Frá kvörtun til úrlausnar. Kröfur skv. ISO ISO-10002:2004 staðli.

Fundur á vegum ISO hóps Stjórnvísi

Erindi og framsögumenn

  1. Frá kvörtun til úrlausnar. Kröfur samkvæmt ISO-10002:2004 - leiðbeiningar 
    Svala Rún Sigurðardóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs FOCAL

  2. Mikilvægi úrbótaverkefna 
    Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri, Landsvirkjun

9:30 fundi slitið

Fundarstaður
Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68

Ert þú í Svansmerkinu?

Fundur á vegum umhverfis- og öryggishóps
 Fundarefni

Ert þú í Svansmerkinu? Kynning á norræna umhverfismerkið Svanurinn
Umræða um stöðu umhverfismerkinga á Íslandi, tilgangur merkinga og framtíðarsýn.
Ávinningur af umhverfismerkingum (Áhrif umhverfismerkinga á úrbætur og þróun í fyrirtækjum sem og í samfélaginu öllu)

Fundarstaður
Umhverfisstofnun
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík

 

Siðferðileg álitamál í mannauðsstjórnun

Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun

„Siðferðisleg álitamál í mannauðsstjórnun – Á siðfræðin erindi við þig?“
Erindi og framsögumenn
„ Á siðfræðin erindi við þig?“
Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur við HR og hjá Eþikosi.
Stefán Einar mun fjalla um þá spurningu hvort siðfræðin eigi erindi við fólk í nútímanum og hvort hún geti haft jákvæð áhrif á fólk í fyrirtækjarekstri. Á síðustu árum hefur lítið farið fyrir umræðu um siðferðileg gildi en nú virðast margir varpa fram siðferðilegum spurninum sem flestar lúta að viðskiptalegum efnum. Eru raunveruleg svör til við þessum spurningum?
„Siðferðisleg álitamál í mannauðsstjórnun“
Ketill B. Magnússon viðskiptasiðfræðingur og mannauðsstjóri Skipta
Ketill mun skoða nokkra þætti mannauðsstjórnunar með gleraugum siðfræðinnar.
Fundarstaður
Síminn (matsal), Ármúla 25, næsta hús vestan við Símabúðina. Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.15. 
 

Upplýsingar sem stefnumótandi auðlind

Fundur á vegum faghóps um viðskiptagreind

Fundarefni
Upplýsingar sem stefnumótandi auðlind
Fyrirlesutrinn er hugleiðingar um virði upplýsinga og hvað við getum gert til að meðhöndla upplýsingar sem þá stefnumótandi auðlind sem þær eru. Ætlunin er að að hafa fyrirlesturinn opinn á þann hátt að áhugi fundarmanna ræður svolítið för (sér í lagi í seinni hlutanum).
Mögulega lyki fundinum þannig að fyrirlesarinn kafaði ofan í verkefni (CASE), tæki umræðu um virði upplýsinga, segði frá eigin hugmyndum varðandi rétt skref á þeirri leið að ná tökum á kvikyndinu eða jafnvel að sýnd bíómynd um baráttu hugprúðs riddara við stóran dreka.

Fyrirlesari
Sigurður Jónsson hjá Platon
Sigurður er giftur þriggja barna faðir úr Kópavogi. Hann hefur unnið við Information Management síðan 1998 og starfar þessa stundina sem ráðgjafi í þeim málum hjá hinu alþjóðlega ráðgjafafyrirtæki Platon (www.platon.is). Sigurður hefur unnið að innleiðingu jafnt sem ráðgjöf á þessu sviði hérlendis og erlendis.

Fundarstaður
Síminn við Ármúli 27 (verslun Símans), gengið inn bakvið.
 

Hugpró: Sjálfvirkar prófanir

Fundur á vegum Hugpró - faghóps um hugbúnaðarprófanir
Fundarefni
Sjálfvirkar prófanir

Fyrirlesari
Hannes Pétursson
Fundarefni
Sjálfvirkar prófanir með áherslu á hvað þarf að vera til staðar til að hægt sé að framkvæma sjálfvirkrar prófanir.

Aðalfundur Hugpró
Fundurinn er jafnframt aðalfundur Hugpró. Nú er fjórða starfsár Hugpró að hefjast og leitað er að áhugasömu fólki til að styrkja stjórn hópsins. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast látið okkur vita á stjornvisi@stjornvisi.is eða mæti á fundinn og gefi kost á sér.

Fundarstaður
Húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti, stofu 338
..
 

Breytingastjórnun í heilbrigðisgeiranum

Fundur á vegum heilbrigðishóps
Fundarefni
“Breytingastjórnun í heilbrigðisgeiranum”
Fyrirlesarar
Friðfinnur Hermannsson og Sigurjón Þórðarson, ráðgjafar hjá Capacent.

Fundarstaður
Capacent, Borgartúni 27, fundarsalur 8. hæð.
 

Hvatningarráðstefna Stjórnvísi

 Smellið á tengilinn hér neðar og athugið að nóg er að ská nafn og netfang.

Hagræðing og sparnaður: Fjármálahópur

Fundur á vegum faghóps um fjármál fyrirtækja

Hagræðing og sparnaður
Sjaldan hefur verið eins mikilvægt og nú að leita allra leiða til straumlínulaga rekstur fyrirtækja, koma í veg fyrir sóun og draga almennt úr rekstrarkostnaði.
Capacent hefur þróað lausn sem þeir kalla Frá hugmynd til fjárhagslegs ávinnings sem byggir á því að virkja alla starfsmenn til þátttöku í því að ná fram hagræðingu í rekstri þar sem megin áhersla er á gegnsæi og markvissa upplýsingagjöf.
Nálgun þeirra byggist annars vegar á greiningu leiða og mótun umbótaverkefna og síðan innleiðingu og eftirfylgni með skýrri tengingu við fjárhagsleg markmið í rekstri og vel skilgreindri aðgerðaáætlun.
Á fundinum mun Capacent kynna aðferðafræðina og fara yfir nokkur dæmi.

Fundarstaður
Capacent, Borgartúni 27, 105 Reykjavík  

 
 
 
 
 

 

Endurmörkun hjá N1

Fundur á vegum faghóps um mótun og framkvæmd stefnu.
Fundarefni
Endurmörkun hjá N1
Framsögumaður
Kolbeinn Finnsson, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá N1, segir frá endurmörkun N1. Fjallað verður um verkefnið út frá stefnumótun, innri markaðssetningu og innleiðingu nýrra gilda.
Fundarstaður
N1, Dalvegi 10 – 14, Kópavogi.
 
 

Gildi og þjónustustjórnun

Fundur á vegum faghóps um þjónustustjórnun
Fundarefni
Gildi og þjónustustjórnun

Framsögumenn og umfjöllunarefni

"Gildi sem hluti af fyrirtækjamenningu
"Bjarney Harðardóttir, forstöðumaður markaðsmála hjá Íslandsbanka

"Hvernig höldum við gildunum "lifandi"?
Ólafur Finnbogason, fræðslustjóri hjá Íslandspósti

Fundarstaður
Íslandsbanki, Kirkjusandi, 5. hæð  - á 5. hæðinni er gengið til hægri.
 

Viðskiptagreind í heilbrigðisgeiranum

Sameiginlegur fundur heilbrigðis- og viðskiptagreindarhóps
Hvernig getur viðskiptagreind hjálpað stjórnendum í heilbrigðisgeiranum?
Fundarefni og framsögumenn

„Hvernig getur viðskiptagreind hjálpað stjórnendum í heilbrigðisgeiranum?“
Hugtakið viðskiptagreind verður útskýrt og farið meðal annars í tímasparnað, ferlabreytingar o.fl.
Bjarki Stefánsson, ráðgjafi á sviði viðskipta-greindar hjá Platon.
“Hagnýting upplýsinga á Landspítalanum”
María Heimisdóttir, sviðsstjóri Hag og upplýsingasviðs á LSH.
Fundarstaður
Hringsalur á Barnaspítala Hringsins við Hringbraut.
 

Í samstarfi við FVH: Er gagn að stöðlum í breyttu umhverfi? ISO: öflug aðferðarfræði í stjórnun og

Hádegisverðarfundur á vegum ISO hóps Stjórnvísi og Félags viðskipta- og hagfræðinga

Er gagn af stöðlum í breyttu rekstrarumhverfi? ISO: Öflug aðferðarfræði í stjórnun og forystu 

Við breyttar aðstæður í rekstri fyrirtækja hefur skapast þörf fyrir endurskoðun á aðferðafræði stjórnunar og á fundinum munu nokkrir valinnkunnir stjórnendur hafa framsögu.

Dagskrá
Eyjólfur Árni Rafnsson forstjóri Mannvits
„Er stjórnun kvöð og kostnaður?“

Einar Hannesson framkvæmdastjóri frá IGS
„Innleiðing og áhrif gæðastjórnunarkerfis í starfsemi Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli“

Halldór Magnússon framkvæmdastjóri þjónustuferlis Marels
„Vottuð vinnuferli í samþættingarvinnu Marels og nýrra fyrirtækja sem hafa verið keypt“
Fundurinn er hádegisverðarfundur og haldinn á Grand Hóteli. Verð kr. 2.900 - .

Fundarstjóri er Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
 

Efni og efnanotkun á vinnustöðum

Rétt dagsetning er föstudagurinn 30. október.

Fundur á vegum faghóps um umhverfis- og öryggisstjórnun
Framsögumaður
Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvikjunar
Fundarefni
Efni og efnanotkun á vinnustöðum
Notkun varúðarmerktra efna hefur aukist mjög á síðustu áratugum og eins hafa kröfur í lögum og reglugerðum um meðhöndlun varúðarmerktra efna aukist til muna. Samhliða þessari þróun hefur umræðan um efni og efnanotkun verið frekar fyrirferðalítil hér á land. Mörg fyrirtæki hafa í raun ekki áttað sig á mikilvægi þessa málaflokks og fyrirtæki sem vilja vinna samkvæmt lögum og reglugerðum um meðhöndlun varúðarmerktra efna hafa verið í vandræðum með að afla lögboðinna upplýsinga og halda utan um efnameðhöndlunina.

Á fundinum verður sýnt stutt myndband frá evrópsku orkufyrirtæki þar sem fjallað er um meðhöndlun varúðarmerktra efna og einnig fjallað um hvernig Landsvirkjun sem er vottuð skv. ISO 14001 heldur utan um efnamál í starfsemin sinni, vandmál og lausnir.

Þá vonumst við eftir fjörugum umræðum..........

Fundarstaður
Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík
 

Leiðtoginn og liðið

Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun
Framsögumenn og erindi

Hinrik Sigurður Jóhannesson og Sigurjón Þórðarson frá Capacent
“Leiðtoginn og liðið”

Elísabet Helgadóttir fræðslustjóri og Íris Ösp Bergþórsdóttir mannauðsráðgjafi
"Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja”
Erindið fjallar um hvað Íslandsbanki hefur gert til að byggja upp jákvæða fyrirtækjamenningu frá hruni bankanna.

Fundarstaður
Capacent, Borgartúni 27, 105 Reykjavík
 

Hvað er stefnumiðað árangursmat og hvað er nýtt í aðferðafræðinni?

Athugið að upphaflega var þessi fundur á dagskrá 29. október en hefur nú verið frestað til 5. nóvember.

Fundur á vegum faghóps um stefnumiðað árangursmat - Balanced Scorecard
Fundarefni
Hvað er stefnumiðað árangursmat og hvað er nýtt í aðferðafræðinni?

Erindi og framsögumenn:

  1. Almennt um stefnumiðað árangursmat – Hrefna Sigríður Briem
  2. Innleiðing stefnumiðaðs árangursmats – Fjóla María Ágústsdóttir

Fundarstaður
Capacent Borgartúni 27, 105 Reykjavík
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?