Innleiðing á stafrænni fræðslu hjá Landsvirkjun og Domino´s

Faghópur um stafræna fræðslu hélt í morgun fjölmennan fund í Landsvirkjun. Hildur Jóna Bergþórsdóttir hjá Landsvirkjun og Sigurbjörg Magnúsdóttir hjá Domino´s sögðu frá innleiðingu á stafrænni fræðslu á sínum vinnustöðum. Þær fóru yfir hvað gekk vel og helstu áskoranir við innleiðingar.  

Hildur Jóna sagði að hjá Landsvirkjun væru 18 starfssvæði á landinu á  7 vinnustöðum. Í febrúar 2019 var byrjað í stafrænni fræðslu Eloomi.  Hjá Landsvirkjun er fólk bæði í skrifstofuhúsnæði, í virkjun og úti.  Það skiptir Landsvirkjun miklu máli að endurmennta og sinna góðri fræðslu.  Landsvirkjun hefur verið duglegt í að búa til heimatilbúið fræðsluefni. Þegar keypt er erindi þá er alltaf keypt upptaka því hluti starfsmanna vinnur vaktir.  Alls staðar eru notaðar spjaldtölvur.  Ástæðan fyrir að ákveðið var að fara í stafræna fræðslu var þjálfun nýliða; nú fá allir fræðslu frá degi eitt.  Starfsaldur og lífaldur er mjög hár og því 12-20 nýráðningar á ári.  Alltaf er verið að uppfæra fræðsluna því hún er online.  Nú geta stjórnendur fylgst með nýliðaþjálfuninni.  Landsvirkjun er með ISO vottun og þarf að sýna fram á hvaða þjálfun hver og einn er að fá. Kerfið hjálpar til að halda utan um þau mál. 

Helstu áskoranirnar hafa verið: Eigum við til eitthvað stafrænt efni? Byrjað var með 2 námskeið (einelti og kynferðisleg áreitni).  Lítið hefur verið hægt að kaupa efni á íslensku til að byrja með en í dag er miklu meira úrval.  Einn frá hverju sviði er í fræðsluhópi í dag sem einskorðast þá ekki eingöngu við starfsmannasvið.  Samstarf við upplýsingasvið er gríðarlega mikilvægt. Mikilvægasta áskorunin er að fá starfsmenn til að taka þátt.  Ýmsar leiðir hafa verið farnar eins og að kynna á starfsmannafundum, Workplace auglýsingar, fundir með stjórnendum, farið á sviðsfundi, maður á mann, fræðslufundir o.fl.  Framtíðin er ágætlega björt og í dag eru 52 námskeið inni í kerfinu í dag.  Næstu skref eru að virkja þá starfsmenn sem enn hafa ekki verið virkir, senda skýrslur til stjórnenda, senda yfirlit yfir námskeið sem eru í boði á stjórnendur, endurnýja skyldufræðslu, uppfæra nýliðafræðslu, stjórnendafræðslu o.fl. 

Sigurbjörg Magnúsdóttir fræðslustjóri hjá Domino´s sagði að hjá Domino´s eru 24 verslanir dreifðar út um land allt, 700 starfsmenn 72% karlar og 28% konur og meðalaldur starfsmanna er 22,1 ár og starfsmannaveltan hröð.  Í maí 2019 var fjárfest í Eloomi og í júní-ágúst voru byggðir upp innviðir, í september var samtenging við Workplase og í október var byrjað á fullu og nú er búið að þróa það í hálft ár. Helstu áskoranir Domino´s er ungur starfsmannahópur, starfsfólk er á aldrinum 14-55 ára og athyglisspönnin er stutt, lágt menntunarstig, innri hvati til að sækja sér þekkingu er lítil, aukin áhersla á ytri hvatningu og hver ber ábyrgð á þessu öllu saman, er það starfsmannahald eða hver og einn stjórnandi fyrir sig?  Starfsmenn spyrja hvort þeir fái greitt fyrir námskeiðin.

Öll fyrirtæki eiga fullt af fræðslu.  Sigurbjörg sagði að þau hefðu endurhannað öll námskeið eftir handritum til að samþætta á allt fyrirtækið.  Til að tryggja að þekkingin sitji eftir þá eru tekin próf og alltaf er örkönnun þar sem starfsmenn meta hvernig þeim þótti námskeiðið.  Öll námskeið eru í dag á myndböndum og eru starfsmenn að leika í myndböndunum, það skilar betri árangri að þau eru að vinna þetta saman.  Öll námskeið hjá Domino´s eru bæði á íslensku og ensku.  Á hverjum mánudegi er nýliðafræðsla því starfsmannaveltan er hröð.  Ráðningarkerfið, Eloomi og Workplace tala saman.  Workplace er mjög virkt hjá Domino´s.  Forstjórinn er með spjall þar þegar starfsmenn byrja og segir hann frá því hvað Workplace er mikilvægt og að ljúka grunnnámskeiði í Eloomi.  Á einungis 20 dögum tókst þeim að virkja 75% starfsmanna og nú er ábyrgðin að færast yfir á verslunarstjórana.  En hvað hefur breyst? Tíminn sem fer í staðbundnar þjálfun hefur minnkað og tíminn fyrir persónulegri aðlögun aukist.  Þetta hefur bein áhrif á starfsmannaveltuna og starfsánægju.  Öll þjálfun er orðin skilvirkari og reglubundnari.  Hægt er að taka námskeið hvar og hvenær sem er og á þeim hraða sem hver og einn kýs.  Yfirsýn og utanumhald á fræðslu og starfsþróun starfsmanna hefur stóraukist og auðveldara er að koma auga á framúrskarandi starfsfólk.  En hvað er framundan? Stöðug þróun og umbætur á öllu fræðsluefni og nýr leiðarvísir að starfsþróun „Career Roadmap“. Einnig er hafin vinna með Articulate 360.  Í lokin voru fjöldi fyrirspurna.        

 

 

Um viðburðinn

Innleiðing á stafrænni fræðslu hjá Landsvirkjun og Domino´s

Hildur Jóna Bergþórsdóttir hjá Landsvirkjun og Sigurbjörg Magnúsdóttir hjá Domino´s ætla að segja frá innleiðingu á stafrænni fræðslu á sínum vinnustöðum. Þær munu fara yfir hvað gekk vel og helstu áskoranir við innleiðingar og síðan verða umræður og kaffi á eftir. 

Viðburður verður haldinn hjá Landsvirkjun að Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. 

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn þar sem þátttakendalisti verður sendur til Landsvirkjunar vegna innskráningakrafna inn í húsið. 

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?