Þurfum við Lean teymi innan fyrirtækisins ?

Tvö erindi voru flutt á fundi faghóps um Lean í HR þar sem leitað var svara við því hvort þörf sé fyrir Lean teymi innan fyrirtækja.

Það voru þau Helga Halldórsdóttir liðsstjóri í straumlínustjórnunar teymi Arion banka og Hjálmar Eliesersson verkefnastjóra hjá Icelandair sem sögðu frá reynslu sinni og lærdómi. Við innleiðingu straumlínustjórnunar hafa mörg fyrirtæki og stofnanir farið þá leið að mynda faghóp eða teymi sérfræðinga sem sérhæfa sig í aðferðarfræðinni. Hlutverk þessara teyma eru mismunandi, staðsetning í skipuriti ólík og líftími þeirra breytilegur.

Það er rekstrarstýring Icelandair sem heldur utan um formlegt Lean starf Icelandair og heyrir rekstrarstýring undir fjármálasvið, gengur því um leið þvert á allt fyrirtækið. Það eru alls staðar tækifæri til að gera betur í ferlum, það er aldrei neitt búið.  Allt er keyrt á PDCA hugmyndafræði, sýnilegri stjórnun, verefnatöflum, stöðufundum og kaizen.  Hjá Icelandair er gríðarleg sérfræðiþekking til staðar hjá starfsmönnum og starfsmenn eru stærsta auðlindin.  Alltaf er verið að þjálfa fólk í þessum hugsunarhætti og hugmyndafræði.  Icelandair er á réttri leið. Fjöldi verkefna er alltaf að aukast og mikil áhersla hefur verið á sýnilega stjórnun.  Allt í flug-og lyfjaiðnaði er í reglugerð og með mestu reglugerðir í heiminum.  En ef þú ert inn í skýli hvernig á að raða inn?  Þetta eru mjög fjölbreytt verkefni og það eru starfsmenn sem vinna verkefnin.  Varðandi verkefni, þá eru verkefni skópuð saman og settur er upp móðurþristur, Starfsmenn þurfa að geta séð hvað er í gangi og verkefnin verða að vera sýnileg. 

Lykilatriðið er að mæla ávinning, hann þarf að vera sýnilegur.  Mikill ávinningur hefur náðst í RUSH farangri,  Ferlið var gjörbreytt og í nýja kerfinu tekur einungis 97 klst. að afgreiða það sem áður tók 647 klst.  Rauntímamæling er orðin á farangri og Isavia og Icelandair vinna saman.  Lean fólk á að vera sýnilegt.   Annað verkefni var innleiðing nýrra flugvéla í flotann, ferli voru endurhönnuð.  Plan vs Actual var mælikvarðinn.  Nýlega opnaði nýtt skýli og settur var í gang umbótahópur.  Ef unnið er á væng þá eyðir flugvirkinn ekki lengur tíma í að sækja varahluti, allt er til staðar.  Stöðugar umbætur þurfa að eiga sér stað.  Á lagernum er allt skannað inn og út þ.e. ekkert týnist lengur því rekjanleikinn er algjör.  Þessi vinna er búin að standa yfir í 5 ár; hver fyllir á skápinn sem flugvirkjar nota? Hvar fær hann tilteknar vörur? Þetta er flókið en skemmtilegt.   Nýtt þjálfunarsetur var tekið í notkun sem þjálfar flugliða, töluverður fjöldi fer í gegn á hverju ári.  Þar er fullkomin aðstaða til þjálfunar og stöðlun með 5S.  Umbótastarf er ekki bara að kortleggja og endurhanna ferli heldur koma auga á sóun í ferlum og verklagi, að endurbæta vinnustaðinn og keyra verkefni.  Mikilvægt er að tengja umbótastarf við gildi og ávinning. 

En hvað virkar ekki? Það virkar ekki að byrja strax á því sem er dýpst í verkfærakistunni.  Mikilvægast er að sjá stóru myndina, PDCA, af hverju erum við að þessu? Stuðningur lykilmanna e lykilatriði ef þeir eru ekki um borð þá er eins hægt að gleyma verkefninu, Að viðurkenna ekki mistök virkar ekki heldur.  Það er svo mikill lærdómur í því sem fer úrskeiðis.  Skammtímahugsun virkar ekki, umbótastarf er langtímahugsun, fjárfesting í framtíðinni.  Lean teymi er lykilatriði til að samræma og deila þekkingu.  Hlusta – Sjá – Tengja. 

 

Helga sagði að það væri fyrst og fremst fyrirtækjamenning sem kallar á sérstakan leiðtogastíl.  Árið 2011 ákvað Arion banki að fara þessa leið, vegferð A+ sem er Lean leið.  Þegar mest var voru 12 manns í teyminu en nú eru þau 5.  Þannig hefur þekkingin breiðst út um fyrirtækið.  Haldið er í grunninn á þessari aðferðafræði sem eru 5 linsur; rödd viðskiptavinar, skilvirk starfsemi, árangursstjórnun (mælikvarðar), skipulag, hugarfar og hegðun.  Farið er markvisst í gegnum hverja deild, byrjað var á útibúunum, síðan í aðalbankann og að lokum í innri endurskoðun.  Innleiðingin er mikilvægust.  Starfsemin er greind.  Dæmi um áætlun er 18 vikna ferli. Undirbúningur, greining, hönnun, innleiðing og eftirfylgni.  Þegar farið er í innleiðingu er stillt upp ákveðnu teymi og unnið er algjörlega í verkefninu á meðan, ekkert annað.  Farið var yfir hlutverkið, undirbúninginn.  Mikilvægt er að lean-teymið þekki hvað er verið að vinna á hverjum stað.  Alltaf er heyrt í viðskiptavinum bæði innri og ytri.  Allir hafa rödd og eitthvað til málanna að leggja, á hvað á að leggja áherslu á og lagðar eru fram tilgátur.

Upplýsingagjöf er mikilvægur þáttur í innleiðingarferlinu.   Daglegir töflufundir A plús teymis ásamt tengilið frá sviðið.

En hvað er mikilvægt að hafa í huga varðandi innleiðingu á Lean? Í fyrsta lagi 1. Skuldbinding stjórnenda 2. Þjálfun 3. Verkáætlun og eftirfylgni 4. Auðlindir og upplýsingamiðlun 5. Lean verkfærakistan (velja þarf hvað hentar á hverjum stað?) í þjónustufyrirtækjum þarf minna af tólum en í framleiðslufyrirtæki. 

En hvað virkar?  Vera á staðnum, læra af reynslunni og vera ekki hræddur við að breyta, læra af reynslunni litlir sigrar fyrirmyndir skipta máli (gríðarlega mikilvægt), gefa öllum tækifæri, reynslusögur, velja verkefni sem selur,

Allir fái tækifæri til að tjá sig og byggja ákvarðanir á staðreyndum.  Lean teymi Arion banka heyrir undir mannauðssvið bankans sem heyrir undir skrifstofu bankastjóra.  Þau ætla sér að verða deild sem er stefnumiðaður samherji, þau þekkja starfið mjög vel og eru frábærir ráðgjafar að gera businesinn betri.  Lean snýst allt um fólkið og það er vegferðin sem Arion banki er á.  Verkefnið verður aldrei búið, Arion banki er lærdómsfyrirtæki, „Þetta er langhlaup og við erum bara rétt að byrja“.  

Um viðburðinn

Þurfum við Lean teymi innan fyrirtækisins ?

Við innleiðingu straumlínustjórnunar hafa mörg fyrirtæki og stofnanir farið þá leið að mynda faghóp eða teymi sérfræðinga sem sérhæfa sig í aðferðarfræðinni. Hlutverk þessara teyma eru mismunandi, staðsetning í skipuriti ólík og líftími þeirra breytilegur. Á fundinn fáum við Helgu Halldórsdóttur liðsstjóra í staumlínustjórnunarteymi Arion banka og Hjálmar Eliesersson verkefnastjóra hjá Icelandair til að segja frá reynslu sinni og lærdómi.

Fjallað verður um þróun á lean verkefnum og teymum innan fyrirtækja.

 

 

Fleiri fréttir og pistlar

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?