Lean - Straumlínustjórnun: Liðnir viðburðir

Lean Ísland vikan í hnotskurn - Ráðstefna í Hörpu 22. mars 2024

Lean Ísland vikan í hnotskurn!

Ráðstefna:

  • Lean Ísland - Framtíðarleiðtoginn
    Fyrirlesarar koma m.a. frá IKEA Portúgal, Össuri Suður Afríku, OC Tanner, Spreadgroup og Datera.

    Erindin fjalla m.a. um:
    • hvernig auka eigi áhrif með orðum
    • hvernig auka eigi sjálfstæði framlínustarfsfólks
    • hvernig efla eigi samheldni og starfsánægju
    • umbótahugsun framtíðarleiðtogans
    • nýja tegund af gervigreind
    • seiglu til að halda áfram þrátt fyrir mótlæti

Námskeið:

  • Activating Possibilities: Dare to have Dynamic Conversations
    Lois Kelly leiðir okkur í sannleikann um það hvernig megi hafa áhrif með orðum
  • Maintaining a Successful Lean System
    Gary Peterson fer yfir hvernig eigi að búa til árangursríkt straumlínulagað stjórnkerfi

Stjórnvísi er stoltur samstarfsaðili Lean Ísland og minnir á ráðstefnu í Hörpu 22. mars nk. og námskeið í tengslum við ráðstefnuna sem verða haldin í húsakynnum Opna háskólans í HR. 

ATHUGIÐ:  Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. Þema ráðstefnunnar í ár er framtíðarleiðtoginn

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að og starfa m.a. hjá IKEA, OC Tanner og Allied Irish Banks.  

Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Aðalfundur Faghóps um Lean - Straumlínustjórnun

https://meet.google.com/eiz-pwhg-nuq?authuser=1&hs=122

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun verður halding í gegnum Teams miðvikudaginn 3 maí n.k. frá 11:30-13:00.
 
Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar.
  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál
 
Þeir sem eru áhugasamir um framboð til stjórnar faghópsins, vinsamlegast sendið tölvupóst á brimar@nfd.is

Hringrás breytinga - Lean Ísland verður haldin 17.mars 2023 í Hörpu

Faghópur Stjórnvísi um lean vill vekja athygli á þessari áhugaverður ráðstefnu:  Lean Ísland verður haldin 17.mars 2023 í Hörpu eftir tveggja ára dvala. Þema ráðstefnunnar í ár er “Hringrás breytinga” og skráning á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. 

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að, m.a. frá fyrrverandi stjórnendaráðgjafi frá Google, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Goodyear Tire, Tesco og Trinity College. 

Einnig eru þrjú námskeið í ráðstefnu vikunni en þau heita

  • Navigating change with your team - Working with change not against it
  • Leading in a hybrid world
  • The winning link - Managing the intersections of success

Hægt er að sjá nánar um dagskrá og skráningu á www.leanisland.is

 

Víðir og almættið - Samskipti við almenning um almannavarnir

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!
Heimsfaraldur, skriður, eldgos og óveður: Hvernig er hægt að eiga í hreinskiptum samskiptum við almenning þegar náttúran hefur tekið völdin? 


,,Víðir og almættið - Samtal við almenning um almannatengsl” er fundur á vegum faghóps um almannatengsl hjá Stjórnvísi þar sem við ræðum við þau Víði Reynisson, sviðsstjóra Almannavarna, og Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna, um samskipti við almenning þegar mikið liggur undir. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrú menningar- og viðskiptaráðuneytisins, og Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, leiða umræðurnar.

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!

Tímamótatal – reynslusaga stjórnanda

 
TEAMS linkur  viðburðurinn er bæði í raunheimum og í streymi. Við hvetjum alla sem geta að mæta í Heilsuklasann.
 

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.

Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.

 

Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón Magnús hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl.

Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

TEAMS linkur

Aðalfundur LEAN faghóps

Aðalfundur LEAN faghóps Stjórnvísi. 

Laus sæti eru í stjórninni og hvetjum við áhugasama að láta vita af sér með því að senda tölvupóst á bergrunlilja@gmail.com

Dagskrá fundarins

  1. Kynning á faghópnum
  2. Yfirferð á viðburðum síðastliðið ár
  3. Kosning stjórnar 
  4. Starfsárið framundan, markmið og fyrirkomulag
  5. Önnur mál

Fundurinn verður haldin á teams 12:00-13:00 linkurinn á fundinn er hér.  

Fyrir hönd stjórnar

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir

Skjalastjórn í skýjunum

Hlekkinn á fundinn má nálgast hér;
Flugrekstur hefur í gegnum árin verið leiðandi þegar kemur að straumlínustjórnun og er skjalastjórnun engin undantekning þar.  

 

Magnús Brimar Magnússon (https://www.linkedin.com/in/magnus-brimar/) hjá Nordic Flight Department (https://www.linkedin.com/company/nordic-flight-department/) verður með stutt erindi um hvernig þetta nýstofnaða félag nýtti sér þau tækifæri sem komu með Covid-19 og fer yfir með hvaða hætti þeir halda utan um skjalastjórnun fyrir flugrekendur sem eru víðsvegar um heimin.

Viðburðurinn hefst kl.08:45 og verður í fjarfundi

Hlekkinn á fundinn má nálgast hér;

 

 

Stafrænt réttarfar?

Hlekkinn á viðburðinn má nálgast hér
Á þessum næsta viðburði Lean faghópsins er boðið upp á blandaðan viðburð.

Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu fjármála og rekstar hjá Dómsmálaráðuneytinu mun fjalla um nálgun, aðferðarfræði og sýn á því hvernig samskipti stofnana í réttarvörslukerfinu eru að verða stafræn.

Viðburður hefst kl.08:45 og verður í fjarfundi.

 

Hlekkinn á viðburðinn má nálgast hér

Stafrænt Ísland

Það er komið að fyrsta fundi LEAN faghópsins þennan veturinn.  Það er hann Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdarstjóri, stafrænt ísland sem mun ríða á vaðið.

Andri mun fjalla um það stóra umbreytingarverkefni sem íslenska ríkið hefur hrint í framkvæmd og hvernig Ísland getur komist í fremstu röð í heiminum í stafrænni þjónustu hins opinbera.

Fundurinn fer fram á teams og má nálgast linkinn hér.

Aðalfundur stjórnar faghóps um LEAN - straumlínustjórnun (fjarfundur)

Aðalfundur LEAN faghóps Stjórnvísi. 

Laus sæti eru í stjórninni og hvetjum við áhugasama að láta vita af sér með því að senda tölvupóst á bergruns@vis.is

Dagskrá fundarins

  1. Kynning á faghópnum
  2. Yfirferð á viðburðum síðastliðið ár
  3. Kosning stjórnar (viðmiðunarfjöldi 4-10 manns)
  4. Starfsárið framundan, markmið og fyrirkomulag
  5. Önnur mál

Fundurinn verður haldin á teams 12:00-13:00 linkurinn á fundinn er hér.  

Fyrir hönd stjórnar

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir

Stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórnun úrelt á tímum 4. iðnbyltingarinnar?

Click here to join the meeting
Stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórun, er það ekki bara búið og úrelt núna í fjórðu iðnbyltingunni með auknum fókus á stafræna þróun, hraða og snjallvæðingu?

Aðalheiður María Vigfúsdóttir, deildarstjóri gæða og umbóta hjá Völku leiðir okkur í gegnum áhugaverðar pælingar sem hún skrifaði nýlega áhugaverða grein um. (greinin er meðfylgjandi undir ítarefni). Við fáum einnig innsýn frá mjög reynslumiklum umbótasérfræðingum, þeim Rut Vilhjálmsdóttir hjá Strætó og Málfríði Guðný Kolbeinsdóttur hjá Ölgerðinni og reynum að svara spurningunni hvort stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórnun er úrelt. 

Vegferð og ávinningur með Lean Six Sigma svarta beltis vottun

Viðburðurinn fer fram á Zoom og hérna er hlekkur á fundinn. Magnús Ívar Guðfinnsson sem var vottaður með svart belti í Lean Six Sigma fyrr á árinu, kynnir hvaða námskeið og áfanga er hægt að sækja til að bæta við Lean Six Sigma (LSS) þekkingu á vefnum, ásamt því að fara í umgjörð um vottunina, vegferðina og sjálft verkefnið sem þarf að skila skv. ákveðnum skilyrðum fyrir svarta beltis vottun. Verkefnið sem Magnús Ívar vann úrbótaverkefni á alþjóðlegu teymi sem vinnur úr og metur ábyrgðarkröfum frá viðskiptavinum Marel víðs vegar um heiminn. Farið er yfir DMAIC nálgunina við úrlausn mála sem upp koma í starfseminni. Alþjóðlaga viðurkenndar LSS vottanir á gula, græna og svarta beltinu er afar áhrifarík leið til að ná bættum árangri í rekstri og innhalda og hafa breiða skírskoðun í Lean, Six Sigma, ISO gæðastjórnun, stjórnun viðskiptaferla (BPM) og breytingastjórnun.

Lean Ísland 2020- Ráðstefna í Hörpu

Lean Ísland 2020, opin öllum þann 20. október

Faghópur Stjórnvísi um Lean vekur athygli á að Lean Ísland ráðstefnan verður rafræn og opin öllum þetta árið án endurgjalds

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Hún er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að stýra betur, bæta ferla og kúltúr. 

Nokkur námskeið verða haldin í tengslum við ráðstefnuna sem öll hafa selst upp en aukanámskeiðum hefur verið bætt við. Efni námskeiðanna fjalla um hvernig hægt sé að byggja upp öflug teymi, byggja upp eigin leiðtogasýn sem og minnka stress án þess að það komi niður á framleiðni en leiðbeinendur koma m.a. frá Google.

Dagskrá ráðstefnu og skráning er hér.

Fjar- Aðalfundur stjórnar faghóps Lean - Straumlínustjórnunar

Dagskrá aðalfundar:

  1. Dagskrá faghópsins sl. starfsár.
  2. Kosning stjórnar
    - Viðmiðunarfjöldi í stjórn, þ.e. í stjórn faghóps geta verið allt frá 4-10
  3. Dagskrá/viðburðir næsta starfsárs
    - hugmyndir

Þau sem hafa áhuga á að gefa kost á sér í stjórn eru vinsamlegast beðin um að senda tölvupóst á liljaj@vis.is, sem og þau sem vilja taka þátt í fundinum. 

Fundurinn fer fram í gegnum Teams.

Upplifun viðskiptavina í hádeginu í dag - EXPERIENCE HACKER webinar með James Dodkins

Hann James Dodkins ætlar að halda klukkutíma fyrirlestur á netinu þar sem hann deilir hugmyndum um hvernig er hægt að bæta eitthvað tengt upplifun viðskiptavina.

Það verður að skrá sig hjá James hér.

I'm starting a new FREE webinar series called 'EXPERIENCE HACKER' it's where I share quick and easy ideas to improve something customer experience related in your company. Tuesday April 14th 1pm (UK) 8am (EDT) 5am (PDT) 10pm (AEST) This first webinar is all about quick and easy ideas to make your company more Customer-Centric WITHOUT having to get executive buy-in, a massive team or a ridiculous budget.

 

Þekking á netinu - Framtíðin

Viðburður á netinu

Gerd Leonhard og fleiri eru að standa fyrir stafræni ráðstefnu (á netinu), fimmtudaginn 26 mars nk. undir heitinu The Future of Business - the next 10 years. Ráðstefnan verður send út í gegnum Zoom. Skráning er nauðsynleg (Zoom direct sign-up is here). Þátttaka er gjaldfrjáls. Hefst kl. 5 á íslenskum tíma en 6 eftir hádegið CET.

Ég þekki ágætlega til Gerd. Hann er áhugaverður framtíðarfræðingur og hefur meðal annars gefið út bókina Technology Vs. Humanity.

Þekking og fræðsla á óvissu tímum. Njótið, Karl Friðriksson

Skoðið vefinn með því að smella á heiti ráðstefnunnar eða farið inn á þessa vefslóð: https://www.futuristgerd.com/2020/03/new-digital-seminar-on-the-future-of-business-march-26-anton-musgrave-and-gerd-leonhard/

Hér er einnig kynningartexti frá þeim sem standa að ráðstefnunni:

 March 26, 6pm CET :   FREE Digital Conference with Futurists Anton Musgrave, Gerd Leonhard, Liselotte Lygnso, KD Adamson: The Future of Business

 Description

 Danish futurist Liselotte Lygnso has just been added as guest-speaker, see https://thefuturesagency.com/speakers/liselotte-lyngso/ for more details on Liselotte. Blue Futurist' KD Adamson will join us as well see https://thefuturesagency.com/speakers/k-d-adamson/. The latest updates will be shared here: https://gerd.fm/39ZgAsN

We are living in an age of perpetual VUCA (volatility, uncertainty, complexity and ambiguity) - and given that we are also moving at exponential pace, FORESIGHT is now mission-critical. Being 'future-ready' is everyone's job now, and it requires more than good data, sharp analysis and domain expertise. To 'have a get feel' for what's coming is probably more of an art than a science - imagination and intuition are just as important as experience and knowledge: EQ AND IQ.

Hence, this session will focus on what we call PRACTICAL WISDOM, i.e. we will share our insights and foresights about the next decade and apply them to the here and now. We will present for 15 minutes each, and then take questions and have live discussions with the audience.

We will talk about the 10 Game-Changers impacting every business in the near future, and the Megashifts see www.megashifts.digital focussing on near future scenarios and 'practical wisdoms'. Have a look at www.futuristgerd.com and https://thefuturesagency.com/speakers/anton-musgrave/ for more Details on what we do.

More details will be published on http://www.theconference.digital soon!
Please note that this is a FREE event, for now, as we are trying out new ideas and concepts. This may change in the future.

 

Spjallmenni til þjónustu reiðubúið - Morgunverðarfundur Advania

Hvernig nýtast gervigreind og máltækni við að bæta þjónustu við viðskiptavini?

Skráning hér hjá Advania

Aukin krafa viðskiptavina um meiri sjálfsafgreiðslu og betra aðgengi að þjónustu allan sólarhringinn er eitthvað sem fyrirtæki um heim allan þurfa að bregðast við ætli þau ekki að verða undir í samkeppninni. 

Á þessum fundi ætlum við að fjalla um framtíð þjónustuveitingar með gervigreindina að vopni. Segja frá samstarfsaðila Advania í spjallmennalausnum, fá reynslusögu frá viðskiptavini og tala um framtíð íslenskunnar í máltækni og þróunarstarf tengdri henni í Háskólanum í Reykjavík.

Hér er um að ræða morgunverðarfund sem enginn sá sem lætur sig bætta þjónustu við viðskiptavini sína varða ætti að láta framhjá sér fara.

Dagskrá fundarins:  

  • 08:00 - Húsið opnar
  • 08:30 - Velkomin til Advania – Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania
  • 08:35 - Á íslensku má alltaf finna svar 
    Hvaða tækifæri felast í framþróun í máltækni fyrir fyrirtæki í landinu? Anna Björk Nikulásdóttir, verkefnastjóri SÍM, Samstarf um íslenska máltækni, og Dr. Eydís Huld Magnúsdóttir, rannsóknarsérfræðingur hjá Mál- og Raddtæknistofu Háskólans í Reykjavík og meðeigandi Tiro ehf, fjalla um máltækniáætlun Íslands, raddgagnasöfnun og nýjungar í talgreiningu fyrir íslensku.
    Anna Björk Nikulásdóttir, verkefnastjóri SÍM
    Eydís Huld Magnúsdóttir, rannsóknarsérfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík og meðeigandi Tiro

 

  • 09:00 - Nýting samræðugreindar (e. conversational AI) í þjónustu
    Í erindi sínu mun Jørgen segja frá lausn Boost.ai, fara yfir muninn á sýndaraðstoðarmanni (e. virtual agent) og spjallbotta (e. chatbot) ásamt því að fjalla um möguleika íslenskra fyrirtækja þegar kemur að nýtingu gervigreindar í þjónustu við sína viðskiptavini.   
    Jørgen Holst, sölustjóri hjá Boost.ai
  • 09:25 - Leiðin að skilvirkari þjónustu
    Sigurður segir frá vegferðinni við að snjallvæða þjónustuver LÍN með innleiðingu á spjallmenninu Línu, sem í dag sinnir fyrstu snertingu við viðskiptavini í gegnum netspjall.
    Sigurður Steinar Ásgeirsson, deildarstjóri innheimtudeildar hjá LÍN

 

Kynntu þér samstarf Advania og Boost.ai hér.

 

Skráning hér hjá Advania

 

Að taka sín eigin meðul: Reynslusaga

Að taka sín eigin meðul: Reynslusaga

Kristrún Anna Konráðsdóttir verkefnaráðgjafi og Lára Kristín Skúladóttir stjórnunarráðgjafi vinna á Umbótastofu hjá VÍS. Þær munu taka á móti okkur og segja á hreinskilinn hátt frá reynslu sinn og lærdómi sem þær hafa dregið á síðustu árum í störfum sínum sem sérfræðingar í lean, verkefnastjórnun og stjórnunarráðgjöf. 

Efnistök þeirra eiga erindi til þeirra sem m.a. fást á einhvern hátt við:

  • stjórnun breytinga
  • eflingu leiðtoga
  • uppbyggingu teyma
  • þróun starfsfólks
  • áskoranirnar sem fylgja því að hafa áhrif á menningu fyrirtækja
  • innleiðingu lean, agile eða annarrar stjórnunar-hugmyndafræða
  • …og allra þeirra sem finna sterka þörf hjá sér til að þróast og vaxa í eigin skinni

Fullbókað: Hvað brennur á vörum þeirra sem hafa stundað Lean í áratugi?

Hvað hafa reynsluboltarnir lært og eru að miðla áfram?

Pétur og Marianna fóru til Hartford, Connecticut í október til að vera með erindi á ráðstefnunni The Northeast Lean Conference, sem haldin er af þekkingar- og ráðgjafafyrirtækinu GBMP. Þessi ráðstefna er ein af virtustu Lean ráðstefnum sem haldin er í Ameríku og mörg erindi voru áhugaverð. Þema ráðstefnunnar var “Total employee engagement – engaging hearts and minds” en eins og heitið gefur til kynna þá snýst Lean um að þróa fólk.

Pétur Arason og Maríanna Magnúsdóttir munu miðla því sem þau sáu og heyrðu á ferðalagi sínu í þeim tilgangi að veita Íslendingum innblástur á sinni vegferð.


Maríanna Magnúsdóttir er umbreytingarþjálfari og breytingarafl með ástríðu fyrir því að hjálpa öðrum að ná árangri. Maríanna hefur sérstakan áhuga á því að ná rekstrarlegum árangri með því að setja fókus á að þróa fólk, byggjaupp árangursrík teymi og skapa vinnukerfi þar sem mannauður blómstrar. Maríanna er rekstrarfræðingur með M.Sc. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. 

Pétur Arason er Chief Challenger of StatusQuo og stofnandi Icelandic Lean Institute. Pétur er M.Sc. rekstrarfræðingur og sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf og kennslu, ásamt því að þýða fræðibækur. Pétur hefur innleitt stefnumótun, stýrt stórum breytingarverkefnum og innleitt lean aðferðir í meira en 15 ár hér heima og erlendis. Pétur hefur í nokkur ár kennt lean í HR, bæði lengri vottuð námskeið fyrir sérfræðinga og styttri námskeið fyrir stjórnendur. Pétur kennir einnig í MBA námi í Háskóla Íslands. 


Viðburði aflýst: Hugmyndatorg Vörustjórnunarhóps Stjórnvísi

Fimmtudaginn 14. nóvember kl. 9:00 til 10:45 mun Vörustjórnunarhópur (innkaup og birgðastýring) Stjórnvísi standa fyrir Hugmyndatorgi (e. Marketplace) í stofu M215 í Háskólanum í Reykjavík. Það munu fjórir aðilar segja frá hugmyndum, vandamálum eða einhverju sem þeir vilja leysa á betri hátt. Kynningin mun fela í sér fjóra eftirfarandi þætti og er hugmyndin að þarna sé vettvangur til að skapa umræður og fá endurgjöf frá öðrum meðlimum Stjórnvísi. 

  1. Kynningu á vandamáli.
  2. Hvað hefur verið gert.
  3. Hver var útkoman.
  4. Hugmyndir að öðrum lausnum.


Fyrirkomulagið:

- Þegar fólk mætir verða borðin merkt með viðfangsefni. Fólk velur sér borð en það verða einungis 6-8 pláss á hverju borði og ef borðið er fullt þarf að velja sér annað borð / viðfangsefni þ.e. fyrstir koma fyrstir fá reglan.

- Markmiðið er að meðlimir hópsins geti mætt, tekið þátt í umræðum, deilt hugmyndum og reynslu og lært af öðrum. Stjórnarmenn vörustjórnunarhópsins verða borðstjórar og stýra umræðum og vinnunni í hópunum. 


Dagskrá:

Kl. 09:00 - Tómas Sigurbjörnsson vinnustofustjóri mun bjóða fólk velkomið og kynna reglurnar. Fyrirlesarar fá um 5 mín hver til að kynna sitt viðfangsefni.

Kl. 09:30 - Vinna í hópum. Rýna vandamál og koma með hugmyndir. Áætlaður tími 30 mín.  

Kl. 10:00 - Kynning frá þeim sem kom með vandamálið á topp 2-3 lausnum eða einu atriði sem viðkomandi lærði af þessari vinnu og gæti gagnast. Hver kynning ætti ekki að vera meira en 5 mín.

 Kl. 10:30 - Farið yfir helstu niðurstöður og rætt um fyrirkomulag vinnustofunnar.

 

Viðfangsefni og fyrirlesarar:


Viðfangsefni 1: Hverjar eru helstu áskoranir í uppsetningu vöruhúsa?

Björgvin Hansson vöruhúsastjóra Innnes sem vinnur núna að því að opna fyrsta hátæknivöruhúsið á Íslandi. Starfaði áður hjá Ölgerðinni sem vöruhúsastjóri og stýrði flutningum hjá þeim í eitt hús. Einnig hefur hann starfað sem ráðgjafi í ferlum og uppsetningum vöruhúsakerfa hjá Nobex í 5 ár.


Viðfangsefni 2: Hvernig mun aukin umhverfisvitund hafa áhrif á innkaup framtíðarinnar?

Jónína Björk Vilhjálmsdóttir sviðsstjóri Markaðsþróunar hjá EFLU verkfræðistofu og stjórnarmaður í Framtíðarfræðihóp Stjórnvísi. Hún hefur starfað hjá EFLU frá árinu 2012 en áður starfaði hún sem vörustjóri hjá Landsbankanum og hjá Kreditkorti. Jónína er með MSc í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum.


Viðfangsefni 3: Hversu oft á að leita tilboða, skanna markað og leita tilboða fyrir regluleg innkaup?

Guðmundur Björnsson framkvæmdastjóri Gasfélagsins ehf.  Starfaði áður hjá Rio Tinto Alcan, bæði á Íslandi og Frakklandi.  Hann er með Græna Beltið í Lean Six Sigma og unnið samkvæmt þeirri aðferðafræði í mörg ár. Í dag sér hann um stærstan hluta innkaupa fyrir Gasfélagið á bæði hrávörum og rekstrarvörum.


Viðfangsefni 4: Hvaða ABC greining hentar best fyrir regluleg innkaup?

Daði Rúnar Jónsson ráðgjafi hjá AGR Dynamics. Starfaði áður við innkaup og stjórnun aðfangakeðjunnar hjá BoConcept í Danmörku. Hann er með MSc í Logistics og SCM frá Aarhus University og hefur haldið námskeið í vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar í Opna háskólanum (HR) síðust ár.

 

Vinnustofan er í samstarfi við Lean- og Framtíðarfræðihóp Stjórnvísi.  

Hámarks fjöldi þátttakanda á Hugmyndatorginu er 30 manns.

Lean vegferð Hringrásar

Daði Jóhannesson framkvæmdarstjóri Hringrásar tekur á móti okkur og fer í gegnum þær endurbætur sem þeir hafa unnið þar seinustu tvö ár er varða straumlínustjórnun endurvinnslunnar.

Er hellisbúinn stærsta hindrun breytinga?

Hvernig markþjálfun getur stutt við breytingar og innleiðingu á Lean í fyrirtækjum

Staðsetning: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleynir 8-12, 112 Reykjavík

Fyrirtæki eru í auknum mæli að leggja áherslu á að hagræða í rekstri og draga úr sóun. Á þeirri leið verður oft vart við viðnám hjá þeim sem þurfa að tileinka sér ný vinnubrögð, breytt vinnulag og hugsunarhátt. Hlutverk stjórnanda hjá fyrirtæki sem hefur innleitt Lean er umtalsvert frábrugðið hlutverki stjórnanda hjá hefðbundnu fyrirtæki. Stjórnendur þurfa í því samhengi að uppfæra sína þekkingu og kynnast nýjum aðferðum til að styðja sem best við starfsfólkið og innleiðingarferlið. Það er hins vegar jafn erfitt fyrir stjórnendur og almenna starfsmenn að tileinka sér breytingar.

Hvaða þættir eru það sem stjórnendur þurfa að huga að í sinni stjórnun? Farið verður yfir það helsta sem stjórnendur þurfa tileinka sér/hafa í huga tengt breytingum.

Markþjálfun getur stutt við og greitt fyrir breytingum. Stjórnendur geta þurft að tileinka sér nýjan stjórnendastíl með áherslu á að virkja allan mannauðinn og stuðla að stöðugum umbótum. Það eru vissar áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir þegar stórar skipulagsbreytingar eiga sér stað. Að stýra breytingum felur í sér að skilja hvers vegna fólk berst á móti breytingum. Það er ómeðvitað viðnám sem mannskepnan sýnir oft þegar breytingar standa til og þá er stutt í hellisbúann í okkur. Markþjálfun getur aðstoðað starfsmenn við að vera jákvæðari gagnvart breytingum og lágmarka varnarviðbrögð. 

Fyrir hverja: Viðburðurinn er gagnlegur fyrir stjórnendur, markþjálfa og alla þá sem koma að breytingstjórnun innan fyrirtækja. Einnig þá sem hafa áhuga á lean, markþjálfun og breytingastjórnun.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson er iðnaðar- og framleiðsluverkfræðingur og eigenda Lean ráðgjafar. Guðmundur hefur lært, kennt og unnið með Lean í yfir 10 ár bæði sem stjórnandi en einnig stýrt innleiðingu hjá einu af stærri fyrirtækjum landsins. Það er trú hans að Lean geti skipt sköpum fyrir fyrirtæki til að skara fram úr og auka hagræði.

Ágústa Sigrun Ágústsdóttir er mannauðsstjóri og ACC markþjálfi og hefur komið að innleiðingu breytinga sem ráðgjafi undanfarin ár. Hún hefur lokið meistaranámi í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR. Hún hefur unnið sem mannauðsstjóri í fjölmörg ár, sinnt ráðgjöf og fræðsluverkefnum innan fyrirtækja.

 

 

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Við hefjum veturinn á kynningu á grunnatriðum verkefnastjórnunar.Fjallað verður um hvað felst í því að stýra verkefnum og hvar er hægt að beita aðferðafræði verkefnastjórnunar. Sveinbjörn Jónsson mun fara yfir nokkur dæmi um hvar og hvernig verkefnastjórnun nýtist til að ná árangri í verkefnum.

Hvort sem þú ert að rifja upp megináherslur í verkefnastjórnun eða ert að kynnast aðferðafræðinni þá er þetta rétti fyrirlesturinn til að fara á!

Fyrirlesari: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri fjárfestingaverkefna hjá Isavia.

Staðsetning: Hlíðarsmári 15, 201 Kópavogi. 3.hæð til hægri, merkt Isavia

 

Á 1000 km hraða inn í framtíðina

Við höfum breytt um staðsetningu til að fá stærri sal og hleypa fleiri áhugasömum á viðburðinn. 


Hvernig má búa til bestu mögulegu stafrænu þjónustuna fyrir notendur?

Fjóla María Ágústsdóttir frá Stafrænt Ísland mun deila sinni þekkingu og gefa innsýn í verklag og tól „notendamiðaðar þjónustuhönnunar (e. design thinking)“. Fjóla hefur fengið umfangsmikla þjálfun í notendamiðaðri þjónustuhönnun frá Design Thinkers Academy í London og lauk nýlega viku námskeiði í Harvard Kennedy School í Digital Transformation for Government: Innovating Public Policy and Service. 

Fjóla María Ágústsdóttir er með MBA próf frá University of Stirling í Skotlandi, með alþjóðlega C vottun í verkefnastjórnun IPMA. Fjóla vann lengi sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent, rak eigið hönnunarfyrirtæki og var verkefnastjóri stórra samrunaverkefna innan stjórnsýslunnar. Fjóla er nú verkefnastjóri hjá verkefnastofu Stafrænt Ísland hjá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Hvers virði er þjónusta og sala á tímum þrenginga og breyttu umhverfi?

Er hægt að bregðast við þrengingum með öðrum hætti en beinum niðurskurði?  

Markaðsaðstæður breytast hratt og stýring þjónustu- og vöruframboðs ber þess glöggt merki. Ytra rekstarumhverfi og örar tæknibreytingar kalla á sveigjanleika og hröð viðbrögð í þjónustu og rekstri.

Í þessum hagnýta fyrirlestri verður farið yfir hvernig virði þjónustu og sölu fer saman. Á hnitmiðaðan hátt verður farið yfir virðishugtakið út frá viðskiptavinum annars vegar og rekstarmódeli fyrirtækja hins vegar. Fléttað verður saman umræðu um þjónustu- og sölustýringu innan fyrirtækja, mikilvæg augnablik og mikilvægi gæðasölu  á tímum breytinga.

Fyrirlesarar eru tveir, Gunnar Andri  Þórisson sem hefur rekið eigin söluskóla (SGA) Söluskóli Gunnars Andra yfir tvo áratugi og Aðalheiður Sigursveinsdóttir ráðgjafi sem hefur umfangsmikla reynslu af þjónustustýringu og innleiðingu straumlínustjórnunar.

Gunnar Andri hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir þúsundir einstaklinga og fjöldann allan af fyrirtækjum jafnt stór sem smá frá árinu 1997 ásamt því haldið málstofur fyrir fyrirtæki í öllum geirum viðskipta. Meðal viðskiptavina Söluskóla Gunnars Andra (SGA) eru fjármálastofnanir, tryggingafélög og fjarskiptafyrirtæki. Að auki hefur hann margoft verið gestafyrirlesari í Háskólanum í Reykjavík. Gunnar Andri  er stofnandi og eigandi SGA2fyrir1leikhus.isoffer.is og happyhour.is.

Gunnar Andri er höfundur bókarinnar "Message From The Middle Of Nowhere", er höfundur og útgefandi  „55 ráð sem skila árangri í þjónustu!“ sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi ásamt því að vera einn af meðhöfundum bókarinninnar í Against the Grain sem gefin er út af Brian Tracy.

Aðalheiður er stjórnunarráðgjafi og markþjálfi. Hún hefur starfað með mörgum fyrirtækjum og stofnunum við stefnumótun og ráðgjöf við innleiðingu breytinga í þjónustu og rekstri. Aðalheiður hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að takast á við nýjar áskoranir, straumlínulaga ferla og bæta rekstur þeirra og styðja við stjórnendur og starfsmenn í breytingum.

Aðalheiður hefur kennt við Opna háskóla HR, Tækniskólanum og haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið um þjónustustjórnun, straumlínustjórnun og áskoranir í breytingum.

Fyrri reynsla Aðalheiðar er viðtæk en hún meðal annars  unnið sem rekstarstjóri, mannauðsstjóri, þjónustustjóri og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra.  Aðalheiður er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og rekur www.breyting.is og er ráðgjafi hjá FranklinCovey á Íslandi.

Aðalfundur faghóps straumlínustjórnunar / LEAN

Aðalfundur í faghóp straumlínustjórnunar verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl á Kringlukránni kl. 12:00  - 13:00

Dagskrá fundar:

1. Kosning í stjórn

2. Dagskrá vetrarins

3. Gleði og gúllassúpa  

Stjórn hvetur þau sem eru áhugasöm um að kynna sér málið og taka þátt í stjórn hópsins.

VIÐBURÐI FRESTAÐ! Lean samfélagið hringborðsumræða og aðalfundur

Faghópur Lean- straumlínustjórnunar boðar til hringborðsumræðu um Lean innan fyrirtækja á íslandi í dag. Við hvetjum alla áhugaaðila um að mæta og taka þátt í umræðum um hvar við stöndum, hvert við stefnum og hvað hópurinn getur lagt af mörkum á næsta misserum til að efla enn samstarf og tengslanet Leanverja. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í því starfi ertu sérstaklega velkomin en hvetjum alla til að taka þátt í hringborðsumræðunni.

Betri upplifun og samband við viðskiptavini í stafrænum heimi, umbætur, árangur og markaðsmál.

Hvernig gengur? Má bjóða þér betri árangur og meiri sölu? Hvernig er upplifun viðskiptavina og sambandið við þá? Eru kvartanir truflun eða fjársjóður?

Nýttu tækifærin, byggðu upp sambandið.
Tækifærin til að ná betri árangri eru endalaus. Á hverjum degi fjölgar fyrirtækjum sem nýta sér stafrænan vettvang til að kynna vörur, þjónustu og koma sér á framfæri. Hvernig geta fyrirtæki náð athygli viðskiptavina, núverandi og tilvonandi, og byggt upp samband? Hraðinn eykst og neytendur verða enn strangari á það hvaða miðla og hverskonar efni þeir horfa á, þeir eru við stjórnvölinn og hver vill láta mata sig á auglýsingaefni og harðri sölumennsku? Ræðum um árangursríkar leiðir til að byggja upp samband við viðskiptavini í gegnum stafræna miðla.

Ósk Heiða er alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur að mennt og starfar sem markaðsstjóri Trackwell. Ósk Heiða hefur mikla reynslu af markaðsmálum og stjórnum og hefur góðum árangri með fyrirtækjum bæði á B2B og B2C markaði, innanlands sem og erlendis. Hún hefur starfað sem í IT, retail og ferðaþjónustu og hefur tekið þátt í því að markaðssetja allt frá kjötfarsi til hátæknilausna.

Upplifun viðskiptavina
Maríanna Magnúsdóttir mun fara yfir mikilvægi þess að þekkja viðskiptavini sína til þess að geta skilað til þeirra því virði sem þeir eru að óska eftir. Fyrirtæki upplifa oft viðskiptavini sína sem kröfuharða aðila en það er einna helst vegna þess að þau ná ekki að mæta væntingum þeirra. Hvernig lítur vegferð viðskiptavinarins út hjá þínu fyrirtæki? Er fókus á umbætur til að bæta upplifun viðskiptavina? Eru kvartanir truflun eða fjársjóður?

Maríanna er rekstrarverkfræðingur og umbreytingaþjálfari hjá Manino. Hún hefur ástríðu fyrir að hjálpa öðrum að ná árangri með því að umbylta stjórnun og menningu fyrirtækja í atvinnulífinu til að mæta áskorunum framtíðarinnar og skapa sveigjanlega og hamingjusama vinnustaði.

Hér má finna tengla á nokkrar nýlegar greinar eftir Ósk Heiðu:

Lean Ísland - Ráðstefna í Hörpu 15. mars 2019

Faghópur um lean vekur athygli á að Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni.

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi enda er hægt að velja úr þremur línum.

Fyrirlesarar koma víða að, m.a. frá Google, Waitrose, Bank of Ireland, Össuri og Nova. 

Dagskrá og skráningu má nálgast á: www.leanisland.is    

Fullbókað: Kynning á lean vegferð Air Iceland Connect og Gemba walk - II

Þar sem það fullbókaðist á fyrri viðburðinn viljum við bæta við öðrum. 

Magnús Brimar Magnússon yfirmaður á flugrekstrarsviði mun ásamt Gunnlaugu Pálsdóttur sérfræðingi á flugrekstrarsviði kynna fyrir okkur hvernig Air Iceland Connect nýtir hugmyndafræði Lean við flugafgreiðslu sem og hvernig atvikaskráning er nýtt til stöðugra umbóta.   

Einnig munum við fara í Gemba walk um flugvallarsvæðið og sjá hvernig Air Iceland Connect nýtir sér sýnilega stjórnun og 5s á vinnusvæðum. 

 

Leiðbeiningar um hvernig á að komast á Þorragötuna 
https://www.airicelandconnect.is/upplysingar/um-air-iceland-connect/skrifstofubygging

Fullbókað: Kynning á lean vegferð Air Iceland Connect og Gemba walk

Magnús Brimar Magnússon yfirmaður á flugrekstrarsviði mun ásamt Gunnlaugu Pálsdóttur sérfræðingi á flugrekstrarsviði kynna fyrir okkur hvernig Air Iceland Connect nýtir hugmyndafræði Lean við flugafgreiðslu sem og hvernig atvikaskráning er nýtt til stöðugra umbóta.   

Fundinum verður streymt af facebooksíðu Stjórnvísi.

Einnig munum við fara í Gemba walk um flugvallarsvæðið og sjá hvernig Air Iceland Connect nýtir sér sýnilega stjórnun og 5s á vinnusvæðum. 

 

Leiðbeiningar um hvernig á að komast á Þorragötuna 
https://www.airicelandconnect.is/upplysingar/um-air-iceland-connect/skrifstofubygging

 

2 sekúndna Lean

2 Sekúndna Lean – einföld, mannleg og skemmtileg nálgun

Grunnhugsun 2 Sekúndna Lean (2SL) nálgunarinnar í sinni einföldustu mynd snýst um:

  • Að kenna öllum að sjá sóun
  • Fara í stríð við sóun
  • Taka upp myndbönd af umbótum
  • Aldrei gefast upp!

2SL er sprottið frá frumkvöðlinum, fyrirlesaranum og Lean brjálæðingnum Paul Akers en hann hefur slegið í gegn með einstakri og einfaldri sýn á Lean. Paul, sem er eigandi FastCap og höfundur bókarinnar 2 Second Lean hefur innleitt Lean í fyrirtækinu sínu með því einfalda móttói að hver og einn starfsmaður framkvæmi umbætur á hverjum degi sem nemur allavega tveimur sekúndum. Lætur kannski lítið yfir sér en kraftur stöðugra umbóta kemur fyrst í ljós þegar allir leggjast á eitt og vinna sífellt að umbótum. Allir – alla daga.

 

Um fyrirlesara:

Pétur Arason er Chief Challenger of Status Quo hjá Manino og stofnandi Icelandic Lean Institute. Pétur er M.Sc. rekstrarverkfræðingur og sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf og kennslu, ásamt því að þýða fræðibækur. Pétur hefur leitt stefnumótun, stýrt stórum breytingaverkefnum og innleitt Lean aðferðir í meira en 15 ár hér heima og erlendis. Pétur hefur í nokkur ár kennt Lean í HR, bæði lengri vottuð námskeið fyrir sérfræðinga og styttri námskeið fyrir stjórnendur. Pétur kennir einnig í MBA námi í Háskóla íslands. Hægt er að fylgjast með Manino á Facebook.

Guðmundur Ingi er eigandi Lean ráðgjöf og hefur lært, kennt og unnið með Lean í yfir 10 ár bæði sem stjórnandi en einnig stýrt innleiðingu hjá einu af stærri fyrirtækjum landsins. Það er trú hans að Lean geti skipt sköpum fyrir fyrirtæki til að skara fram úr og auka hagræði. Guðmundur er með B.Sc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í framleiðsluverkfræði með áherslu á Lean frá KTH, Stokkhólmi. Hægt er að fylgjast með Lean ráðgjöf á Facebook.

 

Lean Straumlínustjórnun, hugarfar og menning í bætingu ferla er varða öryggismál á vinnustöðum.

Hvað einkennir fyrirtæki sem hafa náð framúrskarandi árangri í öryggismálum?
Að breyta hugarfari og menningu hvað varðar öryggismál á vinnustað er krefjandi áskorun.
Farið er yfir hvernig nýta má aðferðafræði Lean til að stuðla að bættu öryggi og aukinni öryggisvitund starfsmanna.

Fyrirlesarar eru Ásdís Kristinsdóttir og Margrét Edda Ragnarsdóttir hjá Gemba (www.gemba.is).

Öryggismál og stöðugar umbætur í byggingarframkvæmdum

Guðmundur Ingi Jóhannesson öryggsstjóri verktakafyrirtækisins Munck Íslandi fer yfir það hvernig öryggismálum er háttað hjá fyrirtækinu, helstu áskorunum ÖHU mála byggingariðnaðarins og hvernig fyrirtækið nýtir og miðlar mælingum í gæðakerfi til stöðugra umbóta í öryggis, umhverfis og heilsumálum fyrirtækisins.

Passar sama stærðin fyrir alla?

Er hægt að setja okkur öll inn í sama boxið og kenna okkur að vinna eftir sömu aðferð?  Mörg námskeið og kennsluaðferðir byggja á að allir aðlagi sig að einni aðferð til vinnu og líklegt er að það virki fyrir einhverja.  En fyrir flesta sem læra, miðla og framkvæma í ólíkum og margbreytilegum störfum þá er ekki hægt að sníða sömu flík á alla.

Við erum öll fædd með mismunandi hæfleika sem gerir okkur ólík.   Hæfileikar okkar og styrleikar koma líka fram í okkar vinnustíl og tengist persónugerð okkar.   Við þurfum að sérsníða okkar vinnustíl þannig að hann samrýmist eðli okkar og þeirri persónugerð sem við fengum í vöggugjöf. Við getum farið í mörg próf til að finna okkar styrleika en það þarf að læra nýta eigin hæfileika til að hámarka eigin vinnustíl? 

Hver ert þú?  Ertu forgangsraðari, skipuleggjari, hagræðingur eða hugmyndasmiður?

Forgangsraðarinn er markmiðasækinn og hann vinnur verkefnatengt.  Skipuleggjarinn vinnur í tímalínu og hann hefur næmt auga fyrir smáatriðum.  Hagræðingurinn notar innsæi og er fljótur að átta sig á forgangsröðun.  Hugmyndarsmiðurinn vinnur í hugmyndum og hann spyr spurninga eins og getum við gert þetta öðruvísi?

Margrét Björk Svavarsdóttir er viðurkenndur stjórnunarþjálfari frá Work Simply Inc. .  Hún er er með MSc gráðu í stjórnun frá Háskóla Íslands, BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og iðnrekstrarfræði frá Tækniskólanum.  Margrét hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum.

Viðburðurinn er á vegum faghóps markþjálfunar í samstarfi við faghópa mannauðs, Lean, stefnumótun og árangursmat og þjónustu- og markaðsstjórnun.

Viðburður fellur niður :Breytt nýting á skurðstofum

Viðuburður á vegum Lean sem halda átti á Landspítala hefur því miður verið aflýst.

Grunnatriði Lean

 Við hefjum veturinn á  árlegri kynningu á grunnatriðum straumlínustjórnunar. Fjallað verður um hvað felst í umbótastarfi Lean.  Þórunn Óðinsdóttir ráðgjafi mun fara yfir nokkur dæmi um hvað getur áunnist og hvers má vænta við umbótaverkefni með aðferðum Lean. Við fáum að heyra raundæmi af fyrirtækjum og stofnunum bæði hér á landi sem og erlendis sem hafa nýtt sér aðfeðirnar.  
Hvort sem þú ert að rifja upp megináherslur í straumlínustjórnun eða ert að kynnast aðferðafræðinni þá er þetta rétti fyrirlesturinn til að fara á. 

Fullbókað: ATH! Breytt staðsetning: Samskipti til árangurs fyrir teymi - Lean

Vinsamlegast athugið að fundurinn verður í sal BSRB Grettisgötu 89 (hornið á Grettisgötu og Rauðarárstíg).  

Góð samskipti á vinnustað eru oft uppspretta góðra verka.

Á þessum grunni leiðir virk þátttaka starfsmanna í umbótaverkefnum, með skipulögðum hætti, af sér aukin samskipti þar sem virðing fyrir framlagi samstarfsfólks er leiðarljós. Aukin samskipti á þessum nótum leiða til betri samskipta og aukins árangurs. Við horfum á þetta frá þremur sjónarhornum:

  • Sérfræðingur á sviði samskipta, Sigríður Hulda hjá SHJ ráðgjöf, fjallar um ávinning góðrar samskiptafærni.
  • Þórunn Óðinsdóttir, sérfræðingur á sviði Lean segir frá hvernig helstu aðferðir Lean geta hjálpað til við að efla og styrkja teymi svo starfsfólk geti í sameiningu náð framúrskarandi árangri. 
  • Starfsfólk hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir frá reynslu sinni af því hvernig Lean hefur stutt við teymisuppbyggingu og árangursrík samskipti á vinnustaðnum.

Aðalfundur faghóps Lean - Straumlínustórnun

Aðalfundur faghóps Lean - Straumlínustjórnunar fer fram strax eftir erindi Landsnets.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í starfi hópsins næsta árið þá er um að gera að staldra við og spjalla við okkur.

Farið verður yfir starf vetrarins.

Lögð drög að stjórn næsta árs.

Lögð drög að stefnu næsta árs.

Ef þið hafið einhverjar spurning varðandi starfið fyrir fund, getiði sent fyrirspurn á svanur.danielsson@glerfell.is

Vertu með!

kv

Stjórnin

Lean á fjármálasviði Landsnets

Því miður er fullbókað á fundinn

Guðlaug Sigurðardóttir fjármálastjóri segir frá hvernig fjármálasviðið byrjaði á að nýta sér sýnilega stjórnun til að innleiða stefnu fyrirtækisins á sviðinu sem þróaðist svo yfir í stýringu á sviðinu og þaðan í markvissa umbótavinnu innan sviðs. Og segir að lokum frá næstu lean skrefum sviðsins.

Með okkur verða Kristín Halldórsdóttir yfirmaður reikningshalds og Helgi Bogason innkaupastjóri sem báru hitann og þungann af umbótavinnunni í sínum teymum.

Þetta er kynning sem enginn áhugmaður um lean getur látið framhjá sér fara, enda alltaf gaman að hlusta á fólk sem er komið á þennan stað þrátt fyrir að hafa ekki haft mikla trú á þessari hugmynda – eða aðferðafræði fyrir sitt svið þegar byrjað var að nota aðferðirnar í upphafi.

Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar – með upplifun notandans að leiðarljósi.

Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar – með upplifun notandans að leiðarljósi.  

 

Arna Ýr Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg kynnir innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar. Arna fjallar um breytingar á vinnulagi og hvernig notast er við aðferðafræði “design thinking”. Aðferðafræðin byggir á skapandi og stefnumótandi aðferðum til að ýta undir nýsköpun og auka upplifun notendanna.

Aðferðafræðin kallar á þverfagleg teymi með aðkomu fleiri hagsmunaaðila og reynt að vinna gegn  því að mengi þátttakenda sé einsleitt.

Þröstur Sigurðsson deildarstjóri kynnir starfsemi Rafrænnar þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar og hvernig unnið er gegn sílómyndunum og hvatt til þátttöku fleiri aðila í rafvæðingu ferla með það að leiðarljósi að skapa jákvæða upplifun fyrir notendur, bæði borgarbúa og starfsfólk borgarinnar

Lean í Odda

Kristján Geir Gunnarsson framkvæmdastjóri Odda mun fara yfir Lean innleiðingu í Odda og deila með með okkur lærdómi af þeim skrefum sem tekin hafa verið á undanförnum misserum. 

FRESTUN: Straumlínustjórnun á breytingarverkstæði Arctic Trucks á Íslandi

ATHUGIÐ - því miður er fundinum frestað, hann verður á dagskrá 22.september 2018! 

Gísli Sverrisson verkefnastjóri hjá Arctic Trucks fer yfir innleiðingu og núverandi stöðu straumlínustjórnunar á breytingarverkstæði Arctic Trucks. Flókin og fjölbreytt breytingarferli krefjast góðrar yfirsýnar og skipulags og hefur innleiðing lean hugmyndarfræðinnar auðveldað ferli breytinga, hvort sem er fyrir verkefnastjóra eða þeirra iðnaðarmanna sem að þeim koma.

Þurfum við Lean teymi innan fyrirtækisins ?

Við innleiðingu straumlínustjórnunar hafa mörg fyrirtæki og stofnanir farið þá leið að mynda faghóp eða teymi sérfræðinga sem sérhæfa sig í aðferðarfræðinni. Hlutverk þessara teyma eru mismunandi, staðsetning í skipuriti ólík og líftími þeirra breytilegur. Á fundinn fáum við Helgu Halldórsdóttur liðsstjóra í staumlínustjórnunarteymi Arion banka og Hjálmar Eliesersson verkefnastjóra hjá Icelandair til að segja frá reynslu sinni og lærdómi.

Fjallað verður um þróun á lean verkefnum og teymum innan fyrirtækja.

 

 

Stöðugar umbætur á uppgjörsferli OR

Frá því haustið 2015 hefur OR unnið að stöðugum umbótum á uppgjörsferli samstæðunnar. Erindið fjallar um umbótavinnu á uppgjörsferli og er sérstaklega miðað við ársuppgjör þó að umbótavinnan nýtist jafn vel fyrir árshlutauppgjör. Fjallað verður um hvernig verklagi var breytt og þeim árangri sem uppgjörsteymið hefur náð.

Fyrirlesari: Bryndís María Leifsdóttir, forstöðumaður reikningshalds OR

Grunnatriði Lean /umbótavinna

Við hefjum veturinn á  árlegri kynningu á grunnatriðum straumlínustjórnunar. Fjallað verður um hvað felst í umbótastarfi Lean.  Þórunn Óðinsdóttir ráðgjafi mun fara yfir nokkur dæmi um hvað getur áunnist og hvers má vænta við umbótaverkefni með aðferðum Lean. Við fáum að heyra raundæmi af fyrirtækjum og stofnunum bæði hér á landi sem og erlendis sem hafa nýtt sér aðfeðirnar.  
Hvort sem þú ert að rifja upp megináherslur í straumlínustjórnun eða ert að kynnast aðferðafræðinni þá er þetta rétti fyrirlesturinn til að fara á. 

Reynsla og hringborðsumræða varðandi Lean Vinnurými - War Room - Obeya

Lean vinnurými(War room, Obeya) býður upp á sérstakan stað og tíma fyrir samvinnu og samráð í lausnamiðaðri vinnu, er ætlað að létta á tregðu sem getur verið í samskiptum milli deilda eða innan skipurita. Aðgengileg sjónræn stjórnun með öllum þeim upplýsingum sem nauðsynleg eru til að klára verkefni á fljótlegri og skilvirkari máta.

 

Svanur Daníelsson hjá Munck Íslandi, Andrea Ósk Jónsdóttir hjá Arion og Kristjana Emma Kristjánsdóttir hjá Arion deila reynslu sinni af því að setja upp og vinna verkefni í slíkum rýmum.

Erindi taka um 30mín og vonumst við eftir spurningum og umræðum þar á eftir.

Umbótavinnustofur: Kostir og gallar. Reynslusögur stjórnenda og umræður

Umbótavinnustofur, eða Kaizen Blitz, er eitt af verkfærum Straumlínustjórnunar sem sífellt fleiri fyrirtæki nýta sér. Í örstuttu máli felst aðferðin í að setja saman hóp fulltrúa allra þeirra aðila sem að tilteknu ferli koma og setja þeim markmið um að leysa tiltekið úrlausnarefni í snarpri vinnulotu.

Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR, og Sveinn Valtýr Sveinsson, yfirverkefnastjóri í rekstrarráðgjöf hjá Ernst & Young, deila sínum reynslusögum frá umbótavinnustofum. Hvað hefur virkað vel og hvað ekki? Eftir kynningar verður nægur tími fyrir umræður þar sem áheyrendum í sal gefst tækifæri til að spyrja spurninga og ráða.

Áskoranir við innleiðingu Lean hugmyndafræði í rótgróna starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hóf Lean vegferð sína formlega þann 1.október 2015. Leiðarljós á þeirri vegferð var að með aukinni teymisvinnu mætti betur uppfylla þarfir viðskiptavina.
Eva Kristjánsdóttir ætlar að segja frá helstu áskorunum í innleiðingu Lean í umhverfi þar sem hefðir og formfast vinnulag hafa ríkt um árabil.

Verkefnastjórnun og LEAN

Kynningin tekur á ákveðnum Lean verkfærum sem notast má við í verkefnastjórnun og framkvæmdum utan framleiðsluiðaðarins. LNS Saga fékk til sín starfsmenn sem áður höfðu unnið með Lean í framleiðsluiðnaði og séð árangur þess þar. Þeir leituðu leiða til að innleiða Lean í stjórnun verkefna og framkvæmda sem byggjast á stuttum líftíma og framkvæmast í breytilegu umhverfi. Jónas og Svanur fara yfir þau verkfæri sem LNS Saga valdi að nota, innleiðinguna, árangurinn og reynsluna. Þessi kynning kann að vera áhugaverð fyrir þá sem hafa enn ekki náð að tengja Lean við sína starfsemi, þar sem hún tekur á málum sem eru meira innan verkefnastjórnunar en framleiðslu.

Grunnatriði Lean/ umbótavinna

Annar viðburður Lean faghópsins í vetur verður hin árlega kynning á grunnatriðum Lean (straumlínustjórnun/umbótavinnu). Fjallað verður á mannamáli um hvað umbótavinna er, hvort satt sé að fyrirtæki geti náð eins miklum árangri með þessum aðferðum og sögur ganga af og fléttað verður inn nokkrum dæmum um hvernig fyrirtæki hérlendis eru að nýta sér umbótavinnuna.

Allir sem eru að velta fyrir sér hvað umbótavinna er eða eru aðeins byrjaðir að skoða þessar aðferðir eru sérstaklega hvattir til að koma. Aðrir sem eru lengra komnir í fræðunum eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka.

Fyrirlesari: Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi

Staðsetning: Borgartún 27, 8. hæð, höfuðstöðvar KPMG.

Tímasetning: kl: 08:30 - 09:45

Dagsetning: 6.október 2016

Fullbókað: Hverjir eru snertifletir þjónandi forystu og Lean?

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun fjalla um hvernig straumlínustjórnun og þjónandi forysta í umhverfi löggæslunnar getur tvinnast saman. Sigríður hefur áralanga reynslu sem stjórnandi og hefur í störfum sínum nýtt sér aðferðarfræði straumlínustjórnunar og hugmyndafræði þjónandi forystu.

Birna Dröfn Birgisdóttir mun hefja viðburðinn með stuttri innleiðingu og kynningu á þjónandi forystu.

Birna Dröfn er doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík og hlaut nýlega rannsóknarstyrk Greenleaf Center for Servant Leadership. Doktorsrannsókn Birnu Drafnar er um þjónandi forystu og sköpun og byggir á rannsókn sem fram fór á bráðamóttökudeildum Landspítala. Birna Dröfn er með mastersgráðu frá Griffith University í Ástralíu og er með viðskiptafærðipróf frá HR. Hún hefur líka numið mannauðsstjórnun, Neuro linguistic programming (NLP) og stjórnendamarkþjálfun.

Takmarkaður sætafjöldi.
Viðburðurinn er samstarf faghópanna um markþjálfun, lean og mannauðsstjórnun

Styður Lean við aukinn fjölda ferðamanna - Leið að viðskiptavininum?

Viðskiptavinurinn er ein af höfuðpersónum Lean. Aukin umsvif Icelandair og aukning ferðamanna til og frá Íslandi skapar tækifæri til umbóta. Að skapa virði fyrir viðskiptavininn er ferli og í því ferli gegnir innri viðskiptavinurinn lykilhlutverki. Fjallað verður um umbótaverkefni hjá Icelandair þar sem klassískum verkfærum Lean og ferlahugsunar er beitt með aðkomu hlutaðeigandi aðila, með viðskiptavininn að leiðarljósi.

Aðalfundur faghóps um Lean straumlínustjórnun

Boðað er til aðalfundar faghóps um lean straumlínustjórnun þann 29. apríl næstkomandi.

Dagskrá
?• Starf og stjórn faghópsins starfsárið 2015-2016?.
• Kosning stjórnar fyrir starfsárið 2016-2017.

Fundurinn verður haldinn í Opna háskólanum í HR þann 29. apríl kl. 10:00-10.15. Stjórn faghóps um lean straumlínustjórnun hvetur alla til að mæta. Áhugasamir um þátttöku í stjórn eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Gunnhildi Arnardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnvísi.

Green Lean - umhverfisvænni rekstur fyrirtækja

Markmið fundarins er að kanna hvernig Lean aðferðafræðin getur nýst fyrirtækjum sem vilja innleiða samfélagslega ábyrgð í starfsemi sína. Farið verður yfir grunnhugmyndir Lean Management og samfélagsábyrgðar fyrirtækja með það í huga að finna góðar aðgerðir (e. best practices) sem nýtast fyrirtækjum.

Skipurit sem styður við umbætur

Framleiðslan í Marel í Garðabæ fór í gegnum miklar breytingar á árinu 2015. Skipuriti og nálgun í umbótaverkefnum og ferlavinnu var breytt og ætlar framleiðsluteymið að segja frá þeirri vinnu, ávinningi og hvaða umbótaverkefni þau hafa verið að vinna að.

Eftirfarandi spurningum verður svarað:

  • Hvernig nálgumst við umbótaverkefni í framleiðslunni?
  • Hvernig styður okkar skipurit umbætur?

4DX markmið Ölgerðarinnar - Eyðum sóun

Á þessum fundi ætlar Óskar Ingi Magnússon, Lean sérfræðingur hjá Ölgerðinni að segja okkur frá niðurstöðum úr 4DX vinnu sem Ölgerðin hefur verið að vinna að sl. ár þar sem markmiðið var að eyða sóun.

Lean startup - Hvað er það?

Í þessum fyrirlestri mun Viktoría Jensdóttir fara yfir hvað hún lærði á ráðstefnunni Lean Startup sem hún fór á í Nóvember 2015.
Lean startup er aðferðafræði sem hefur verið notuð af frumkvöðlum til þess að koma nýjum vörum og þjónustu út á hraðan hátt en með réttum gæðum. Hugmyndafræðin hefur þó einnig verið notuð af stærri og eldri fyrirtækjum til þess að vera sneggri á markað með nýjar vörur. Í þessari ferð heimsótti hún einnig Google, Pivotal Labs og Virginia Mason.

Farið verður yfir eftirfarandi á fundinum:

  • Hvað er Lean Startup?
  • Key learning points.

Viktoría mun einnig kynna stuttlega Lean Ísland ráðstefnuna sem haldin verður í Hörpu 6. apríl nk.

Spotify engineering innleiðing hjá Plain Vanilla

Um hvað snýst þessi "Agile" hugmyndafræði? Við skoðum Agile í tiltölulega víðu samhengi (þ.e. ekki bara í tilliti til hugbúnaðargerðar) og tökum svo dæmi um hvernig Plain Vanilla gerir hlutina.

Þetta er Lean

Pétur Arason, rekstrarverkfræðingur og Global Innovation Program Manager hjá Marel, þýddi á dögunum metsölubókina This is Lean eftir Niklas Modig og Par Ahlrström. Á þessum fundi ætlar Pétur að segja frá megininntaki bókarinnar ásamt því að kynna vottað Lean nám sem Pétur, ásamt Viktoríu Jensdóttur og Þórunni Óðinsdóttur, kennir í Háskólanum í Reykjavík.

Dagskrá:
• Kynning á vottuðu lean námskeiði í HR.
• Helgi Guðjónsson, framleiðslustjóri hjá Vífilfelli segir sína reynslu af námskeiðinu og hvað hann er að gera með lean í dag.
• Nína Björnsdóttir frá Ísaga segir sína reynslu af námskeiðinu og hvað hún er að gera með lean í dag.
• Pétur kynnir megin inntak bókarinnar Þetta er Lean.

Hægt verður að kaupa bókina á staðnum, bæði hægt að borga á staðnum eða fá sendan reikning.

Sjúklingurinn í öndvegi

Sjúklingurinn í öndvegi

  1. nóvember 2015 9:00 - 10:00.

Landspítalinn er þjóðarsjúkrahús allra landsmanna en um leið héraðssjúkrahús höfuðborgarsvæðisins. Landspítalinn hefur sett Sjúklinginn í öndvegi og hefur unnið að innleiðingu á lean aðferðafræði í starfsemi sinni síðustu 4 árin.

Þann 26. nóvember nk. mun Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri á Verkefnastofu og Hilmar Kjartansson yfirlæknir á bráðadeild segja frá Lean starfi á Landspítala og hvernig 3P (Product - Preparation - Process aðferðafræði er nýtt til að undirbúa nýjar byggingar fyrir Landspítala og þróun á starfseminni.

Landspítali býður alla velkomna í Hringsal á Barnaspítalanum þann 26. nóvember kl. 9:00.

Wonka stjórnkerfi Kolibri

Pétur Orri Sæmundsen framkvæmdastjóri Kolibri ásamt samstarfsfélögum ætla að kynna stjórnkerfi fyrirtækisins. Stjórnkerfi Kolibri er kallað Wonka og hefur verið í þróun síðan 2008, fyrst óformlega og síðan formlega frá 2010. Stofnendur Kolibri voru brautryðjendur í Agile hugbúnaðarþróun á Íslandi og þeir fyrstu til að nota Lean nálgun í hugbúnaðarþróun. Enn fremur stofnaði Kolibri bæði Lean Ísland og Agile Ísland ráðstefnurnar. Wonka hefur því þróast með Lean og Agile grunnhugmyndir að leiðarljósi og sem dæmi má nefna gegnsæi, sjálfræði starfsmanna, sýnileg stjórnun og skýrar leikreglur með Holacracy.

Umbótavinnustofur hjá Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveitan hefur á undanförnu ári beitt aðferðafræði Kaizen - Blitz eða umbótavinnustofu til að ná fram umbótum á ferlum sem ganga þvert á svið og einingar. Aðferðin felst í að setja saman hóp fulltrúa allra þeirra aðila sem að tilteknu ferli koma og setja þeim markmið að leysa tiltekið úrlausnarefni í snarpri vinnulotu. Á þeim tíma sem starfsmennirnir taka þátt í umbótavinnustofunni sinna þeir ekki öðrum verkefnum á meðan. Á umbótavinnustofum eru aðferðir LEAN notaðar til að kortleggja núverandi-, framtíðar og draumaferli og þátttakendur fá kynningu á 7 tegundum sóunar og skoða ferlin með það í huga. Í fyrirlestrinum verður verklagið skoðað ásamt nokkrum verkefnum og farið yfir reynslu starfsmanna að þátttöku í vinnustofunum.

Er markþjálfun lykillinn að Lean?

Mörg íslensk fyrirtæki hafa ákveðið að innleiða aðferðafræði straumlínustjórnunar. Á sama tíma hafa vinsældir markþjálfunar aukist mikið. Er það tilviljun ? Hvað eiga þessar aðferðir sameiginlegt og hver er reynsla þeirra sem hafa nýtt sér straumlínustjórnun og markþjálfun samhliða?
Á opnum umræðufundi faghóps Stjórnvísi um Lean mun Aðalheiður Sigursveinsdóttir fjalla um af hverju aðferðafræði markþjálfunar styður við innleiðingu straumlínustjórnunar. Að loknum fyrirlestri Aðalheiðar verða almennar umræður þar sem við hvetjum eindregið til þess að flestir deili sinni reynslu í þessum efnum.
Allir sem eru að velta fyrir sér innleiðingu á straumlínustjórnun og þeir sem eru lengra komnir ættu ekki að láta þennann viðburð framhjá sér fara.

Fyrirlesari:
Aðalheiður Sigursveinsdóttir (MBA) er ráðgjafi í straumlínustjórnun og markþjálfi hjá Expectus og vann áður í þrjú ár við innleiðingu á straumlínustjórnun hjá Arion banka. Aðalheiður hefur starfsreynslu sem sérfræðingur, verkefnastjóri, rekstrarstjóri,gæðastjóri og stjórnandi. Meðal fagsviða sem Aðalheiður hefur starfað við eru þjónustustýring, rekstrarstýring, gæðastjórnun, markaðsmál, straumlínustjórnun (Lean Management) og stjórnendamarkþjálfun. Aðalheiður situr í stjórn Lean faghóps Stjórnvísi.

Fullbókað: Grunnatriði Lean (straumlínustjórnun/umbótavinna)

Fyrsti viðburður Lean faghópsins í vetur verður hin árlega kynning á grunnatriðum Lean (straumlínustjórnun/umbótavinnu). Fjallað verður á mannamáli um hvað umbótavinna er, hvort satt sé að fyrirtæki geti náð eins miklum árangri með þessum aðferðum og sögur ganga af og fléttað verður inn nokkrum dæmum um hvernig fyrirtæki hérlendis eru að nýta sér umbótavinnuna.

Allir sem eru að velta fyrir sér hvað umbótavinna er eða eru aðeins byrjaðir að skoða þessar aðferðir eru sérstaklega hvattir til að koma. Aðrir sem eru lengra komnir í fræðunum eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka.

Fyrirlesari: Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi

Staðsetning: Korngarðar 2, 2. hæð, höfuðstöðvar Eimskipa.

Tímasetning: kl: 08:30 - 10:00

Dagsetning: 26.ágúst 2015

Lean innleiðing hjá Skeljungi

Lean innleiðing hjá Skeljungi
Dagsetning: 20. maí. Fundurinn hefst kl.16:00.
Skeljungur ætlar að taka á móti faghóp um lean hjá Stjórnvísi miðvikudaginn 20. maí kl.16:00 og kynna mikilvægi lean í þeirra rekstri, hvernig þau tóku fyrstu skrefin í átt að lean, hvernig þau hafa nálgast innleiðinguna og hverjar eru þeirra helstu hindranir.

Fyrirlesarar: Valgeir Baldursson og Lilja Erla Jónasdóttir.

Aðalfundur faghóps um Lean 20.maí

  1. maí: Aðalfundur faghóps um Lean.

Boðað er til aðalfundar faghóps um Lean. Fundurinn er haldinn miðvikudaginn 20.maí nk. kl.15:45. Aðalfundurinn er haldinn í Skeljungi á undan viðburðinum þar.

Dagskrá:
• Starf og stjórn faghópsins starfsárið 2014-2015
• Kosning í stjórn fyrir næsta starfsár.

GEMBA walk eða Go-see á framleiðslugólfi Marel

Lean faghópurinn býður félögum upp á "öðruvísi" fund þann 22.apríl nk. Boðið verður uppá GEMBA walk eða Go-see á framleiðslugólfi Marel. Það er Patrick Karl Winrow sem tekur á móti okkur hjá Marel.
Lögð verður áhersla á sýnilega stjórnun (e. Visual management), 5s, Kanban, Cellular manufacturing & Pull.

Vinsamlegast athugið að fjöldatakmörkun er á fundinn. Því er mikilvægt ef forföll verða að afskrá sig og láta vita.

kv.stjórn Lean

Vinnustofa um Beyond Budgeting - Nokkrar áskoranir tengdar innleiðingu

Beyond Budgeting aðferðarfræðin hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri og kynnt sem framsækin leið til þess að nýta betur tækifæri í rekstri, minnka sóun og kostnað í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna.
Aðferðarfræðin hefur leitast við að boða breyttan hugsunarhátt í stjórnun fyrirtækja úr miðstýrðu eftirlitsdrifnu umhverfi yfir í dreifingu ábyrgðar og valds til starfsmanna.

Aðferðarfræðin byggir á 12 grunnreglum og voru 8 af þeim er lúta að stjórnun kynntar fyrir fullbókuðum sal í mars mánuði.

Axel Guðni Úlfarsson hjá Össur og María Arthúrsdóttir hjá Vodafone munu deila með þátttakendum tveimur áskorunum sem þeirra fyrirtæki hafa verið að fást við:

• Áskoranir tengdar því að færa sig frá ársáætlun yfir í rúllandi áætlun.
• Áskoranir tengdar aðskilnaði Target og forecast.

Markmið þessarar vinnustofu er að þátttakendum gefist kostur á að deila þekkingu og reynslu sín á milli um þessar tvær áskoranir er tengjast seinni fjórum grunnreglum aðferðarfræðinnar.

Athugið að það er takmarkað framboð á þessa vinnustofu

„Innleiðing á Lean og 4DX hjá Ölgerðinni“

„Innleiðing á Lean og 4DX hjá Ölgerðinni“

Ölgerðin ætlar að taka á móti lean faghópnum miðvikudaginn 25. mars kl. 8.30-10.00.

FULLBÓKAÐ Beyond Budgeting - Bylting eða bóla? - Dæmisögur forstjóra

Beyond Budgeting aðferðarfræðin hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri og kynnt sem framsækin leið til þess að nýta betur tækifæri í rekstri, minnka sóun og kostnað í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna.
Aðferðarfræðin hefur leitast við að boða breyttan hugsunarhátt í stjórnun fyrirtækja úr miðstýrðu eftirlitsdrifnu umhverfi yfir í dreifingu ábyrgðar og valds til starfsmanna.

Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður Expectus, mun fjalla um þær 8 grunnreglur aðferðarfræðinnar sem lúta að breyttri stjórnun fyrirtækja og í framhaldi munu Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone og Jón Sigurðsson forstjóri Össurar deila með okkur þeirra reynslu af innleiðingu Beyond Budgeting stjórnunarfræða og hvaða áhrif innleiðingin hefur haft á stjórnun fyrirtækjanna.

Lean á Landspítalanum - stuðningur frá McKinsey.

Landspítali hóf LEAN vegferð sína haustið 2011 með stuðningi frá McKinsey. Margt hefur áunnist á þessum tíma en mikið verk óunnið.
Landspítali mun kynna stuttlega vegferð sína en leggja megináherslu á dæmi þar sem lean aðferðafræði hefur verið beitt.

Fundurinn verður á Landspítala Hringbraut, Hringsal, fundarsalur á Barnaspítalanum, 4. febrúar kl. 8:30 - 10:00.

Hringborðsumræður - Að velja lean verkefni

Hringborðsumræður lean stjórnandans verða haldnar í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 4. desember, kl. 8:30 - 10:00.
Þetta er kjörinn vettvangur fyrir sérfræðinga sem starfa með lean aðferðafræðina dagsdaglega til að ræða helstu áskoranir í sínu starfi, skiptast á skoðunum og deila reynslu og nýstárlegum hugmyndum. Umræðuefnið á fundinum verður hvernig við veljum lean verkefni og hver eru fyrstu skref sem þarf að huga að þegar verkefni er valið. Ætlast er til að allir þátttakendur taki virkan þátt í umræðum. Athugið að það er fjöldatakmörkun á þennan viðburð en einungis 20 sæti eru í boði.

Kveðjur,
Stjórn faghóps um straumlínustjórnun.

Scrum - leynivopnið til að auka framleiðni

Scrum er stjórnunaraðferð sem hefur farið sigurför um heim vöruþróunar í tæknigeiranum síðasta áratug. Á bak við aðferðina eru hins vegar almenn sannindi og hugmyndir úr straumlínustjórnun sem hægt er að nýta í flest allri þróunar- og verkefnavinnu, hvort sem hún er tæknilega flókin eða ekki. Fyrirlesari mun kynna Scrum-aðferðina, útskýra hvaða meginreglur liggja að baki og hvernig hægt er að nýta þessi undirliggjandi lögmál til að auka framleiðni í hvaða vinnu sem er.
Fyrirlesari: Baldur Kristjánsson, ráðgjafi í hugbúnaðarlausnum hjá Advania og Certified Scrum Professional.
Staður: Háskólinn í Reykjavík.
Tími: 13. nóvember, kl. 8.30.
Kveðjur,
Stjórn faghóps um straumlínustjórnun.

Ferðasaga um straumlínulögun OR.

Ferðasaga um straumlínulögun OR.
Skýrt verður frá upphafi ferðalagsins og aðgerðum sem unnið unnið hefur verið að til þess að skapa forsendur fyrir þróun ferla með áherslu á viðskiptavininn og stöðugar umbætur. Kynntar verða nokkrar aðferðir sem nýttar eru hjá Orkuveitunni s.s. töflur og umbótaverkefni.

Fyrirlesari: Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR

Staður: Orkuveita Reykjavíkur Bæjarhálsi 1

Grunnatriði Lean (straumlínustjórnun/umbótavinna)

Fyrsti viðburður Lean faghópsins í vetur verður hin árlega kynning á grunnatriðum Lean (straumlínustjórnun/umbótavinnu). Fjallað verður á mannamáli um hvað umbótavinna er, hvort satt sé að fyrirtæki geti náð eins miklum árangri með þessum aðferðum og sögur ganga af og fléttað verður inn nokkrum dæmum um hvernig fyrirtæki hérlendis eru að nýta sér umbótavinnuna.

Allir sem eru að velta fyrir sér hvað umbótavinna er eða eru aðeins byrjaðir að skoða þessar aðferðir eru sérstaklega hvattir til að koma. Aðrir sem eru lengra komnir í fræðunum eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka.

Boðið verður upp á kaffi, te og súkkulaði
Fyrirlesari: Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík, 2. Hæð, Mars álma, stofu 215

Tímasetning: kl: 08:45 - 10:00

Dagsetning: Þriðjudaginn 16. september

MMS Pilot lið Marel

Lean faghópurinn býður upp á ótrúlega spennandi kynningu í Marel sem síðustu kynningu vetrarins. Auðvelt er að yfirfæra nákvæmlega sömu hugsun og aðferðir sem þessi hópur era ð nota yfir á allar tegundir af atvinnustarfsemi og vinnuumhverfi, - ekki síður skrifstofuumhverfið en framleiðsluumhverfið. Svo allir áhugasamir um Lean eru hvattir til að mæta.
Fundurinn verður haldinn í Lón fundarsal Marel, Austurhraun 9, 210 Garðabær og hefst kl.08.45

MMS er framleiðslukerfi Marel af fyrirmynd TPS (Toyota production system).

Helstu þættir framleiðslukerfisins
· Sterk liðsmenning með sjálfstæðum liðum.

· Leiðtogahæfni og sjálfstýring einstaklinga.

· Sellufyrirkomulag með áherslu á lokavöru.

· Eftirspurn stýrir framleiðslu og áhersla á hraða og “one piece” flæði.

· Stöðugar umbætur með áherslu á eyðingu sóunar.

· Sterk þjónustulund með áherslu á viðskiptavininn og þarfir hans.

· Samþætting framleiðsluferla og annarra ferla.

· Ferlar hannaðir með tilliti til viðskiptamódelsins, lítið magn en mikill fjölbreytileiki.

Hvað er pilot lið?
· Fyrstir til að innleiða hugmyndir MMS í framleiðslunni í Garðabæ.

· Flokkaralið 4.

· Verkefni 2013 - 2014.

· Fá fræðslu um tól MMS sem hjálpa til við innleiðingu verkefnisins.

· Liðið tekur ákvarðanir um hvernig á að innleiða og fylgja eftir hugmyndum MMS.

· Fá stuðning frá fyrirliðum og framleiðslustýringu til þess að vinna eftir MMS.

Alþjóðlegar umbætur lykilferla hjá Össuri (The Global Process Development Program)

Össur býður í heimsókn aðilum áhugasömum um ferlaumbætur, umbætur í upplýsingatækni og verkefnastjórnun. Í heimsókninni verður sagt frá vegferð verkefnastofns (Project Program) sem hefur það markmið að bæta lykil viðskiptaferla fyrirtækisins.

Nánari lýsing á verkefni:
‘‘The Global Process Development Project Program was established in 2011 as a strategic initiative to create value for customers, advance employees’ work and increase profitability. Management recognized the importance of improving services, architecture and streamlining processes in order to achieve this. The focus was on improving order fulfilment, service delivery and customer feedback processes to improve service and grow profits”

Gartner BPM Excellence Awards:
Í mars 2014 hlaut Össur verðlaun frá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Gartner fyrir árangur í ferlaumbótum þar sem aðferðafræði ‘‘Business Process Management“ (BPM) er nýtt til að auka árangur fyrirtækja. Nánari upplýsingar um þessi verðlaun má nálgast í eftirfarandi fréttatilkynningu frá Gartner: http://www.gartner.com/newsroom/id/2675915

Yngvi Halldórsson framkvæmdastjóri Upplýsingatækni og Viðskiptaferla mun í heimsókninni segja frá verkefnastofninum í heild sinni, aðferðafræði og þeim lærdómi sem draga má af vegferðinni. Aðrir
meðlimir BPM teymisins verða jafnframt á staðnum til að taka þátt í umræðum.

Kaffi og léttar veitingar í boði.
Staðsetning: Fundarsalurinn Esja á 4.hæð í Aðalbyggingu Össurar, Grjótháls 5.

Hvað er að frétta úr Lean heimum? Allt það heitasta!

Hvað er að frétta úr Lean heimum?

Pétur Arason, Global Manufacturing Strategy Manager hjá Marel, mun segja frá öllu því heitasta er fram kom á árlegu Lean Transformation Summit ráðstefnunni sem haldin var í Bandaríkjunum, sjá: http://www.lean.org/Events/2014_lean_transformation_summit.cfm. Ráðstefnan er ein af þeim merkiegri sem í boði er í Lean málum svo það verður verulega spennandi að heyra hvað er að frétta. Allir sem hafa áhuga á Lean eru hvattir til að mæta.

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík stofa: V102 sem er Málstofa og er á ganginum á 1.hæð.

Fullbókað: Samþætt Stjórnkerfi ISAL - ISO 9001, ISO 14001, OSHAS 18001 og LEAN.

Fullbókað er á fundinn.

Auður Ýr Sveinsdóttir, leiðtogi gæðamála og straumlínustjórnunar hjá ISAL segir frá samþættu stjórnkerfi fyrirtækisins sem byggir á árangursstjórnun skv. gæða-, umhverfis-, heilbrigðis- og öryggisstöðlum (ISO 9001, ISO 14001 og ISO 18001) og LEAN aðferðafræðinni.
Sagt verður frá innleiðingu LEAN aðferðafræðarinnar og samþættingu hennar við fyrra stjórnkerfi ISAL; hvernig stöðugar umbætur eru notaðar til að bæta árangur og leysa vandamál; hvaða atriði eru mikilvægust í innleiðingu LEAN; hvaða jákvæðu áhrif hefur innleiðing LEAN haft á rekstur fyrirtækisins og hvað þarf til þess að LEAN geti lifað áfram í fyrirtækjum að mati stjórnenda ISAL.

Að lokinni stuttri kynningu og spjalli verður boðið upp á vettvangsferð til að skoða LEAN upplýsingatöflur.

Ath. takmarkaður gestafjöldi.

ISAL hóf innleiðingu á LEAN árið 2010 og er vottað gagnvart ISO 9001 (síðan 1992), ISO 14001 (síðan 1997) og OSHAS 18001 (síðan 2003) stöðlum.

Mannamót í nóvember! Hvað er það við Lean sem gerir það svona gríðarlega áhugavert?

Mannamót í nóvember!
Þórunn M. Óðinsdóttir eigandi Intra ráðgjafar hefur mikla reynslu af innleiðingu bæði hugmynda- og aðferðafræði Lean Management. Hún hefur starfað sem stjórnunarráðgjafi frá árinu 2007, hefur ekki ráðið til sín starfsfólk þrátt fyrir næg verkefni og markaðssetur sig einungis af góðu orðspori. Á kynningunni mun Þórunn segja frá störfum sínum, hvað það er við Lean sem er svona gríðarlega áhugavert og tekur nokkur dæmi um hvernig er hægt að nota þessar aðferðir til að ná árangri.

Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríus hefur nýtt sér aðferðir Lean frá árinu 2008. Á kynningunni segir hann frá hvernig hann er að nýta sé Lean innan síns sviðs og gefur nokkur skemmtileg dæmi um hvaða árangur hefur náðst m.a. í vöruþróun á þessum tíma.

Mannamót munu vera í allan vetur enda voru þau virkilega skemmtileg og vel heppnuð síðasta vetur. En það var haustið 2011 sem ÍMARK setti í gang Mannamót til að koma á laggirnar hlutlausum vettvangi þar sem félagar í hinum ýmsu samtökum geta hist og spjallað, myndað vinskap og styrkt tengslanetið.
Samstarfssamtök; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Klak, Innovit, KVENN, SFH, FKA.

Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl.17.15 svo fólk skal mæta tímalega. Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!

Mannamótin verða alltaf síðasta miðvikudag í mánuði í vetur, á sama stað og á sama tíma.

Hvar: Loftið, Austurstræti 9, 101 Reykjavík
Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
Tími: kl.17.15-18.30

Hittumst! Gott tengslanet er gulls ígildi!

Framkvæmd Kaizen viðburða í Alcoa

Stöðugar umbætur eru eitt af lykilatriðum Lean. Umbótastarf er mikilvægur hluti af gæðakerfi Alcoa. Kaizen er japanskt hugtak sem notað er innan Lean fræðanna um umbætur. Fjallað verður almennt um kaizen hugtakið og farið yfir hvernig Alcoa hefur byggt það inn í gæðakerfi sitt. Farið verður yfir framkvæmd skilgreindra kaizen umbótaviðburða hjá Fjarðaáli, dæmi tekin um verkefni sem farið hefur verið í. Er hugmyndafræðin að gagnast innan íslenskrar fyrirtækjamenningar?

Fyrirlesari er Hjálmar Eliesersson, ABS og ferlasérfræðingur .

Fundurinn verður haldinn í Innovation House, Eiðistorgi 13-15, 3.hæð. Gengið er inn á Eiðistorgið, upp stigann á 2.hæð og þá er farið upp stigann öðru hvoru megin á torginu t.d. við hliðina á Bókasafni Seltjarnarness.

Umbætur á ferlum í flugskýli Icelandair

Á fundinum verður sagt frá þeirri viðamiklu umbótavinnu sem hófst hjá ITS í Flugskýlinu í Keflavík fyrir um ári síðan. Helstu aðferðir sem er verið að nota eru hugmyndafræði Value Stream Mapping til að vinna að umbótum á ferlunum, 5S til að auka sýnilega stjórnun á vinnusvæðunum og Point of Use til að sjá til þess að allir hafi nákvæmlega þau tól/tæki/hluti við hendina á nákvæmlega þeim tíma sem þeir þurfa. Hugmyndafræði Lean Management svífur að sjálfsögðu yfir umbótunum.

Á kynningunni munu Þorvaldur Auðunsson verkefnastjóri hjá Icelandair, Hjörleifur Árnason í innkaupunum í ITS og Heimir Örn Hólmarsson verkfræðideild ITS segja frá hvað var gert, hvað gekk vel/ hvað hefði mátt ganga betur og hvaða árangri stefnt er á að ná með umbótunum. Allir sem hafa áhuga á bættu starfsumhverfi og betri framleiðni eru hvattir til að mæta, sama hvort vinnustaðurinn er í viðhaldsdeild, framleiðslu eða á skrifstofu.

Staðsetning: Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir)

Grunnatriði Lean

Fyrsti viðburður Lean faghópsins í vetur verður hin árlega kynning á grunnatriðum Lean (straumlínustjórnun/umbótavinnu). Fjallað verður á mannamáli um hvað umbótavinna er, hvort satt sé að fyrirtæki geti náð eins miklum árangri með þessum aðferðum og sögur ganga af og fléttað verður inn nokkrum dæmum um hvernig fyrirtæki hérlendis eru að nýta sér umbótavinnuna.

Allir sem eru að velta fyrir sér hvað umbótavinna er eða eru aðeins byrjaðir að skoða þessar aðferðir eru sérstaklega hvattir til að koma. Aðrir sem eru lengra komnir í fræðunum eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka.

Boðið verður upp á kaffi og létta morgunhressingu
Fyrirlesari: Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi

Staðsetning: Bíósalur Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir), Nauthólsvegi 52

Tímasetning: kl: 08:45 - 10:00

ATH! Vinnustofan færist til haustsins: Lean open space vinnustofa

Kæru félagar!
Vegna fjölda áskorana um að hafa vinnustofuna á heppilegri tíma hefur stjórn Lean faghópsins tekið þá ákvörðun að færa vinnustofuna til haustsins.
Gleðilegt sumar!
Stjórnin.

Vegna mjög jákvæðra undirtekta á open space vinnustofunni á Lean 2013 ráðstefnunni, höfum við ákveðið að blása til open space vinnustofu þar sem við bjóðum alla velkomna að mæta og taka þátt.
Þessi hugmynd kom reyndar fram á ráðstefnunni og við erum því bara að hrinda í framkvæmd einni af mörgum góðum hugmyndum sem urðu til á ráðstefnunni og open space vinnustofunni. Sjá nánar um open space nálgunina hér http://www.leanisland.is/um-opid-rymi/.

Við ætlum að vera í Marel föstudaginn 14. júní milli klukkan 15:00-18:00.

Hvetjum alla til að mæta og taka þátt í frekari hugarflæði um áhugaverðar hugmyndir sem tengjast lean og stöðugum umbótum almennt. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn Lean faghópsins.

Innleiðing Beyond Budgeting módelsins innan Össurar

Þá er komið að næst síðasta viðburði Lean faghópsins sem haldinn verður miðvikudaginn 5.júní kl.08:30 hjá Össur, húsið opnar 08:15. Þeir Axel Guðni Úlfarsson og Birgir Grétar Haraldsson frá fjármálasviði fyrirtækisins taka á móti gestum, bjóða upp á léttan morgunmat og kaffi ásamt því að fara yfir innleiðingu Beyond Budgeting módelsins innan Össurar.

Fyrirlesturinn mun fjalla um innleiðinguna sjálfa og hvernig sú breyting hefur haft áhrif á það hvernig fyrirtækinu er stýrt án þess að styðjast við hefðbundnar fjárhagsáætlanir (Budget). Össur hefur notið handleiðslu Bjarte Bognes sem er formaður Beyond Budgeting Round Table í evrópu. Hann var líka fyrirlesari á Lean Ísland ráðstefnunni sem var haldin núna í byrjun maí við góðan orðstír.

ATH! Fundi frestað: Innleiðing 5S í Promens/Tempru

Á kynningunni verður farið yfir hvernig 5S innleiðingin hefur gengið bæði í framleiðslunni hérlendis og erlendis, hvað gekk vel, hvað hefði mátt ganga betur og hvaða árangur hefur náðst með umbótavinnunni. Seinni hluta kynningarinnar verður gengið um framleiðslusvæðið þar sem þátttakendur fá að sjá umbæturnar með eigin augum. Tempra getur tekið á móti 25 manns á kynninguna svo áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.

Umbótavinna í Marel

Dagskrá:

  • Tilraun með Scrum hjá vélahönnunarteymi - Rósa Björg Ólafsdóttir, Þórir Finnsson og Halldór Þorkelsson
  • Bætt flæði í samsetningu SensorX véla - Axel Jóhannsson
  • Sýnileg stjórnun og hugmyndir starfsmanna - Helgi Guðjónsson

Boðið verður upp á morgunverð.
Vonumst til að sjá sem flesta,
Stjórnin

Fullbókað á fundinn: Kanban í Námsgagnastofnun

Námsgagnastofnun býður Stjórnvísi félögum í morgunkaffi og kynningu á starfsemi stofnunarinnar. Ritstjórarnir Harpa og Gurrý munu kynna hvernig Námsgagnastofnun hefur náð að auka yfirsýn yfir flæði verkefna og stöðu þeirra með hjálp Kanban töflu. Þær munu fara yfir hvernig hugmynd varð að veruleika og hvernig tilkoma töflunnar hefur stuðlað að bættri forðastjórnun og skilvirkara útgáfuferli þess fjölbreytta námsefnis sem gefið er út árlega.

Hámarksfjöldi á þessa kynningu er 30 manns.
Víkurhvarfi 3, 2. hæð

Gæðastjórnun og Visual Management System

Gæðastjórnunarhópurinn og Lean faghópurinn í Stjórnvísi efna til ráðstefnu um VMS-töflur með áherslu á tengingu við notkun þeirra og auknum gæðum innan fyrirtækja og stofnana.
Fyrirlesarar eru allir reynsluboltar í notkun á VMS-föflum sem hafa tekið þátt í að þróa töflurnar á áhugaverðan hátt. Lögð verður áhersla á upplifun þeirra á notkun VMS taflna, hvernig innleiðing taflanna hefur gengið, hvernig þær eru notaðar á hverjum stað og hvaða árangri töflurnar hafa skilað.

Ráðstefnan er haldin á Hotel Reykjavík Natura, Þingsölum 2-3.

Aðgangur ókeypis

Sjóvá og umbótavinna á Tjónasviði

Sjóvá er með elstu vörumerkjum landsins og á síðustu árum hefur verið unnið mikið umbótastarf innanhúss. Kynnist þeim breytingum og sérstaklega umbótavinnu á Tjónasviði Sjóvá. Á Tjónasviði hefur verið lögð mikil áhersla á gæða- og ferlamál og hefur Tjónasvið m.a. notað aðferðir úr straumlínustjórnun við umbótavinnuna.

Hér er tækifæri að heyra af reynslu þjónustufyrirtækis við notkun aðferða Straumlínustjórnunar. Hvetjum þig til að mæta, sýna og sjá aðra.

Sjóvá býður gestum upp á morgunverð og er hámarksfjöldi 50 manns.

Lean Startup 101

Lean Startup er hugmyndafræði til þess að nálgast nýsköpun, hvort sem um er að ræða þróun á nýjum fyrirtækjum (startup) eða þróun á nýjum viðskiptaeiningum/vörum í rótgrónum fyrirtækjum. Hugmyndafræðin hefur farið sigurför um heiminn og fyrsta bókin sem kom út um Lean Startup fór í 2.sæti á NYTimes metsölulistanum.

Einföld leið til að skilgreina Lean Startup er eftirfarandi: Lean Startup = Agile + Lean + Customer Development + nýtt orðasafn. Í fyrirlestrinum ætlar Pétur Orri Sæmundsen framkvæmdastjóri Spretts að kynna helstu atriðin í Lean Startup með sérstaka áherslu á Customer Development og nýja orðasafnið.

Framsögumaður
Fyrirlesari er Pétur Orri Sæmundsen framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Sprettur, eina fyrirtækisins á Íslandi sem sérhæfir sig í Lean og Agile hugbúnaðarþróun. Pétur er brautryðjandi í beitingu Agile aðferða á Íslandi og hefur 12 ára reynslu í upplýsingatækni þar sem hann hefur unnið bæði sem stjórnandi, ráðgjafi og forritari.

Fundurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1.
Stofan heitir M209. Hún er á annarri hæð Mars megin. Þegar gengið er inn frá Sólinni, taka þá stigann eða lyftuna upp á aðra hæð og fara inn hægra megin.

Notkun Hugsmiðjunnar á Kanban - kynning sem á erindi til allra Lean áhugamanna

Hugsmiðjan býður í heimsókn þar sem Ragnheiður H. Magnúsdóttir framkvæmdastjóri mun fræða okkur um Kanban töflu Hugsmiðjunnar, en á hverjum morgni hittast allir starfsmenn fyrir framan töfluna og fara yfir verkefni dagsins. Við munum m.a. fræðast um hvernig Kanban taflan hefur tekið breytingum í tímans rás og gert fyrirtækinu betur kleift að standa við gefin loforð. Kynningin á erindi við alla Lean áhugamenn, skemmra sem lengra komna.
Boðið verður uppá létt snarl í hádeginu.
Fundurinn er haldinn í Hugsmiðjunni, Snorrabraut 56, 2.hæð gengið inn frá Snorrabraut (eru fyrir ofan Roadhouse veitingastaðinn).

Straumlínustjórnun á mannauðssviði Landsvirkjunar

Sturla Jóhann Hreinsson starfsmannastjóri Landsvirkjunar kynnir fyrir Stjórnvísifélögum hvernig straumlínustjórnun hefur nýst til umbóta á sviðinu. Farið verður yfir það hver hvatinn var fyrir verkefninu, hvernig öðlast á betri yfirsýn varðandi núverandi ferli á starfsmannasviði og mögulegar úrbætur á viðkomandi ferlum. Einnig verður fjallað um framtíðarsýn varðandi helstu lykilferla starfsmannamála, byggt á gildum og stefnu Landsvirkjunar.

Grunnatriði Lean

Grunnatriði Lean
Fyrsti viðburður Lean faghópsins í vetur verður hin árlega kynning á grunnatriðum Lean (straumlínustjórnun/umbótavinnu). Fjallað verður á mannamáli um hvað umbótavinna er, hvort satt sé að fyrirtæki geti náð eins miklum árangri með þessum aðferðum og sögur ganga af og fléttað verður inn nokkrum dæmum um hvernig fyrirtæki hérlendis eru að nýta sér umbótavinnuna.

Allir sem eru að velta fyrir sér hvað umbótavinna er eða eru aðeins byrjaðir að skoða þessar aðferðir eru sérstaklega hvattir til að koma. Aðrir sem eru lengra komnir í fræðunum eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka.

Boðið verður upp á kaffi og súkkulaði
Fyrirlesari: Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi

Staðsetning: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7, kl. 12.00-13.00

Vísindaferð í Nóa-Siríus og örstuttur aðalfundur Lean faghópsins

Vísindaferð í Nóa-Siríus og örstuttur aðalfundur Lean faghópsins

Þá er komið að síðasta viðburði Lean faghópsins í vetur sem er vísindaferð í Nóa-Siríus. Fyrirtækið hefur nýtt sér hugmynda og aðferðafræði Lean síðustu misserin og hefur náð með þeim verulega góðum árangri. Athyglisvert er að sjá hvernig stjórnendum hefur tekist að innleiða umbótavinnuna í öllu fyrirtækinu, jafnt á sölu og markaðssviðinu, fjármálasviðinu og framleiðslusviðinu og breyta þannig menningu fyrirtækisins. Helstu breytingar verða raktar, farið verður yfir hvað gekk vel, hvað hefði mátt fara betur og síðast en ekki síst sagt frá þeim eftirsóknaverða árangri sem náðst hefur með þessum aðferðum.
Það er Rúnar Ingibjartsson gæðastjóri sem tekur á móti hópnum, kaffiveitingar verða í boði og hver veit nema einnig verði boðið upp á súkkulaði með kaffinu. Allir sem hafa áhuga á því hvernig rótgrónu fyrirtæki hefur tekist að nýta sér umbótavinnuna jafnt í skrifstofuhlutanum og í framleiðslunni eru hvattir til að mæta.

Í upphafi vísindaferðar verður haldinn örstuttur aðalfundur Lean faghópsins (hámark 10 mín) með eftirfarandi dagskrá: 1) Skýrsla formanns, 2) Kynning á stjórn faghópsins 3) Önnur mál.

Eitt laust sæti er í stjórn faghópsins og eru áhugasamir beðnir um að láta Þórunni (sem fer fyrir Lean faghópnum) vita í síðasta lagi 22. maí á netfangið thorunn@intra.is eða í síma 774-4664. Til að fundurinn gangi sem best fyrir sig verður ekki tekið við framboðum á fundinum sjálfum.

Umbótavinna í Orkuveitunni

Úr deildarskipulagi í ferlamiðaðra skipulag með viðskiptavininn í forgrunni

Fyrirlesarar:
Hafrún Þorvaldsdóttir, sölustjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur hefur gengið í gegn um miklar skipulagsbreytingar á síðastliðnum misserum. Fjallað verður um greiningar á virðisaukandi ferlum en þeir voru lagðir voru til grundvallar núverandi skipulagi. Gert verður grein fyrir hvernig straumlínuhugsun var beitt við skipulagsbreytingar fyrirtækisins þar sem horft er til þarfa viðskiptavinanna. Auk þess verður fjallað um menninguna sem breytist í fyrirtækinu við að setja viðskiptavininn í forgrunn.
Meðal þess sem verður rætt er:

  • Hvers vegna var farið af stað með ferlamiðað skipulag?
  • Hvaða undirbúningur átti sér stað?
  • Hvaða aðferðum var beitt við greiningu á ferlum?
  • Hvernig eru meginferlin skilgreind?
  • Hverjar hafa verið helstu áskoranir?
    Áætlaður tími: 8:30-9:30
    Að kynningu lokinni gefst gestum tækifæri til þess að heimsækja þjónustuver Orkuveitunnar undir leiðsögn Skúla Skúlasonar framkvæmdastjóra Þjónustusviðs og Sigrúnar Viktorsdóttur, forstöðumanns Þjónustuvers. Skúli og Sigrún munu skýra frá hvernig töflur eru notaðar við sjónræna stjórnun lykilmælikvarða og umbótaverka.

Áhrif samvinnu milli innkaupa og vöruþróunar hjá Marel.

Áhrif samvinnu milli innkaupa og vöruþróunar hjá Marel.

Björgvin Víkingsson ræðir um hvernig góð samvinna milli innkaupa og vöruþróunar getur haft mikil áhrif á útkomu þróunarverkefna.

Árið 2011 gerði Marel sitt fyrsta “pilot” verkefni á samvinnu milli innkaupa og vöruþróunar og mun Björgvin fara yfir hvernig tókst til ásamt því að útskýra hvaða hugmyndafræði var á bakvið verkefnið.

Meðal annars verður farið yfir:

  • Cost avoidance á móti cost cutting:
  • Supplier integration á móti “arms length” samninga
  • Outsourcing vs. in sourcing

Áhugaverður fyrirlestur um hvernig fyrirtæki geta nýtt sér aðrar deildir til að ná fram miklum sparnaði og styttingu á tíma vöru til markaðs.

Fundarstaðsetning: Marel
Fyrirlesari:
Björgvin Víkingsson, M.Sc. Supply chain management
Strategic purchasing manager hjá Marel.

Lean: Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi býður í heimsókn!

Tími 20. Febrúar kl. 08:15-09:45
Staður: Mæting í afgreiðslu bráðadeildar í Fossvogi

Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi býður í heimsókn!

Heimsóknin hefst á skoðunarferð um lagerinn þar sem verið er að nota Kanban og síðan mun Elísabet Benediktsdóttir fjalla um helstu árangursmælingarnar sem verið er að nota. Að því loknu mun Hilmar Kjartansson segja frá hvernig verið er að straumlínulaga innlagnarferil sjúklinga frá bráðamóttökunni inn á spítalann.

Bráðamóttakan er að vinna mjög áhugaverð lean verkefni svo allir sem hafa áhuga á að nota ferla til umbótavinnu eru hvattir til að koma, óháð hvaða geira verið er að vinna í.

Straumlínulögun verkefnastjórnunar

Straumlínustjórnun

  1. janúar kl. 12.00 - 13.00 í HR stofu M1-22
    Straumlínulögun verkefnastjórnunar
    Verkefnastjórnun er í stöðugri þróun og sífellt bætast við nýjar aðferðir við stýringu verkefna. Á kynningunni mun Björk Grétarsdóttir verkefnastjóri í Landsbankanum segja frá lokaverkefni sínu við MPM námið. Í verkefninu var leitast við að bera verkefnastjórnun og straumlínustjórnunn saman út frá hæfniauga hugtakalykilsins og 25 helstu einkennum straumlínustjórnunar, og skoðað hvernig kortlagning virðisstrauma og sjónræn stjórnum (VMS töflur) falla að verkefnastjórnun. Þá mun hún einnig segja frá því hvernig þessar aðferðir nýtast henni í störfum sínum sem verkefnastjóri.
    Allir sem hafa áhuga á verkefnastjórnun eða notkun á þessum aðferðum eru hvattir til að mæta

Kynning á grunnatriðum Lean

Um þessar mundir er mikill áhugi á Lean (straumlínustjórnun/ umbótavinnu), margir að velta fyrir sér hvað Lean er og hvort það sé satt að fyrirtæki geti náð eins miklum árangri með þessum aðferðum og sögur ganga af.

Á kynningunni mun Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi fjalla á mannamáli um grunnatriði Lean og flétta inn nokkrum dæmum um hvernig fyrirtæki hérlendis hafa verið að nýta sér umbótavinnuna.

Allir sem eru að velta fyrir sér hvað Lean er eða eru aðeins byrjaðir að skoða þessar aðferðir eru sérstaklega hvattir til að koma. Aðrir sem eru lengra komnir í fræðunum eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka.

Boðið verður upp á kaffi og súkkulaði.

Staðsetning: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7, kl. 12.00-13.00

Innleiðing straumlínureksturs (Lean) í Rio Tinto Alcan, Straumsvík

Á fundinum verður kynnt hvernig Rio Tinto Alcan á Íslandi hefur undanfarið ár unnið að innleiðingu Straumlínusreksturs (Lean) í Steypuskála og Skautvinnslu. Einnig verður farið í þá hugmyndafræði sem innleiðingin byggist á sem og þá vinnu sem farið var í áður en innleiðing byrjaði.

08:15-08:30 - Morgunkaffi
08:30-08:45 - Kynning á þeirri hugmyndafræði sem innleiðingin byggir á
08:45-09:00 - Gefin innsýn í þá vinnu sem unnin var áður en farið var í innleiðingu
09:00-09:30 - Farið yfir ferli innleiðingar í Steypuskála og Skautvinnslu

Allir eru hvattir til að mæta því það er ekki á hverjum degi sem sagt er frá jafn viðamiklum Lean innleiðingum hér á landi sem að auki voru unnar undir leiðsögn frá erlendum Lean sérfræðingum.

Framtíðarsýn framleiðslu Marel og það nýjasta í Lean málum í Marel Garðabæ

Fyrsti viðburðurinn á vegum Lean faghópsins þetta starfsárið er afar spennandi heimsókn í Marel:

Dagskrá:
8:30-9:15 Pétur Arason segir frá nýrri framtíðarsýn framleiðslu Marel og nýstárlegri leið til að kynna þá framtíðarsýn fyrir starfsfólki, en hún sameinar 15 verksmiðjur í 10 löndum

9:15-9:30 Axel Jóhannsson segir frá því helsta sem framleiðsluferli Marel í Garðabæ hefur verið að vinna að varðandi straumlínustjórnun

9:30-9:45 Rósa Björg Ólafsdóttir segir frá því helsta sem vöruþróunarferli Marel í Garðabæ hefur verið að vinna að í Agile/lean málum.

Allir sem hafa áhuga á Lean eru hvattir til að mæta

Wonka - Stjórnkerfi Spretts

 
 
Titill: Wonka - Stjórnkerfi Spretts 
Efni: Þann 25. maí ætlar Pétur Orri Sæmundsen að kynna stjórnkerfi Spretts [ http://sprettur.is/ ] með sérstaka áherslu á sjónstjórnun (visual management). 
Sprettur er ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í Lean og Agile upplýsingatækni. Sprettur er leiðandi afl í umbreytingu á íslenskri upplýsingatækni og hefur unnið með fjölmörgum fyrirtækjum bæði stórum og smáum í innleiðingu á Lean og Agile aðferðum. Í kynningunni verður farið yfir undirliggjandi hugmyndafræði stjórnkerfisins og kynntar helstu töflur sem Sprettur notar við stjórnun. 
 
Markmiðið með kynningunni er sýna nokkrar leiðir til þess að beita sjónstjórnun og sjónhugsun (visual thinking).
Fundurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík
 

Lean: Landsbankinn

 
Lean í Landsbankanum
 
Hulda Hallgrímsdóttir verkefnastjóri fjallar um hvað hefur gerst, er að gerast og mun vonandi gerast varðandi notkun á hugmynda- og aðferðafræði Lean í Landsbankanum.  Um er að ræða kynningu sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, sérstaklega ekki þeir sem eru að velta fyrir sér að hefja innleiðingu eða eru að stíga sín fyrstu skref í notkun á Lean innan sinnan fyrirtækja.
 
Í lok kynningar verður aðalfundur Lean- faghópsins haldinn á örfáum mínútum. Dagskrá:
1)      Skýrsla stjórnar
2)      Kosning í stjórn
3)      Önnur mál
 
 
Fyrirlestrarsal fræðsludeildar Landsbankans, Thorvaldsensstræti 4, 5. hæð.
 
Kl. 08:30-10:00.

Lean menning Fjarðaáls

 
Lean menning Fjarðaáls
 
Magnús Þór Ásmundsson, framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar Fjarðaáls segir frá menningu Fjarðaáls og hvernig hún hefur verið þróuð innan fyrirtækisins m.t.t. ferlaskipulags og stjórnkerfa Alcoa.  Um sérlega áhugaverðan fyrirlestur er að ræða þar sem starfsemi Fjarðaáls var frá upphafi skipulögð með hliðsjón af hugmyndafræði Lean.
 
Fyrirlesturinn verður haldinn í Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7, kl. 08:30-09:45.
 

Lean: Hvernig geta fyrirtæki byrjað að nýta sér aðferðafræðina

Efni fundar: Hvernig geta fyrirtæki byrjað að nýta sér hugmynda - og/eða aðferðafræði Lean og hvar er hægt að fá aðstoð við fyrstu skrefin? Pallborðsumræður.
Hvenær: 10.mars kl.08:30-10:00
Hvar:  Í Námunni í Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7
 
Þátttakendur í pallborði: Reynir Kristjánsson, Pétur Orri Sæmundsen og Þórunn M. Óðinsdóttir.
 
Undanfarið hefur mikil vakning orðið varðandi Lean hér á landi og nú er svo komið að mörg fyrirtæki eru að velta fyrir sér hvernig hægt er að byrja að nýta sér Lean til að ná auknum árangri. Á fundinum munu þrír ráðgjafar sem allir sérhæfa sig í innleiðingu Lean vera með stutt erindi og að því loknu verður ríflegur tími fyrir pallborðsumræður og spjall um viðfangsefnið. Allir sem eru að velta fyrir sér fyrstu skrefunum eða hafa verið að prófa sig aðeins áfram með Lean eru hvattir til að koma og taka þátt í skemmtilegum og fróðlegum umræðum.

Lean - Kynning á Value Stream Mapping, kortlagning virðisstrauma

Kynning á Value Stream Mapping, kortlagning virðisstrauma.
Haldin þriðjudaginn 25. janúar kl. 08:30-09:30.
Staðsetning: Össur, Grjóthálsi 5. 

Björgvin Víkingsson kynnir VSM aðferðafræðina við að teikna upp og rýna ferli til að finna umbætur í þeim. Hann mun fara gróflega yfir hvernig Össur notar VSM við að ákvarða og forgangsraða næstu stærri umbótaverkefnum í framleiðslu sinni. Um er að ræða mjög áhugaverða aðferðafræði sem byggir á að eyða sóun úr ferlum, auka skilvirkni og auka hlutfall virðisskapandi vinnu í þeim.

Lean - VMS Töflur fundur II

Uppbókað er á töflufundinn og hefur því verið settur upp annar fundur þann 1.desember kl.08:40 - 09:40
Á síðustu kynningu í Nóa-Síríus var áhugi fundarmanna svo mikill á VMS-töflum fyrirtækisins að ákveðið hefur verið að halda sérstaka kynningu einungis um þær.
VMS stendur fyrir Visual Management System en sýnileg stjórnun er einn af grundvallarþáttum straumlínustjórnunar.  Töflurnar eru mjög öflugt verkefnastjórnunartól og hægt er að nýta sér þær einar og sér, óháð öðrum aðferðum straumlínustjórnunar.
Kynningin verður 1.desember í Nóa-Síríus, Hesthálsi 2-4
Boðið verður upp á morgunbrauð kl.08:30, kynningin verður milli 08:40-09:40U

Lean - VMS-töflur

Á síðustu kynningu í Nóa-Síríus var áhugi fundarmanna svo mikill á VMS-töflum fyrirtækisins að ákveðið hefur verið að halda sérstaka kynningu einungis um þær.
VMS stendur fyrir Visual Management System en sýnileg stjórnun er einn af grundvallarþáttum straumlínustjórnunar.  Töflurnar eru mjög öflugt verkefnastjórnunartól og hægt er að nýta sér þær einar og sér, óháð öðrum aðferðum straumlínustjórnunar.
Kynningin verður 24.nóvember í Nóa-Síríus, Hesthálsi 2-4
Boðið verður upp á morgunbrauð kl.08:30, kynningin verður milli 08:40-09:40

Lean: Umbótastefna í Nóa-Síríus

Innleiðing umbótastefnu í Nóa-Síríus.
Þórunn M. Óðinsdóttir verkefnastjóri umbóta fjallar um hvaða leið var farin við innleiðingu umbótastefnu Nóa-Siríusar, hvað gekk vel og hvað hefði mátt fara betur.  Tilvalin kynning fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í innleiðingu straumlínustjórnunar, eru að velta fyrir sér hvernig á að hefja innleiðingu eða eru almennt áhugasamir um straumlínustjórnun.
Staður Nói-Síríus Hesthálsi 2-4

Lean Straumlínustjórnun: Aðalfundur - Grunnhugmyndir kynntar

Aðalfundur faghóps um Lean Straumlínustjórnun verður haldinn 5.október frá kl.08:30 - 10:00
Pétur Arason, framleiðslustjóri hjá Marel kynnir grunnhugmyndir Lean-Management.
Fundurinn verður haldinn hjá Arionbanka

Lean-umbótavinna í þjónustufyrirtæki

Fundur á vegum Faghóps um Lean-Straumlínustjórnun

Framsögumaður
Einar Már Hjartarson, framkvæmdastjóri Viðskiptaumsjónar segir frá umbótastarfi í anda Lean hjá Viðskiptaumsjón Arion banka og kynnir hvernig beita má aðferðafræði Lean í þjónustu.

Fundarefni
Lean-umbótavinna í þjónustufyrirtæki
Fundarstaður
Arion banki, Borgartúni 19, Rvk.

Morgunverður í boði Arion banka frá kl. 8,15 og fundurinn hefst kl. 8,30
 

Lean Six Sigma hjá Isal

Fundur á vegum faghóps um Lean Six Sigma / Straumlínustjórnun
 
Fundarefni
Lean Six Sigma hjá Isal

Framsögumenn
Birna Pála Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri bíður fundarmenn velkomna
Þeir Þorvaldur Auðundsson Black Belt og Kristmann Ísleifsson Black Belt munu kynna aðferðarfræði Lean Six Sigma og fara yfir þann árangur sem Isal hefur náð á því sviði.
Fundarstaður
Isal - Alcan á Íslandi, Straumsvík, Hafnarfirði

Morgunkaffi frá kl. 8.15, fundurinn hefst kl. 8.30.
 
 

Straumlínustjórnun - Lean thinking hjá Promens

Fyrsti fundur á vegum faghóps um Straumlínustjórnun eða Lean thinking
Á fundinum mun Ragnhildur Geirsdóttir og hennar starfsmenn kynna starfsemi Promens og þeirra aðferðafræði PBS, sem byggir m.a. á aðferðum straumlínustjórnunar (lean thinking).
 
Fundurinn er morgunverðarfundur og haldinn hjá Primens í Hlíðarsmára 1, Kópavogi

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?