Átján fyrirmyndarfyrirtækjum í stjórnarháttum veitt viðurkenning

„Mikilvægt er að hvetja til að hugað sé að góðum stjórnarháttum á Íslandi. Verkefnið Fyrir­myndar­fyrirtæki í góðum stjórnarháttum hefur sannað sig sem áhrifaríkt tæki í þeirri vegferð.“

Fréttaumfjöllun - viðtal við Svanhildi Hólm framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.

Í dag hlutu 18 fyrirtæki viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndar­fyrir­tæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli, að viðstöddum fulltrúum fyrirmyndarfyrirtækjanna en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnu­lífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar. Hér má sjá myndir frá viðburðinum.

Fyrirmyndarfyrirtæki í fjölbreyttri starfsemi
Fyrirmyndarfyrirtækin 18 eru í afar fjölbreyttri starfsemi en þar má nefna fjármála- og trygginga­starfsemi, fjarskipti, leigustarfsemi, eignaumsýslu og verkfræðiþjónustu. Fyrirtækin þykja öll vel að nafnbótinni komin enda eru starfshættir stjórna þeirra vel skipulagðir og framkvæmd stjórnarstarfa til fyrirmyndar.

Eftirtalin fyrirtæki voru að þessu sinni metin sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum:

  • Arion banki hf.
  • Eik fasteignafélag hf.
  • Fossar fjárfestingarbanki hf.
  • Icelandair Group hf.
  • Íslandssjóðir hf.
  • Kvika banki hf.
  • Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
  • Mannvit hf.
  • Reginn hf.
  • Reiknistofa bankanna hf.
  • Reitir hf.
  • Sjóvá hf.
  • Stefnir hf.
  • Sýn hf.
  • TM tryggingar hf.
  • Vátryggingafélag Íslands hf.
  • Vörður hf.
  • Ölgerðin Egill Skallagríms hf. 

Á viðurkenningarathöfninni hélt Dr. Ásta Dís Óladóttir, prófessor við Háskóla Íslands, stutt erindi þar sem hún spurði fundargesti hvort við sem heild værum til fyrirmyndar þegar kemur að tækifærum kynjanna til stjórnunarstarfa. Í máli hennar kom meðal annars fram að þó svo að Ísland leiði lista Alþjóðaefnahagsráðsins er snýr að kynjajafnrétti, 14 árið í röð og hafi fengið gullvottun frá Sameinuðu þjóðunum árið 2022 sem viðurkenningu á hlutverki Íslands sem leiðandi ríki í jafnréttisbaráttu, þá væri staðan óásættanleg þegar kemur að stöðu kvenna í framkvæmdastjórastöðum og stjórnum hér á landi. Almennt eru konur einungis 21 % allra framkvæmdastjóra hér á landi en karlmenn 79% og hjá skráðum félögum væru konur 13% forstjóra.

Þegar litið væri til stjórna allra félaga væru konur fjórðungur stjórnarmanna en um 44% hjá skráðum félögum og þar er það kynjakvótinn sem hefur áhrif. Ásta Dís velti því upp hverjir það væru sem gætu breytt stöðunni hér á landi og nefndi fjölmörg dæmi í því samhengi. T.d væru það stjórnvöld sem m.a. gætu farið þá leið að setja á kynjakvóta á framkvæmdastjórnir félaga, fjárfestar gætu sett ákvæði í eigendastefnu sína. Atvinnulífið gæti einnig lagt sitt af mörkum til að breyta stöðunni og þar þyrftu leiðtogar stærstu félaganna og samtakanna að vera öflugir talsmenn jafnréttis. Síðast en ekki síst gætu stjórnir félaga komið á menningu jafnra tækifæra og innleitt arftakaáætlanir í félög. Ásta Dís lauk máli sínu á því að jafnrétti er ákvörðun og til þess þarf að hafa öflugar fyrirmyndir líkt og þau sem fengu viðurkenninguna á viðburðinum. 

Jón Gunnar Borgþórsson frá JGB ráðgjöf fór því næst stuttlega yfir verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum sem sett var á laggirnar fyrir rúmum áratug. Markmið verkefnisins er að stuðla að góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín. Liður í því er meðal annars útgáfa, og regluleg uppfærsla, leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem sjá má á www.leidbeiningar.is.

Það voru svo Gunnlaugur B. Björnsson samskiptastjóri Viðskiptaráðs og Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi, sem afhentu viðurkenningarnar en fundarstjóri var Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Um viðburðinn

Fyrirmyndarfyrirtæki - veiting viðurkenninga 2023 (lokaður viðburður)

Þriðjudaginn 22.ágúst nk. mun 18 fyrirtækjum verða afhentar viðurkenningar fyrir stjórnarhætti sína ásamt nafnbótinni "Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum".  

Markmið verkefnisins og viðurkenningarinnar er að stuðla að umræðum og aðgerðum sem efla góða stjórnarhætti.

Viðurkenningar byggja á úttektum á stjórnarháttum þeirra félaga/fyrirtækja sem eru þátttakendur í verkefninu og taka mið af leiðbeiningum sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi gefa út.
Á annan tug viðurkenndra aðila vinna úttektirnar á fyrirtækjunum en umsjón með verkefninu og viðurkenningarferlinu er í höndum Stjórnvísi. 

Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands verður fundarstjóri.

Ásta Dís Óladóttir  stjórnarformaður Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands og MBA náms, Rannsóknarmiðstöðvar Ferðamála, Félags háskólakvenna, Jafnvægisvogarráðs og Vísindasjóðs Háskólans á Akureyri mun flytja erindi. 

Jón Gunnar Borgþórsson JGB ráðgjöf flytur inngangsorð um verkefnið.

Páll Ásgeir Guðmundsson, forstöðumaður sameinaðs efnahags- og samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins afhendir viðurkenningarnar.

Verkefnið er samstarfsverkefni Nasdaq á Íslandi, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Stjórnvísi.

Fleiri fréttir og pistlar

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!