Um stjórnunarstaðla

Á Fyrsta fundi ISO hópsins tökum við fyrir umræðu um stjórnunarstaðla og skoðum nokkra staðla sem ekki hafa verið í sviðsljósinu eins og ISO 9001:

• Eru til aðrir stjórnunarsstaðlar en gæðastjórnunarstaðallinn?
• Getum við tileinkað okkur valin atriði úr stöðlun eftir þörfum?

Gestur fundarins og fyrirlesari
Sigurður M. Harðarson ráðgjafi

Fundarstaður
Nýherjahúsið, Borgartúni 37, 105 Reykjavík.
 
 

EFQM árangurslíkanið og hagnýting þess

Fundur á vegum faghóps um EFQM árangurslíkanið

Eiginleikar og hagnýting EFQM árangurslíkansins

Erindi og framsögumenn

  1. EFQM árangurslíkanið - leið til árangurs 
    Haraldur Hjaltason framkvæmdastjóri Artemis mun fjalla um hvernig hægt er að nýta líkanið til að ná betri árangri í rekstri og fylgjast með árangrinum.

  2. Hagnýting ÁTVR á EFQM árangurslíkaninu.
    Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ÁTVR mun fjalla um hvernig ÁTVR hefur nýtt sér EFQM líkanið og sýna hvernig fyrirtækið hefur getað fylgst með þróun og árangri með því að nota líkanið.

Þar sem fundurinn markar endurnýjun EFQM faghóps Stjórnvísi viljum við hvetja áhugafólk um líkanið til að gefa kost á sér í stjórn hópsins sem mynduð verður á fundinum.
Fundarstaður
ÁTVR að Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík.
 
 
 
 
 

Frá kvörtun til úrlausnar. Kröfur skv. ISO ISO-10002:2004 staðli.

Fundur á vegum ISO hóps Stjórnvísi

Erindi og framsögumenn

  1. Frá kvörtun til úrlausnar. Kröfur samkvæmt ISO-10002:2004 - leiðbeiningar 
    Svala Rún Sigurðardóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs FOCAL

  2. Mikilvægi úrbótaverkefna 
    Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri, Landsvirkjun

9:30 fundi slitið

Fundarstaður
Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68

Ert þú í Svansmerkinu?

Fundur á vegum umhverfis- og öryggishóps
 Fundarefni

Ert þú í Svansmerkinu? Kynning á norræna umhverfismerkið Svanurinn
Umræða um stöðu umhverfismerkinga á Íslandi, tilgangur merkinga og framtíðarsýn.
Ávinningur af umhverfismerkingum (Áhrif umhverfismerkinga á úrbætur og þróun í fyrirtækjum sem og í samfélaginu öllu)

Fundarstaður
Umhverfisstofnun
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík

 

Siðferðileg álitamál í mannauðsstjórnun

Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun

„Siðferðisleg álitamál í mannauðsstjórnun – Á siðfræðin erindi við þig?“
Erindi og framsögumenn
„ Á siðfræðin erindi við þig?“
Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur við HR og hjá Eþikosi.
Stefán Einar mun fjalla um þá spurningu hvort siðfræðin eigi erindi við fólk í nútímanum og hvort hún geti haft jákvæð áhrif á fólk í fyrirtækjarekstri. Á síðustu árum hefur lítið farið fyrir umræðu um siðferðileg gildi en nú virðast margir varpa fram siðferðilegum spurninum sem flestar lúta að viðskiptalegum efnum. Eru raunveruleg svör til við þessum spurningum?
„Siðferðisleg álitamál í mannauðsstjórnun“
Ketill B. Magnússon viðskiptasiðfræðingur og mannauðsstjóri Skipta
Ketill mun skoða nokkra þætti mannauðsstjórnunar með gleraugum siðfræðinnar.
Fundarstaður
Síminn (matsal), Ármúla 25, næsta hús vestan við Símabúðina. Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.15. 
 

Upplýsingar sem stefnumótandi auðlind

Fundur á vegum faghóps um viðskiptagreind

Fundarefni
Upplýsingar sem stefnumótandi auðlind
Fyrirlesutrinn er hugleiðingar um virði upplýsinga og hvað við getum gert til að meðhöndla upplýsingar sem þá stefnumótandi auðlind sem þær eru. Ætlunin er að að hafa fyrirlesturinn opinn á þann hátt að áhugi fundarmanna ræður svolítið för (sér í lagi í seinni hlutanum).
Mögulega lyki fundinum þannig að fyrirlesarinn kafaði ofan í verkefni (CASE), tæki umræðu um virði upplýsinga, segði frá eigin hugmyndum varðandi rétt skref á þeirri leið að ná tökum á kvikyndinu eða jafnvel að sýnd bíómynd um baráttu hugprúðs riddara við stóran dreka.

Fyrirlesari
Sigurður Jónsson hjá Platon
Sigurður er giftur þriggja barna faðir úr Kópavogi. Hann hefur unnið við Information Management síðan 1998 og starfar þessa stundina sem ráðgjafi í þeim málum hjá hinu alþjóðlega ráðgjafafyrirtæki Platon (www.platon.is). Sigurður hefur unnið að innleiðingu jafnt sem ráðgjöf á þessu sviði hérlendis og erlendis.

Fundarstaður
Síminn við Ármúli 27 (verslun Símans), gengið inn bakvið.
 

Hugpró: Sjálfvirkar prófanir

Fundur á vegum Hugpró - faghóps um hugbúnaðarprófanir
Fundarefni
Sjálfvirkar prófanir

Fyrirlesari
Hannes Pétursson
Fundarefni
Sjálfvirkar prófanir með áherslu á hvað þarf að vera til staðar til að hægt sé að framkvæma sjálfvirkrar prófanir.

Aðalfundur Hugpró
Fundurinn er jafnframt aðalfundur Hugpró. Nú er fjórða starfsár Hugpró að hefjast og leitað er að áhugasömu fólki til að styrkja stjórn hópsins. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast látið okkur vita á stjornvisi@stjornvisi.is eða mæti á fundinn og gefi kost á sér.

Fundarstaður
Húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti, stofu 338
..
 

Breytingastjórnun í heilbrigðisgeiranum

Fundur á vegum heilbrigðishóps
Fundarefni
“Breytingastjórnun í heilbrigðisgeiranum”
Fyrirlesarar
Friðfinnur Hermannsson og Sigurjón Þórðarson, ráðgjafar hjá Capacent.

Fundarstaður
Capacent, Borgartúni 27, fundarsalur 8. hæð.
 

Hvatningarráðstefna Stjórnvísi

 Smellið á tengilinn hér neðar og athugið að nóg er að ská nafn og netfang.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?