Stjórnun endurskipulagningar Sláturfélags Suðurlands - Takmarkaður fjöldi

Sláturfélag Suðurlands (SS) á sér áhugaverða sögu og hefur verið leiðandi matvælafyrirtæki sem framleiðir og selur matvörur og vörur tengdar matvörum á heildsölustigi frá árinu 1907. Þann 29. apríl mun Steinþór Skúlason forstjóri félagsins segja frá þeim umfangsmiklu breytingum sem SS hefur gengið í gegnum frá árinu 1988. Farið verður meðal annars í gegnum hvernig staðið var að flutningi framleiðslueininga, stækkun húsnæðis, sameiningu félagsins á einn stað á höfuðborgarsvæðinu og flutning vörudreifingar til Hvolsvallar.

Erindið byrjar kl. 8:30 en gestir eru hvattir til að mæta tímanlega á þetta áhugaverða erindi til að geta snætt léttan morgunverð í boði SS. Athygli skal vakin á að fjöldatakmörkun er á fundinn svo það borgar sig að skrá sig strax.

Verið velkomin.

Alþjóðlegar umbætur lykilferla hjá Össuri (The Global Process Development Program)

Össur býður í heimsókn aðilum áhugasömum um ferlaumbætur, umbætur í upplýsingatækni og verkefnastjórnun. Í heimsókninni verður sagt frá vegferð verkefnastofns (Project Program) sem hefur það markmið að bæta lykil viðskiptaferla fyrirtækisins.

Nánari lýsing á verkefni:
‘‘The Global Process Development Project Program was established in 2011 as a strategic initiative to create value for customers, advance employees’ work and increase profitability. Management recognized the importance of improving services, architecture and streamlining processes in order to achieve this. The focus was on improving order fulfilment, service delivery and customer feedback processes to improve service and grow profits”

Gartner BPM Excellence Awards:
Í mars 2014 hlaut Össur verðlaun frá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Gartner fyrir árangur í ferlaumbótum þar sem aðferðafræði ‘‘Business Process Management“ (BPM) er nýtt til að auka árangur fyrirtækja. Nánari upplýsingar um þessi verðlaun má nálgast í eftirfarandi fréttatilkynningu frá Gartner: http://www.gartner.com/newsroom/id/2675915

Yngvi Halldórsson framkvæmdastjóri Upplýsingatækni og Viðskiptaferla mun í heimsókninni segja frá verkefnastofninum í heild sinni, aðferðafræði og þeim lærdómi sem draga má af vegferðinni. Aðrir
meðlimir BPM teymisins verða jafnframt á staðnum til að taka þátt í umræðum.

Kaffi og léttar veitingar í boði.
Staðsetning: Fundarsalurinn Esja á 4.hæð í Aðalbyggingu Össurar, Grjótháls 5.

Mannamót í apríl: Velkomin til Advania.

•Velkomin til Advania - Elísabet Sveinsdóttir, markaðsstjóri Advania •Upplýsingatækni gerir gæfumuninn - Gestur G. Gestsson forstjóri Advania •Hvaða upplýsingar eiga fyrirtæki um viðskiptavini - en nota ekki? Ragnar Már Magnússon, sérfræðingur viðskiptagreindar •Ný aðferðarfræði við markaðssetningu. Örlítið um efnismarkaðssetningu (content marketing). Jón Heiðar Þorsteinsson, sérfræðingur á markaðssviði.

Hvar: Advania, Guðrúnartúni 10, 108 Reykjavík
Hvenær: Miðvikudaginn 30. apríl
Tími: kl. 17.15 - 18.30

Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl.17.15 svo fólk skal mæta tímalega. Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!

Samstarfssamtök; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Innovit, KVENN, SFH, FKA

Aðalfundur faghóps um ISO staðla og vottanir

Boðað er til aðalfundar faghóps um ISO staðla og vottanir.

Dagskrá

• Starf og stjórn faghópsins starfsárið 2013-2014
• Kosning í stjórn fyrir starfsárið 2014-2015
• Önnur mál

Stjórn ISO hópsins hvetur alla áhugasama til að mæta.

Áhugasamir um þátttöku í stjórn eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Gunnhildi Arnardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnvísi.

Staðsetning:
KLAK-INNOVIT
Innovation House
3.hæð
Eiðistorgi 13-15
170 Seltjarnarnes

Innovation House er á 3.hæð á Eiðistorgi. Gengið er inn á torgið, upp á 2.hæð, á móti Bókasafni Seltjarnarness er inngangur upp á 3.hæð.

Birgðastýringaverkefni Veritas - Jóhanna Þorbjörg Jónsdóttir deildastjóri innkaupadeildar Distica og

Jóhanna Jónsdóttir deildarstjóri innkaupa hjá Distica og Guðmundur Á. Árnason ráðgjafi hjá Capacent munu vera með síðustu fræðslu vorannarinnar sem snýr að birgðastýringaverkefni Veritas.

Vinna við birgðastýringaverkefni hjá Veritas hófst vorið 2013, en Veritas er móðurfyrirtæki Distica, Vistor, Artasan og Medor sem öll starfa á lyfja- og heilbrigðismarkaði.

Markmið verkefnisins var að lækka fjárbindingu í birgðum sem hlutfall af vörusölu án þess að það kæmi niður á afgreiðsluframmistöðu til viðskiptavina.

Væntur ávinningur af vinnslu verkefnisins var að lykil árangursmælikvarðar væru vel skilgreindir og að samræmd framkvæmd birgðastýringar milli fyrirtækja myndi nást. Einnig að hlutverk fyrirtækja og starfsfólks yrðu vel skilgreind, þjónustumarkmið yrðu endurbætt ásamt markvissri notkun söluáætlana ofl.

Lykilafurðir verkefnisins voru eftirfarandi:
• Ný birgðastefna og samræmt birgðastýringarferli sem nær til allra fyrirtækja Veritas
• Ný birgðamarkmið og mælikvarðar
• Þjálfun starfsfólks í framkvæmd innkaupa og birgðastýringu og aukið samstarf innkaupafulltrúa og markaðsfólks
• Endurbætur á ERP kerfi ásamt AGR og nákvæmari stilling vörunúmera vegna birgðastýringar

Lykilorð: Birgðastýring, birgðastefna, markmið og mælikvarðar, breytingastjórnun, þjálfun innkaupafulltrúa, aðlögun upplýsingakerfa og hugbúnaðar.

Erindið byrjar kl. 9:00 til 10:00 en gestir eru hvattir til að mæta tímanlega á þetta áhugaverða erindi til að geta snætt léttan morgunverð í boði Distica. Athygli skal vakin á að fjöldatakmörkun er á fundinn svo það borgar sig að skrá sig strax.
Staðsetning: Hörgatúni 2, Garðabæ
Gengið inn Vistor inngang
Næg bílastæði eru á Garðatorgi

Aðalfundur Stjórnvísi 2014 í Nauthól 14.maí kl.15:00.

Aðalfundur Stjórnvísi 2014- verður haldinn í Nauthól þann 14.maí kl.15:00- 15:30. Strax að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum gefst Stjórnvísifélögum kostur á að taka þátt í stefnumótununarvinnu félagsins sem verður leidd af sannkölluðum reynsluboltum í þeim efnum en það eru þau Fjóla María Ágústsdóttir, verkefnisstjóri á skrifstofu stjórnsýslu og samfélagsþróunar hjá forsætisráðuneytinu (fimm ára reynsla í stefnumótunarráðgjöf hjá Capacent) og Sigurjón Þór Árnason, gæða-og öryggisstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Þau sitja bæði í stjórn Stjórnvísi.

Eftirtaldir hafa boðið sig fram til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2014-2015 en frestur til framboðs rann út þann 8.maí skv. reglum félagins.

Til formanns: Teitur Guðmundsson læknir, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, núverandi formaður hefur boðið sig fram til formanns starfsárið 2014-2014.

Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:

  1. Ásta Malmquist, forstöðumaður þjónustuvers einstaklingssviðs hjá Landsbankanum
  2. Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi.
  3. Sigurjón Þór Árnason, gæða-og öryggisstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.

Önnur framboð í aðalstjórn sem borin verða upp til samþykktar á aðlafundi eru:
Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans, Háskólanum í Reykjavík sem nú er varamaður í stjórn.
Jóhanna Þ. Jónsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildar Distica, sem nú er varamaður í stjórn.
Halldór Kr. Jónsson, framkvæmdastjóri Aflvéla.

Framboð varamanna í stjórn:
Oddur Hafsteinsson, öryggisstjóri Þekkingar.
Þórunn María Óðinsdóttir, sérfræðingar og sjálfstætt starfandi Intra.

Fagráð: Óskað var eftir að allir þeir sem eru nú í fagráði haldi áfram til þess að klára vinnu við siðareglur félagsins og hafa þeir allir staðfest framboð sitt.
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins
Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustusviðs ÁTVR.
Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskiptafræði við HR.
Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Ríkisendurskoðun.
Margrét Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Gerum betur.

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör þriggja stjórnarmanna til næstu tveggja ára.
  8. Kjör tveggja varamanna í stjórn til næstu tveggja ára.
  9. Kjör fagráðs.
  10. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  11. Önnur mál.

Samfélagsábyrgð - Mælingar og miðlun

Einn lykilþáttur samfélagsábyrgðar fyrirtækja felst í upplýsingagjöf um framgang mála og framvindu verkefna og hefur sú krafa að fyrirtæki geri grein fyrir samfélagsstefnu sinni, markmiðum og árangri á opinberan hátt aukist til muna á síðustu misserum.

Til eru fjölmargar leiðir fyrir fyrirtæki að birta árangurinn, og er hægt að nefna UN Global Compact viðmiðin og sjálfbærnivísa Global Reporting Initiative (GRI) sem góð dæmi um alþjóðlega viðtekin vinnubrögð í þeim málum. Fjöldi fyrirtækja á alþjóðavísu hefur þegar tekið upp árlega birtingu markmiða, mælikvarða og árangurs á sviði samfélagslegrar ábyrgðar en þróunin hefur vissulega gengið hægar hér á Íslandi en í nágrannalöndum okkar. Nokkur fyrirtæki eru þó markvisst farin að birta upplýsingar um vinnu og árangur á sviðinu og verða nokkur dæmi tekin fyrir á þessum síðasta morgunverðarfundi faghóps um samfélagsábyrgð á þessu starfsári.

Fyrirlesarar verða:

  • Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR

  • Svanhildur Sigurðardóttir, samfélags- og samskiptastjóri hjá Ölgerðinni

  • Hulda Steingrímsdóttir, ráðgjafi hjá Alta

Fundarstjóri verður Már Másson, forstöðumaður samskiptamála hjá Íslandsbanka.

Kaffi og te verður á boðstólunum og eru allir áhugasamir hvattir til þess að mæta.

Stofnfundur nýs faghóps: Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining

Sæl verið þið öll,

Nú hafa 37 aðilar skráð sig í faghópinn og er það mjög ánægjulegt. Fyrsti fundur faghópsins verður haldinn fimmtudaginn, 15. maí 2014, kl. 17-19. Fundurinn verður staðsettur í Innovation House, Eiðistorgi 3.hæð (gengið upp beint á móti Bókasafninu), í húsnæði Stjórnvísis.
Þau ykkar sem hafa áhuga að starfa í stjórninni og þar með undirbúa fundi og viðburði, eru hvött til að mæta, þar sem liður nr. 4 á dagskránni er að kjósa stjórn, 5 til 7 manna stjórn.
Hér má sjá nánari upplýsingar um faghópinn:
http://stjornvisi.is/hopur/kostnadarstjornun-og-kostnadargreining

Dagskrá:
1 Kynning og markmið með faghópnum.
2 Stuttur fyrirlestur um „Beyond Cost Analysis“- Einar Guðbjartsson, dósent.
3 Kaffi og kökur (hvet fundargesti að koma með smá nesti, t.d. kleinur eða vínabrauðslengjur)
4 Skipan í stjórn og starfið framundan.
5 Fastsetja næsta fund.
6 Önnur mál.

MMS Pilot lið Marel

Lean faghópurinn býður upp á ótrúlega spennandi kynningu í Marel sem síðustu kynningu vetrarins. Auðvelt er að yfirfæra nákvæmlega sömu hugsun og aðferðir sem þessi hópur era ð nota yfir á allar tegundir af atvinnustarfsemi og vinnuumhverfi, - ekki síður skrifstofuumhverfið en framleiðsluumhverfið. Svo allir áhugasamir um Lean eru hvattir til að mæta.
Fundurinn verður haldinn í Lón fundarsal Marel, Austurhraun 9, 210 Garðabær og hefst kl.08.45

MMS er framleiðslukerfi Marel af fyrirmynd TPS (Toyota production system).

Helstu þættir framleiðslukerfisins
· Sterk liðsmenning með sjálfstæðum liðum.

· Leiðtogahæfni og sjálfstýring einstaklinga.

· Sellufyrirkomulag með áherslu á lokavöru.

· Eftirspurn stýrir framleiðslu og áhersla á hraða og “one piece” flæði.

· Stöðugar umbætur með áherslu á eyðingu sóunar.

· Sterk þjónustulund með áherslu á viðskiptavininn og þarfir hans.

· Samþætting framleiðsluferla og annarra ferla.

· Ferlar hannaðir með tilliti til viðskiptamódelsins, lítið magn en mikill fjölbreytileiki.

Hvað er pilot lið?
· Fyrstir til að innleiða hugmyndir MMS í framleiðslunni í Garðabæ.

· Flokkaralið 4.

· Verkefni 2013 - 2014.

· Fá fræðslu um tól MMS sem hjálpa til við innleiðingu verkefnisins.

· Liðið tekur ákvarðanir um hvernig á að innleiða og fylgja eftir hugmyndum MMS.

· Fá stuðning frá fyrirliðum og framleiðslustýringu til þess að vinna eftir MMS.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?