfsár faghópsins
  • Önnur mál 

Þeir sem hafa áhuga á að taka að sér formennsku stjórnar eða taka sæti í stjórn geta haft samband við Önnu Kristínu Kristinsdóttur, formann stjórnar faghópsins, í gegnum netfang annakk86@gmail.com eða í síma 692-5252.

Fundurinn fer fram í formi fjarfundar 

Click here to join the meeting 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?