Eldvarnir fyrirtækja

Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í dag fund í OR um eldvarnir fyrirtækja. Ný reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit felur í sér töluverðar breytingar á skipulagi opinbers eldvarnareftirlits og lög nr. 75/2000 kveða á um ábyrgð eigenda og forráðamanna húsnæðis með eldvörnum þess. Reglugerðin kallar á meiri kröfur og var farið yfir á fundinum á greinargóðan hátt hvaða þættir það eru sem eigendur, stjórnendur og starfsfólk þurfa að vita af og tileinka sér. Eigandi hússins er alltaf ábyrgur fyrir að skipa eldvarnafulltrúa en bæði eigendur og forráðamenn bera ábyrgð á eigin eldvörnum og skulu þær skjalfestar þannig að það nái yfir tæknileg atriði og skipulagsþætti. Eldvarnarfulltrúinn skal taka þátt í tilkynntum eftirlitsskoðunum, hafa þekkingu á brunavarnarlöggjöf og öllu eldvarnareftirlit og skipulagi , s.s. möguleikum slökkviliðs til að bregðast við eldi í mannvirkinu. 

Einar Bergmann fagstjóri forvarna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði aðaláherslur Slökkviðliðsins að vernda líf og heilsu, að fólki sé ekki ógnað og allir komist út án verkfæra og hjálpar annarra og að eigendur taki ábyrgð á byggingum. Slökkviliðið er komið með skýra ferla. Ferli slökkviliðsins er að 1. Slökkvilið kemur og spyr spurninga 2. Eigendur eiga að vera með skjalfestingu í lagi. 3. Ef skjalfesting er ekki í lagi er beitt þvingunum samkvæmt lögum.

Íris Guðnadóttir frá Securitas kynnti þjónustu fyrirtækisins varðandi  eldvarnarúttekt og úttekt á brunavörnum. Bæði er horft til öryggis fólks og eignaverndar. Securitas er með 43 skoðunaratriði og 306 undirliði.   Securitas gengur um húsnæðið og tekur myndir.  Síðan er eldvarnarúttektin kynnt fyrir verkkaupa og hann sér hvernig staðan er.  Securitas býður upp á tól fyrir stjórnendur varðandi hvað liggur á að gera.  Húsnæðið er mappað upp og eftirlit er mánaðarlegt framkvæmt af öryggisvörðum Securitas með Guardtools.  Öryggisverðir fá sinn gátlista, taka myndir og senda athugasemdir.  Stjórnendur fyrirtækja eru því vel upplýstir um stöðu síns fyrirtækis og verið er að huga að öryggi starfsfólks og eignavernd.  Skv. tölum frá Mannvirkjastofnun voru 200 útköll 2018 vegna bruna í byggingum. 

 

 

 

Um viðburðinn

Eldvarnir fyrirtækja

Á undanförnum árum hefur bætt eignatjón tryggingarfélaganna vegna eldsvoða numið mörgum milljörðum króna. Þar er ekki meðtalinn sá kostnaður sem fæst ekki bættur þ.e. rekstrarstöðvun, töpuð 

viðskiptavild að ekki sé minnst á þegar einstaklingar verða fyrir andlegu eða líkamlegu tjóni. Öll viljum við komast hjá þessu og því hefur Securitas víkkað þjónustuframboð sitt með tilliti til þessa. 

Ný reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit felur í sér töluverðar breytingar á skipulagi opinbers eldvarnareftirlits og lög nr. 75/2000 kveða á um ábyrgð eigenda og forráðamanna húsnæðis með eldvörnum þess.

 

Hvaða þættir eru það sem eigendur, stjórnendur og starfsfólk þurfa að vita af og tileinka sér?  Farið verður yfir helsta atriðin. 

 

  • Eldvarnir fyrirtækja

Bæði eigendur og forráðamenn bera ábyrgð á eigin eldvörnum og skulu þær skjalfestar þannig að það nái yfir tæknileg atriði og skipulagsþætti. 

  • Eldvarnarfulltrúi 

Eigandi eða forráðamaður skal skipa eldvarnarfulltrúa með mannvirki sínu samkvæmt nýrri reglugerð. 

Eldvarnarfulltrúinn skal taka þátt í tilkynntum eftirlitsskoðunum,  hafa þekkingu á brunavarnarlöggjöf og öllu eldvarnareftirlit og skipulagi , s.s. möguleikum slökkviliðs til að bregðast við eldi í mannvirkinu. 

  • Eldvarnareftirlit

Í framhaldi af áðurnefndu þarf síðan að huga reglulega að eigin eldvarnareftirliti.

 

Fyrir hverja:

Viðburðurinn er gagnlegur fyrir eigendur, stjórnendur, millistjórnendur og aðra sem koma að stjórnun og skipulagi bruna og öryggismála innan fyrirtækisins

 

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?