Í september 2021 tók við ný stjórn faghóps um málefni starfsfólks af erlendum uppruna. Strax var farið í nafnabreytingu á faghópnum og ber hann nú heitið faghópur um fjölbreytileika og inngildingu ( e. diversity & inclusion). Lögð verður áhersla á víðari málefni sem ná til inngildingu allra minnihlutahópa hjá skipulagsheildum. Þú skráir þig í faghópinn hér.
Á síðastliðnu ári voru nokkrar breytingar í stjórn faghópsins og hafa Björg Þorkelsdóttir, Ester Gústavsdóttir, Kári Kristinsson og María Rún Hafliðadóttir hætt störfum í stjórn faghópsins. Viljum við þakka þeim innilega fyrir gott samstarf.
Nýir meðlimir í stjórn faghópsins eru Miriam Petra Ómarsdóttir Awad – sérfræðingur hjá Rannís, Monika Waleszczynska – ráðgjafi hjá Attentus og Þröstur V. Söring – sviðsstjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Við bjóðum þeim velkomin og hlökkum til að starfa með þeim.
Á myndinni eru stjórnarmeðlimir faghópsins; talið frá vinstri: Þröstur V. Söring, Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, Telma Sveinsdóttir, Alma Sigurðardóttir, Gísli Níls Einarsson, Monika Waleszczynska, Joanna Marcinkowska og Irina S. Ogurtsova.