Nauthóll Nauthólsvík, Reykjavík
Stjórnvísisviðburður
Þriðjudaginn 22.ágúst nk. mun 16 fyrirtækjum verða afhentar viðurkenningar fyrir stjórnarhætti sína ásamt nafnbótinni "Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum".
Markmið verkefnisins og viðurkenningarinnar er að stuðla að umræðum og aðgerðum sem efla góða stjórnarhætti.
Viðurkenningar byggja á úttektum á stjórnarháttum þeirra félaga/fyrirtækja sem eru þátttakendur í verkefninu og taka mið af leiðbeiningum sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi gefa út.
Á annan tug viðurkenndra aðila vinna úttektirnar á fyrirtækjunum en umsjón með verkefninu og viðurkenningarferlinu er í höndum Stjórnvísi.
Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands verður fundarstjóri.
Ásta Dís Óladóttir stjórnarformaður Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands og MBA náms, Rannsóknarmiðstöðvar Ferðamála, Félags háskólakvenna, Jafnvægisvogarráðs og Vísindasjóðs Háskólans á Akureyri mun flytja erindi.
Jón Gunnar Borgþórsson JGB ráðgjöf flytur inngangsorð um verkefnið.
Páll Ásgeir Guðmundsson, forstöðumaður sameinaðs efnahags- og samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins afhendir viðurkenningarnar.
Verkefnið er samstarfsverkefni Nasdaq á Íslandi, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Stjórnvísi.