Framtíðaráhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli – tækifæri og ógnanir

Gunnar Haugen, Talent manager leikja fyrirtækisins CCP, bauð faghóp framtíðarfræða á morgunfund. Þar fjallaði hann um áhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli og þau framtíðaratriði sem geta haft áhrif á þá þróun. Gunnar þekkir vel íslenskan atvinnumarkað og er reynslumikill þegar kemur að hæfni starfa.
Hjá CCP er gerð krafa á stjórnendur að vera á staðnum.  Gunnar ræddi um munninn á fjar-tvinn-og sveigjanlegri vinnu – ekkert af þessu var fundið upp í Covid. Sveigjanlegt þá ræður þú hvar og hvenær þú vinnur.  Fjarvinna (remote) vinnan fer ekki fram á svæði vinnuveitenda. Tvinnvinna(hybrid) Vinnan fer fram bæði á vinnustað eða utan hans. Staðvinna (on-site) þú ræður ekki hvar þú vinnur.  Þetta er svona næstum allskonar.  Í grunninn er minnsti sveigjanleikinn í staðvinnu.  Hybrid vinna getur verið án sveigjanleika því þú stýrir því ekki sjálfur og settar eru skorður.  Síðan er fjarvinna þar getur verið t.d. aðili erlendis sem verður að vera bundinn á einhverri skrifstofu.  Þetta eru 2 víddir óháðar hvor annarri annars vegar sveigjanleiki (y-ás) og hins vegar viðverukrafa (x-ás).  Í fjarvinnu er krafa um mikla reynslu, skýr verkefni líkari verktöku.  Fjarvinna hentar oft ekki þeim sem  eru ungir, nýir í starfi, nýju teymi, þar sem er mikil sköpun og í verkefnum milli landa.  Í tvinnvinnu er mikilvægt að hafa góða vinnuaðstöðu, starfið krefst ekki stöðugrar viðveru og að það sé nægileg nálægð við vinnustað.  Tvinnvinna á ekki við ef starfið krefst viðveru t.d. stjórnendur, þar sem verið er að vinna við sköpun (þá dettur allt úr sinki) og þar sem mikið er um samskipti.  Staðvinna þar sem ekki er  hægt að vinna með öðrum hætti, mögulega aðgengi að vinnu sem ekki væri annars í boði.  Það er ekki gott að vera í staðvinnu ef ferðakostnaður og ferðatími er hár.

Það er erfitt að spá um framtíðina því trend og gögn eru varasöm. Að spá fyrir framtíðina með gögnum. Framboð og eftirspurn hefur gríðarleg áhrif á verð – Gunnar nefndi dæmi um hækkað olíuverð þegar arabarnir bjuggu til skort.

Frá 2000 hafa komið stór áföll – 4 svartir svanir  11.septmeber – Hrunið – Covid – Úkranía .  Enginn Svananna kallaði fram breytingu á vinnu.  Nær engin fyrirtæki sögðu „sendum alla heim og drögum varanlega úr húsnæðiskostnaði“.  Viðhorfskannanir segja ekki allan sannleikann varðandi hybride vinnu.  Það eru breytingar í aðsigi – en það gengur betur þegar allir vinna saman.  Þegar allir fóru heim þá var kostnaður og tími við ferðalag til og frá vinnu sýnilegur.  Fyrir Covid var í flestum tilvikum gert ráð fyrir að ferðir til og frá vinnu væri á ábyrgð starfsmanns, kostnaður innifalinn í launum og ferðatími oft nýttur í þágu vinnuveitenda. Tími er gríðarlega verðmætur.

Hvað er þá hægt að nota til að spá fyrir um framtíðina? Hvernig spáir maður rétt? Spáðu langt fram í tímann -  Leggðu mannlegt eðli á vogarskálarnar. Rómeo og Júlía, Dæmisögur Esóps, mannlegt eðli breytist mjög hægt. Calvinismi og Hedonismi einhvers staðar þar á milli er jafnvægið.  Vinir okkar eru framboð og eftirspurn og hvers virði er útborgunin mín til að geta gert það sem ég vil. 

Hvaða áhrif mun hnattræn hlýnum hafa á næstu 10 árum?  Væntanlegra verður hægari lífstíll, færri ferðir til og frá vinnu, dregið úr sóun og neyslu, miklu minni túrismi, lengri frí ef við fáum að fara í frí.

Spáin hans Gunnars fyrir næstu 10 ár: Mest verktakar, sérstaklega milli landa. Laun munu fara niður – húsnæðis og launasamningar endurspela tvinnvinnu, auknar tómstundir, aukin samvera fjölskyldna, úlfatímanum jafnar skipt. Staðvinna verður í grunninn óbreytt , fækkun á staðvinnu störfum vegna tækni eða lögð niður vegna skorts á vinnuafli, hærri laun og/eða styttri vinnutími vegna viðverukröfu.  Laun þeirra sem verða í staðvinnu munu hækka. Eftir 30 ár 2052 – Kuhnian Paradigm Shift.  Keynes sagði að eftir 100 ár verði vinnutíminn 20 tímar á viku.  Kynslóðirnar sem hér eru verða að mestu horfnar eða hverfa af vinnumarkaði.  Hnattræn hlýnun verður megin áhrifavaldur þjóðfélaga ef það er ekki allt farið í skrúfuna.  Störf sem verða horfin og gervigreind tekin við: eru t.d. dómarar, lögfræðingar, heimilislæknar, arkitektar og endurskoðendur. 

 

 

Um viðburðinn

Framtíðaráhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli – tækifæri og ógnanir

Gunnar Haugen, Talent manager leikja fyrirtækisins CCP, bíður faghóp framtíðarfræða á morgunfund. Þar ætlar hann að fjalla um áhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli og þau framtíðaratriði sem geta haft áhrif á þá þróun. Gunnar þekkir vel íslenskan atvinnumarkað og er reynslumikill þegar kemur að hæfni starfa.

Fundurinn verður á skrifstofur CCP Games í Grósku (Bjargargata 1), 3ja hæð. Gengið upp stiga í miðrými eða lyftur beint fyrir aftan hann

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?