Undirbúningsfundur stjórnar Stjórnvísi 2023-2024 (lokaður fundur)

Undirbúningsfundur stjórnar fyrir starfsárið 2023-2024 verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 26.maí kl. 09:00-12:30 í stofu M306 á 3ju hæð.  Meginmarkmiðið er að kynnast betur, skerpa á stefnu félagsins, mælaborði og ákveða þema starfsársins og áhersluverkefni í framhaldi af niðurstöðum nýrrar könnunar.  Einnig verður farið yfir aðganga stjórnar að hinum ýmsu kerfum og ákveðinn fundartími stjórnar.
Boðið verður upp á léttan hádegisverð  frá Nauthól. 

Dagskrá fundar:

  1. Samskiptasáttmáli.
  2. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.
  3. Áætlun og lykilmælikvarðar.
  4. Farið yfir aðganga stjórnar að SharePointTeamsFacebook og að skrá sig í faghópinn “Stjórn Stjórnvísi
  5. Þema ársins ákveðið og útfærsla rædd.
  6. Kynning á fyrrum áhersuverkefnum stjórnar – áhersluverkefni starfsársins ákveðin.
  • Tímasetningar ákveðnar á helstu viðburðum starfsársins.
  • Settar niður hugmyndir að haustráðstefnu (fundarstjóra og fyrirlesurum) Stjórnunarverðlaunum (verða þau með sama móti). 
  • Fundartími stjórnar og staðsetningar á fundum ákveðnar.
    • Leggjum til fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 11:00-12:00 ýmist á Teams eða á vinnustöðum hvors annars. Val um að borða saman að loknum stjórnarfundi. 
  • Kosning varaformanns og ritara næsta starfsárs.

 

________________________________________________________________________________

Microsoft Teams meeting

Join on your computer, mobile app or room device

Click here to join the meeting

Meeting ID: 345 318 919 70
Passcode: nvpowz

Download Teams | Join on the web

Learn More | Meeting options

________________________________________________________________________________

 

 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Hvað eru vinnustaðir að gera í heilsueflingu?

Fundurinn er á Teams og hlekkurinn hér

 

Heilsuefling á vinnustöðum fær sífellt meira rými og athygli enda hefur það sýnt sig að fyrirtæki og stofnanir sem setja sér skýra stefnu og markmið í heilsueflingu starfsfólks uppskera ríkulega ef vinnustaðurinn stekkur á heilsueflingarvagninn. En hvernig á að byrja og hvað eigum við að gera?

Til að svara þessum spurningum hefur faghópur um heilsueflandi vinnustaði ákveðið að bjóða upp á viðburð þar sem við fáum að heyra reynslusögur frá vinnustöðum sem farið hafa í þessa vegferð með góðum árangri.

Hafnarfjarðarbær fór í heilsueflandi vegferð með allt starfsfólk bæjarins, sem verður að teljast stórt og mikið verkefni. Við fáum að heyra upplifun starfsfólks af því verkefni.

Festi hefur vakið athygli fyrir góðan árangur í heilsueflingu starfsfólks. Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsu, mun fara yfir það hvað samstæðan er að gera í heilsueflingu fyrir sitt starfsfólk, sem er dreift á margar starfsstöðvar út um allt land og því spennandi að heyra hvaða leiðir þau hafa farið til að gera góðan vinnustað enn betri.

Eldri viðburðir

Aðalfundur Öryggishóps Stjórnvísi

Aðalfundur faghóps um Öryggisstjórnun verður haldinn 26. Maí klukkan 08:30 til 09:30. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir eru hvattir til að bjóða fram starfskrafta sína til stjórnar.

Fundurinn verður haldinn að 1. hæð Dalshrauni 3, 220 Hafnarfirði en einnig er boðið upp á teams link. 

Dagskrá:

  • Uppgjör og lærdómur starfsárs faghópsins 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Click here to join the meeting

Deiglufund­ur – Sjálf­bærni upp­lýs­inga­gjöf @Rafrænn viðburður

ATHUGIÐ!  SKRÁNING ER HÉR

Á síðasta Deiglufundi fyrir sumarfrí munum við rýna í stöðuna hjá íslenskum fyrirtækjum þegar kemur að sjálfbærni upplýsingagjöf.  Hvernig eru íslensk fyrirtæki að standa sig, hvað er til fyrirmyndar og hvar eigum við eftir að stíga stóru skrefin?

Nú eru að taka gildi Evrópusambands lög sem bæði munu gera ítarlegri kröfur þegar kemur að upplýsingagjöf sem snýr að sjálfbærni og á sama tíma stækkar sá hópur fyrirtækja sem þurfa að huga að stöðluðum og vottuðum sjálfbærni upplýsingum í ársskýrslum. Við munum á deiglufundinum fræðast um þessi lög og aðrar breytingar sem eru í vændum í þessum málaflokki.

Reynir Smári Atlason forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo mun halda fræðandi erindi, en Reynir hefur verið einn af okkar fremstu sérfræðingum hér á landi um þessi málefni síðustu ár.

Við bjóðum þá til panel umræðna þar sem þau Jóhanna Hlín Auðunsdóttir forstöðumaður loftslags og grænna lausna hjá Landsvirkjun og Stefán Kári Sveinbjörnsson verkefnastjóri í stefnumótun og sjálfbærni hjá Isavia mun taka þátt ásamt Reyni – og taka þá við spurningum og eiga samtal við fundargesti.

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu 2023

Click here to join the meeting

Farið verður yfir starf faghópsins á síðustu ári. 

Aðalfundur stjórnar faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun

Microsoft Teams meeting
Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun verður haldinn föstudaginn 19. maí klukkan 08:45-9:30 í gegnum Teams. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. Staða meðstjórnenda er laus, sjá nánar að neðan. 

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af fyrsta starfsári faghóps
  • Nýjir meðstjórnendur kynntir
  • Önnur mál

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Starf meðstjórnenda einkennist af teymisstarf þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttað og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir þessu góða starfi og vonandi gera enn betur.

Allir sem hafa áhuga á almannatengslum og samskiptastjórnun og vilja taka þátt að auka vægi atvinnugreinarinnar á Íslandi með því að taka þátt í stjórn faghóps, geta haft samband við Erlu Björgu Eyjólfsdóttur, formann faghópsins og ráðgjafa hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Cohn & Wolfe á Íslandi.

Netfang: erla.eyjolfsdottir@cohnwolfe.is  

Símanúmer: +354-8985119

______________________________________________________________________________________________________

Microsoft Teams meeting

Join on your computer, mobile app or room device

Click here to join the meeting

Meeting ID: 326 453 322 381
Passcode: tfvZdX

Controlant kynning á innkaupum, framleiðslu og dreifingu

Click here to join the meeting
Controlant býður í heimsókn í húsakynnum þeirra í Miðhrauni 4, 210 Garðabæ, en þar er bæði framleiðsla og lager fyrirtækisins.

Daði Rúnar Jónsson Director of Supply Chain Management mun segja frá fyrirtækinu, vextinum síðustu ár og helstu áskorunum í aðfangakeðjunni.

Hann mun segja frá samstarfinu við Pfizer varðandi eftirlit með dreifingu á Covid19 bóluefninu um allan heim og þeim góða árangri sem náðist í því verkefni.

Daði Rúnar mun einnig segja frá áskorunum í innkaupum og framleiðslu á síðustu árum þegar margfalda þurfti framleiðsluna í miðjum heimsfaraldri.

Eftir fyrirlesturinn verður svo skoðunarferð um framleiðslu og vöruhús Controlant fyrir alla þá sem hafa áhuga. Hámarksfjöldi á viðburðinn er 40 manns.

Fyrirlesari:

Daði Rúnar Jónsson er Director of Supply Chain Management (SCM) hjá Controlant. Hann er með meistaragráðu í Logistics & SCM frá Aarhus University og starfaði eftir námið við innkaup og stjórnun aðfangakeðjunnar hjá BoConcept í Danmörku. Margir þekkja Daða Rúnar frá AGR Dynamics þar sem hann starfaði lengi sem verkefnastóri og ráðgjafi en hann hefur jafnframt kennt fjölmörg námskeið í vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar við Háskólann í Reykjavík. Daði Rúnar er einnig fyrrum stjórnarformaður faghópsins Innkaup- og vörustýring hér hjá Stjórnvísi.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?