Þú sem vörumerki

Leiðir til að auka sýnileika og skara framúr

Er hægt að nýta vörumerkjafræði til uppbyggingar á starfsframa?

Að byggja upp vörumerki er viðamikið og margslungið verkefni. Í markaðsfræðunum má finna margvíslegar kenningar um hvernig uppbyggingu vörumerkis skuli háttað. Á fundinum verður fjallað um hvaða þættir vega hvað þyngst og hvernig heimfæra megi fræðin á einstaklinga sem vörumerki. Einnig verða sagðar persónulegar sögur af fólki sem hefur nýtt sér vörumerkjafræðin og þannig átt auðveldara með faglega stefnumótun og aðgreiningu frá samkeppni. 

Hvernig er hægt að auka sýnileika með persónulegri hæfni? 

Af hverju skiptir máli að vera sýnilegur í sínu starfi? Á fyrirlestrinum verður farið yfir mikilvægi sýnileika einstaklinga og stjórnendateyma, á tímum þegar allir geta átt von á að lenda í slæmri umfjöllun. Fjallað verður um hvers vegna fólk þarf að gæta þess að vera sýnilegt af réttum ástæðum auk þess sem komið verður inn á hvernig sýnileiki hjálpar fólki að mynda tengsl. 

 

Sesselía Birgisdóttir er með masterspróf í alþjóða markaðsfræði og vörumerkjastjórnun sem og master í stjórnun mannauðs með áherslu á breytingar og þekkingarmiðlun. Hún hefur mikla reynslu af sölu- og markaðsmálum, þá sérstaklega er viðkemur stafrænum heimi sem tekur sífelldum breytingum. Sesselía hefur hvað lengst starfað í Svíþjóð og er nú forstöðumaður markaðsmála og stafrænnar miðlunar hjá Advania. 

 

Andrés Jónsson er eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti. Hann hefur starfað í almannatengslum undanfarin 15 ár en vann áður sem kynningarstjóri B&L og í fjölmiðlum. Hann var m.a. dagskrárgerðarmaður hjá RÚV auk þess sem hann stofnaði vefmiðilinn Eyjuna.

Andrés sérhæfir sig í krísustjórnun og stefnumótun. Hann hefur unnið fyrir fjölmörg stórfyrirtæki, stofnanir og ráðuneyti sem og einstaklinga, og haldið mörg námskeið og fyrirlestra um almannatengsl, krísustjórnun, starfsferilsstjórnun og ræktun tengsla jafnt innan fyrirtækja sem og í háskólum landsins. Undanfarin ár hefur Andrés verið stundakennari við MBA-nám Háskóla Íslands.

Fullbókað var á viðburðinn. 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Þú sem vörumerki - leiðir til að auka sýnileika og skara framúr

Faghópur um þjónustu og markaðsstjórnun hélt í morgun vel sóttan fund í HR þar sem á annað hundrað manns mættu.  Tveir frábærir fyrirlesarar fluttu erindi. Sesselía Birgisdóttir var fyrri fyrirlesari dagsins.  Hún hefur mikla reynslu af sölu- og markaðsmálum, þá sérstaklega er viðkemur stafrænum heimi sem tekur sífelldum breytingum. Hún hefur hvað lengst starfað í Svíþjóð og er nú forstöðumaður markaðsmála og stafrænnar miðlunar hjá Advania. 

Sesselía nefndi Richard Branson og Oprah Winfrey sem dæmi um fólk sem hefur markaðssett sig sjálft sem vörumerki.  Þessir einstaklingar vita sannarlega fyrir hvað þeir standa og einnig var nefnd Sólrún Diego öflugt íslenskt persónulegt vörumerki.  En hvernig byggir hver og einn upp vörumerki?  Það er allt sem þú segir og allt sem þú gerir.  Ekki nóg er að lofa, segja og gera þú verður líka að standa við það sem þú segir.  En hvernig kortleggur þú þig?  Inni í kjarnanum þarftu að byrja að kjarna gildin þín t.d. hugrekki, framtíðarsýn, kraft og samvinnu.  Síðan er að kortleggja hæfni sína t.d. stjórnandi, stafræn þekking, markaðs-og sölumál og breytingar.  Miklu máli skiptir að geta skilgreint hæfni sína.  Hvernig rökstyður þú að þú hafir þessa styrkleika og af hverju þú ert góður í þessu.  Síðan er það persónuleiki þinn sem vörumerki t.d. hvort þú sért ræðin, áskorandi, fagleg og heiðarleg.  Persónuleikinn er ekki sá sami í vinnu og heima hjá þér.  Markaðsfræðingar sem vinna með stór og lítil vörumerki horfa mikið á þetta. Þegar þú ert búinn að fara yfir þessi atriði og kortleggja fyrir hvað þú stendur fyrir verður allt svo miklu einfaldara.  Það er líka mikilvægt að vita hvað aðrir eru að gera.  Það er mikilvægt að þekkja samkeppnina og sjá hvað aðgreinir okkur, hvernig við erum öðruvísi.  Á hvað leggjum við áherslu?  Að hafa gaman t.d. sem stjórnandi.  Þegar þú ert búinn að kortleggja þig þarftu að láta vita? Hvaða miðil áttu að velja þér?  Sólrún segir það engu máli skipta, en gott er að leita hvar væntanlegir viðskiptavinir eru og vera þar.  Vertu stöðugur eftir að þú ert búinn að velja, ekki vera „suð“.  Útgáfuplan er mikilvægt settu upp lista yfir hvað þú ætlar að gera í mars, apríl, maí júní, júlí ….  En hvernig gengur manni?  Taktu saman hvar þú ert að miðla, er það tengt þínum kjarna?  Svo er bara að þora að lyfta lampanum upp og láta ljós sitt skína.

Seinni fyrirlesarinn Andrés Jónsson er eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti. Hann hefur starfað í almannatengslum undanfarin 15 ár en vann áður sem kynningarstjóri B&L og í fjölmiðlum.  Andrés sérhæfir sig í krísustjórnun og stefnumótun. Hann hefur unnið fyrir fjölmörg stórfyrirtæki, stofnanir og ráðuneyti sem og einstaklinga, og haldið mörg námskeið og fyrirlestra um almannatengsl, krísustjórnun, starfsferilsstjórnun og ræktun tengsla jafnt innan fyrirtækja sem og í háskólum landsins. Undanfarin ár hefur Andrés verið stundakennari við MBA-nám Háskóla Íslands.

Andrés byrjaði á léttu nótunum með því að segja að til að gera sig sýnilegan þá væri t.d. hægt að spyrja spurninga á fyrirlestri, þá tækju allir eftir manni. Varðandi tól þá er mikilvægt að vinna ákveðna vinnu eins og: SVÓT, fara í gilda vinnu, skoða áreiðanleika og væntingar, top of mind, share of voice, stuttur söluferill, langur söluferill. Skrifaðu greinar a.m.k. fjórar á ári þannig að fólk fari að taka eftir þér.  Auðveldasta spurningin sem maður getur spurt sig er hvort þú sért einhvers staðar að segja „NEI“.  Mikilvægt er að tengjast fólki með svipuð áhugamál og þú ert með sjálfur.  Einnig að skrá niður hjá sér góðar hugmyndir og að greina eigin ímynd.  Andrés hittir mjög oft fólk sem gerir sér enga grein fyrir hvað það er klárt og getur.  Sumir eru t.d. alltaf að sýna hvað þeir eru klárir með því að setja fram djúpar kenningar og mjög oft er það vegna minnimáttarkenndar á skorti á menntun.  Flestir eru með flotta sögu.  Mikilvægt er að segja sína sögu án nokkurra afsakana.  Yfirleitt er fólk komið miklu lengra en það heldur.  Small talk: veðrið – en af hverju segirðu ekki eitthvað áhugavert sem eru skilaboð til markaðarins um hvernig þér gengur.  Andrés lendir oft í því að hann er spurður um stjórnmál vegna þess að stjórnmál eru ímyndin hans.  Læturðu fólk vita eitthvað áhugavert um þig.  Hugsaðu um hvað þú hefur ástríðu fyrir sem þú getur miðlað til annarra.  Komdu á framfæri því sem þú þekkir.  Málið er að við kunnum þetta öll.  Þegar fólk missir vinnuna eða skilur þá fer allt í gang sem við ættum að gera alla jafna.  Flestir vanrækja sjálfsvinnuna sína. Sýnileiki í raunheimi er mikilvægur.  T.d. hvað gerist í lyftum.  Bandaríkjamenn spjalla saman en við gerum það ekki.  Leyfðu þér að þora að spjalla.  Lykillinn að vel heppnuðum stað eins og SNAPS er að þar sjáum við alla.  Fólk skynjar hvort þú sért á góðum eða vondum stað.  Vertu alltaf að miðla.  Gerðu eitthvað, mættu einhvers staðar, hafðu áhuga á einhverju og miðlaðu því.  Allt sem þú segir um fólk á netinu ratar til þess.  Okkur líkar betur við fólk sem við sjáum oftar.  Mættu óboðinn þar sem þig langar til að mæta því það er enginn í hurðinni.  En öll athygli er ekki sama og góð athygli.  Ólafur Arnalds er mjög góður í að kynna sig og segja frá því hvað hann er að gera. Besta hrósið er að hrósa öðrum.  Steinar Þór Ólafsson skrifar um  (jafnvægi einkalífs og vinnu). Sævar Ingi Bragason er einnig með góða ímynd talar um umhverfismál.  Tengslamyndun skiptir máli.  Öll tækifæri koma í gegnum tengsl og ekkert gerist án tengsla.   

Eldri viðburðir

Frá notanda til viðskiptavinar

Þjónusta í fyrsta sæti. 
 
Á örfáum árum hafa Veitur ohf. breytt starfsemi sinni og viðhorfi og sett viðskiptavini í forgrunn alls sem gert er. Veitur eru fyrirtæki í sérleyfisstarfssemi og viðskiptavinir hafa ekki val um að fara annað og þess vegna er sérstaklega mikilvægt að þjónusta sé í fyrsta sæti.
 
Brynja Ragnarsdóttir, fyrrum forstöðukona Þjónustu hjá Veitum, segir frá því hvernig Veitur breyttu menningu innan fyrirtækisins með markvissum hætti.
 
Veitur hlutu bronsverðlaun í stærstu þjónustukeppni í Evrópu árið 2024 og eru nú aftur komin í úrslit fyrir þjónustu við viðskiptavini.
 
Fundurinn fer fram í Rímu á jarðhæð Hörpu. Næg bílastæði í bílakjallara Hörpu. Ekki verður boðið upp á streymi á vef.

Þjónusta framtíðarinnar: SAGA Icelandair

Fundurinn fer fram í húsakynnum Icelandair, ekki verður boðið upp á streymi á vef.

 

Undanfarin ár hefur Icelandair lagt mikla áherslu á stafræna umbreytingu í þjónustu við viðskiptavini. Hluti af þeirri vegferð er þróun stafræns þjónustufulltrúa, SÖGU, sem hannaður er til að svara og leysa úr spurningum og vandamálum bæði tilvonandi og núverandi viðskiptavina.

SAGA er ekki einföld leitarvél eða spjallbotti sem vísar notendum áfram á vefsíðuna. Markmiðið er mun metnaðarfyllra: að skapa snjallan þjónustufulltrúa sem getur leyst úr meirihluta mála án þess að viðskiptavinurinn þurfi að hafa samband við mannlegan starfsmann.

Þróunin byggir á nákvæmri gagnaöflun, tengingu við kerfi Icelandair og stöðugri þjálfun á samtölum og svörum. SAGA lærir af samskiptum við viðskiptavini og þróast þannig til að veita betri og persónulegri þjónustu.

Stóra markmiðið með verkefninu er að breyta viðhorfi fólks til þjónustu:
að fyrsta hugsunin sé ekki lengur „ég þarf að tala við manneskju“, heldur „ég get leyst þetta sjálf – strax“.

Þessi umbreyting snýst ekki aðeins um tækni, heldur um menningarbreytingu innan fyrirtækisins og meðal viðskiptavina. Með því að efla sjálfsafgreiðslu og sjálfvirkni í þjónustu hefur Icelandair þegar náð að:

  • Minnka álag á þjónustuver
  • Stytta biðtíma og bæta upplifun viðskiptavina
  • Skapa rými fyrir þjónustufulltrúa til að sinna flóknari og verðmætari málum

Framtíðarsýn Icelandair er að SAGA verði órjúfanlegur hluti af þjónustuupplifun fyrirtækisins, þar sem manneskjur og gervigreind vinna saman að því að veita skilvirka, mannlega og skilningsríka þjónustu – hvenær sem er, hvar sem er.

 

Arndís Halldórsdóttir, vörustjóri í stafrænni þjónustu hjá Icelandair, hefur undanfarin ár stýrt þróun stafræna þjónustufulltrúans Sögu – verkefnis sem markar stórt skref í framtíðarþjónustu Icelandair.

Með henni kemur Guðný Halla, forstöðumaður þjónustu hjá Icelandair, sem hefur tekið þátt í mótun framtíðarstefnu fyrirtækisins í stafrænum samskiptalausnum. Mikil breyting hefur orðið í þessum málum undanfarin ár og hafa þær leitt uppbyggingu öflugra þjónustuleiða sem sameina sjálfsafgreiðslu, gervigreind og aðgengi að sérhæfðu þjónustufólki á mörgum tungumálum.

Saman munu þær segja frá vegferð Icelandair í átt að snjallari, persónulegri og aðgengilegri þjónustu sem nýtir tækni, innsýn og mannlega nálgun til að skapa betri upplifun fyrir viðskiptavini.

 

Frá innsýn til aðgerða

Hvernig þú notar þjónustuhönnun og þekkingu á viðskiptavinum til að þróa þjónustur fyrirtækisins svo þær skili raunverulegum verðmætum til viðskiptavina og auka skilvirkni innan fyrirtækisins.

Þjónustuhönnun
Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur.


Um fyrirlesarann
Ingibjörg Kristinsdóttir er sjálfstætt starfandi þjónustuhönnuður sem hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja á Íslandi sem og erlendis, m.a. Stafrænt Ísland, Össur, Arion, 66° Norður, Polestar, AfterPay. Hún stofnaði Jör AB í Svíþjóð sumarið 2021.

Ingibjörg hjálpar fyrirtækjum að skilja þarfir og væntingar viðskiptavina sinna þannig að þekkingin skilar sér í bættri upplifun viðskiptavina.

Hún þjálfar einnig starfsfólk fyrirtækja í þjónustuhönnun til að tryggja að þekkingin á aðferðafræðinni er eftir hjá fyrirtækinu og skapar forsendur til áframhaldandi þróunar á þjónustunni.

Frekari upplýsingar er að finna á LinkedIn síðu hennar:  https://www.linkedin.com/in/ingibjorgk/ og á www.jör.se


Fundurinn fer fram í Björtuloftum í Hörpu. Næg bílastæði í bílakjallara Hörpu

Ferðalag viðskiptavina - Dæmisögur frá ELKO og Póstinum

ELKO
Ferðalagið og áhrifin
Árið 2019 fór ELKO í mikla stefnumótunarvinnu og var ný stefna samþykkt af stjórn í árslok sama ár. Ný stefna fólst í því að færa vörumerki ELKO frá því að vera vörumiðað yfir í það að vera þjónustumiðað þar sem ánægja viðskiptavina var höfð að leiðarljósi.
Allt starfsfólk ELKO var fengið með í vegferðina og voru sett upp mælaborð og markmið til þess að mæla árangurinn af þeim breytingum sem áttu sér stað við innleiðingu stefnunnar.

Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO ætlar að leyfa okkur að skyggnast aðeins inn í ferlið við stefnubreytinguna og hvaða áhrif þessar breytingar hafa haft á reksturinn og fyrst og fremst ánægju viðskiptavina.

Pósturinn
Áhersla og lærdómur í miðri fjallgöngu

Pósturinn hefur verið að kortleggja og mæla ferðalag viðskiptavina. Auður Ösp Ólafsdóttir, sérfræðingur í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum mun fara yfir ferlið og ræða um helstu áherslur til að bæta upplifun viðskiptavina. Sérstök áhersla er lögð einnig á hvar eigi eiginlega að byrja og hvaða lærdóm megi læra þegar fyrirtæki eins og Pósturinn er staðsett í miðri fjallgöngu.

Brandr: Stjórnun og stefnumótun vörumerkja

Click here to join the meeting
Viðburður Stjórnvísi og brandr á Teams fjallar um það hvernig hægt er að mæla upplifun starfsfólks og stjórnenda á stefnu síns fyrirtækis og þannig komast að því hvort þeir sjái stefnuna með svipuðum hætti eða ekki, einnig mun brandr koma inná reynslu sína í þessum málum eftir að hafa unnið með fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum sem og erlendum.

Einnig verður komið inn á hvernig markviss innri vörumerkjastefna fyrirtækja styður ytri markaðsstefnu og gagnast vel til að draga að og halda í hæft starfsfólk.

Fyrirlesari er Íris Mjöll Gylfadóttir, framkvæmdastjóri brandr. Íris er með MBA frá HR og hefur áratuga reynslu af stjórnun og stýringu flókinna verkefna fyrir mismunandi fyrirtæki bæði hérlendis og erlendis og hefur þannig öðlast færni í að greina og endurskipuleggja ferla ólíkra fyrirtækja

 

________________________________________________________________________________

Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Meeting ID: 324 210 898 656
Passcode: EZxLHp

Download Teams | Join on the web

Learn More | Meeting options

________________________________________________________________________________

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?