Lokaútkall: Vorráðstefna fagfélaga - Mótum framtíðina saman

Nú fer hver að vera síðastur að bóka sig. Sameiginleg vorráðstefna fyrir félaga Ský, Stjórnvísi og Mannauðs. Fjölbreyttir fyrirlestrar úr mismunandi áttum viðskiptalífsins um framtíðina. Smelltu hér til að bóka þig. 

Endum daginn á að stækka tengslanetið og skála fyrir framtíðinni og höldum svo út í vorið!

13:00   Setning ráðstefnunnar
Sandra Barilli
Sandra Barilli stýrir ráðstefnunni
Gu'mundur Arnar Sigmundsson
13:05   Netöryggi okkar allra
Í fyrirlestrinum verður fjallað um netöryggi út frá víðu sjónarhorni. Hvernig ógnir og áskoranir í netheimum snerta ólíka þætti samfélagsins. Hvernig tengist netöryggi einstaklinga, fyrirtækja og stofnana hvort öðru og hvernig er vænlegast að nálgast þær ógnir heildstætt svo allir séu öruggir.
LinkedIn logo Guðmundur Arnar Sigmundsson, framkvæmdastjóri CERT-IS
Elísabet Sveinsdóttir
13:30   ÉG - ef mig skyldi kalla
Fyrirlestur um hvers vegna branding skiptir máli. Branding er allstaðar og í öllu...
Hvað er brand? Getur maður brandað sjálfan sig? Hvaða virði er í því að byggja upp brand?
LinkedIn logo Elísabet Sveinsdóttir, markaðskona
Róbert Bjarnason
13:50   Hraðar breytingar á gervigreindaröld
Róbert fer yfir nýjustu þróun í gervigreind og ræðir hvernig samfélagið getur tekist á við þessar miklu og hröðu breytingar. Hvaða tækifæri og áskoranir bíða okkar, og hvernig tryggjum við að gervigreind nýtist samfélaginu til góðs?
LinkedIn logo Róbert Bjarnason, forstjóri Citizens Foundation

14:10   Kaffihlé

HelioVogas
14:40   Navigating Chaos: Proven Strategies for Crisis Leadership
In today's unpredictable world, effective crisis leadership is essential for navigating uncertainty and unlocking new opportunities. In this dynamic session, you'll discover proven strategies for adapting your leadership style to any challenge. Learn how to predict, prepare, and prevent crises before they strike, while also building the collaborative mindset needed to guide your team through turbulent times. Get ready to rethink your approach to leadership and harness the potential in every crisis.
LinkedIn logo Hélio Vogas

15:20   Umræður: Tækifærin í framtíðinni

Stjórnandi umræðna
Skapti Örn Ólafsson
Skapti Örn Ólafsson LinkedIn logo
upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar
 
Davíð Símonarson
Davíð Símonarson LinkedIn logo
framkvæmdastjóri og meðstofnandi Smitten
 
Guðrún Valdís Jónsdóttir
Guðrún Valdís Jónsdóttir LinkedIn logo
Director of Security Management, Syndis
 
Harpa Víðisdóttir
Harpa Víðisdóttir LinkedIn logo
mannauðsstjóri Landsvirkjunar
 
Hildur Einarsdóttir
Hildur Einarsdóttir LinkedIn logo
forstjóri Advania

16:00  Skálum saman fyrir framtíðinni og tengjumst!
Léttar veitingar og tengslanetið stækkað í góðra vina hópi.

17:30  Partýið búið - haldið saman út í vorið!


 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Alþjóðlega mistakadeginum fagnað

Alþjóðlegi mistakadagurinn (International Day for Failure) er árlegur viðburður, haldinn 13. október ár hvert, sem var upphaflega haldinn í Aalto-háskólanum í Finnlandi árið 2010. Markmið dagsins er að stuðla að opnari umræðu um mistök og lærdóm sem má draga af þeim – bæði í atvinnulífi og einkalífi. Deginum er ætlað að draga úr neikvæðum viðhorfum til mistaka og undirstrika að þau eru óaðskiljanlegur hluti af vexti, nýsköpun og árangri.

Frá stofnun hefur dagurinn vakið alþjóðlega athygli og verið haldinn hátíðlegur víða um heim. Hann hvetur einstaklinga, stofnanir og leiðtoga til að deila reynslu, rýna í eigin feril og skapa menningu, þar sem mistök eru viðurkennd sem tækifæri til náms og þróunar. Stjórnvísi fagnar alþjóðlega mistakadeginum í fyrsta skiptið í ár.

Eldri viðburðir

Viðburðurinn afbókaður. Sjálfbært tónlistarlíf og notkun gervigreindar - Norræn stefnumörkun höfundaréttarsamtaka

Join the meeting now

Við höfum fengið Guðrúnu Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs til að fjalla um nýlega stefnu STEFs  og Norrænna höfundaréttarsamtaka um hvernig þau ætla að beita sér fyrir framtíðar samspil tónlistar og gervigreindar. Guðrún Björk hefur bent á að  „rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar.“ Áhugavert verður að heyra af stefnumiðum samtakanna til að takast á við þessa þróun.

Geta aðrar skapandi greinar hagnýtt sér þetta frumkvæði STEFs og þannig komið í veg fyrir virðistap listamanna vegna þessara þróunar? Getur gervigreindin hugsanlega opnað fyrir tækifæri skapandi einstaklinga, þegar fram líða stundir?

STEF býður okkur að hittast í húsakynnum sínum að Laufásvegi 40, 12. júní kl 16:00.

 

Guðrún Björk Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri STEFs. STEF eru innheimtusamtök tón- og textahöfunda á Íslandi. Guðrún Björk er hæstaréttarlögmaður með cand.jur gráðu frá Háskóla Íslands og viðbótar mastersgráðu í Evrópurétti frá Stokkhólmsháskóla svo og gráðu á meistarastigi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Guðrún Björk  á að baki farsælan feril sem lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og Samtökum atvinnulífsins áður en hún hóf störf hjá STEFi. Guðrún Björk hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur og haldið fjölda erinda og fyrirlestra hjá ýmsum aðilum, hin síðustu ár aðallega á sviði höfundaréttar. Guðrún Björk situr í stjórn NCB (Nordisk Copyright Bureau) sem annast hagsmunagæslu fyrir höfunda á Norðurlöndunum vegna hljóðsetningar og eintakagerðar verka þeirra og í stjórn Tónlistarmiðstöðvar.

Aðalfundur Öryggishóps Stjórnvísi

Öryggishópur Stjórnvísi heldur aðalfund miðvikudaginn 4 júní frá kl. 11:30 til 13:00 á VOX.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Áhugasöm um þátttöku í stjórn eru beðin að hafa samband við Fjólu Guðjónsdóttir, fjola.gudjonsdottir@isavia.is 

 

Orka og Öryggi

Join the meeting now

Orka og Öryggi er yfirskrift viðburðar sem Öryggisstjórnunarhópur Stjórnvísi heldur í samstarfi við Öryggisráð Samorku miðvikudaginn 4 júní kl. 09:00 til 10:00.

Erindi 

  • Starfsemi Öryggisráðs Samorku - Björn Halldórsson, Landsvirkjun 
  • Human Organisational Performance (15 mín) - Matthías Haraldsson, Landsvirkjun
  • Öryggismenning  - Björn Guðmundsson, RARIK 
  • Öll örugg alltaf  - Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur

 Við hlökkum til að sjá ykkur hjá Samorku í Húsi Atvinnulífsins.  Hlökkum til að sjá sem flesta á staðnum en þeir sem komast ekki geta tekið þátt með því að ýta á hlekkinn "Join the meeting now".  

 

Undirbúningsfundur stjórnar Stjórnvísi 2025-2026 (lokaður fundur)

Undirbúningsfundur stjórnar fyrir starfsárið 2025-2026 verður haldinn þriðjudaginn 3.júní kl.11:00-13:45.   Meginmarkmiðið er að kynnast betur, skerpa á stefnu félagsins, mælaborði og ákveða þema starfsársins og áhersluverkefni í framhaldi af niðurstöðum nýjustu könnunar.  Einnig verður farið yfir aðganga stjórnar að hinum ýmsu kerfum og ákveðinn fundartími stjórnar.
Boðið verður upp á léttan hádegisverð.  

Dagskrá fundar:

  1. Samskiptasáttmáli.
  2. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.
  3. Áætlun og lykilmælikvarðar.
  4. Farið yfir aðganga stjórnar að SharePointTeamsFacebook og að skrá sig í faghópinn “Stjórn Stjórnvísi
  5. Þema ársins ákveðið og útfærsla rædd.
  6. Kynning á fyrrum áhersuverkefnum stjórnar – áhersluverkefni starfsársins ákveðin.
  • Tímasetningar ákveðnar á helstu viðburðum starfsársins.
  • Settar niður hugmyndir að haustráðstefnu (fundarstjóra og fyrirlesurum) Stjórnunarverðlaunum (verða þau með sama móti). 
  • Fundartími stjórnar og staðsetningar á fundum ákveðnar.
    • Leggjum til fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 11:00-12:00 ýmist á Teams eða á vinnustöðum hvors annars. Val um að borða saman að loknum stjórnarfundi. 
  • Kosning varaformanns og ritara næsta starfsárs.

 

Aðalfundur faghóps um gervigreind

Aðalfundur faghóps um gervigreind heldur aðalfund á VOX í hádeginu 30. maí kl. 12:00-13:30

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Áhugasöm um þátttöku í stjórn eru beðin að hafa samband við Róbert, robert@evoly.ai

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?