Framtíðarfræði - hvað er það?

Hvað framtíðarfræði er hefur verið rætt í hópnum um framtíðarfræði. Rannsóknarmiðstöðvar stefnu og samkeppnishæfni hjá Háskóla Íslands stóðu fyrir málstofu um efnið í Gimli og var vel mætt á fundinn.  Fyrirlesari var Karl Friðriksson, forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og forsvarsmaður Framtíðarseturs Íslands.

Það er ekkert nýtt að samfélög séu að spá í framtíðina og í sumum er þetta stór hluti.  Skoðuð eru innyfli dýra, spáð í bolla o.fl.  En það er hollt að velta fyrir sér hvernig framtíðin gæti orðið.  Hún samanstendur af aðgerðum til að greina ólíkar framtíðir.  Lengi var það bannað að tala um framtíð í fleirtölu en það er grundvallaratriði að horfa til framtíðar.  Engin ein framtíð er til heldur ólíkar framtíðir.  Við segjum að framtíðarfræðin sé tískufyrirbrigði.  Ray Kurzwell og Joseph Coates eru báðir spámenn eða fræðimenn.  Joseph Coates og Ray Kurzweil eru mjög ólíkir og því eru nokkrir straumar sem vert er að huga að.  Varðandi hér á landi má nefna Gunnar Dal en hann sagði: „Ég á von á því að strax í upphafi þriðja árþúsundsins verði mótuð merkileg fræðigrein sem kalla mætti framtíðarfræði.  Leonard Da Vince sá hluti sem eru að gerast í dag.  Snillingar okkar tíma er Elon Musk, Steve Jobs, Bill Gates o.fl. Karl mælti með því að lesa bækurnar Foundations og Futures Studies eftir Wendell Bell fyrir þá sem hafa áhuga.  Munur er á milli framtíðarfræðings og framtíðarspámanns.  Shell var eina fyrirtækið sem skilaði hagnaði í Olíukreppunni miklu vegna þess að þeir höfðu gert ólíkar framtíðir og gátu unnið eftir þeim. Sovétmenn voru fyrstir til að geta skoðað heiminn utan frá í kringum 1960 og í framhaldi sendu Bandaríkjamenn mann til tunglsins.  Með yfirlýsingum og metnaðarfullum markmiðum geturðu mótað framtíðina.  Össur framleiðir gervilimi en þeir gera sér grein fyrir að nú er komin sú tækni að prenta út gervilimi í þrívíddarprentara.  Nokkur atriði eru menn sammála um: 1. Að ekki sé hægt að vita hvernig framtíðin verður en hægt er að vita um röð hugsanlegra birtingamynda framtíðarinnar 2. Að hægt sé að breyta líkindum um framtíðar viðburði og forsendur með ákvörðun eða stefnumótun og hverjar verða afleiðingar hennar. 3. Að hægt sé að gefa líkindi og vitneskju um framtíðar hluti: við getum verið vissari um sólarupprás en um vöxt á hlutabréfamarkaðnum o.fl.

Ákveðnir kraftar koma fram í teiknimyndasögum og bókum.  Veðurfræðin er keimlík framtíðarfræðinni.  Veðurfræðin segir þér hvernig þú átt að undirbúa þig til ferðalaga. Í veðurspá eru notaðar ólíkar aðferðir og algjörlega ómögulegt að segja til um hvort spár nást eða ekki.  Framtíðarfræðin reynir að víkka viðhorfið og sjónarhornið.  Breytingar eru eitthvað sem þú þarf að venja þig við.  Karl nefndi skemmtilegt viðtal í Samvinnan 2 1975 þar sem menn eru að spá fyrir um framtíðina.  Frá óvissu til árangurs“ er bók sem er gefin öllum og er á heimasíðu NMI skrifuð af Karli, Sævari o.fl.  árið 2007.  

Um viðburðinn

Framtíðarfræði - hvað er það?

Það færist í vöxt að rætt sé um breytingar á ýmsum sviðum samfélagsins og að breytingarnar séu það umfangsmiklar að þær ógni núverandi skipan atvinnugreina og vinnumarkaðar. Áhrifin geta líka verið mikil á þjónustu fyrirtækja og hjá hinu opinbera. Með ofangreint sem útgangspunkt er í fyrirlestrinum fjallað um framtíðarfræði. Farið verður í framlag greinarinnar við varðandi það að greina á kerfisbundinn hátt hugsanlegar birtingarmyndir framtíðar, eða framtíðir. Farið verður yfir helstu aðferðir framtíðarfræða sem gera mögulegt að lágmarka áhættu við stefnumótun og nýsköpun.

Fyrirlesari verður Karl Friðriksson, forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og forsvarsmaður Framtíðarseturs Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um framtíðarfræði sem fag og tengingu þess við stefnumótun og nýsköpun.

Hvað framtíðarfræði er hafur verið rætt í hópnum um framtíðarfræði. Rannsóknarmiðstöðvar stefnu og samkeppnishæfni hjá Háskóla Íslands stendur fyrir málstofu um efnið og eru félaga í Stjórnvísi velkomnir.

Fleiri fréttir og pistlar

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?