Framtíðarfræði - hvað er það?

Hvað framtíðarfræði er hefur verið rætt í hópnum um framtíðarfræði. Rannsóknarmiðstöðvar stefnu og samkeppnishæfni hjá Háskóla Íslands stóðu fyrir málstofu um efnið í Gimli og var vel mætt á fundinn.  Fyrirlesari var Karl Friðriksson, forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og forsvarsmaður Framtíðarseturs Íslands.

Það er ekkert nýtt að samfélög séu að spá í framtíðina og í sumum er þetta stór hluti.  Skoðuð eru innyfli dýra, spáð í bolla o.fl.  En það er hollt að velta fyrir sér hvernig framtíðin gæti orðið.  Hún samanstendur af aðgerðum til að greina ólíkar framtíðir.  Lengi var það bannað að tala um framtíð í fleirtölu en það er grundvallaratriði að horfa til framtíðar.  Engin ein framtíð er til heldur ólíkar framtíðir.  Við segjum að framtíðarfræðin sé tískufyrirbrigði.  Ray Kurzwell og Joseph Coates eru báðir spámenn eða fræðimenn.  Joseph Coates og Ray Kurzweil eru mjög ólíkir og því eru nokkrir straumar sem vert er að huga að.  Varðandi hér á landi má nefna Gunnar Dal en hann sagði: „Ég á von á því að strax í upphafi þriðja árþúsundsins verði mótuð merkileg fræðigrein sem kalla mætti framtíðarfræði.  Leonard Da Vince sá hluti sem eru að gerast í dag.  Snillingar okkar tíma er Elon Musk, Steve Jobs, Bill Gates o.fl. Karl mælti með því að lesa bækurnar Foundations og Futures Studies eftir Wendell Bell fyrir þá sem hafa áhuga.  Munur er á milli framtíðarfræðings og framtíðarspámanns.  Shell var eina fyrirtækið sem skilaði hagnaði í Olíukreppunni miklu vegna þess að þeir höfðu gert ólíkar framtíðir og gátu unnið eftir þeim. Sovétmenn voru fyrstir til að geta skoðað heiminn utan frá í kringum 1960 og í framhaldi sendu Bandaríkjamenn mann til tunglsins.  Með yfirlýsingum og metnaðarfullum markmiðum geturðu mótað framtíðina.  Össur framleiðir gervilimi en þeir gera sér grein fyrir að nú er komin sú tækni að prenta út gervilimi í þrívíddarprentara.  Nokkur atriði eru menn sammála um: 1. Að ekki sé hægt að vita hvernig framtíðin verður en hægt er að vita um röð hugsanlegra birtingamynda framtíðarinnar 2. Að hægt sé að breyta líkindum um framtíðar viðburði og forsendur með ákvörðun eða stefnumótun og hverjar verða afleiðingar hennar. 3. Að hægt sé að gefa líkindi og vitneskju um framtíðar hluti: við getum verið vissari um sólarupprás en um vöxt á hlutabréfamarkaðnum o.fl.

Ákveðnir kraftar koma fram í teiknimyndasögum og bókum.  Veðurfræðin er keimlík framtíðarfræðinni.  Veðurfræðin segir þér hvernig þú átt að undirbúa þig til ferðalaga. Í veðurspá eru notaðar ólíkar aðferðir og algjörlega ómögulegt að segja til um hvort spár nást eða ekki.  Framtíðarfræðin reynir að víkka viðhorfið og sjónarhornið.  Breytingar eru eitthvað sem þú þarf að venja þig við.  Karl nefndi skemmtilegt viðtal í Samvinnan 2 1975 þar sem menn eru að spá fyrir um framtíðina.  Frá óvissu til árangurs“ er bók sem er gefin öllum og er á heimasíðu NMI skrifuð af Karli, Sævari o.fl.  árið 2007.  

Um viðburðinn

Framtíðarfræði - hvað er það?

Það færist í vöxt að rætt sé um breytingar á ýmsum sviðum samfélagsins og að breytingarnar séu það umfangsmiklar að þær ógni núverandi skipan atvinnugreina og vinnumarkaðar. Áhrifin geta líka verið mikil á þjónustu fyrirtækja og hjá hinu opinbera. Með ofangreint sem útgangspunkt er í fyrirlestrinum fjallað um framtíðarfræði. Farið verður í framlag greinarinnar við varðandi það að greina á kerfisbundinn hátt hugsanlegar birtingarmyndir framtíðar, eða framtíðir. Farið verður yfir helstu aðferðir framtíðarfræða sem gera mögulegt að lágmarka áhættu við stefnumótun og nýsköpun.

Fyrirlesari verður Karl Friðriksson, forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og forsvarsmaður Framtíðarseturs Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um framtíðarfræði sem fag og tengingu þess við stefnumótun og nýsköpun.

Hvað framtíðarfræði er hafur verið rætt í hópnum um framtíðarfræði. Rannsóknarmiðstöðvar stefnu og samkeppnishæfni hjá Háskóla Íslands stendur fyrir málstofu um efnið og eru félaga í Stjórnvísi velkomnir.

Fleiri fréttir og pistlar

Þrautreyndir reynsluboltar með framsögn í Húsi máls og menningar

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti hélt vel heppnaðan haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember 2025. Fundurinn var opinn öllu áhugasömu fólki og fjölsóttur. Faghópurinn fékk þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau voru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrði Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.

Fullt hús á fyrsta viðburði Faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um þjónustu- og markaðsstjórnun hélt fyrsta viðburð haustsins í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn.

Hvert sæti var skipað þegar Ingibjörg Kristinsdóttir þjónustuhönnuður hélt erindi sitt „Frá innsýn til aðgerða“ í Hörpu. Hún leiddi þar gesti í gengum skemmtilega blöndu af fræðum og reynslu.

„Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur“ segir í kynningu viðburðarins.

Ingibjörg fékk fjölmargar spurningar og í lokin spjölluðu gestir og nutu samverunnar í fallegu útsýni Björtulofta.

Stjórn faghópsins þakkar gestum kærlega fyrir komuna og minnir á næsta viðburð faghópsins sem verður í húsakynnum Icelandair í Hafnarfirði 27. nóvember nk. 

Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina 28. okt.

Enn eru nokkur pláss laus á STAÐFUNDINUM "Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina" sem fram fer 28. okt. kl. 09:00-10:30 í húsnæði Náttúrufræðistofunar Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ. Sjá nánar í hér að neðan.

Skráning fer fram að venju á vef Stjórnvísi - sjá hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kaffi-og-kafad-a-dyptina

---

Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Vel sóttur fundur í JBT Marel í morgun - Hvernig vinna HSE og LEAN saman.

Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi  okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Nýkjörin stjórn faghóps um sjálfbæra þróun, loftslagsmál og umhverfi

Fjöldi áhugaverðra aðila sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um sjálfbæra þróun, loftslagsmál og umhverfi allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins.

Úr varð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin mun hittast í næstu viku til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Eirík Hjálmarsson, Orkuveitunni, sem formann og Rakel Lárusdóttur, Hörpu, sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.   

Stjórn faghópsins skipa:  Erla Rós Gylfadóttir Advania, Sara Elísabet Svansdóttir Austurbrú, Þóra Dögg Jörundsdóttir Bananar, Páll Sveinsson Brú lífeyrissjóður, Ásdís Nína Magnúsdóttir Carbfix, Harpa Júlíusdottir Festa, Björg Jónsdóttir Háskólinn á Bifröst, Ragnhildur Helga Jónsdottir Landbúnaðarháskóli Íslands, Klara Rut Ólafsdóttir Landspítali, Sandra Rán Ásgrímsdóttir COWI Ísland, Guðbjörg Lára Sigurðardóttir Urta, Hólmfríður Bjarnadóttir Vegagerðin, Eiríkur Hjálmarsson Orkuveitan, Freyr Eyjólfsson Sorpa, Marta Jóhannesdóttir Grant Thornton og Rakel Lárusdóttir Harpa. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?