Innleiðing á stafrænni fræðslu hjá Landsvirkjun og Domino´s

Faghópur um stafræna fræðslu hélt í morgun fjölmennan fund í Landsvirkjun. Hildur Jóna Bergþórsdóttir hjá Landsvirkjun og Sigurbjörg Magnúsdóttir hjá Domino´s sögðu frá innleiðingu á stafrænni fræðslu á sínum vinnustöðum. Þær fóru yfir hvað gekk vel og helstu áskoranir við innleiðingar.  

Hildur Jóna sagði að hjá Landsvirkjun væru 18 starfssvæði á landinu á  7 vinnustöðum. Í febrúar 2019 var byrjað í stafrænni fræðslu Eloomi.  Hjá Landsvirkjun er fólk bæði í skrifstofuhúsnæði, í virkjun og úti.  Það skiptir Landsvirkjun miklu máli að endurmennta og sinna góðri fræðslu.  Landsvirkjun hefur verið duglegt í að búa til heimatilbúið fræðsluefni. Þegar keypt er erindi þá er alltaf keypt upptaka því hluti starfsmanna vinnur vaktir.  Alls staðar eru notaðar spjaldtölvur.  Ástæðan fyrir að ákveðið var að fara í stafræna fræðslu var þjálfun nýliða; nú fá allir fræðslu frá degi eitt.  Starfsaldur og lífaldur er mjög hár og því 12-20 nýráðningar á ári.  Alltaf er verið að uppfæra fræðsluna því hún er online.  Nú geta stjórnendur fylgst með nýliðaþjálfuninni.  Landsvirkjun er með ISO vottun og þarf að sýna fram á hvaða þjálfun hver og einn er að fá. Kerfið hjálpar til að halda utan um þau mál. 

Helstu áskoranirnar hafa verið: Eigum við til eitthvað stafrænt efni? Byrjað var með 2 námskeið (einelti og kynferðisleg áreitni).  Lítið hefur verið hægt að kaupa efni á íslensku til að byrja með en í dag er miklu meira úrval.  Einn frá hverju sviði er í fræðsluhópi í dag sem einskorðast þá ekki eingöngu við starfsmannasvið.  Samstarf við upplýsingasvið er gríðarlega mikilvægt. Mikilvægasta áskorunin er að fá starfsmenn til að taka þátt.  Ýmsar leiðir hafa verið farnar eins og að kynna á starfsmannafundum, Workplace auglýsingar, fundir með stjórnendum, farið á sviðsfundi, maður á mann, fræðslufundir o.fl.  Framtíðin er ágætlega björt og í dag eru 52 námskeið inni í kerfinu í dag.  Næstu skref eru að virkja þá starfsmenn sem enn hafa ekki verið virkir, senda skýrslur til stjórnenda, senda yfirlit yfir námskeið sem eru í boði á stjórnendur, endurnýja skyldufræðslu, uppfæra nýliðafræðslu, stjórnendafræðslu o.fl. 

Sigurbjörg Magnúsdóttir fræðslustjóri hjá Domino´s sagði að hjá Domino´s eru 24 verslanir dreifðar út um land allt, 700 starfsmenn 72% karlar og 28% konur og meðalaldur starfsmanna er 22,1 ár og starfsmannaveltan hröð.  Í maí 2019 var fjárfest í Eloomi og í júní-ágúst voru byggðir upp innviðir, í september var samtenging við Workplase og í október var byrjað á fullu og nú er búið að þróa það í hálft ár. Helstu áskoranir Domino´s er ungur starfsmannahópur, starfsfólk er á aldrinum 14-55 ára og athyglisspönnin er stutt, lágt menntunarstig, innri hvati til að sækja sér þekkingu er lítil, aukin áhersla á ytri hvatningu og hver ber ábyrgð á þessu öllu saman, er það starfsmannahald eða hver og einn stjórnandi fyrir sig?  Starfsmenn spyrja hvort þeir fái greitt fyrir námskeiðin.

Öll fyrirtæki eiga fullt af fræðslu.  Sigurbjörg sagði að þau hefðu endurhannað öll námskeið eftir handritum til að samþætta á allt fyrirtækið.  Til að tryggja að þekkingin sitji eftir þá eru tekin próf og alltaf er örkönnun þar sem starfsmenn meta hvernig þeim þótti námskeiðið.  Öll námskeið eru í dag á myndböndum og eru starfsmenn að leika í myndböndunum, það skilar betri árangri að þau eru að vinna þetta saman.  Öll námskeið hjá Domino´s eru bæði á íslensku og ensku.  Á hverjum mánudegi er nýliðafræðsla því starfsmannaveltan er hröð.  Ráðningarkerfið, Eloomi og Workplace tala saman.  Workplace er mjög virkt hjá Domino´s.  Forstjórinn er með spjall þar þegar starfsmenn byrja og segir hann frá því hvað Workplace er mikilvægt og að ljúka grunnnámskeiði í Eloomi.  Á einungis 20 dögum tókst þeim að virkja 75% starfsmanna og nú er ábyrgðin að færast yfir á verslunarstjórana.  En hvað hefur breyst? Tíminn sem fer í staðbundnar þjálfun hefur minnkað og tíminn fyrir persónulegri aðlögun aukist.  Þetta hefur bein áhrif á starfsmannaveltuna og starfsánægju.  Öll þjálfun er orðin skilvirkari og reglubundnari.  Hægt er að taka námskeið hvar og hvenær sem er og á þeim hraða sem hver og einn kýs.  Yfirsýn og utanumhald á fræðslu og starfsþróun starfsmanna hefur stóraukist og auðveldara er að koma auga á framúrskarandi starfsfólk.  En hvað er framundan? Stöðug þróun og umbætur á öllu fræðsluefni og nýr leiðarvísir að starfsþróun „Career Roadmap“. Einnig er hafin vinna með Articulate 360.  Í lokin voru fjöldi fyrirspurna.        

 

 

Um viðburðinn

Innleiðing á stafrænni fræðslu hjá Landsvirkjun og Domino´s

Hildur Jóna Bergþórsdóttir hjá Landsvirkjun og Sigurbjörg Magnúsdóttir hjá Domino´s ætla að segja frá innleiðingu á stafrænni fræðslu á sínum vinnustöðum. Þær munu fara yfir hvað gekk vel og helstu áskoranir við innleiðingar og síðan verða umræður og kaffi á eftir. 

Viðburður verður haldinn hjá Landsvirkjun að Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. 

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn þar sem þátttakendalisti verður sendur til Landsvirkjunar vegna innskráningakrafna inn í húsið. 

Fleiri fréttir og pistlar

Öflug starfsemi á vegum Millennium Project – Fréttastiklur af því nýjasta.

Alheimsvettvangur framtíðarfræðinga Millennium Project, gefur reglulega út fréttabréf um ýmsa viðburði. Þarna er fjallaðu um ráðstefnur, útgáfumál og námskeð. Í nýjasta fréttabréfinu er meðal annars fjallað um heimsókn Jerome Glenn hingað til lands, ásamt öðru sem tengdist þeim viðburði. Endilega gerist áskrifendur af fréttabréfinu ef þið viljið fylgjast með á þessu sviði. Farið inn á eftirfarandi vefslóð:

https://mailchi.mp/millennium-project/newsletter-june-2024

Þróun framtíðarfræða í mismunandi heimshlutum. Gjaldfrjáls bók.

Bókin „Our World of Futures Studies as a Mosaic“ er ritstýrð af Tero Villman, Sirkka Heinonen (formaður Helsinki Node) og Laura Pouru-Mikkola. Í bókinni er meðal annars framlag frá sérfræðingum Millennium Project, eins og Jerome Glenn, Mara Di Berardo (Comms Director og Italy Node Co-formaður), Fredy Vargas Lama (Colombia Node Co-formaður), Nicolas Balcom Raleigh (FEN forseti) og Sirkka Heinonen. Bókin er ókeypis og kynnir aðferðir við framtíðarfræði og framsýni frá mismunandi heimshlutum. Hægt er að halaða bókina niður af eftirfarandi vefslóð:

 https://www.millennium-project.org/our-world-of-futures-studies-as-a-mosaic/

 

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða

Mánudaginn 10 júní var aðalfundur faghóps framtíðarfræða haldinn. Gestur fundarins var Jerome Glenn, forstjóri og stofnandi Millennium Project, sem er einn stærsti vettvangur framtíðarfræðinga á alþjóðavísu. Jerome ræddi almennt um þróun meginstrauma samfélaga, en um morguninn var hann með morgunverðarerindi á vegum Framtíðarseturs Íslands í Arion Banka. Á fundinum voru eftirfarandi tekin inn í stjórn faghópsins; Funi Magnússon, Embla Medical, Sverrir Heiðar Davíðsson, Orkuveitan og Ingibjörg Smáradóttir, Náttúrufræðistofnun. Fljótlega verður listi stjórnarmeðlima uppfærður á vefnum. 

Aðalfundur loftslagshóps 22. maí

Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9.00 var aðalfundur loftslagshóps haldinn á Teams. Fundarstjóri var Guðný Káradóttir formaður faghóps og fundarritari Íris Þórarinsdóttir stjórnarmaður í faghópnum. 

Guðný opnaði fundinn og kynnti dagskrá fundarins: 1.Uppgjör á starfsári 2.  Kosning til stjórnar 3.  Önnur mál. 

Í uppgjör starfsársins sagði Guðný frá hlutverki og starfi hópsins á árinu en nú eru 248 meðlimir í hópnum. Haldnir voru fjórir viðburðir auk aðalfundar, sumir í samstarfi við aðra hópa og einn í samstarfi við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI. Upptökur af fundum eru birtar á Facebook síðu Stjórnvísis. 

  • 14. september -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
  • 9. október –  Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi
  • 17. janúar – Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka
  • 17. maí – Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur  ávinningurinn?

Stjórnarkjör:

Fráfarandi stjórn er þannig skipuð:

  • Guðný Káradóttir, VSÓ ráðgjöf, formaður – hættir í stjórn 
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið – situr áfram í
  • stjórn 
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur – situr áfram í stjórn
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa vottun – hættir í stjórn
  • Ingibjörg Karlsdóttir, FlyPlay – hættir í stjórn
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag – hættir í stjórn
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun – hættir í stjórn
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur  – situr áfram í stjórn
  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa – situr áfram í stjórn 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte – situr áfram í stjórn 

Formaður og þrír stjórnarmenn ganga nú úr stjórn; Guðný Káradóttir, Gná Guðjónsdóttir, Katrín Georgsdóttir og Íris Þórarinsdóttir.

Eitt nýtt framboð barst í stjórn, Grace Achieng, og Leó Sigurðsson bauð sig fram sem formann. Þau voru kosin. Ný stjórn er þannig skipuð:

  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið  
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur 
  • Grace Achieng, Gracelandic ehf.
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte 

Guðný óskaði nýrri stjórn velfarnaðar á nýju starfsári og birti lista yfir tillögur að efni funda sem fráfarandi stjórn hafði sett niður á blað og ný stjórn getur unnið áfram með ef vill.

Undir önnur mál: Leó þakkaði Guðnýju fyrir hennar störf og þakkar traustið semnýr formaður. Ákveðið að ný og fráfarandi stjórn hittist fljótlega. Einnig rætt um áhuga á samstarfi loftslagshóps og hóps um sjálfbærni.  

 

Gervigreindar umbreyting rétt að hefjast og strax árangur

Gervigreindar umbreyting er rétt að hefjast og við sjáum strax árangur: "The types of business which are most likely to use artificial intelligence are seeing growth in workers' productivity that is almost five times faster than elsewhere, raising hopes for a boost to the broader economy, accountancy firm PwC said."

Hér er fréttin á Reuters:
https://www.reuters.com/technology/ai-intensive-sectors-are-showing-productivity-surge-pwc-says-2024-05-20/

Hér er skýrsla PWC sem vísað er í:
https://www.pwc.com/gx/en/issues/artificial-intelligence/ai-jobs-barometer.html

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?