Meðvirkni í stjórnun

ATHUGIÐ breytt staðsetning: Póstmiðstöð Íslandspóst, Stórhöfða 32, beygt til vinstri fyrir framan húsið, keyrt meðfram því og inn fyrir það og lagt á bílastæði fyrir ofan húsið.
Meðvirkni í stjórnun. Hvað er það? Hvernig birtist hún og hvaða áhrif hefur hún á starfsfólk og stjórnendur, starfsemina, vinnustaðarmenninguna og viðskiptavinina? Hvenær erum við - stjórnendur - meðvirkir? Hvað gerist ef meðvirkni fær að viðgangast á vinnustöðum óáreitt? Og hvað er til ráða?
Sigríður Indriðadóttir hefur undanfarin ár unnið með meðvirkni í stjórnun í tengslum við störf sín að mannauðsmálum. Sigríður mun leitast við að svara þessum spurningum og öðrum í fyrirlestri á vegum mannauðshóps Stjórnvísi fimmtudaginn 26. september nk. 
Sigríður er með MSSc gráðu í stjórnun og þróun mannauðs frá Lundarháskóla í Svíþjóð auk þess sem hún hefur lokið markþjálfunarnámi frá Háskólanum í Reykjavík. Sigríður hefur starfað sem mannauðsstjóri frá árinu 2008 og samhliða því sem ráðgjafi í mannauðsmálum og þjálfari í mannlegum samskiptum og leiðtogafærni. Sigríður starfar í dag sem mannauðsstjóri hjá Íslandspósti.
Staðsetning: 
Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Íslandspósts að Stórhöfða 32 (Póstmiðstöð), beygt til vinstri fyrir framan húsið, keyrt meðfram því og inn fyrir það og lagt á bílastæði fyrir ofan húsið.

Léttar kaffiveitingar milli 8:00 og 8:30

 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

JAFNLAUNASTAÐALLINN ÍST 85 - Lykilatriði og notkun

Faghópur um mannauðsstjórnun vekur athygli á námskeiði Staðlaráðs þann 18. september um jafnlaunastaðalinn og innleiðingu:

JAFNLAUNASTAÐALLINN ÍST 85 - Lykilatriði og notkun

Stefnir fyrirtækið að jafnlaunavottun? Námskeiðið er ætlað fyrirtækjum og stofnunum sem eru að undirbúa fyrstu skref í innleiðingu jafnlaunastaðalsins og vilja fá yfirsýn yfir uppbyggingu hans og notkun, helstu verkefni framundan og hvernig best er að hefja  innleiðingarvegferðina.

Markmið námskeiðisins er að þátttakendur þekki meginatriði og helstu ferla jafnlaunastaðalsins ÍST 85 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar og geti beitt staðlinum við jafnlaunastjórnun og launaákvarðanir.

Nánari upplýsingar og skráning >>

Topphegðun er lykillinn að aukinni framlegð, trausti og starfsánægju.

Faghópur um mannauðsstjórnun hélt í morgun fund um meðvirkni fyrir troðfullu húsi í Íslandspósti. Umræðuefnið var meðvirkni í stjórnun.  Það var Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri Íslandspósts sem hélt erindið.  hefur undanfarin ár unnið með meðvirkni í stjórnun í tengslum við störf sín að mannauðsmálum. Sigríður er með MSSc gráðu í stjórnun og þróun mannauðs frá Lundarháskóla í Svíþjóð auk þess sem hún hefur lokið markþjálfunarnámi frá Háskólanum í Reykjavík. Sigríður hefur starfað sem mannauðsstjóri frá árinu 2008 og samhliða því sem ráðgjafi í mannauðsmálum og þjálfari í mannlegum samskiptum og leiðtogafærni. Hún útskírði hvað meðvirkni í stjórnun er, hvernig hún birtist og hvaða áhrif hún hefur á starfsfólk og stjórnendur, starfsemina, vinnustaðarmenninguna og viðskiptavinina? Hvenær erum við - stjórnendur - meðvirkir? Hvað gerist ef meðvirkni fær að viðgangast á vinnustöðum óáreitt? Og hvað er til ráða?.  

Meðvirkni er gríðarlega mikið og falið vandamál á vinnustöðum.  Meðvirkni getur verið grafin djúpt í fyrirtækjamenninguna.  Oft án þess að stjórnendur eða starfsfólk geri sér grein fyrir því.  Meðvirkni stuðlar að vanlíðan starfsfólks og hamlar árangri fyrirtækisins á allan hátt.  Fyrirtækið getur því ekki hreyft sig eins hratt og þarf til að lifa af í hraða og samkeppni nútímans.

Í dag er gríðarlegur hraði í samfélaginu.  Allt samfélagið er í raun að glíma við einhvers konar meðvirkni.  Meðvirkt starfsfólk reynir oft að stjórna hegðun annarra t.d. með augnatilliti, frekju o.fl. stjórnendur þurfa að taka á málunum og sýna ábyrgð.  Fólk sem þjáist af meðvirkni er óöruggt með sig.  Stjórnendur sem ekki taka á meðvirkni eru því meðvirknir.   Meðvirkt starfsfólk bælir tilfinningar og er óöruggt með sig.

Pósturinn hefur þróað hugtök.  Sigríður sýndi formúlu sem pósturinn notar.  Fólk (við sjálf ekki undanskilin) ástundar botnhegðun og beitir skuggahliðunum sínum í stað styrkleikanna og stjórnandinn og vinnustaðurinn samþykkir hegðunina(meðvitað eða ómeðvitað).  Hvenær eru stjórnendur meðvirkir?  T.d. þegar þeir taka ekki ábyrgð á starfsskyldum eða halda ekki fólkinu sínu  ábyrgu fyrir verkefnum. Eitthvað blasir við en við neitum að horfast í augu við það og tökum því ekki á hegðunar-eða frammistöðuvandamálum sem koma upp.  Sigríður heldur stjórnendum ábyrgum, það er hennar meginverkefni og að sýna topphegðun.  Stjórnendur setja fólkinu sínu mörk.  Stundum er ætlast stjórnendur til einhvers af fólkinu sínu sem er ekki raunhæft. 

Meðvirkni hefur ekki áhrif á einn heldur alla í kringum sig og okkur sjálf.  Á hverjum vinnustað er einstaklingur sem sleppur við vinnuna sína og stjórnendur taka ekki ábyrgð.  Stjórnendur þurfa að passa sig að setja mörk og einnig foreldrar gagnvart börnum sínum og þau gagnvart okkur.  Agaleysi er oft vandamál eins og t.d. langur kaffitími of margar skreppur o.þ.h. Vonleysi byggist oft upp hjá þeim sem finnst að þeir þurfi að gera allt og því fylgir vanlíðan sem svo fylgja minni afköst.  Ef maður á vinnustað sér aðra á vinnustað stöðugt á samfélagsmiðlum þá spyr fólk sig af hverju ekki ég líka.  Einnig koma upp erfið samskipti og kulnun í starfi. 

Þar sem meðvirkni er há á vinnustað fer starfsánægja niður og það myndast þöggun.  Ekki dansa í kringlum fólk eða tipla á tánum, ræddu við einstaklinginn.  Forðun þýðir að forðast að gera eitthvað  og samviskubit er fylgifiskur margra sjtórenda sem leiðir af sér mikil skammtímaveikindi. 

Ef meðvirkni fær að grassera óáreitt þá erum við að eyða tíma, fé og fyrirhöfn í fólk sem engan veginn er að standa sig í vinnunni.  Suma er hægt að þjálfa, hjálpa og standa sig betur en aðra langar að taka að sér verkefni sem þeir ráða ekki við.  Þá er mikilvægt að bregðast strax við.  Ef tekin er saman starfsmannaveltan, sálfræðingar o.fl. sem skapast af meðvirkni þá eru þetta gríðarlegir fjármunir.  Þessum fjármunum ætti frekar að verja í að byggja upp sterka stjórenndur.  Landsliðsþjálfarinn passar upp á að allir séu á réttum stað á vellinum og það sama verða stjórndur að gera.

Traust er grunnur að því að góð fyrirtækjamenning fái blómstrað.  Traust brotnar um leið og starfsmenn sjá að stjórnendur taka ekki á erfiðum málum. 

En hvað er til ráða til að vinna bug á meðvirkni á vinnustöðum? Mannauðsteymi póstsins hefur stöðugt fjárfest í sínum stjórnendum til að kynna einfaldar leiðir til að vinna bug á meðvirkni.  Fyrsta skrefið til að ná árangri er að byrja á sjálfum sér.  Ef við tökum ekki á meðvirkni þá gerist ekki neitt.  En stundum gleyma stjórnendur að þeir eru með þessa ábyrgð.  Stjórnendur hafa áhrif og þurfa að hegða sér eftir því.  Stjórnendur átta sig ekki alltaf á því hvaða áhrif þeir hafa í raun og veru. Þeir þurfa að taka af skarið til að brjóta upp meðvirknimynstrin á vinnustaðnum. Til þess að geta gert það þurfum við að vera mjög meðvituð um okkar eigin styrkleika.  Það þarf að þjálfa stjórnendur í að taka á erfiðum málum.  Lykillinn er endurgjöf, ef þú veist ekki hvernig þú ert að standa þig þá er ómögulegt að bæta sig.  Endurgjöf er dýrmætasta gjöfin sem stjórnendur geta fengið og taka strax ábyrgð á því sem kemur upp.  Það byggir upp TRAUST hjá fyrirtækjum þegar það er stöðug endurgjöf. Endurgjöf lágmarkar meðvirkni.  Stjórnendur vita oft ekki í hverju þeir eru bestir eða sístir sem skiptir máli og ekki má ofnota styrkleika því þá verður styrkleikinn að skuggahlið.  Það eru allir snillingar bara hver á sinn hátt.  Ef þú dæmir t.d. fisk út frá því hversu hratt hann klifrar upp í tré þá mun hann alla tíð halda að hann sé ómöguleikur.  Sigríður ræddi um topphegðun og botnhegðun.  Topphegðun er þegar við notum styrkleikana okkar og náum toppárangri en í botnhegðun eru skuggahliðarnar við völd.  Topphegðun er að taka strax á málum – því er topphegðun lykillinn.  Mikilvægt er að skilgreina topphegðun og botnhegðun í fari okkar sjálfra.  Mikilvægt er að allir vinnustaðir skilgreini topphegðun og botnhegðun.  Þá skapast sameiginlegur skilningur allra.  Þetta er því ekki flókið.  Með topphegðun sköpum við traust, eflum samheldni, aukum starfsánægju og framleiðni. 

Tengdir viðburðir

Stjórnarfundur faghóps um mannauðsstjórnun - Lokaður fundur

Stjórnarfundir faghóps um mannauðsstjórnun eru haldnir tvisvar á ári þar sem stjórnin kemur saman í raunheimum og skoðar stöðu faghópsins.

Við upphaf starfsár kemur stjórn saman, skoðar eldri starfsár og mótar viðburðadagskrá komandi starfsárs.

 Og loks við lok starfsár eru fráfarandi stjórnarmeðlimir kvattir og nýir meðlimir boðnir velkomnir inn. Á loka vinnufundi stjórnar er einnig farið yfir líðandi Stjórnvísis ár og rýnt hvað betur megi fara, hvernig styrkja megi starfsemina, sem og hvað fór vel fram og viðhalda megi í starfseminni og komandi Stjórnvísisár vel undirbúið svo stjórnin geti hafið sín störf af fullum krafti strax við upphaf næsta Stjórnvísis árs.

 

 

Hefur þú áhuga á að taka þátt í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun?

Ekki hika við að hafa samband við formann faghópsins (sunna@vinnuhjalp.is), stjórnin er ávallt opin fyrir því að fá áhugasamt fólk inn í sínar raðir!

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun 2024

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl klukkan 10:00 til 10:30 í gegnum Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar*
  • Önnur mál

*Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun sér um fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins og fær til þess stuðning og fræðslu um fundarstjórnun og á fræðslukerfinu LearnCove. Stjórn faghópsins fjarfundar nokkrum sinnum yfir árið til þess að stilla saman strengi sína og skipta milli sín viðburðum til fundarstýringar.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á sunna@vinnuhjalp.is.

ATH! VIÐBURÐI FRESTAÐ: Verkfærakista mannauðsstjórnandans í fjórðu iðnbyltingunni frestað

Lean Ísland vikan í hnotskurn - Ráðstefna í Hörpu 22. mars 2024

Lean Ísland vikan í hnotskurn!

Ráðstefna:

  • Lean Ísland - Framtíðarleiðtoginn
    Fyrirlesarar koma m.a. frá IKEA Portúgal, Össuri Suður Afríku, OC Tanner, Spreadgroup og Datera.

    Erindin fjalla m.a. um:
    • hvernig auka eigi áhrif með orðum
    • hvernig auka eigi sjálfstæði framlínustarfsfólks
    • hvernig efla eigi samheldni og starfsánægju
    • umbótahugsun framtíðarleiðtogans
    • nýja tegund af gervigreind
    • seiglu til að halda áfram þrátt fyrir mótlæti

Námskeið:

  • Activating Possibilities: Dare to have Dynamic Conversations
    Lois Kelly leiðir okkur í sannleikann um það hvernig megi hafa áhrif með orðum
  • Maintaining a Successful Lean System
    Gary Peterson fer yfir hvernig eigi að búa til árangursríkt straumlínulagað stjórnkerfi

Stjórnvísi er stoltur samstarfsaðili Lean Ísland og minnir á ráðstefnu í Hörpu 22. mars nk. og námskeið í tengslum við ráðstefnuna sem verða haldin í húsakynnum Opna háskólans í HR. 

ATHUGIÐ:  Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. Þema ráðstefnunnar í ár er framtíðarleiðtoginn

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að og starfa m.a. hjá IKEA, OC Tanner og Allied Irish Banks.  

Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Inclusion in the workplace: Taking the Guesswork out of Diversity Equity and Inclusion (D.E.I.)

Click here to join the meeting

Companies in today's diverse society are grappling with how to adjust employee behavior and be more inclusive in the workplace. Achola, a Solopreneur and consultant, will share her insights on this topic at the upcoming event titled "Inclusion in the Workplace: Taking the Guesswork out of Diversity Equity and Inclusion (D.E.I.)."

Speaker: Achola Otieno (She/Her), Solopreneur and consultant

Achola is a D.E.I. strategist and policy analyst with over ten years of experience in human rights. She is the founder of Inclusive Iceland, a boutique consulting practice that specializes in strategic planning and structural development while utilizing proven design frameworks to promote equity. Achola's expertise lies in designing projects for underrepresented groups, which has played a vital role in her advocacy for equity and inclusion. Her work has gained recognition both in Iceland and internationally, as she has collaborated with the Icelandic local government and the U.N.H.C.R. Achola's approach to D.E.I. is holistic and intersectional, combining practice, process, and policies to equip staff with the necessary tools to build equity in their respective organizations. She is also passionate about data and connecting systems with the social and political environmental climate. Having lived on three continents and traveled to over 90 countries, she has vast experience working with diverse cultures and systems. Achola aims to weave historical connections and current contexts to better understand inequities and create effective solutions for promoting equity and inclusion.

Fjölbreytileiki á vinnustað: Sömu tækifæri fyrir öll!

Click here to join the meeting

Býður vinnustaðurinn þinn hreyfihamlaða velkomna til vinnu?
Hvað er viðeigandi aðlögun? Hvernig kemur maður fram við hreyfihamlaða einstaklinga? Hvað má og hvað má ekki? Hvaða störf getur hreyfihamlað fólk unnið? Hvernig getur vinnustaðurinn minn tekið virkan þátt í inngildingu?
Þessar spurningar, og margar aðrar mun Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar, svara á örfyrirlestri um fjölbreytileika á vinnustað: Sömu tækifæri fyrir öll!

Tími verður gefinn fyrir spurningar við lok fyrirlestrar.

 

Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar Landssambands Hreyfihamlaðra, er með mikla reynslu af atvinnulífinu, bæði sem fatlaður einstaklingur en einnig sem ófatlaður einstaklingur. Margrét hefur gengt allskonar störfum sem t.d. þjónn, tamningarmaður, verkefnastjóri, ráðgjafi og stjórnandi. Þekking Margrétar og reynsla er víð og umfangsefni fyrirlestrarins því séð frá mörgum hliðum.

 

Fundarstjóri: Sunna Arnardóttir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?