Framtíðaráhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli – tækifæri og ógnanir

Gunnar Haugen, Talent manager leikja fyrirtækisins CCP, bauð faghóp framtíðarfræða á morgunfund. Þar fjallaði hann um áhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli og þau framtíðaratriði sem geta haft áhrif á þá þróun. Gunnar þekkir vel íslenskan atvinnumarkað og er reynslumikill þegar kemur að hæfni starfa.
Hjá CCP er gerð krafa á stjórnendur að vera á staðnum.  Gunnar ræddi um munninn á fjar-tvinn-og sveigjanlegri vinnu – ekkert af þessu var fundið upp í Covid. Sveigjanlegt þá ræður þú hvar og hvenær þú vinnur.  Fjarvinna (remote) vinnan fer ekki fram á svæði vinnuveitenda. Tvinnvinna(hybrid) Vinnan fer fram bæði á vinnustað eða utan hans. Staðvinna (on-site) þú ræður ekki hvar þú vinnur.  Þetta er svona næstum allskonar.  Í grunninn er minnsti sveigjanleikinn í staðvinnu.  Hybrid vinna getur verið án sveigjanleika því þú stýrir því ekki sjálfur og settar eru skorður.  Síðan er fjarvinna þar getur verið t.d. aðili erlendis sem verður að vera bundinn á einhverri skrifstofu.  Þetta eru 2 víddir óháðar hvor annarri annars vegar sveigjanleiki (y-ás) og hins vegar viðverukrafa (x-ás).  Í fjarvinnu er krafa um mikla reynslu, skýr verkefni líkari verktöku.  Fjarvinna hentar oft ekki þeim sem  eru ungir, nýir í starfi, nýju teymi, þar sem er mikil sköpun og í verkefnum milli landa.  Í tvinnvinnu er mikilvægt að hafa góða vinnuaðstöðu, starfið krefst ekki stöðugrar viðveru og að það sé nægileg nálægð við vinnustað.  Tvinnvinna á ekki við ef starfið krefst viðveru t.d. stjórnendur, þar sem verið er að vinna við sköpun (þá dettur allt úr sinki) og þar sem mikið er um samskipti.  Staðvinna þar sem ekki er  hægt að vinna með öðrum hætti, mögulega aðgengi að vinnu sem ekki væri annars í boði.  Það er ekki gott að vera í staðvinnu ef ferðakostnaður og ferðatími er hár.

Það er erfitt að spá um framtíðina því trend og gögn eru varasöm. Að spá fyrir framtíðina með gögnum. Framboð og eftirspurn hefur gríðarleg áhrif á verð – Gunnar nefndi dæmi um hækkað olíuverð þegar arabarnir bjuggu til skort.

Frá 2000 hafa komið stór áföll – 4 svartir svanir  11.septmeber – Hrunið – Covid – Úkranía .  Enginn Svananna kallaði fram breytingu á vinnu.  Nær engin fyrirtæki sögðu „sendum alla heim og drögum varanlega úr húsnæðiskostnaði“.  Viðhorfskannanir segja ekki allan sannleikann varðandi hybride vinnu.  Það eru breytingar í aðsigi – en það gengur betur þegar allir vinna saman.  Þegar allir fóru heim þá var kostnaður og tími við ferðalag til og frá vinnu sýnilegur.  Fyrir Covid var í flestum tilvikum gert ráð fyrir að ferðir til og frá vinnu væri á ábyrgð starfsmanns, kostnaður innifalinn í launum og ferðatími oft nýttur í þágu vinnuveitenda. Tími er gríðarlega verðmætur.

Hvað er þá hægt að nota til að spá fyrir um framtíðina? Hvernig spáir maður rétt? Spáðu langt fram í tímann -  Leggðu mannlegt eðli á vogarskálarnar. Rómeo og Júlía, Dæmisögur Esóps, mannlegt eðli breytist mjög hægt. Calvinismi og Hedonismi einhvers staðar þar á milli er jafnvægið.  Vinir okkar eru framboð og eftirspurn og hvers virði er útborgunin mín til að geta gert það sem ég vil. 

Hvaða áhrif mun hnattræn hlýnum hafa á næstu 10 árum?  Væntanlegra verður hægari lífstíll, færri ferðir til og frá vinnu, dregið úr sóun og neyslu, miklu minni túrismi, lengri frí ef við fáum að fara í frí.

Spáin hans Gunnars fyrir næstu 10 ár: Mest verktakar, sérstaklega milli landa. Laun munu fara niður – húsnæðis og launasamningar endurspela tvinnvinnu, auknar tómstundir, aukin samvera fjölskyldna, úlfatímanum jafnar skipt. Staðvinna verður í grunninn óbreytt , fækkun á staðvinnu störfum vegna tækni eða lögð niður vegna skorts á vinnuafli, hærri laun og/eða styttri vinnutími vegna viðverukröfu.  Laun þeirra sem verða í staðvinnu munu hækka. Eftir 30 ár 2052 – Kuhnian Paradigm Shift.  Keynes sagði að eftir 100 ár verði vinnutíminn 20 tímar á viku.  Kynslóðirnar sem hér eru verða að mestu horfnar eða hverfa af vinnumarkaði.  Hnattræn hlýnun verður megin áhrifavaldur þjóðfélaga ef það er ekki allt farið í skrúfuna.  Störf sem verða horfin og gervigreind tekin við: eru t.d. dómarar, lögfræðingar, heimilislæknar, arkitektar og endurskoðendur. 

 

 

Um viðburðinn

Framtíðaráhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli – tækifæri og ógnanir

Gunnar Haugen, Talent manager leikja fyrirtækisins CCP, bíður faghóp framtíðarfræða á morgunfund. Þar ætlar hann að fjalla um áhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli og þau framtíðaratriði sem geta haft áhrif á þá þróun. Gunnar þekkir vel íslenskan atvinnumarkað og er reynslumikill þegar kemur að hæfni starfa.

Fundurinn verður á skrifstofur CCP Games í Grósku (Bjargargata 1), 3ja hæð. Gengið upp stiga í miðrými eða lyftur beint fyrir aftan hann

Fleiri fréttir og pistlar

Öflug starfsemi á vegum Millennium Project – Fréttastiklur af því nýjasta.

Alheimsvettvangur framtíðarfræðinga Millennium Project, gefur reglulega út fréttabréf um ýmsa viðburði. Þarna er fjallaðu um ráðstefnur, útgáfumál og námskeð. Í nýjasta fréttabréfinu er meðal annars fjallað um heimsókn Jerome Glenn hingað til lands, ásamt öðru sem tengdist þeim viðburði. Endilega gerist áskrifendur af fréttabréfinu ef þið viljið fylgjast með á þessu sviði. Farið inn á eftirfarandi vefslóð:

https://mailchi.mp/millennium-project/newsletter-june-2024

Þróun framtíðarfræða í mismunandi heimshlutum. Gjaldfrjáls bók.

Bókin „Our World of Futures Studies as a Mosaic“ er ritstýrð af Tero Villman, Sirkka Heinonen (formaður Helsinki Node) og Laura Pouru-Mikkola. Í bókinni er meðal annars framlag frá sérfræðingum Millennium Project, eins og Jerome Glenn, Mara Di Berardo (Comms Director og Italy Node Co-formaður), Fredy Vargas Lama (Colombia Node Co-formaður), Nicolas Balcom Raleigh (FEN forseti) og Sirkka Heinonen. Bókin er ókeypis og kynnir aðferðir við framtíðarfræði og framsýni frá mismunandi heimshlutum. Hægt er að halaða bókina niður af eftirfarandi vefslóð:

 https://www.millennium-project.org/our-world-of-futures-studies-as-a-mosaic/

 

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða

Mánudaginn 10 júní var aðalfundur faghóps framtíðarfræða haldinn. Gestur fundarins var Jerome Glenn, forstjóri og stofnandi Millennium Project, sem er einn stærsti vettvangur framtíðarfræðinga á alþjóðavísu. Jerome ræddi almennt um þróun meginstrauma samfélaga, en um morguninn var hann með morgunverðarerindi á vegum Framtíðarseturs Íslands í Arion Banka. Á fundinum voru eftirfarandi tekin inn í stjórn faghópsins; Funi Magnússon, Embla Medical, Sverrir Heiðar Davíðsson, Orkuveitan og Ingibjörg Smáradóttir, Náttúrufræðistofnun. Fljótlega verður listi stjórnarmeðlima uppfærður á vefnum. 

Aðalfundur loftslagshóps 22. maí

Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9.00 var aðalfundur loftslagshóps haldinn á Teams. Fundarstjóri var Guðný Káradóttir formaður faghóps og fundarritari Íris Þórarinsdóttir stjórnarmaður í faghópnum. 

Guðný opnaði fundinn og kynnti dagskrá fundarins: 1.Uppgjör á starfsári 2.  Kosning til stjórnar 3.  Önnur mál. 

Í uppgjör starfsársins sagði Guðný frá hlutverki og starfi hópsins á árinu en nú eru 248 meðlimir í hópnum. Haldnir voru fjórir viðburðir auk aðalfundar, sumir í samstarfi við aðra hópa og einn í samstarfi við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI. Upptökur af fundum eru birtar á Facebook síðu Stjórnvísis. 

  • 14. september -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
  • 9. október –  Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi
  • 17. janúar – Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka
  • 17. maí – Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur  ávinningurinn?

Stjórnarkjör:

Fráfarandi stjórn er þannig skipuð:

  • Guðný Káradóttir, VSÓ ráðgjöf, formaður – hættir í stjórn 
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið – situr áfram í
  • stjórn 
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur – situr áfram í stjórn
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa vottun – hættir í stjórn
  • Ingibjörg Karlsdóttir, FlyPlay – hættir í stjórn
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag – hættir í stjórn
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun – hættir í stjórn
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur  – situr áfram í stjórn
  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa – situr áfram í stjórn 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte – situr áfram í stjórn 

Formaður og þrír stjórnarmenn ganga nú úr stjórn; Guðný Káradóttir, Gná Guðjónsdóttir, Katrín Georgsdóttir og Íris Þórarinsdóttir.

Eitt nýtt framboð barst í stjórn, Grace Achieng, og Leó Sigurðsson bauð sig fram sem formann. Þau voru kosin. Ný stjórn er þannig skipuð:

  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið  
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur 
  • Grace Achieng, Gracelandic ehf.
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte 

Guðný óskaði nýrri stjórn velfarnaðar á nýju starfsári og birti lista yfir tillögur að efni funda sem fráfarandi stjórn hafði sett niður á blað og ný stjórn getur unnið áfram með ef vill.

Undir önnur mál: Leó þakkaði Guðnýju fyrir hennar störf og þakkar traustið semnýr formaður. Ákveðið að ný og fráfarandi stjórn hittist fljótlega. Einnig rætt um áhuga á samstarfi loftslagshóps og hóps um sjálfbærni.  

 

Gervigreindar umbreyting rétt að hefjast og strax árangur

Gervigreindar umbreyting er rétt að hefjast og við sjáum strax árangur: "The types of business which are most likely to use artificial intelligence are seeing growth in workers' productivity that is almost five times faster than elsewhere, raising hopes for a boost to the broader economy, accountancy firm PwC said."

Hér er fréttin á Reuters:
https://www.reuters.com/technology/ai-intensive-sectors-are-showing-productivity-surge-pwc-says-2024-05-20/

Hér er skýrsla PWC sem vísað er í:
https://www.pwc.com/gx/en/issues/artificial-intelligence/ai-jobs-barometer.html

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?