Þú sem vörumerki - leiðir til að auka sýnileika og skara framúr

Faghópur um þjónustu og markaðsstjórnun hélt í morgun vel sóttan fund í HR þar sem á annað hundrað manns mættu.  Tveir frábærir fyrirlesarar fluttu erindi. Sesselía Birgisdóttir var fyrri fyrirlesari dagsins.  Hún hefur mikla reynslu af sölu- og markaðsmálum, þá sérstaklega er viðkemur stafrænum heimi sem tekur sífelldum breytingum. Hún hefur hvað lengst starfað í Svíþjóð og er nú forstöðumaður markaðsmála og stafrænnar miðlunar hjá Advania. 

Sesselía nefndi Richard Branson og Oprah Winfrey sem dæmi um fólk sem hefur markaðssett sig sjálft sem vörumerki.  Þessir einstaklingar vita sannarlega fyrir hvað þeir standa og einnig var nefnd Sólrún Diego öflugt íslenskt persónulegt vörumerki.  En hvernig byggir hver og einn upp vörumerki?  Það er allt sem þú segir og allt sem þú gerir.  Ekki nóg er að lofa, segja og gera þú verður líka að standa við það sem þú segir.  En hvernig kortleggur þú þig?  Inni í kjarnanum þarftu að byrja að kjarna gildin þín t.d. hugrekki, framtíðarsýn, kraft og samvinnu.  Síðan er að kortleggja hæfni sína t.d. stjórnandi, stafræn þekking, markaðs-og sölumál og breytingar.  Miklu máli skiptir að geta skilgreint hæfni sína.  Hvernig rökstyður þú að þú hafir þessa styrkleika og af hverju þú ert góður í þessu.  Síðan er það persónuleiki þinn sem vörumerki t.d. hvort þú sért ræðin, áskorandi, fagleg og heiðarleg.  Persónuleikinn er ekki sá sami í vinnu og heima hjá þér.  Markaðsfræðingar sem vinna með stór og lítil vörumerki horfa mikið á þetta. Þegar þú ert búinn að fara yfir þessi atriði og kortleggja fyrir hvað þú stendur fyrir verður allt svo miklu einfaldara.  Það er líka mikilvægt að vita hvað aðrir eru að gera.  Það er mikilvægt að þekkja samkeppnina og sjá hvað aðgreinir okkur, hvernig við erum öðruvísi.  Á hvað leggjum við áherslu?  Að hafa gaman t.d. sem stjórnandi.  Þegar þú ert búinn að kortleggja þig þarftu að láta vita? Hvaða miðil áttu að velja þér?  Sólrún segir það engu máli skipta, en gott er að leita hvar væntanlegir viðskiptavinir eru og vera þar.  Vertu stöðugur eftir að þú ert búinn að velja, ekki vera „suð“.  Útgáfuplan er mikilvægt settu upp lista yfir hvað þú ætlar að gera í mars, apríl, maí júní, júlí ….  En hvernig gengur manni?  Taktu saman hvar þú ert að miðla, er það tengt þínum kjarna?  Svo er bara að þora að lyfta lampanum upp og láta ljós sitt skína.

Seinni fyrirlesarinn Andrés Jónsson er eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti. Hann hefur starfað í almannatengslum undanfarin 15 ár en vann áður sem kynningarstjóri B&L og í fjölmiðlum.  Andrés sérhæfir sig í krísustjórnun og stefnumótun. Hann hefur unnið fyrir fjölmörg stórfyrirtæki, stofnanir og ráðuneyti sem og einstaklinga, og haldið mörg námskeið og fyrirlestra um almannatengsl, krísustjórnun, starfsferilsstjórnun og ræktun tengsla jafnt innan fyrirtækja sem og í háskólum landsins. Undanfarin ár hefur Andrés verið stundakennari við MBA-nám Háskóla Íslands.

Andrés byrjaði á léttu nótunum með því að segja að til að gera sig sýnilegan þá væri t.d. hægt að spyrja spurninga á fyrirlestri, þá tækju allir eftir manni. Varðandi tól þá er mikilvægt að vinna ákveðna vinnu eins og: SVÓT, fara í gilda vinnu, skoða áreiðanleika og væntingar, top of mind, share of voice, stuttur söluferill, langur söluferill. Skrifaðu greinar a.m.k. fjórar á ári þannig að fólk fari að taka eftir þér.  Auðveldasta spurningin sem maður getur spurt sig er hvort þú sért einhvers staðar að segja „NEI“.  Mikilvægt er að tengjast fólki með svipuð áhugamál og þú ert með sjálfur.  Einnig að skrá niður hjá sér góðar hugmyndir og að greina eigin ímynd.  Andrés hittir mjög oft fólk sem gerir sér enga grein fyrir hvað það er klárt og getur.  Sumir eru t.d. alltaf að sýna hvað þeir eru klárir með því að setja fram djúpar kenningar og mjög oft er það vegna minnimáttarkenndar á skorti á menntun.  Flestir eru með flotta sögu.  Mikilvægt er að segja sína sögu án nokkurra afsakana.  Yfirleitt er fólk komið miklu lengra en það heldur.  Small talk: veðrið – en af hverju segirðu ekki eitthvað áhugavert sem eru skilaboð til markaðarins um hvernig þér gengur.  Andrés lendir oft í því að hann er spurður um stjórnmál vegna þess að stjórnmál eru ímyndin hans.  Læturðu fólk vita eitthvað áhugavert um þig.  Hugsaðu um hvað þú hefur ástríðu fyrir sem þú getur miðlað til annarra.  Komdu á framfæri því sem þú þekkir.  Málið er að við kunnum þetta öll.  Þegar fólk missir vinnuna eða skilur þá fer allt í gang sem við ættum að gera alla jafna.  Flestir vanrækja sjálfsvinnuna sína. Sýnileiki í raunheimi er mikilvægur.  T.d. hvað gerist í lyftum.  Bandaríkjamenn spjalla saman en við gerum það ekki.  Leyfðu þér að þora að spjalla.  Lykillinn að vel heppnuðum stað eins og SNAPS er að þar sjáum við alla.  Fólk skynjar hvort þú sért á góðum eða vondum stað.  Vertu alltaf að miðla.  Gerðu eitthvað, mættu einhvers staðar, hafðu áhuga á einhverju og miðlaðu því.  Allt sem þú segir um fólk á netinu ratar til þess.  Okkur líkar betur við fólk sem við sjáum oftar.  Mættu óboðinn þar sem þig langar til að mæta því það er enginn í hurðinni.  En öll athygli er ekki sama og góð athygli.  Ólafur Arnalds er mjög góður í að kynna sig og segja frá því hvað hann er að gera. Besta hrósið er að hrósa öðrum.  Steinar Þór Ólafsson skrifar um  (jafnvægi einkalífs og vinnu). Sævar Ingi Bragason er einnig með góða ímynd talar um umhverfismál.  Tengslamyndun skiptir máli.  Öll tækifæri koma í gegnum tengsl og ekkert gerist án tengsla.   

Um viðburðinn

Þú sem vörumerki

Leiðir til að auka sýnileika og skara framúr

Er hægt að nýta vörumerkjafræði til uppbyggingar á starfsframa?

Að byggja upp vörumerki er viðamikið og margslungið verkefni. Í markaðsfræðunum má finna margvíslegar kenningar um hvernig uppbyggingu vörumerkis skuli háttað. Á fundinum verður fjallað um hvaða þættir vega hvað þyngst og hvernig heimfæra megi fræðin á einstaklinga sem vörumerki. Einnig verða sagðar persónulegar sögur af fólki sem hefur nýtt sér vörumerkjafræðin og þannig átt auðveldara með faglega stefnumótun og aðgreiningu frá samkeppni. 

Hvernig er hægt að auka sýnileika með persónulegri hæfni? 

Af hverju skiptir máli að vera sýnilegur í sínu starfi? Á fyrirlestrinum verður farið yfir mikilvægi sýnileika einstaklinga og stjórnendateyma, á tímum þegar allir geta átt von á að lenda í slæmri umfjöllun. Fjallað verður um hvers vegna fólk þarf að gæta þess að vera sýnilegt af réttum ástæðum auk þess sem komið verður inn á hvernig sýnileiki hjálpar fólki að mynda tengsl. 

 

Sesselía Birgisdóttir er með masterspróf í alþjóða markaðsfræði og vörumerkjastjórnun sem og master í stjórnun mannauðs með áherslu á breytingar og þekkingarmiðlun. Hún hefur mikla reynslu af sölu- og markaðsmálum, þá sérstaklega er viðkemur stafrænum heimi sem tekur sífelldum breytingum. Sesselía hefur hvað lengst starfað í Svíþjóð og er nú forstöðumaður markaðsmála og stafrænnar miðlunar hjá Advania. 

 

Andrés Jónsson er eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti. Hann hefur starfað í almannatengslum undanfarin 15 ár en vann áður sem kynningarstjóri B&L og í fjölmiðlum. Hann var m.a. dagskrárgerðarmaður hjá RÚV auk þess sem hann stofnaði vefmiðilinn Eyjuna.

Andrés sérhæfir sig í krísustjórnun og stefnumótun. Hann hefur unnið fyrir fjölmörg stórfyrirtæki, stofnanir og ráðuneyti sem og einstaklinga, og haldið mörg námskeið og fyrirlestra um almannatengsl, krísustjórnun, starfsferilsstjórnun og ræktun tengsla jafnt innan fyrirtækja sem og í háskólum landsins. Undanfarin ár hefur Andrés verið stundakennari við MBA-nám Háskóla Íslands.

Fullbókað var á viðburðinn. 

Fleiri fréttir og pistlar

Öflug starfsemi á vegum Millennium Project – Fréttastiklur af því nýjasta.

Alheimsvettvangur framtíðarfræðinga Millennium Project, gefur reglulega út fréttabréf um ýmsa viðburði. Þarna er fjallaðu um ráðstefnur, útgáfumál og námskeð. Í nýjasta fréttabréfinu er meðal annars fjallað um heimsókn Jerome Glenn hingað til lands, ásamt öðru sem tengdist þeim viðburði. Endilega gerist áskrifendur af fréttabréfinu ef þið viljið fylgjast með á þessu sviði. Farið inn á eftirfarandi vefslóð:

https://mailchi.mp/millennium-project/newsletter-june-2024

Þróun framtíðarfræða í mismunandi heimshlutum. Gjaldfrjáls bók.

Bókin „Our World of Futures Studies as a Mosaic“ er ritstýrð af Tero Villman, Sirkka Heinonen (formaður Helsinki Node) og Laura Pouru-Mikkola. Í bókinni er meðal annars framlag frá sérfræðingum Millennium Project, eins og Jerome Glenn, Mara Di Berardo (Comms Director og Italy Node Co-formaður), Fredy Vargas Lama (Colombia Node Co-formaður), Nicolas Balcom Raleigh (FEN forseti) og Sirkka Heinonen. Bókin er ókeypis og kynnir aðferðir við framtíðarfræði og framsýni frá mismunandi heimshlutum. Hægt er að halaða bókina niður af eftirfarandi vefslóð:

 https://www.millennium-project.org/our-world-of-futures-studies-as-a-mosaic/

 

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða

Mánudaginn 10 júní var aðalfundur faghóps framtíðarfræða haldinn. Gestur fundarins var Jerome Glenn, forstjóri og stofnandi Millennium Project, sem er einn stærsti vettvangur framtíðarfræðinga á alþjóðavísu. Jerome ræddi almennt um þróun meginstrauma samfélaga, en um morguninn var hann með morgunverðarerindi á vegum Framtíðarseturs Íslands í Arion Banka. Á fundinum voru eftirfarandi tekin inn í stjórn faghópsins; Funi Magnússon, Embla Medical, Sverrir Heiðar Davíðsson, Orkuveitan og Ingibjörg Smáradóttir, Náttúrufræðistofnun. Fljótlega verður listi stjórnarmeðlima uppfærður á vefnum. 

Aðalfundur loftslagshóps 22. maí

Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9.00 var aðalfundur loftslagshóps haldinn á Teams. Fundarstjóri var Guðný Káradóttir formaður faghóps og fundarritari Íris Þórarinsdóttir stjórnarmaður í faghópnum. 

Guðný opnaði fundinn og kynnti dagskrá fundarins: 1.Uppgjör á starfsári 2.  Kosning til stjórnar 3.  Önnur mál. 

Í uppgjör starfsársins sagði Guðný frá hlutverki og starfi hópsins á árinu en nú eru 248 meðlimir í hópnum. Haldnir voru fjórir viðburðir auk aðalfundar, sumir í samstarfi við aðra hópa og einn í samstarfi við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI. Upptökur af fundum eru birtar á Facebook síðu Stjórnvísis. 

  • 14. september -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
  • 9. október –  Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi
  • 17. janúar – Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka
  • 17. maí – Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur  ávinningurinn?

Stjórnarkjör:

Fráfarandi stjórn er þannig skipuð:

  • Guðný Káradóttir, VSÓ ráðgjöf, formaður – hættir í stjórn 
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið – situr áfram í
  • stjórn 
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur – situr áfram í stjórn
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa vottun – hættir í stjórn
  • Ingibjörg Karlsdóttir, FlyPlay – hættir í stjórn
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag – hættir í stjórn
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun – hættir í stjórn
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur  – situr áfram í stjórn
  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa – situr áfram í stjórn 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte – situr áfram í stjórn 

Formaður og þrír stjórnarmenn ganga nú úr stjórn; Guðný Káradóttir, Gná Guðjónsdóttir, Katrín Georgsdóttir og Íris Þórarinsdóttir.

Eitt nýtt framboð barst í stjórn, Grace Achieng, og Leó Sigurðsson bauð sig fram sem formann. Þau voru kosin. Ný stjórn er þannig skipuð:

  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið  
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur 
  • Grace Achieng, Gracelandic ehf.
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte 

Guðný óskaði nýrri stjórn velfarnaðar á nýju starfsári og birti lista yfir tillögur að efni funda sem fráfarandi stjórn hafði sett niður á blað og ný stjórn getur unnið áfram með ef vill.

Undir önnur mál: Leó þakkaði Guðnýju fyrir hennar störf og þakkar traustið semnýr formaður. Ákveðið að ný og fráfarandi stjórn hittist fljótlega. Einnig rætt um áhuga á samstarfi loftslagshóps og hóps um sjálfbærni.  

 

Gervigreindar umbreyting rétt að hefjast og strax árangur

Gervigreindar umbreyting er rétt að hefjast og við sjáum strax árangur: "The types of business which are most likely to use artificial intelligence are seeing growth in workers' productivity that is almost five times faster than elsewhere, raising hopes for a boost to the broader economy, accountancy firm PwC said."

Hér er fréttin á Reuters:
https://www.reuters.com/technology/ai-intensive-sectors-are-showing-productivity-surge-pwc-says-2024-05-20/

Hér er skýrsla PWC sem vísað er í:
https://www.pwc.com/gx/en/issues/artificial-intelligence/ai-jobs-barometer.html

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?