Samtal um leiðtogafærni í nútíð og framtíð

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Nýr faghópur um leiðtogafærni hélt sinn fyrsta fund í morgun. Fundurinn vakti mikla athygli því hátt á annað hundrað manns mættu á fundinn. Áslaug Ármannsdóttir formaður faghópsins bauð alla velkomna á fyrsta fund faghópsins sem stofnaður var í byrjun sumars.  Áslaug hvatti fundargesti til að skrá sig í faghópinn.  Hún kynnti fyrirlesarana þau Hauk Inga Jónasson og Sigrúnu Gunnarsdóttur og fór yfir þær þrjár spurningar sem voru ræddar á fundinum og brenna á okkar vörum.  

Spurningarnar eru: Hvað þarf til til að vera leiðtogi í dag / hvernig er nútímaleiðtogi?
Hvað er mikilvægt fyrir leiðtoga að huga að þegar “þessu ástandi líkur” - hvaða lærdóm þurfum við að draga af ástandinu og hvernig tryggjum við að allt detti ekki aftur í viðjar vanans? 
Hvernig þarf framtíðar leiðtoginn að vera – eru einhverjar breytingar fyrirsjáanlegar sem leiðtogar þurfa að hafa í huga.? Viðburðinum var streymt á Teams.

Haukur Ingi sagði okkur vera að ganga í gegnum sérstaka tíma.  Við erum stödd í miðri kennslustofu hvað virkar og hvað virkar ekki.  Haukur Ingi sagði leiðtoga þurfa að búa yfir leiðtogafærni og stefnumótunarfærni.  Haukur hvetur leiðtoga til að þroska með sér að geta lesið tilfinningar og gera upp sínar eigin tilfinningar, djúpsæi er getan til að horfa inn á við og bregðast við því áður en þú bregst við fólkinu í kringum þig.  Mikilvægt er að geta skipt um tækni ef ein tækni virkar ekki.  Ein leiðin er þjónandi forysta þar sem þú styður þá sem þú vilt fá til lags við þig með því að bjóða því þjónustu þína, stundum þarf að leita samráðs og stundum og nota lýðræðislegar ákvarðanir.  Mikilvægt er að leiðtogi geti beitt sér með ólíkum þætti.

Sigrún sagðist að þegar horft væri á leiðtoga sem ná árangri í samtímanum séu sérlega færir í samskiptum, samskiptin við þá eru opin og greið og fólk í kringum þá hikar ekki við að taka erfiðar ákvarðanir.  Þannig er skapað heilbrigt umhverfi þar sem hver og einn hefur sína ábyrgð og allir halda áfram að blómstra.  Hvort heldur þetta eru leiðtogar þjóða eða vinnustofa þá skiptir miklu máli samskiptahæfni.  Mikilvægt er að undirbúa sig og byggja upp innri styrk sem gerir mann færan.  Egoið er lagt til hliðar og þeir sem hafa þekkinguna fá að njóta sín.  Leiðtoginn dregur það fram og varpar ljósinu á hinn.  Mikilvægt er að nota ólíkar aðferðir og stundum þarf boðvald eins og verið er að gera í þjóðfélaginu í dag varðandi Covid.  Í stuttu máli er góður leiðtogi sá sem skapar gott starfsumhverfi og góða vinnustaðamenningu og getur lagt sjálfan sig til hliðar þ.e. er auðmjúkur. 

Spurningar bárust frá félögum m.a. hvernig leiðtogar mæla sig nú á þessum tímum. Sigrún nefndi aðferðir sem eru nýttar í Noregi þar sem búið er til form þrátt fyrir fjarlægðina.  Á Íslandi hefur gengið vel að vinna í fjarvinnu og áskorunin er mikil t.d. mikil fyrir kennara.  Haukur Ingi nefndi gervigreindina.  Vitvélar munu ekki grípa eins mikið inn í að grípa teymi eða grípa hlutverk leiðtogans en gervigreindin mun geta nýtt gögn til að laga ferla og spá fyrir um fjölda hluta sem bæta aðferðir.  Væntanlega verður hægt að beita leiðtogavaldi í gegnum vitvélarnar. Það er mjög gagnlegt að þroska teymin sín þannig að fólk sé viljugt til að eiga í hreinskilnum samskiptum.  Besti kennarinn er oft samstarfsfélaginn.  Haukur Ingi sagði mikilvægt að endurgjöfin sé á kvörðum og fyllt út af báðum aðilum.  Partur af starfinu yrði að gefa hvor öðrum álit og þroskast saman.  En hvernig metur leiðtogi sjálfan sig?  Ef hann getur ekki metið sjálfan sig hvernig á hann þá að meta aðra.  Hluti af góðri leiðtogafærni er að vinna þessa innri vinnu.  Leiðtoginn þarf að staldra við nokkrar mínútur og skoða alltaf hvernig gekk og hvað má gera betur.  Mikilvægast af öllu er að hafa löngun til að læra stöðugt. Mikilvægt er að spyrja sjálfan sig: „Hver ertu aleinn?“. 

Hvað er mikilvægt fyrir leiðtoga að huga að þegar ástandinu líkur og hvernig styrkjum við að ekki sé farið í viðjar vanans?  Sigrún sagði að staðan í dag væri eins og við séum á tilraunastofu. Í stuttu máli er lærdómurinn þessi:  Það sem almennt gekk vel í vor 1. Það voru skýrar línur, við ætlum að forða okkur frá smiti og tryggja öryggi. Skýrar línur komu frá yfirvöldum. 2. Á öllum vinnustöðum var okkur umhugað um náungann.  Allir fóru að aðstoða alla við góð samskipti. 3. Allir þurftu að læra eitthvað nýtt eins og að þvo sér um hendurnar og læra á fjarfundarbúnað.  Þegar þessi þrenna fór saman náðist árangur.  Í vor urðu allir svo kurteisir, við þurfum að halda í það, sýna ábyrgð og styrkja okkur.  Haukur sagði að það væri svo mikilvægt að hafa góða leiðtoga.  Í dag höfum við heilbrigt fólk á öllum sviðum, heilbrigt viðhorf til vandann og ráða við aðstæður.  Það eru ekki allir leiðtogar sem ráða við vandann. Heilbrigðir leiðtogar skipta gríðarlegu máli og leiðtoginn verður að líta inn á við.  Fyrsta verkefnið er að rýna inn á við.  Enginn getur orðið leiðtogi sem ekki þekkir sjálfan. Þegar þú þekkir sjálfan þig þá geturðu haldið áfram að hvetja aðra. En hvernig þarf framtíðarleiðtoginn að vera? Sigrún sagði að góður leiðtogi þyrfti að hafa hæfni til að aðlagast breytingum.  Hann þarf að getað lesið heiminn þ.e. hvað er brýnast núna.  Nú blasa við nokkur stór mál því við búum við óöryggi fram undan. Þetta tókst á Íslandi í vor, þökk sé og gæfa íslenskri þjóð að hafa þá leiðtoga sem voru í framlínunni. Heilsa, umhverfismál, lýðræði og mannréttindi eru stórir þættir sem er ógnað á okkar tímum.  Við þurfum öll að hjálpast að við að stofna skapandi leiðtoga.  Gefðu fólki frelsi því þá skapast margt.  Haukur sagði mikilvægt að þroska með sér gagnrýni þannig verða börn sjálfstæð.  Þannig verðum við góðir samfélagsþegnar og getum tekið að okkur leiðandi hlutverk.  Núna eru miklir möguleikar.  Menn hlusta í dag á fyrirlestra hvar sem er í heiminum. Við erum að fara í gegnum sérstaka tíma og áhugaverðir tímar fram undan.  Þriðja iðnbyltingin er merkilegt fyrirbrigði þar sem verður aukin skilvirkni í hagkerfinu sem við erum rétt að byrja að glitta í .  Haukur tók dæmi um Spotify þar sem hægt er að hlusta á alla tónlist í veröldinni á einum stað.  Mikilvægt er að spyrja sig og að það sé hlutverk okkar allra að gera heilt það sem brotið.

Sigrún fjallaði um að við þurfum að átta okkur á því að við erum frjálsar manneskjur og við þurfum að passa upp á að hver og einn hafi sjálfstæði og ábyrgð á sínu starfi. Við þurfum að passa okkur á því að vera ekki þrælar einhvers, verða frjáls og hafa áhrif.  Passa verður upp á að verða aldrei fórnarlömb.  „Hafðu áhrif“.  Mikilvægt er að draga andann og spyrja sjálfan sig hvort maður þurfi aðstoð, taka pásu og gefur lífsgæði og forðar manni frá að fara framúr sér og brenna út.  Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér.  Haukur talaði um þetta innra samtal sem maður er stöðugt í.  Ef maður er með eitthvað í fartaskinu þá fær maður ekki þetta lífsgefandi afl þannig að maður geti á heilum sér tekið og unnið uppbyggilega með öðrum.  Maður þarf að vinna heill með innri hugann. Þú þarft að finna út hvað þarf að gera og setja fókus á það sem öllu máli skipta.  Taoisminn „þú gerir það sem þú gerir ekki“. Spyrja sig hvernig maður geti haft áhrif með því að gera minna en styður við framvinduna og leyfa hlutunum að gerast.  Það er mikilvægt að draga úr álaginu á sjálfum sér og skapa raunverulegan ávinning og lífsgæði.  Alltaf skal taka ákvarðanir sem leiða til mestu lífsgæða fyrir þig þ.e. í sátt við sjálfan sig og hleypa ástríðunni að og með uppbyggilegum hætti.  

Um viðburðinn

Samtal um leiðtogafærni í nútíð og framtíð

Hér er tengill til að tengjast streymi viðburðarins

Við höfum fengið til liðs við okkur tvo fróða aðila um leiðtogafærni, þau Hauk Inga Jónasson og Sigrúnu Gunnarsdóttur til að ræða þrjár spurningar sem brenna á okkar vörum.  

Spurningarnar eru: 

  • Hvað þarf til til að vera leiðtogi í dag / hvernig er nútímaleiðtogi?
  • Hvað er mikilvægt fyrir leiðtoga að huga að þegar “þessu ástandi líkur” - hvaða lærdóm þurfum við að draga af ástandinu og hvernig tryggjum við að allt detti ekki aftur í viðjar vanans?  
  • Hvernig þarf framtíðar leiðtoginn að vera – eru einhverjar breytingar fyrirsjáanlegar sem leiðtogar þurfa að hafa í huga.?

Viðburðinum verður streymt á Teams.

Um gestina okkar:

Haukur Ingi Jónasson starfaði sem lektor við verkfræði- og náttúruvísindavið Háskóla Íslands um árabil en er nú lektor við Háskólann í Reykjavík og er forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnun (MPM) við skólann. Haukur er þekktur sem fyrirlesari bæði á Íslandi og erlendis og hann hefur kennt fjölda námskeiða, meðal annars í Háskóla Íslands, við Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands. 
Haukur Ingi er í rannsóknarsamstarfi við The Cooper Union for the Advancement of Sciences and the Arts í New York. Helstu rannsóknarsvið hans eru skipulagsheildarfræði, þróun skipulagsheilda, samskipti, samningagerð, deilustjórnun, aflfræði hópa, sálaraflsfræðilegar kenningar, sálgreining og tengsl hennar við aðra strauma og stefnur innan sál-, tauga- og geðlæknisfræða, æðri hugsun, siðfræði og hagnýting hugvísinda í verkvísindalegu samhengi. 
 
Sigrún Gunnarsdóttir er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og ráðgjafi og formaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og lauk doktorsprófi með áherslu á lýðheilsu, stjórnun og heilbrigt starfsumhverfi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine.
Sigrún hefur starfað á vettvangi heilbrigðiþjónustunnar í heilsugæslu, á Landspítala, hjá Landlæknisembættinu og í Heilbrigðisráðuneytinu og hefur auk þess verið í forystu hjá Félagi hjúkrunarfræðinga, Félagi um lýðheilsu, Krabbameinsfélaginu og norrænum samtökum um vinnuvernd og stjórnun heilbrigðisþjónustu. Sigrún var varaþingmaður árin 2013-2017 og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 2017.
 

Fleiri fréttir og pistlar

Óskað er eftir tilnefningum - Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026.

Til að tilnefna fyrir árið 2026 smellið hér
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2026. Sjá myndband. 

Stjórnvísifélagar eru hvattir til að hafa í huga að þema stjórnar starfsárið 2025-2026 er "Framsýn forysta".

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026 verða veitt í sautjánda sinn í febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Háteigi, kl.16:00-17:10. Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Við hvetjum alla landsmenn til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja 1. millistjórnendur 2. yfirstjórnendur 3.frumkvöðla/brautryðjendur í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði.

Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 17. desember 2025.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/faghopar
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.


Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.

Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsfólk til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Dómnefnd.
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2026 skipa eftirtaldir:

Salóme Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, framkvæmdastjóri Ísorku og stjórnarformaður Kadeco.
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,og stjórnarkona.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Þrautreyndir reynsluboltar með framsögn í Húsi máls og menningar

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti hélt vel heppnaðan haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember 2025. Fundurinn var opinn öllu áhugasömu fólki og fjölsóttur. Faghópurinn fékk þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau voru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrði Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.

Fullt hús á fyrsta viðburði Faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um þjónustu- og markaðsstjórnun hélt fyrsta viðburð haustsins í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn.

Hvert sæti var skipað þegar Ingibjörg Kristinsdóttir þjónustuhönnuður hélt erindi sitt „Frá innsýn til aðgerða“ í Hörpu. Hún leiddi þar gesti í gengum skemmtilega blöndu af fræðum og reynslu.

„Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur“ segir í kynningu viðburðarins.

Ingibjörg fékk fjölmargar spurningar og í lokin spjölluðu gestir og nutu samverunnar í fallegu útsýni Björtulofta.

Stjórn faghópsins þakkar gestum kærlega fyrir komuna og minnir á næsta viðburð faghópsins sem verður í húsakynnum Icelandair í Hafnarfirði 27. nóvember nk. 

Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina 28. okt.

Enn eru nokkur pláss laus á STAÐFUNDINUM "Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina" sem fram fer 28. okt. kl. 09:00-10:30 í húsnæði Náttúrufræðistofunar Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ. Sjá nánar í hér að neðan.

Skráning fer fram að venju á vef Stjórnvísi - sjá hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kaffi-og-kafad-a-dyptina

---

Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Vel sóttur fundur í JBT Marel í morgun - Hvernig vinna HSE og LEAN saman.

Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi  okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?