Starfsþróun & Markþjálfun: Hannaðu þína eigin starfsþróunarvegferð - með markþjálfun!

Staðsetning viðburðar
Tengdir viðburðir
Aðalfundur stjórnar faghóps um mannauðsstjórnun - fjarfundur
Þau sem hafa áhuga að taka þátt í þessum fjarfundi vinsamlegast sendið tölvupóst á shsfossdal@hotmail.com til að fá fundarboð með hlekk í Teams fundarboðið.
Dagskrá:
- Viðburðir sl. árs
- Hlutverk stjórnar
- Kynning á faghópnum og fyrirkomulagi viðburða
- Kosning stjórnar (Viðmiðunarfjöldi 4-10 manns)
- Starfsárið framundan
Þau sem vilja vera þátttakandi í stjórn eða vilja láta af störfum í stjórn, vinsamlegast sendið póst til Sigrúnar á shsfossdal@hotmail.com
F.h. stjórnar
Sigrún H. Sigurðard Fossdal
Eldri viðburðir
Click here to join the meeting
Faghópur Stjórnvísi um heilsueflandi vinnuumhverfi mun standa fyrir rafrænum viðburði þann 24.mars kl.11.30 þar sem við munum velta fyrir okkur tilgangi og áhrifum stimpilklukku á afköst í þekkingarstörfum.Þau Ásdís Kristinsdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Gemba, Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel og
Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur ætla að vera með okkur og ræða þetta málefni frá ýmsum hliðum.
Dagskrá viðburðarins og erindin:
- Ásdís – Hljóðláta byltingin: Vinnutími í sögulegu ljósi
- Ketill – Stimpilklukkur og baðvogir – um árangur og vellíðan hjá Marel
- Sólrún – Hvað kom til að stimpilklukkan var afnumin hjá OR – kostir og gallar
Heiður Reynisdóttir, verkefnastjóri mannauðsmála hjá Háskóla Íslands, mun stýra viðburðinum sem verður á fjarfundi.
Af hverju eru markþjálfun og hagnýting jákvæðrar sálfræði dúndur blanda?
Ragnheiður Aradóttir, fyrrverandi formaður Félags markþjálfa, hefur starfað sem stjórnendamarkþjálfi til umbreytinga í um 15 ár og hefur þjálfað mikinn fjölda stjórnenda og teyma bæði hérlendis og víða erlendis. Hún er sérfræðingur í eflingu mannauðs og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði og hefur mikinn metnað fyrir því að hámarka virkni og árangur viðskiptavina sinna á þeirra forsendum. Hennar mottó er;
„Við stjórnum hugarfari okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinningsaðstæður“
Hún ætlar að fjalla um hvernig markþjálfun og hagnýting jákvæðrar sálfræði er dúndur blanda, til að stuðla að velsæld í starfi og leik.
Jákvæð sálfræði er ný fræðigrein sem beinir sjónum að heilbrigði, hamingju og því sem gerir venjulegt líf innihaldsríkara, frekar en að fást við sjúkdóma og vandamál. Hún rannsakar hamingju og hvað það er sem stuðlar að hamingju. Hvernig við getum kappkostað að eiga innihaldsríkt líf. Jákvæð sálfræði rannsakar samhengi milli hugsana – tilfinninga og hegðunar og einmitt þar er markþjálfun því afar tengdur þáttur – í ferlinu að þjálfa sig til að hagnýta jákvæða sálfræði með það að markmiði að vinna með hugarfarið, gildin okkar og eigingleika til að stuðla að velsæld í starfi og leik.
Ragnheiður er stofnandi og eigandi PROcoaching og PROtraining þar sem hún býður upp á vandaða markþjálfun til umbreytinga, teymisþjálfun og námskeið af ýmsum toga. Hún er með PCC (Professional Certified Coach) alþjóðlega gæðavottun frá ICF, stundaði meistaranám í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands, og er Dip. Master í Jákvæðri Sálfræði ásamt því að vera sáttamiðlari. Hún lætur sig mannréttindamál miklu varða, er varaformaður FKA (Félags kvenna í atvinnulífinu) og leggur sitt á vogarskálarnar til að hvetja til jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins.
Join on your computer or mobile app
Click here to join the meeting
Rafrænn viðburður: Microsoft Teams meeting
Árangursrík streitu- og vellíðunarstjórnun - Jafnvægi í lífi, leik og starfi.
Meginstef þessa erindis eru streituvarnir. Fjallað verður m.a. um gagnlegustu streituráðin, H-in 4, og lykilinn að árangursríkri streitu- og vellíðunarstjórnun.
Tilgangur fræðslunnar er að þátttakandi geti eftirleiðis verið sinn eigin ,,Orkumálaráðherra“ með því að ná tökum á streitustigi, tilfinningum og viðhorfi til viðfangsefna lífsins á uppbyggilegan hátt. Kennt verður á Streitukortið og hvernig megi gera einstaklingsbundna streituvarnaráætlun til framtíðar.
Lífið snýst ekki um að bíða eftir því að storminn lægi, heldur um það að læra að dansa í rigningunni…
Fyrirlesari: Aldís Arna Tryggvadóttir, ACC vottaður markþjálfi og streituráðgjafi hjá Heilsuvernd og Streituskólanum
Aldís Arna starfar sem fyrirlesari, streituráðgjafi og markþjálfi einstaklinga og teyma. Fræðsluerindin lúta einkum að markmiðasetningu í lífi, leik og starfi, heilbrigði (heildræn heilsa), jafnvægi (streituvarnir), hamingju og sátt. Hún heldur reglulega námskeið í valdeflingu og streituvörnum, skrifar streituráð og greinar á fréttamiðlum Heilsuverndar.
Nánari upplýsingar um fyrirlesara: Aldís Arna
Click here to join the meeting
Áhugaverður fyrirlestur næstkomandi föstudag
Tæknirisar líkt og Google og Amazon eru þekktir fyrir að nýta sér snjallar lausnir, byggðar á gervigreind og vélnámi. En hvað með fyrirtæki sem eru ekki Google? Hvernig lítur framtíðin út fyrir fyrirtæki hér á landi sem vilja nýta sér snjallvæðingu og gervigreind, og hvar er best að byrja?
Fyrirlesarinn á þessum áhugaverða morgunfundi verður Diljá Rudolfsdóttir.
Diljá lærði gervigreind í Háskólanum í Edinborg og hefur unnið við snjallvæðingu hjá ýmsum fjármálafyrirtækjum, og vinni nú sem Forstöðumaður snjallvæðingar og stafrænnar þróunar hjá Veitum.
Click here to join the meeting
Ragnhildur sálfræðingur og eigandi Auðnast heldur skemmtilegan, jákvæðan og fræðandi fyrirlestur. Það er tilvalið að staldra við í upphafi nýrrar árstíðar og taka stöðuna.
Í 30 mínútna fyrirlestri ætlar Ragnhildur að fara yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga til að að viðhalda heilsu og hamingju í núverandi samfélagsaðstæðum.