Hvað eiga kvenstjórnendur sameiginlegt og hver eru viðhorf karla til þeirra?

Tvö mjög áhugaverð erindi um kvenstjórnendur þar sem snillingarnir Katrín Pétursdóttir verkefnastjóri hjá Póstinum og Íris Ósk Valþórsdóttir stöðvarstjóri hjá Avis deila visku sinni og stýra umræðum.

Því miður er fullbókað á viðburðinn.  

 

Kvenstjórnendur á íslenskum vinnumarkaði. Hvað eiga þeir sameiginlegt?
Katrín fjallar um rannsókn sem hún gerði á kvenstjórnendum á íslenskum vinnumarkaði. Farið er yfir hvað einkennir persónuleika þeirra, hvernig þær tvinna saman fjölskyldulíf og vinnu, hvaða aðferðir þær nota í stjórnun, tengslanet þeirra og hvaða áhrif það hafði á framgang í starfi, kynjamisrétti og ráð sem þær gefa ungum konum sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum.

Viðhorf íslenskra karla til kvenstjórnenda

Á síðustu árum og áratugum hefur þátttaka kvenna í stjórnunarstörfum verið töluvert í umræðunni og enn í dag heyrast af og til raddir sem segja að konum sé meinaður aðgangur að stjórnunarstörfum eða þær ekki metnar að verðleikum. Í erindi sínu segir Íris frá sinni sýn og vísar í rannsókn sem hún gerði á viðhorfum karla til kvenstjórnenda og stjórnunarhátta þeirra.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Hvað eiga kvenstjórnendur sameiginlegt og hver eru viðhorf karla til þeirra

Hvað eiga kvenstjórnendur sameiginlegt og hver eru viðhorf karla til þeirra var yfirskrift fundar á vegum faghóps um mannauðsstjórnun sem haldinn var hjá Póstinum Stórhöfða í morgun.

Tvö mjög áhugaverð erindi um kvenstjórnendur voru flutt en það voru þær Katrín Pétursdóttir verkefnastjóri hjá Póstinum og Íris Ósk Valþórsdóttir stöðvarstjóri hjá Avis sem deildu visku sinni og stýrðu umræðum.

Katrín fjallaði um rannsókn sem hún gerði á kvenstjórnendum á íslenskum vinnumarkaði.  Hana langaði að vita hvernig árangursríkir kvenstjórnendur á Íslandi stjórnuðu og hitti hún þær og spjallaði við þær. Hún fór yfir hvað einkennir persónuleika þeirra, hvernig þær tvinna saman fjölskyldulíf og vinnu, hvaða aðferðir þær nota í stjórnun, tengslanet þeirra og hvaða áhrif það hafði á framgang í starfi, kynjamisrétti og ráð sem þær gefa ungum konum sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Konur gegna síður stöðu æðsta yfirmanns á vinnustöðum.  Sagan segir okkur að karlar hafa setið sem æðsti stjórnandi frá upphafi. Fyrrum forsætisráðherra Kanada Kim Campbell breytti því hvernig hún talaði, hún talaði sem leiðtogi en ekki sem kona.  Hún var því gagnrýnd fyrir það. 

Rannsóknaraðferðin var eigindleg, viðtöl voru tekin við 11 árangursríka kvenstjórnendur á íslenskum vinnumarkaði á aldrinum 40-69 ára forstjórar eða eigendur fyrirtækja. Viðtölin voru 36-75 mínútur.   

Á síðustu árum og áratugum hefur þátttaka kvenna í stjórnunarstörfum verið töluvert í umræðunni og enn í dag heyrast af og til raddir sem segja að konum sé meinaður aðgangur að stjórnunarstörfum eða þær ekki metnar að verðleikum. Í erindi sínu segir Íris frá sinni sýn og vísar í rannsókn sem hún gerði á viðhorfum karla til kvenstjórnenda og stjórnunarhátta þeirra. Persónueinkenni árangursríkra kvenstjórnenda eru að þær eru jákvæðar, bjartsýnar, óþolinmóðar, kröfuharðar og hafa mikinn áhuga á fólki.  Ekkert benti til þess að systkinaröð skipti máli hvort konur skari framúr eða ekki.  Allar konurnar áttu börn og höfðu átt góð og hlý samskipti við foreldra sína.  Þær áttu það einnig sameiginlegt að hafa samviskubit yfir því að inna heimilinu og fjölskyldunni ekki nægilega vel.  Allar höfðu fengið aðstoð heima fyrir.  Flestar höfðu æft einhverjar íþróttir á yngri árum og voru sammála um að hreyfing skipti miklu máli sem og góður svefn. 

Flestir kvenstjórnendurnir voru með skýra stefnumótun, gott upplýsingaflæði, opnar dyr þ.e. auðvelt aðgengi, hlustuðu vel, völdu rétta fólkið með ólíkan bakgrunn, sögðu heiðarleika og traust skipta miklu máli sem og hvatningu og vildu vera þessi ósýnilegi stjórnandi.  Það sem þessir aðilar áttu einnig sameiginlegt var að þær byggðu upp tengslanet í gegnum stjórnarsetu í hagsmunasamtökum, tengslanetið veiti þekkingu.

En hver er upplifun árangursríkra kvenstjórnenda á að vera kvenmaður á vinnumarkaðnum með tilliti til kynjamisréttis?  Margar sögðust ekki finna fyrir misrétti hér á Íslandi en því væri öfugt farið erlendis. Flestar voru hlynntar kynjakóða en fannst að hann ætti samt ekki að þurfa að setja. 

En hvaða ráð gefa þessar konur ungum konum sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum?  Vinnusemi, ánægja í starfi, trúa á sjálfa sig og gefast ekki upp, grípa tækifærin, leita ráða og fá ráleggingar, fá besta fólkið með sér í verkefnin og setja sér markmið. 

Viðhorf íslenskra karla til kvenstjórnenda var rannsókn Írisar Óskar Valþórsdóttur stöðvarstjóra hjá AVIS.  Íris hefur unnið sem stjórnandi sl. 10 ár og var í meistaranámi í stjórnun og stefnumótun.  Íris starfaði 10 ár í Bretlandi þar sem hún var stjórnandi og hefur því reynslu þaðan.  Til fjölda ára hefur verið mikil barátta fyrir jafnrétti.  Konur eru að brjóta sér leið en það tekur tíma.  Það sem var í lagi fyrir 5 árum síðan þykir ekki í lagi í dag.  Konur eru oft fyrir utan ákveðið tengslanet þar sem þær missa af upplýsingum eins og hvað er framundan.  FKA er að hjálpa konum með því að tengja þær saman.  Í gegnum tíðina hafa karlar frekar verið í stjórnunarstörfum.  Í dag eru konur í 47% starfa á Íslandi.  Kynjaskipting í æðstu stjórnunarstöður og stjórnir fyrirtækja á Íslandi eru konur í miklum minnihluta.  Næstum tvöfalt fleiri konur útskrifast úr háskólum á Íslandi í dag en karlar.  Þetta ætti að endurspeglast á vinnustöðum en gerir það ekki.  Kannski er ástæðan sú að það eru töluverðar truflanir hjá konum eins og barneignir o.fl.  Íris Ósk gerði megindlega rannsókn þar sem haft var samband við yfir 30 fyrirtæki og fékk 312 svör frá karlmönnum sem störfuðu fyrir kvenstjórnendur 20 ára og eldri.  64% þeirra sem svöruðu var með núverandi kvenstjórnanda.  Þema rannsóknarinnar: umboð, tilfinningagreind, hvatning, sýn, liðsheild og viðhorf almennt. Kvenstjórnendur eru duglegir við að hvetja aðra við að koma með hugmyndir, sýna starfsmönnum og verkefnum þeirra áhuga, hvetja starfsmenn áfram og vilja að þeim gangi vel.  Þær voru ekki eins góðar varðandi sterka sýn og að deila hugsjónum sýnum en tala jákvætt um framtíðina og það sem framundan er.  Kvenstjórnendur leggja líka metnað í að samskipti séu góð.  Varðandi viðhorf almennt þá voru 80% sammála því að gott væri að vinna fyrir kvenstjórnendur og 90% töldu þær jafn hæfar sem stjórnendur.  Á heildina litið gefur rannsóknin til kynna að það sé jákvæð mynd af kvenstjórnendum, þær sé góðar í að veita umboð til starfsmanna, hafi sterka tilfinningagreind, hvetjandi, með skýra framtíðarsýn og góðar í að byggja upp liðsheild.

 

Tengdir viðburðir

Stjórnarfundur faghóps um mannauðsstjórnun - Lokaður fundur

Stjórnarfundir faghóps um mannauðsstjórnun eru haldnir tvisvar á ári þar sem stjórnin kemur saman í raunheimum og skoðar stöðu faghópsins.

Við upphaf starfsár kemur stjórn saman, skoðar eldri starfsár og mótar viðburðadagskrá komandi starfsárs.

 Og loks við lok starfsár eru fráfarandi stjórnarmeðlimir kvattir og nýir meðlimir boðnir velkomnir inn. Á loka vinnufundi stjórnar er einnig farið yfir líðandi Stjórnvísis ár og rýnt hvað betur megi fara, hvernig styrkja megi starfsemina, sem og hvað fór vel fram og viðhalda megi í starfseminni og komandi Stjórnvísisár vel undirbúið svo stjórnin geti hafið sín störf af fullum krafti strax við upphaf næsta Stjórnvísis árs.

 

 

Hefur þú áhuga á að taka þátt í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun?

Ekki hika við að hafa samband við formann faghópsins (sunna@vinnuhjalp.is), stjórnin er ávallt opin fyrir því að fá áhugasamt fólk inn í sínar raðir!

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun 2024

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl klukkan 10:00 til 10:30 í gegnum Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar*
  • Önnur mál

*Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun sér um fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins og fær til þess stuðning og fræðslu um fundarstjórnun og á fræðslukerfinu LearnCove. Stjórn faghópsins fjarfundar nokkrum sinnum yfir árið til þess að stilla saman strengi sína og skipta milli sín viðburðum til fundarstýringar.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á sunna@vinnuhjalp.is.

ATH! VIÐBURÐI FRESTAÐ: Verkfærakista mannauðsstjórnandans í fjórðu iðnbyltingunni frestað

Lean Ísland vikan í hnotskurn - Ráðstefna í Hörpu 22. mars 2024

Lean Ísland vikan í hnotskurn!

Ráðstefna:

  • Lean Ísland - Framtíðarleiðtoginn
    Fyrirlesarar koma m.a. frá IKEA Portúgal, Össuri Suður Afríku, OC Tanner, Spreadgroup og Datera.

    Erindin fjalla m.a. um:
    • hvernig auka eigi áhrif með orðum
    • hvernig auka eigi sjálfstæði framlínustarfsfólks
    • hvernig efla eigi samheldni og starfsánægju
    • umbótahugsun framtíðarleiðtogans
    • nýja tegund af gervigreind
    • seiglu til að halda áfram þrátt fyrir mótlæti

Námskeið:

  • Activating Possibilities: Dare to have Dynamic Conversations
    Lois Kelly leiðir okkur í sannleikann um það hvernig megi hafa áhrif með orðum
  • Maintaining a Successful Lean System
    Gary Peterson fer yfir hvernig eigi að búa til árangursríkt straumlínulagað stjórnkerfi

Stjórnvísi er stoltur samstarfsaðili Lean Ísland og minnir á ráðstefnu í Hörpu 22. mars nk. og námskeið í tengslum við ráðstefnuna sem verða haldin í húsakynnum Opna háskólans í HR. 

ATHUGIÐ:  Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. Þema ráðstefnunnar í ár er framtíðarleiðtoginn

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að og starfa m.a. hjá IKEA, OC Tanner og Allied Irish Banks.  

Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Inclusion in the workplace: Taking the Guesswork out of Diversity Equity and Inclusion (D.E.I.)

Click here to join the meeting

Companies in today's diverse society are grappling with how to adjust employee behavior and be more inclusive in the workplace. Achola, a Solopreneur and consultant, will share her insights on this topic at the upcoming event titled "Inclusion in the Workplace: Taking the Guesswork out of Diversity Equity and Inclusion (D.E.I.)."

Speaker: Achola Otieno (She/Her), Solopreneur and consultant

Achola is a D.E.I. strategist and policy analyst with over ten years of experience in human rights. She is the founder of Inclusive Iceland, a boutique consulting practice that specializes in strategic planning and structural development while utilizing proven design frameworks to promote equity. Achola's expertise lies in designing projects for underrepresented groups, which has played a vital role in her advocacy for equity and inclusion. Her work has gained recognition both in Iceland and internationally, as she has collaborated with the Icelandic local government and the U.N.H.C.R. Achola's approach to D.E.I. is holistic and intersectional, combining practice, process, and policies to equip staff with the necessary tools to build equity in their respective organizations. She is also passionate about data and connecting systems with the social and political environmental climate. Having lived on three continents and traveled to over 90 countries, she has vast experience working with diverse cultures and systems. Achola aims to weave historical connections and current contexts to better understand inequities and create effective solutions for promoting equity and inclusion.

Fjölbreytileiki á vinnustað: Sömu tækifæri fyrir öll!

Click here to join the meeting

Býður vinnustaðurinn þinn hreyfihamlaða velkomna til vinnu?
Hvað er viðeigandi aðlögun? Hvernig kemur maður fram við hreyfihamlaða einstaklinga? Hvað má og hvað má ekki? Hvaða störf getur hreyfihamlað fólk unnið? Hvernig getur vinnustaðurinn minn tekið virkan þátt í inngildingu?
Þessar spurningar, og margar aðrar mun Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar, svara á örfyrirlestri um fjölbreytileika á vinnustað: Sömu tækifæri fyrir öll!

Tími verður gefinn fyrir spurningar við lok fyrirlestrar.

 

Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar Landssambands Hreyfihamlaðra, er með mikla reynslu af atvinnulífinu, bæði sem fatlaður einstaklingur en einnig sem ófatlaður einstaklingur. Margrét hefur gengt allskonar störfum sem t.d. þjónn, tamningarmaður, verkefnastjóri, ráðgjafi og stjórnandi. Þekking Margrétar og reynsla er víð og umfangsefni fyrirlestrarins því séð frá mörgum hliðum.

 

Fundarstjóri: Sunna Arnardóttir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?