Er kannski öllum sama? - Ábyrg markaðssetning

Sameiginlegur fundur faghópa um samfélagsábyrgð fyrirtækja og þjónustu- og markaðsstjórnun þar sem við fáum að heyra þrjú spennandi erindi um markaðsmál og samfélagslega ábyrgð.

Hvers vegna erum við að þessu? - fræði og dæmi. Gunnar Thorberg eigandi Kapals Markaðsráðgjafar, er reynslumikill markaðsráðgjafi og starfar fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi á sviði viðskipta, stefnumótunar, uppbyggingu vörumerkja og markaðssetningar. Auk þess sinnir hann kennslu í helstu háskólum landsins með áherslu á viðskipti og markaðssetningu á stafrænum miðlum.

Saga um samfélagslega ábyrgð: Innleiðing, áskoranir og ávinningur. Kristján Gunnarsson - eigandi og ráðgjafi hjá Kosmos & Kaos flytur okkur reynslusögu þeirra. Kosmos & Kaos hefur verið framarlega á sviði vefhönnunar, vefþróunar og stafrænnar markaðssetningar. Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og er virkur meðlimur í FESTU, miðstöð um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.

Erum við neytendur vakandi? - Rakel Garðarsdóttir, annar tveggja höfunda bókarinnar Vakandi veröld.
Láta neytendur sig samfélagsábyrgð fyrirtækja varða og þá hvernig? Tengsl markaðssetningar og ábyrgra neyslu- og viðskiptahátta.

Eldri viðburðir

Mótun og innleiðing á þjónustustefnu hjá Listasafni Reykjavíkur

Athugið að viðburður er bæði haldinn á Kjarvalsstöðum (fjöldatakmörkun 25 manns) og á Teams 

Click here to join the meeting

---

Margrét Reynisdóttir eigandi Gerum betur ehf og ráðgjafi og Marteinn Tausen þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur segja ykkur frá mótun þjónustustefnu safnsins og innleiðingu.  Þau verða með ýmsa fróðleiksmola um þessa vegferð.

Um fyrirlesarana:

Margrét Reynisdóttir á fyrirtækið Gerum betur ehf. Hún er M.Sc. í stjórnun og stefnumótun og M.Sc. í alþjóða markaðsfræði. Margrét hefur haldið námskeið og starfsdaga fyrir fyrirtæki og stofnanir í tæp 20 ár auk  þess að veita ráðgjöf. Hún er frumkvöðull í að útbúa íslenskt efni fyrir þjónustuþjálfun í bókaformi, myndböndum og sýndarveruleika

Marteinn er þjónustustjóri Listasafn Reykjavíkur. Hann er fyrrum framkvæmdastjóri Hverfisgallerís þar sem hann var umboðsmaður hóps listamanna og hafði yfirumsjón með sýningum, listaverkasölu og daglegum rekstri gallerísins. Marteinn starfaði í 18 ár hjá Íslandsbanka þar sem hann gegndi meðal annars starfi fræðslustjóra, þjónustu- og viðskiptastjóra.

 

Aðalfundur faghóps Þjónustu- og Markaðsstjórnunar

Stjórn faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun boðar hér til aðalfundar fyrir starfsárið 2021 - 2022. Farið verður yfir ýmis málefni er varðar faghópinn ásamt því að kjósa nýja stjórn og formann.

Þau sem hafa áhuga að taka þátt í þessum fjarfundi og bjóða sig fram í stjórn faghóps, vinsamlegast sendið tölvupóst á rannveig@icepharma.is til að fá fundarboð með hlekk í Teams fundarboðið.

Dagskrá fundar:

  1. Kynning á faghópnum
  2. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
  3. Kosning formanns og stjórnar
  4. Næsta starfsár faghópsins
  5. Önnur mál

Stafræn stefna getur breytt leiknum - Krónan

Click here to join the meeting
Renata mun í fyrirlestri sínum fara yfir þá stafrænu umbreytingu sem Krónan hefur gengið í gegnum á síðustu þremur árum. Á þeim tíma hefur orðið bylting í þjónustu matvöruverslana á Íslandi með tilkomu sjálfsafgreiðslukassa og netverslana.

Stefnan er að breyta markaðnum og þjónustunni til framtíðar en til þess þarf að hafa hugrekki til að taka stórar og framúrstefnulegar ákvarðanir. Boðið verður upp á spurningar í lok fyrirlestursins. 

Um Renötu S. Blöndal:

Renata er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Krónunni þar sem hún stýrir stafrænni vegferð ásamt því að móta stefnu og innleiða matvöruverslun framtíðarinnar. Áhersla er lögð á að bæta þjónustu og einfalda líf viðskiptavina og er þar nýjasta viðbótin Snjallverslun Krónunnar. Viðskiptavinir nýta lausnina til að panta matvöru heim að dyrum, skipuleggja matarinnkaupin og fá yfirsýn yfir matarútgjöldin. Krónan er lágvöruverðsverslun sem leggur áherslu á hollustu, umhverfismál og snjallar lausnir. Renata starfaði áður á tæknisviði Landsbankans við greiningu á tækifærum til sjálfvirknivæðingar í innri og ytri ferlum bankans. Fyrir það starfaði hún hjá Meniga og CCP.

Raf-magnaðir viðburðir!

Click here to join the meeting

Jón Þórðarson hjá Proevents mun fara yfir viðburðarstjórnun í breyttu umhverfi. 

Það er magnað að ástandið vegna Covid hefur sýnt okkur hvað hægt er að gera skemmtilega og mikilvæga hluti þegar maður hugsar út fyrir boxið! Þörf okkar fyrir að fræðast, hittast og skemmta okkur saman, er alltaf til staðar og því verðum við að finna leiðir sem virka í nýjum heimi. Lykilatriðið er að sjá alltaf tækifærin í aðstæðunum með því að beita skapandi hugsun. Jón mun gefa okku innsýn í nýjar víddir þegar kemur að raf-mögnuðum viðburðum og nauðsyn þess að hafa faglega nálgun við framkvæmd þeirra.

Viðburðurinn verður tekinn upp og upptakan sett á Facebook síðu okkar

Jón Þórðarson er stofnandi og eigandi Proevents ásamt Ragnheiði Aradóttur. Hann hefur mikla reynslu af viðburðaþjónustu auk langrar stjórnunarreynslu úr viðskipta- og listalífinu. Sem viðburðastjóri hefur Jón starfað með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins að fjölbreyttustu viðburðum hvort sem eru árshátíðir, hvataferðir, móttökur, stórir viðburðir í beinni sjónvarpsútsendingu og verðlaunaafhendingar svo eitthvað sé nefnt. Hann starfaði m.a. sem sýningastjóri í Borgarleikhúsinu í áratug.

Jón hefur BSc í viðskiptafræði. Hann hefur mikla ánægju af að vinna með ólíku fólki og hefur óþrjótandi metnað fyrir því að viðburðir á hans vegum séu unnir á framúrskarandi hátt.

Tækifærin á vinnumarkaði í Covid

https://us02web.zoom.us/j/6907321950

Andrés mun í fyrirlestri sínum fjalla um hvernig eigi að vekja athygli þeirra sem eru að leita að starfsfólki nú þegar aðstæður í efnahagslífinu valda því að fleiri eru um hvert starf sem losnar. Þá mun hann fjalla um hvernig megi nota þennan tíma til að efla sig og bæta hæfni sína, hvernig eigi að nálgast ráðningarferli og hvað sé gott að hafa í huga varðandi prófílinn þinn á Linkedin. Boðið verður upp á spurningar í lok fyrirlestursins.

 

Andrés er eigandi Góðra samskipta sem er sérhæft ráðgjafafyrirtæki á sviði almannatengsla, stjórnendaleitar og stefnumótunar. Í sumar var sérstök ráðningardeild sett á laggirnar innan Góðra samskipta og hefur starfsmannafjöldi fyrirtækisins í kjölfarið þrefaldast úr tveimur í sex starfsmenn. Hjá Góðum samskiptum er fylgst vel með efnilegum stjórnendum en fyrirtækið býður ráðgjöf sem byggir á stjórnendastuðningi og stjórnendaþjálfun jöfnum höndum. Góð samskipti hafa vakið athygli fyrir val sitt á svokölluðum 40/40 lista, en á honum eru stjörnur og vonarstjörnur í viðskiptalífinu, fjörutíu ára og yngri. Góð samskipti hafa farið með yfir 100 æðstu stjórnendur á Íslandi í gegnum krísu- og fjölmiðlaþjálfun á síðustu 5 árum. Fyrirtækið vill vinna með stjórnendum sem aðhyllast árangursmenningu og nálgast starfsferilinn eins og afreksfólk í íþróttum. Þá hefur fyrirtækið einsett sér að verða sérstakur bandamaður kvenna og ungs fólks á vinnumarkaði.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?