Þjónustugæði þjónustufulltrúa í bönkum - hver eru þau og hvað styður mögulega við?

Á fundinum fjallar Ásdís Björg Jóhannesdóttir um MS ritgerð sína í markaðs- og alþjóðaviðskiptum. Ásdís gerir grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar á þjónustugæðum þjónustufulltrúa í bönkum.
Hrefna Sigríður Briem forstöðumaður B.Sc. náms við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík segir frá námi til vottunar fjármálaráðgjafa sem starfsmönnum fjármálafyrirtækja stendur til boða og hefur þann tilgang að styðja m.a við aukna fagmennsku og gæði í þjónustu. Að síðustu mun Hanna Dóra Jóhannesdóttir, viðskiptastjóri í Íslandsbanka og jafnframt vottaður fjármálaráðgjafi, segja frá því hvernig námið hefur nýst henni í starfi með áherslu á gæði og fagmennsku þjónustu.
Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofu M-208

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun

Aðalfundur faghóps Stjórnvísi um þjónustu- og markaðstjórnun. 

Laus sæti eru í stjórninni og hvetjum við áhugasama að láta vita af sér með því að senda tölvupóst á vilborg.thordardottir@gmail.com

Dagskrá fundarins:

  1. Kynning á faghópnum
  2. Yfirferð á viðburðum síðastliðið ár
  3. Kosning stjórnar 
  4. Starfsárið framundan, markmið og fyrirkomulag
  5. Önnur mál

Fundurinn verður haldin á Teams miðvikudaginn 11. maí 11:00-12:00. 

Linkurinn á fundinn er hér.  

Fyrir hönd stjórnar, 

Vilborg 

Heildarupplifun viðskiptavina (Omni Channel) aðferðafræði og innleiðing

Click here to join the meeting

Erindi frá Edda Blu­men­stein fram­kvæmda­stjóra framþró­un­ar versl­un­ar og viðskipta­vina hjá BYKO um Omni Channel, aðferðafræði og innleiðingu. 

Í fyrirlestrinum mun Edda kynna hugmyndafræðina Omni-channel og lykilþætti árangursríkrar Omni-channel stefnumótunar og innleiðingar. Edda mun einnig segja frá vegferð BYKO í þessu samhengi, frá því að fyrirtækið áttaði sig á þörfinni á umbreytingu úr Multi-channel yfir í Omni-channel, stefnumótunarferlinu og stöðu innleiðingarinnar.

Dr. Edda Blumenstein er framkvæmdastjóri Framþróunar verslunar og viðskiptavina hjá BYKO. Hlutverk sviðsins er að innleiða stefnu BYKO um bestu heildarupplifun viðskiptavinar í framkvæmdum og fegrun heimilisins. Edda situr í stjórn rannsóknarseturs verslunarinnar og í stjórn Ormsson, og er stundakennari við Háskólann á Bifröst. Edda er með B.Sc. í alþjóðamarkaðsfræði, MA í Fashion, Enterprise and Society og PhD frá Leeds University Business School þar sem hún rannsakaði Omni-channel retailing transformation og dýnamíska hæfni verslunarfyrirtækja.

Athugið að fundurinn verður haldinn í HR í stofu sem tekur 40 manns í sæti en honum verður einnig streymt af fólk á ekki heimangengt eða ef sætin fyllast. 

Growth hacking- hvernig geta fyrirtæki notað þessa einföldu og ódýru aðferðafræði til að vaxa?

Click here to join the meeting

Growth hacking er að umbylta markaðsdeildum og markaðsstarfi. Leiðandi fyrirtæki eins og Tesla, Facebook, Uber, Airbnb, Pintrest og íslensk fyrirtæki líkt og Arion Banki, Grid og CCP hafa byggt markaðsstarf og nýsköpun á aðferðafræðinni sem hefur hjálpað þeim að ná miklum árangri.

Aðferðafræðin byggir tilraunum og að nýta gögn sem gera fyrirtækjum kleift að læra hratt og finna stöðugt nýjar leiðir til að vaxa. Öll fyrirtæki, af öllum stærðum geta hagnýtt þessa einföldu aðferðafræði.

Fáir vita að Youtube átti að vera stefnumótasíða, Dropbox gekk mjög illa þar til þeir fóru að hvetja notendur til að bjóða vinum sínum að prófa og lítið growth hacking trix bjargaði AirBnB frá gjaldþroti og gerði þeim kleift að verða þetta risa fyrirtæki sem það er í dag.  

Guðmundur Arnar Guðmundsson framkvæmdastjóri Akademias ætlar að kynna fyrir okkur Growth hacking, hvernig fyrirtæki af öllum stærðum og í öllum geirum geta hagnýtt hana til að ná mun meiri árangri.

 

Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air en hann sat jafnframt í framkvæmdastjórn félaganna. Ennfremur var hann markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. Guðmundur hefur kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík ásamt því að vera reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins. Hefur hann m.a. stýrt markaðsmálum hjá tveimur Markaðsfyrirtækjum ársins skv. ÍMARK, Icelandair 2011 og Nova 2014. Guðmundur er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám, þ. á m.  við Harvard Business School og IESE.    

Mótun og innleiðing á þjónustustefnu hjá Listasafni Reykjavíkur

Athugið að viðburður er bæði haldinn á Kjarvalsstöðum (fjöldatakmörkun 25 manns) og á Teams 

Click here to join the meeting

---

Margrét Reynisdóttir eigandi Gerum betur ehf og ráðgjafi og Marteinn Tausen þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur segja ykkur frá mótun þjónustustefnu safnsins og innleiðingu.  Þau verða með ýmsa fróðleiksmola um þessa vegferð.

Um fyrirlesarana:

Margrét Reynisdóttir á fyrirtækið Gerum betur ehf. Hún er M.Sc. í stjórnun og stefnumótun og M.Sc. í alþjóða markaðsfræði. Margrét hefur haldið námskeið og starfsdaga fyrir fyrirtæki og stofnanir í tæp 20 ár auk  þess að veita ráðgjöf. Hún er frumkvöðull í að útbúa íslenskt efni fyrir þjónustuþjálfun í bókaformi, myndböndum og sýndarveruleika

Marteinn er þjónustustjóri Listasafn Reykjavíkur. Hann er fyrrum framkvæmdastjóri Hverfisgallerís þar sem hann var umboðsmaður hóps listamanna og hafði yfirumsjón með sýningum, listaverkasölu og daglegum rekstri gallerísins. Marteinn starfaði í 18 ár hjá Íslandsbanka þar sem hann gegndi meðal annars starfi fræðslustjóra, þjónustu- og viðskiptastjóra.

 

Aðalfundur faghóps Þjónustu- og Markaðsstjórnunar

Stjórn faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun boðar hér til aðalfundar fyrir starfsárið 2021 - 2022. Farið verður yfir ýmis málefni er varðar faghópinn ásamt því að kjósa nýja stjórn og formann.

Þau sem hafa áhuga að taka þátt í þessum fjarfundi og bjóða sig fram í stjórn faghóps, vinsamlegast sendið tölvupóst á rannveig@icepharma.is til að fá fundarboð með hlekk í Teams fundarboðið.

Dagskrá fundar:

  1. Kynning á faghópnum
  2. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
  3. Kosning formanns og stjórnar
  4. Næsta starfsár faghópsins
  5. Önnur mál
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?