Samtal um leiðtogafærni í nútíð og framtíð

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Nýr faghópur um leiðtogafærni hélt sinn fyrsta fund í morgun. Fundurinn vakti mikla athygli því hátt á annað hundrað manns mættu á fundinn. Áslaug Ármannsdóttir formaður faghópsins bauð alla velkomna á fyrsta fund faghópsins sem stofnaður var í byrjun sumars.  Áslaug hvatti fundargesti til að skrá sig í faghópinn.  Hún kynnti fyrirlesarana þau Hauk Inga Jónasson og Sigrúnu Gunnarsdóttur og fór yfir þær þrjár spurningar sem voru ræddar á fundinum og brenna á okkar vörum.  

Spurningarnar eru: Hvað þarf til til að vera leiðtogi í dag / hvernig er nútímaleiðtogi?
Hvað er mikilvægt fyrir leiðtoga að huga að þegar “þessu ástandi líkur” - hvaða lærdóm þurfum við að draga af ástandinu og hvernig tryggjum við að allt detti ekki aftur í viðjar vanans? 
Hvernig þarf framtíðar leiðtoginn að vera – eru einhverjar breytingar fyrirsjáanlegar sem leiðtogar þurfa að hafa í huga.? Viðburðinum var streymt á Teams.

Haukur Ingi sagði okkur vera að ganga í gegnum sérstaka tíma.  Við erum stödd í miðri kennslustofu hvað virkar og hvað virkar ekki.  Haukur Ingi sagði leiðtoga þurfa að búa yfir leiðtogafærni og stefnumótunarfærni.  Haukur hvetur leiðtoga til að þroska með sér að geta lesið tilfinningar og gera upp sínar eigin tilfinningar, djúpsæi er getan til að horfa inn á við og bregðast við því áður en þú bregst við fólkinu í kringum þig.  Mikilvægt er að geta skipt um tækni ef ein tækni virkar ekki.  Ein leiðin er þjónandi forysta þar sem þú styður þá sem þú vilt fá til lags við þig með því að bjóða því þjónustu þína, stundum þarf að leita samráðs og stundum og nota lýðræðislegar ákvarðanir.  Mikilvægt er að leiðtogi geti beitt sér með ólíkum þætti.

Sigrún sagðist að þegar horft væri á leiðtoga sem ná árangri í samtímanum séu sérlega færir í samskiptum, samskiptin við þá eru opin og greið og fólk í kringum þá hikar ekki við að taka erfiðar ákvarðanir.  Þannig er skapað heilbrigt umhverfi þar sem hver og einn hefur sína ábyrgð og allir halda áfram að blómstra.  Hvort heldur þetta eru leiðtogar þjóða eða vinnustofa þá skiptir miklu máli samskiptahæfni.  Mikilvægt er að undirbúa sig og byggja upp innri styrk sem gerir mann færan.  Egoið er lagt til hliðar og þeir sem hafa þekkinguna fá að njóta sín.  Leiðtoginn dregur það fram og varpar ljósinu á hinn.  Mikilvægt er að nota ólíkar aðferðir og stundum þarf boðvald eins og verið er að gera í þjóðfélaginu í dag varðandi Covid.  Í stuttu máli er góður leiðtogi sá sem skapar gott starfsumhverfi og góða vinnustaðamenningu og getur lagt sjálfan sig til hliðar þ.e. er auðmjúkur. 

Spurningar bárust frá félögum m.a. hvernig leiðtogar mæla sig nú á þessum tímum. Sigrún nefndi aðferðir sem eru nýttar í Noregi þar sem búið er til form þrátt fyrir fjarlægðina.  Á Íslandi hefur gengið vel að vinna í fjarvinnu og áskorunin er mikil t.d. mikil fyrir kennara.  Haukur Ingi nefndi gervigreindina.  Vitvélar munu ekki grípa eins mikið inn í að grípa teymi eða grípa hlutverk leiðtogans en gervigreindin mun geta nýtt gögn til að laga ferla og spá fyrir um fjölda hluta sem bæta aðferðir.  Væntanlega verður hægt að beita leiðtogavaldi í gegnum vitvélarnar. Það er mjög gagnlegt að þroska teymin sín þannig að fólk sé viljugt til að eiga í hreinskilnum samskiptum.  Besti kennarinn er oft samstarfsfélaginn.  Haukur Ingi sagði mikilvægt að endurgjöfin sé á kvörðum og fyllt út af báðum aðilum.  Partur af starfinu yrði að gefa hvor öðrum álit og þroskast saman.  En hvernig metur leiðtogi sjálfan sig?  Ef hann getur ekki metið sjálfan sig hvernig á hann þá að meta aðra.  Hluti af góðri leiðtogafærni er að vinna þessa innri vinnu.  Leiðtoginn þarf að staldra við nokkrar mínútur og skoða alltaf hvernig gekk og hvað má gera betur.  Mikilvægast af öllu er að hafa löngun til að læra stöðugt. Mikilvægt er að spyrja sjálfan sig: „Hver ertu aleinn?“. 

Hvað er mikilvægt fyrir leiðtoga að huga að þegar ástandinu líkur og hvernig styrkjum við að ekki sé farið í viðjar vanans?  Sigrún sagði að staðan í dag væri eins og við séum á tilraunastofu. Í stuttu máli er lærdómurinn þessi:  Það sem almennt gekk vel í vor 1. Það voru skýrar línur, við ætlum að forða okkur frá smiti og tryggja öryggi. Skýrar línur komu frá yfirvöldum. 2. Á öllum vinnustöðum var okkur umhugað um náungann.  Allir fóru að aðstoða alla við góð samskipti. 3. Allir þurftu að læra eitthvað nýtt eins og að þvo sér um hendurnar og læra á fjarfundarbúnað.  Þegar þessi þrenna fór saman náðist árangur.  Í vor urðu allir svo kurteisir, við þurfum að halda í það, sýna ábyrgð og styrkja okkur.  Haukur sagði að það væri svo mikilvægt að hafa góða leiðtoga.  Í dag höfum við heilbrigt fólk á öllum sviðum, heilbrigt viðhorf til vandann og ráða við aðstæður.  Það eru ekki allir leiðtogar sem ráða við vandann. Heilbrigðir leiðtogar skipta gríðarlegu máli og leiðtoginn verður að líta inn á við.  Fyrsta verkefnið er að rýna inn á við.  Enginn getur orðið leiðtogi sem ekki þekkir sjálfan. Þegar þú þekkir sjálfan þig þá geturðu haldið áfram að hvetja aðra. En hvernig þarf framtíðarleiðtoginn að vera? Sigrún sagði að góður leiðtogi þyrfti að hafa hæfni til að aðlagast breytingum.  Hann þarf að getað lesið heiminn þ.e. hvað er brýnast núna.  Nú blasa við nokkur stór mál því við búum við óöryggi fram undan. Þetta tókst á Íslandi í vor, þökk sé og gæfa íslenskri þjóð að hafa þá leiðtoga sem voru í framlínunni. Heilsa, umhverfismál, lýðræði og mannréttindi eru stórir þættir sem er ógnað á okkar tímum.  Við þurfum öll að hjálpast að við að stofna skapandi leiðtoga.  Gefðu fólki frelsi því þá skapast margt.  Haukur sagði mikilvægt að þroska með sér gagnrýni þannig verða börn sjálfstæð.  Þannig verðum við góðir samfélagsþegnar og getum tekið að okkur leiðandi hlutverk.  Núna eru miklir möguleikar.  Menn hlusta í dag á fyrirlestra hvar sem er í heiminum. Við erum að fara í gegnum sérstaka tíma og áhugaverðir tímar fram undan.  Þriðja iðnbyltingin er merkilegt fyrirbrigði þar sem verður aukin skilvirkni í hagkerfinu sem við erum rétt að byrja að glitta í .  Haukur tók dæmi um Spotify þar sem hægt er að hlusta á alla tónlist í veröldinni á einum stað.  Mikilvægt er að spyrja sig og að það sé hlutverk okkar allra að gera heilt það sem brotið.

Sigrún fjallaði um að við þurfum að átta okkur á því að við erum frjálsar manneskjur og við þurfum að passa upp á að hver og einn hafi sjálfstæði og ábyrgð á sínu starfi. Við þurfum að passa okkur á því að vera ekki þrælar einhvers, verða frjáls og hafa áhrif.  Passa verður upp á að verða aldrei fórnarlömb.  „Hafðu áhrif“.  Mikilvægt er að draga andann og spyrja sjálfan sig hvort maður þurfi aðstoð, taka pásu og gefur lífsgæði og forðar manni frá að fara framúr sér og brenna út.  Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér.  Haukur talaði um þetta innra samtal sem maður er stöðugt í.  Ef maður er með eitthvað í fartaskinu þá fær maður ekki þetta lífsgefandi afl þannig að maður geti á heilum sér tekið og unnið uppbyggilega með öðrum.  Maður þarf að vinna heill með innri hugann. Þú þarft að finna út hvað þarf að gera og setja fókus á það sem öllu máli skipta.  Taoisminn „þú gerir það sem þú gerir ekki“. Spyrja sig hvernig maður geti haft áhrif með því að gera minna en styður við framvinduna og leyfa hlutunum að gerast.  Það er mikilvægt að draga úr álaginu á sjálfum sér og skapa raunverulegan ávinning og lífsgæði.  Alltaf skal taka ákvarðanir sem leiða til mestu lífsgæða fyrir þig þ.e. í sátt við sjálfan sig og hleypa ástríðunni að og með uppbyggilegum hætti.  

Um viðburðinn

Samtal um leiðtogafærni í nútíð og framtíð

Hér er tengill til að tengjast streymi viðburðarins

Við höfum fengið til liðs við okkur tvo fróða aðila um leiðtogafærni, þau Hauk Inga Jónasson og Sigrúnu Gunnarsdóttur til að ræða þrjár spurningar sem brenna á okkar vörum.  

Spurningarnar eru: 

  • Hvað þarf til til að vera leiðtogi í dag / hvernig er nútímaleiðtogi?
  • Hvað er mikilvægt fyrir leiðtoga að huga að þegar “þessu ástandi líkur” - hvaða lærdóm þurfum við að draga af ástandinu og hvernig tryggjum við að allt detti ekki aftur í viðjar vanans?  
  • Hvernig þarf framtíðar leiðtoginn að vera – eru einhverjar breytingar fyrirsjáanlegar sem leiðtogar þurfa að hafa í huga.?

Viðburðinum verður streymt á Teams.

Um gestina okkar:

Haukur Ingi Jónasson starfaði sem lektor við verkfræði- og náttúruvísindavið Háskóla Íslands um árabil en er nú lektor við Háskólann í Reykjavík og er forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnun (MPM) við skólann. Haukur er þekktur sem fyrirlesari bæði á Íslandi og erlendis og hann hefur kennt fjölda námskeiða, meðal annars í Háskóla Íslands, við Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands. 
Haukur Ingi er í rannsóknarsamstarfi við The Cooper Union for the Advancement of Sciences and the Arts í New York. Helstu rannsóknarsvið hans eru skipulagsheildarfræði, þróun skipulagsheilda, samskipti, samningagerð, deilustjórnun, aflfræði hópa, sálaraflsfræðilegar kenningar, sálgreining og tengsl hennar við aðra strauma og stefnur innan sál-, tauga- og geðlæknisfræða, æðri hugsun, siðfræði og hagnýting hugvísinda í verkvísindalegu samhengi. 
 
Sigrún Gunnarsdóttir er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og ráðgjafi og formaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og lauk doktorsprófi með áherslu á lýðheilsu, stjórnun og heilbrigt starfsumhverfi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine.
Sigrún hefur starfað á vettvangi heilbrigðiþjónustunnar í heilsugæslu, á Landspítala, hjá Landlæknisembættinu og í Heilbrigðisráðuneytinu og hefur auk þess verið í forystu hjá Félagi hjúkrunarfræðinga, Félagi um lýðheilsu, Krabbameinsfélaginu og norrænum samtökum um vinnuvernd og stjórnun heilbrigðisþjónustu. Sigrún var varaþingmaður árin 2013-2017 og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 2017.
 

Fleiri fréttir og pistlar

Nýkjörin stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun

Nýlega barst fyrirspurn til Stjórnvísi frá áhugasömum félaga um að endurvekja stjórn faghóps um þjónutu-og markaðsstjórnun.  Í framhaldi var sendur út póstur til félaga þar sem óskað var eftir áhugasömum í stjórn faghópsins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þar sem búið er að mynda 10 manna stjórn sem fundaði á VOX.  Þar kynntu félagara sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin kaus Maríu Ágústsdóttur ON sem formann og  Hildi Ottesen sem varaformann.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér. 

Stjórn faghópsins skipa:   Ásdís Gíslason Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brynja Ragnarsdóttir Veitur, Heiðrún Grétarsdóttir Bananar, Hildur Ottesen Harpa, Hjördís María Ólafsdóttir Happdrætti Háskóla Íslands, Ingibjörg Magnúsdóttir Pílukast ehf, María Ágústsdóttir ON, Sædís Jónasdóttir Samgöngustofa, Unnur Líndal ON og Þórhallur Örn Guðlaugsson Háskóli Íslands.

Nýkjörin stjórn faghóps um verkefnastjórnun

Yfir þrjátíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um verkefnastjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Þar sem helmingur stjórnar var staddur erlendis stefnir stjórnin á að hittast aftur í júní til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Gísla Rafn Guðmundsson sem formann og Aðalstein Ingólfsson sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.  

Stjórn faghópsins skipa:  Aðalsteinn Ingólfsson MT Sport, Auður Íris Ólafsdóttir Hagar, Daníel Sigurbjörnsson Efla, Eygerður Margrétardóttir Ríkislögreglustjóri, Gísli Rafn Guðmundsson Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Halldóra Traustadóttir Reykjavíkurborg, Hannes Bjarnason Sjúkrahúsið á Akureyri, Íris Elma Guðmann Dómstólasýslan, Lísbet Hannesdóttir Háskólinn á Akureyri, Signý Jóna Hreinsdóttir Landspítali, Sigurður Blöndal Háskólinn á Bifröst, Steinunn Anna Eiríksdóttir Háskóli Íslands, Þóra Kristín Sigurðardóttir Eimskip og Unnur Helga Kristjánsdóttir Strategia. 

 

Aðalfundur Öryggishópur Stjórnvísi - ný stjórn kosin

Fundur haldinn:  4 júní 2025

Aðilar: Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE og Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gísli Níls Einarsson og Eyþór Víðisson boðuðu forföll.

Dagskrá:

  1. Yfirferð síðasta starfstímabils
  2. Kosning í stjórn og formanns
  3. Drög að viðburðum næsta starfstímabils
  4. Önnur mál

Yfirferð síðasta starfstímabils

Nokkur lægð var í starfsemi hópsins á tímabilinu september 2024 til maí 2025. Þrátt fyrir að drög hefðu verið lögð að viðburðum tímabilsins og margar góðar hugmyndir komu fram til að efla og fjalla um öryggismá á víðum grunni þá raungerðust þær ekki.

Eini viðburðurinn var haldinn í  júní í samstarfi við Öryggishóp Samorku og bar yfirsögnina Orka og Öryggi. Þar var fjallað um helstu áskoranir þeirra starfsvettvangur á við að etja og leiðir sem og aðferðir sem þeir hafa tekið upp. Virkilega áhugavert og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi vinnu.

Hópurinn var sammála um að efling öryggisumræðu væri mikilvæg og þessi vettvangur gæti lagt mikið til. Áríðandi að allir í stjórn séu virkir og taki frumkvæði að því að koma með hugmyndir og setja upp viðburði.

Kosning í stjórn og formanns

Auglýst hafði verið eftir aðilum í stjórn þar sem tveir aðilar hafa hætt á tímabilinu.

Viðbót í stjórn: Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands og Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi hafa því bæst við í stjórn Öryggishóps Stjórnvísi.

Formaður: Fjóla Guðjónsdóttir bauð sig fram til formanns til aðalfundar 2026. Engin mótframboð voru og því framboð samþykkt.

Samsetning stjórnar 2025-2026 er því eftirfarandi:

Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE, Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf. Gísli Níls Einarsson Öryggisstjórnun/Alda Öryggi og Eyþór Víðisson Reykjavíkurborg.

Formaður sendir fundarseríu á stjórn fyrir starfstímabil.

Drög að viðburðum næsta starfstímabils

Margar góðar hugmyndir komu fram og stjórnin einhuga um að bjóða upp á fræðandi og flotta dagskrá.

Drög að dagskrá vetrarins:

  1. Öryggi og LEAN á það samleið og eykur LEAN öryggi
    1. Ábyrgð Lilja, september 2025
    2. Hvað er Bætt Öryggi og hvernig vinnur fyrirtækið til að auka öryggi
      1. Ábyrgð Eggert, nóvember 2025
      2. Hvernig eru og fyrir hvað standa Gullnu Reglurnar
        1. Ábyrgð Viðar, október 2025 eða janúar 2026
        2. Vinna í opnu rými, hefur það áhrif á heilsu?
          1. Ábyrgð Vilborg haldið í samvinnu við Vinnís
          2. Tæknin og öryggi, hvernig vinnur Tesla að bættu öryggi með tækni
            1. Ábyrgð Lilja (Fjóla) tími ekki ákveðinn

Önnur mál
Vilborg sagði frá alþjóðlegri ráðstefnu um atferlismiðaða hegðun sem haldin verður þann 9 og 10 október 2025.

 

Aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis

Þann 21.maí var haldinn aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis. 

Farið var yfir þá viðburði sem haldnir voru á starfsárinu sem var að líða. Rætt var um markmið og tilgang hópsins, hver sé markhópur þeirra kynninga sem hópurinn stendur fyrir og hvort að tækifæri séu til að gera betur. Þessi mál verða rædd nánar á komandi starfsári en hópurinn var sammála um að mörg tækifæri eru fyrir hópa eins og þennan. 

Kosning stjórnar fór fram þar sem Jón Kristinn Ragnarsson var endurkjörinn sem formaður hópsins. Auk hans gáfu Benedikt Rúnarsson, Friðbjörn Steinar Ottósson, Sigurður Bjarnason og Tryggvi Níelsson aftur kost á sér. Hrefna Gunnarsdóttir bættist við hópinn eftir áramót og bauð einnig kost á sér. Auk þeirra voru ný framboð, Auður Íris Ólafsdóttir og Gná Guðjónsdóttir buðu kost á sér í hópinn og eru þær boðnar velkomnar. Fyrirkomulag hópsins er að fjöldi og fjölbreytileiki stjórnar er mikill kostur og þess vegna eru öll boðin velkomin að taka þátt í þessari vinnu. 

Faghópurinn fer nú í sumarfrí en mun hefja skipulagsvinnu að sumri loknu. 

„Framsýn forysta“ er þema ársins hjá Stjórnvísi 2025-2026

Nýkjörin stjórn Stjórnvísi hélt í dag vinnufund stjórnar þar sem m.a. var ákveðið þema fyrir starfárið 2025-2026.  Þemavinnan var unnin í miro.com og var niðurstaðan sú að þemað var valið "Framsýn forysta".  Útfærslan verður kynnt nánar á Kick off fundi í ágúst.    

  1. Samskiptasáttmáli. Fundurinn hófst með því að Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi bauð alla velkomna og fór yfir dagskrá og markmið fundarins. Formaður Stjórnvísi kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2025-2026 þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum.  7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar. 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað.
  2. Í framhaldi kynnti stjórnarfólk sig og sagði örstutt frá sér.  
  3. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.  Anna Kristín fór yfir    framtíðarsýn, stefnu, gildi, meginmarkmið lög og siðareglur. 
  4. Áætlun og lykilmælikvarðar. Áætlun félagsins stenst og eru tekjur á áætlun. Áætlun félagsins er uppfærð reglulega allt árið og er aðgengileg stjórnarfólki í Sharepoint. Stjórn var hvött af framkvæmdastjóra félagsins til að fara inn á Sharepoint reglulega.
  5. Farið var yfir aðganga stjórnar að Sharepoint, Teams, Facebook og skráning stjórnar í faghópinn „stjórn Stjórnvísi“.    

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?