Fyrirmyndarfyrirtæki - veiting viðurkenninga 2023 (lokaður viðburður)

Þriðjudaginn 22.ágúst nk. mun 18 fyrirtækjum verða afhentar viðurkenningar fyrir stjórnarhætti sína ásamt nafnbótinni "Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum".  

Markmið verkefnisins og viðurkenningarinnar er að stuðla að umræðum og aðgerðum sem efla góða stjórnarhætti.

Viðurkenningar byggja á úttektum á stjórnarháttum þeirra félaga/fyrirtækja sem eru þátttakendur í verkefninu og taka mið af leiðbeiningum sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi gefa út.
Á annan tug viðurkenndra aðila vinna úttektirnar á fyrirtækjunum en umsjón með verkefninu og viðurkenningarferlinu er í höndum Stjórnvísi. 

Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands verður fundarstjóri.

Ásta Dís Óladóttir  stjórnarformaður Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands og MBA náms, Rannsóknarmiðstöðvar Ferðamála, Félags háskólakvenna, Jafnvægisvogarráðs og Vísindasjóðs Háskólans á Akureyri mun flytja erindi. 

Jón Gunnar Borgþórsson JGB ráðgjöf flytur inngangsorð um verkefnið.

Páll Ásgeir Guðmundsson, forstöðumaður sameinaðs efnahags- og samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins afhendir viðurkenningarnar.

Verkefnið er samstarfsverkefni Nasdaq á Íslandi, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Stjórnvísi.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Átján fyrirmyndarfyrirtækjum í stjórnarháttum veitt viðurkenning

„Mikilvægt er að hvetja til að hugað sé að góðum stjórnarháttum á Íslandi. Verkefnið Fyrir­myndar­fyrirtæki í góðum stjórnarháttum hefur sannað sig sem áhrifaríkt tæki í þeirri vegferð.“

Fréttaumfjöllun - viðtal við Svanhildi Hólm framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.

Í dag hlutu 18 fyrirtæki viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndar­fyrir­tæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli, að viðstöddum fulltrúum fyrirmyndarfyrirtækjanna en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnu­lífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar. Hér má sjá myndir frá viðburðinum.

Fyrirmyndarfyrirtæki í fjölbreyttri starfsemi
Fyrirmyndarfyrirtækin 18 eru í afar fjölbreyttri starfsemi en þar má nefna fjármála- og trygginga­starfsemi, fjarskipti, leigustarfsemi, eignaumsýslu og verkfræðiþjónustu. Fyrirtækin þykja öll vel að nafnbótinni komin enda eru starfshættir stjórna þeirra vel skipulagðir og framkvæmd stjórnarstarfa til fyrirmyndar.

Eftirtalin fyrirtæki voru að þessu sinni metin sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum:

  • Arion banki hf.
  • Eik fasteignafélag hf.
  • Fossar fjárfestingarbanki hf.
  • Icelandair Group hf.
  • Íslandssjóðir hf.
  • Kvika banki hf.
  • Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
  • Mannvit hf.
  • Reginn hf.
  • Reiknistofa bankanna hf.
  • Reitir hf.
  • Sjóvá hf.
  • Stefnir hf.
  • Sýn hf.
  • TM tryggingar hf.
  • Vátryggingafélag Íslands hf.
  • Vörður hf.
  • Ölgerðin Egill Skallagríms hf. 

Á viðurkenningarathöfninni hélt Dr. Ásta Dís Óladóttir, prófessor við Háskóla Íslands, stutt erindi þar sem hún spurði fundargesti hvort við sem heild værum til fyrirmyndar þegar kemur að tækifærum kynjanna til stjórnunarstarfa. Í máli hennar kom meðal annars fram að þó svo að Ísland leiði lista Alþjóðaefnahagsráðsins er snýr að kynjajafnrétti, 14 árið í röð og hafi fengið gullvottun frá Sameinuðu þjóðunum árið 2022 sem viðurkenningu á hlutverki Íslands sem leiðandi ríki í jafnréttisbaráttu, þá væri staðan óásættanleg þegar kemur að stöðu kvenna í framkvæmdastjórastöðum og stjórnum hér á landi. Almennt eru konur einungis 21 % allra framkvæmdastjóra hér á landi en karlmenn 79% og hjá skráðum félögum væru konur 13% forstjóra.

Þegar litið væri til stjórna allra félaga væru konur fjórðungur stjórnarmanna en um 44% hjá skráðum félögum og þar er það kynjakvótinn sem hefur áhrif. Ásta Dís velti því upp hverjir það væru sem gætu breytt stöðunni hér á landi og nefndi fjölmörg dæmi í því samhengi. T.d væru það stjórnvöld sem m.a. gætu farið þá leið að setja á kynjakvóta á framkvæmdastjórnir félaga, fjárfestar gætu sett ákvæði í eigendastefnu sína. Atvinnulífið gæti einnig lagt sitt af mörkum til að breyta stöðunni og þar þyrftu leiðtogar stærstu félaganna og samtakanna að vera öflugir talsmenn jafnréttis. Síðast en ekki síst gætu stjórnir félaga komið á menningu jafnra tækifæra og innleitt arftakaáætlanir í félög. Ásta Dís lauk máli sínu á því að jafnrétti er ákvörðun og til þess þarf að hafa öflugar fyrirmyndir líkt og þau sem fengu viðurkenninguna á viðburðinum. 

Jón Gunnar Borgþórsson frá JGB ráðgjöf fór því næst stuttlega yfir verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum sem sett var á laggirnar fyrir rúmum áratug. Markmið verkefnisins er að stuðla að góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín. Liður í því er meðal annars útgáfa, og regluleg uppfærsla, leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem sjá má á www.leidbeiningar.is.

Það voru svo Gunnlaugur B. Björnsson samskiptastjóri Viðskiptaráðs og Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi, sem afhentu viðurkenningarnar en fundarstjóri var Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Tengdir viðburðir

Tækifæri og ávinningur þess að nýta stafrænt vinnuafl (RPA) til sjálfvirknivæðingar á handvirkum ferlum

Eiríkur Ari Sigríðarson teymisstjóri í sjálfvirknivæðingu hjá Evolv kynnir tækifæri og ávinning þess að nýta stafrænt vinnuafl til sjálfvirknivæðingar á handvirkum ferlum innan fyrirtækja og stofnana. Eiríkur hefur síðastliðin þrjú ár tekið þátt í sjálfvirknivegferð margra af stærstu fyrirtækjum landsins og hefur því víðtæka reynslu af

-          þeim áskorunum og tækifærum sem því fylgir

-          á hvaða sviði sé best að byrja slíka vegferð

-          og hvenær stafrænt vinnuafl sé lausnin.

Breki Barkarson hefur tekið þátt í að stýra innleiðingu stafræns vinnuafls hjá Ósum í samvinnu við Evolv. Hann segir okkur frá stafrænu vinnuafli Ósa en lokaverkefnið hans í B.Sc. náminu í tölvunarfræði fjallaði um innleiðinguna þar sem Breki gerði ítarlega úttekt á kostnaði og ávinningi verkefnisins.

Viðburðurinn verður haldinn í fundarsalnum Fenjamýri í Grósku Bjargargötu 1, 102 Reykjavík frá kl 9:00-10:00

ATH. Eingöngu er um staðfund að ræða, ekki verður streymt frá fundinum. 

Hlökkum til að sjá þig :)

 

Kennslulausnir í skólastarfi

Click here to join the meeting

Hvað þarf til að kennslulausn fáist samþykkt til notkunar í skólum?

Á viðburðinum verður fjallað um ferðalag Reykjavíkurborgar um völdundarhús greininga og mats á kennslulausnum til að verja börnin okkar og komast hjá því að brjóta lög. 

Fyrirlesari:

Helen Símonardóttir er verkefnastjóri hjá Stafrænni Reykjavík og sinnir um þessar mundir stóru verkefni er snýr að hraðri innleiðingu á stafrænni tækni í grunnskólum borgarinnar. Hún er með B.Ed. í grunnskólakennarafræðum með 16 ára reynslu á því sviði og útskrifaðist með Master of Project Management frá Háskólanum í Reykjavík. 

Staður og stund: 

Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7, 107 Reykjavík og í streymi.

Þau sem hafa tök á eru hvött til að mæta á staðinn. 

Hvað gerir stjórnanda árangursríkan?

Click here to join the meeting


Nýlega kom út íslensk þýðing á bókinni The Effective Executive eftir Peter Drucker. Bókin heitir á íslensku Árangursríki stjórnandinn og fjallar um hvernig stjórnendur taka við stjórnvölinn í eigin lífi og ná árangri í starfi. Bókin kom fyrst út árið 1967 og hefur reynst stjórnendum um heim allan sem ómetanlegur leiðarvísir í starfi.


Í kynningunni mun Kári Finnsson, þýðandi bókarinnar, fara yfir þau fimm grundvallaratriði sem Drucker dregur fram í bókinni og reynast ættu öllum stjórnendum gott veganesti:

• Hvernig við nýtum tíma okkar á árangursríkan hátt
• Hvernig við uppgötvum og nýtum styrkleika okkar
• Hvernig við finnum út hvað við getum lagt af mörkum
• Hvernig við einbeitum okkur að því sem skiptir máli
• Hvernig við tökum árangursríkar ákvarðanir

Bókin gagnast öllum sem bera ábyrgð í starfi, hvort sem að það er í fyrirtæki, á sjúkrahúsi, í skóla eða opinberri stofnun.  

Peter F. Drucker (1909-2005) er frumkvöðull á sviði stjórnunarfræða og hafa verk hans verið nýtt sem kennslurit í háskólum, fyrirtækjum og stofnunum um heim allan. Eftir Drucker liggja samtals 39 bækur og yfir hundrað greinar sem lögðu grunninn að því sem á okkar dögum kallast stjórnunarfræði.

Nánari upplýsingar um Árangursríka stjórnandann og Peter F. Drucker er að finna á arangursrikur.is


Kynning á fyrirlesara:

Kári Finnsson
Þýðandi Árangursríka stjórnandans er Kári Finnsson, hagfræðingur og forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Creditinfo. Kári hefur margra ára reynslu af skrifum, kennslu og fyrirlestrahaldi.


Fundarstjóri er Harpa Hallsdóttir, faghópur um mannauðsstjórnun.

Innleiðing stefnu- og árangursviðmiða Háskóla Íslands og viðbrögð við nýjustu áskorunum

Click here to join the meeting

Katrín R. Frímannsdóttir, stefnu- og gæðastjóri Háskóla Íslands fjallar um hvernig staðið hefur verið að innleiðingu stefnu- og árangursviðmiða og viðbrögðum við áskorunum. 

Stefnu- og gæðastjóri starfar náið með æðstu stjórnendum skólans og er yfirmaður teymis á rektorsskrifstofu sem starfar að þessum málaflokkum.

Stjórnarfundur Stjórnvísi – lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „TENGSL“. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2023 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2023-2024  fjögur:

  1. Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
  2. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg
  3. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður
  4. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar – Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 10. maí 2023 á Nauthól var kosin ný stjórn.
Stjórn Stjórnvísi 2023-2024.
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík, formaður (2023-2024)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, stofnandi og framkvæmdastjóri RevolNíu. (2023-2024)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2023-2024)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, VIRK (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2023-2024)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)

Kosnir voru á síðasta aðalfundi  tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2023-2024

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  1.  Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín

Fjölgun fyrirtækja  oo

Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo

Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

Fjölgun virkra félaga oo

Fjölgun nýrra virkra félaga oo

Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

Fjölgun nýrra háskólanema oo

Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo

Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg

Fjölgun viðburða oo

Fjölgun félaga á fundum oo

Aukning á virkni faghópa oo

Aukning á félagafjölda í faghópum oo

Aukning á virkum fyrirtækjum oo

Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo

Hækkun á NPS skori oo

Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo

Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo

Stöðugt sé unnið að umbótum ooo

Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.

Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo

Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

Myndbönd

Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður

Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

Fjölgun erlendra fyrirlesara

  1. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar:Baldur – Anna Kristín – Lilja – Haraldur

Vefur, reglur, lög, viðburðir og annað sem tengist félaginu rýnt og yfirfarið.  

Aðventustund með Sigríði Hagalín Björnsdóttir, „gervigreindar skáldsagan Deus“

Til að taka allan vafa þá er nýja bókin hennar Sigríðar Hagalín Deus, ekki skálduð af gervigreind heldur kemur gervigreind inn í skáldskap hennar á skemmtilegan hátt.

Við þekkjum Sigríði af skjánum, sem fréttamaður Rúv. En Sigríður er einnig löngu búinn að vinna sér sess í skáldsagnagerð. Hugleiðingar hennar um framtíðaviðburði hafa vakið athygli.

Hér er vefslóðin á fundinn;  Click here to join the meeting

Fyrsta skáldsaga Sigríðar, Eyland, kom út árið 2016, vakti mikla athygli og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Menningar-verðlauna DV og síðan hefur hún sent frá sér fleiri skáldsögur. Stuttu eftir að skáldsagan kom út hófust jarðhræringarnar á Reykjanesskaganum. Útgáfuréttur bóka Sigríðar hefur verið seldur til margra landa og hefur fyrsta bók hennar til að mynda verið þýdd á frönsku, þýsku, pólsku, tékknesku og ungversku.

Komum okkur í jólaskap og hlustum og spjöllum við Sigríði Hagalín, um bók hennar og annað sem okkur dettur í hug. Gleðilega aðventu.

 

Gott inniloft fyrir gott starfsfólk

Nánari lýsing síðar

Guðrún Snorradóttir

Kemur síðar

 

TEAMS linkur HÉR

Vettvangur vaxtar og árangurs með FranklinCovey: Impact Platform

„Í samtölum mínum við áhrifamikla leiðtoga um allan heim heyri ég oft svarið við spurningu minni, hver er tilgangur verka þinna?“ Segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey á norðurslóðum. „Svörin eru oft: Hér vil ég að fólk upplifi gleðina, skapi eitthvað stærra en það sjálft, á þessum vinnustað vil ég sjá fólk vaxa, eða svör eins og: ég vil kenna fólki að vinna og sjá dyggðina í verkum sínum“. Á þessu stefnumóti stjórnenda mun Guðrún Högnadóttir leiða samtal við félagsmenn Stjórnvísi um með hvaða hætti þau geta hvatt sitt fólk til góðra verka og vaxtar og kynnt til leiks magnað tækifæri til að virkja áhrifaríkt og skemmtilegt verðlaunanámsefni og sérsniðnar lærdómsvegferðir til aukins árangurs allra. Íslenskur vettvangur sem ýtir undir frammistöðu, hvatningu og helgun starfsfólks.

Stjórnarfundur Stjórnvísi – lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „TENGSL“. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2023 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2023-2024  fjögur:

  1. Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
  2. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg
  3. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður
  4. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar – Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 10. maí 2023 á Nauthól var kosin ný stjórn.
Stjórn Stjórnvísi 2023-2024.
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík, formaður (2023-2024)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, stofnandi og framkvæmdastjóri RevolNíu. (2023-2024)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2023-2024)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, VIRK (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2023-2024)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)

Kosnir voru á síðasta aðalfundi  tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2023-2024

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  1.  Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín

Fjölgun fyrirtækja  oo

Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo

Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

Fjölgun virkra félaga oo

Fjölgun nýrra virkra félaga oo

Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

Fjölgun nýrra háskólanema oo

Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo

Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg

Fjölgun viðburða oo

Fjölgun félaga á fundum oo

Aukning á virkni faghópa oo

Aukning á félagafjölda í faghópum oo

Aukning á virkum fyrirtækjum oo

Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo

Hækkun á NPS skori oo

Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo

Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo

Stöðugt sé unnið að umbótum ooo

Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.

Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo

Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

Myndbönd

Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður

Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

Fjölgun erlendra fyrirlesara

  1. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar:Baldur – Anna Kristín – Lilja – Haraldur

Vefur, reglur, lög, viðburðir og annað sem tengist félaginu rýnt og yfirfarið.  

Eldri viðburðir

Hvað ef vinnan væri góð fyrir geðheilsuna?

Click here to join the meeting

Helena Jónsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Mental ráðgjöf, heldur fræðslufyrirlestur sem ætlað er að veita upplýsingar og vekja viðstadda til vitundar um mikilvægi þess að huga að geðheilbrigði á vinnustað.

Farið er yfir þær helstu áskoranir sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana standa frammi fyrir
þegar kemur að geðheilbrigði á vinnustað. Farið er yfir þau helstu atriði í stjórnun og
vinnufyrirkomulagi sem líkleg eru til að draga úr eða efla geðheilsu starfsfólks og um ábyrgð
fyrirtækja, stjórnenda og starfsfólksins sjálfs í að hlúa að geðheilbrigði á vinnustað.
Fjallað verður um helstu einkenni geðvanda sem starfsfólk getur fundið fyrir sem og
möguleg áhrif slíks vanda á frammistöðu, líðan og starfsánægju. Farið verður yfir það
hvernig starfsfólk og stjórnendur geta lært að bera kennsl á þessi einkenni og hvenær og
hvernig er rétt að grípa inn í áður en vandi verður að krísu.

Að lokum verður fjallað stuttlega um þær leiðir sem sýnt hefur verið fram á að skili árangri í
að hlúa að eigin geðheilsu og þeirra sem í kringum okkur eru og bæta líðan starfsfólks á
vinnustað.

Fyrirlesturinn verður 45-50 mínútur og tími verður gefinn fyrir spurningar og umræður að
honum loknum.

Fyrirlesari:
Helena Jónsdóttir er klínískur sálfræðingur og hefur starfað sem slíkur um árabil. Í störfum sínum undanfarin 25 ár hefur Helena öðlast víðtæka reynslu á ólíkum sviðum rekstrar, stjórnunar og nýsköpunar og velferðar. Hún hefur borið ábyrgð ábyrgð á því að setja ný verkefni á laggirnar, stýrt stórum sem smáum nýsköpunar- og þróunarverkefnum, stýrt mannmörgum sölu- og þjónustudeildum, unnið sem framkvæmdastjóri sálfræðiþjónustu hjá Læknum án landamæra um allan heim og komið sem ráðgjafi að vinnu í tugum fyrirtækja í ólíkum geirum. Svo stýrði hún stofnun Lýðskólans á Flateyri og var þar skólastýra í eitt ár. Eitthvað sem hana dreymdi aldrei um en naut auðvitað í botn þegar á hólminn var komið. Og nú er hún stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Mental ráðgjöf.

ATH! FRESTUN: Hvernig er hægt að skipuleggja öryggi nýframkvæmda og eftirlit á framkvæmdatíma?

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður þessum viðburði frestað fram í janúar.  Ný dagsetning verður auglýst fljótlega.
Nýlega tók Isavia í notkun húsnæði sem þar sem er nýr töskusalur og á bak við tjöldin nýtt farangursflokkunarkerfi. 

Þau Jóhannes B. Bjarnason og Guðný Eva Birgisdóttir komu að framkvæmdinni með ólíkum hætti. Jóhannes er deildarstjóri framkvæmdardeildar og leiðir teymi verkefnastjóra Isavia sem m.a. koma að hönnun nýframkvæmda. Hann fer yfir hvernig Isavia strax í upphafi setti fram skýrar kröfur um öryggisviðmið í útboði verksins. 

Guðný Eva Birgisdóttir verkefnastjóri hjá Verkfræðistofu Suðurnesja hafði umsjón með eftirliti með verktökum og skipulagði fyrirkomulag öryggismála með verktökum og hvernig þau unnu með Isavia.  Guðný Eva lýsir skipulagi funda, eftirfylgni atvika og þá öryggismælikvarða sem settir voru upp til að fylgjast með framkvæmdinni.

Hér er tengill á fundinn

 

Hrósið - skiptir það öllu máli?

Fjarfundur á Teams. Vinsamlegast farið inn á fundinn hér .

Hvernig á að hrósa og taka hrósi í vinnunni? Hversu mikilvægt er hrósið?

Rannsóknir benda til að þeir sem upplifa að þeir fái það hrós sem þeir þurfa í sínu starfi sýni meiri helgun í starfi, séu ólíklegri til að leita sér að öðru starfi og tengist almennt vinnustaðnum mun betur.

Hefur þú fengið hrós á síðustu 7 dögum? Hrós er ódýrasta leið til að auka framleiðni og minka kostnað, en af hverju er eitthvað svona einfalt samt svona erfitt? 
Auðunn Gunnar Eiríksson, vottaður styrkleika þjálfari hjá Gallup, BA í sálfræði fjallar um hrós á vinnustöðum. Auðunn Gunnar hefur undan farin 18 ár unnið í mannauðsmálum sem sérfræðingur, ráðgjafi og mannauðsstjóri og er í dag stjórnenda og vinnustaðarrágjafi hjá Gallup.

Það er ekki sama hvernig þú hrósar. Hrós er ekki sama og hrós en hrósið virkar á alla!
Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN fræðir okkur nánar um hrós og mikilvægi þess. Anna starfar sem fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari. 

Fundarstjóri er Valgeir Ólason, þjónustustjóri og stjórnandi hjá ISAVIA ohf. Valgeir situr í stjórn faghóps Stjórnvísi um heilsueflandi vinnuumhverfi. 


Fundurinn verður á Teams.

 

 

 

 

 

Lagalegar áskoranir við að nýta tækifæri gervigreindar

Click here to join the meeting
Við höfum fengið góðan fyrirlesara til að ræða við okkur lagalegar áskorandir sem þróun gervigreindar hefur og getur hugsanlega haft í för með sér. Eiginlega skyldurmæting næsta fimmtudagsmorgun :)

Thelma Christel Kristjánsdóttir er fulltrúi í tækni, hugverka- og gervigreindarteymi BBA//Fjeldco, með málflutningsréttindi á Íslandi og væntanleg málflutningsréttindi í Kaliforníu. Hún sinnir einnig stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst og er útskrifuð með LL.M. í tæknirétti frá UC Berkeley.

Vefslóðin er: 

Click here to join the meeting

Rótagreiningar - Hvers vegna og hverju skila þær?

 

You're invited to a Teams meeting! Stjórnvísi - ISO staðlar og gæðastjórnun https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YTk3MWFkMDQtM2UxNC00YzM2LTk5NDMtNmRjYTRhMmJmZmU0%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%2259266489-036c-41e7-ab6f-357fb6772d40%22%2c%22Oid%22%3a%22154129fe-3709-43cb-b0df-2425dd350ccc%22%7d

LímtréVírnet býður upp á létta morgunhressingu milli 8:30 og 8:45 fyrir þá sem vilja mæta snemma og rækta tengslanetið.

Þeir sem reka stjórnunarkerfi þekkja að stjórnunarstaðlar gera kröfu um að frábrigði séu greind og orsakir þeirra ákvarðaðar. Málið er hins vegar, að það er okkur ekki eðlislægt að rótargreina og því er leitnin gjarnan að sleppa því ferli og fara bara beint í leiðréttingarhaminn þegar að frábrigði koma upp í kerfinu. Þetta getur valdið því að við situm uppi með galla í kerfinu sem geta valdið óþarfa sóun eða skaða í starfseminni.

Viðburðurinn er samansettur af tveimur 20 mínútna fyrirlestrum og 30 mínútna vinnustofu í framhaldi af þeim þar sem þátttakendur fá að spreyta sig við framkvæmd rótargreininga.

Í fyrirlestrunum verður skoðuð annars vegar fræðilega hliðin á rótargreininigum, þar sem Birna Dís Eiðsdóttir, vottunarstjóri hjá Versa vottun, varpar ljósi á hvers vegna við leitumst við að skoða málin of grunnt og hins vegar faglega hliðin þar sem Einar Bjarnason, kerfis- og gæðastjóri hjá LímtréVírnet, fer yfir eigin reynslu af gagnsemi vandaðra rótargreininga.

Viðburðurinn verður haldinn í Glæsibæ, sem er ein af kennslustofunum hjá IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík. 

Hlökkum til að sjá þig :)

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?