18
mar.
2026
18. mar. 2026
09:00 - 10:30
Sálrænt öryggi er hugtak sem flestir stjórnendur þekkja, en fáir geta svarað hvernig þau vinna með það í sínum teymum. Þessi fundur snýst um hagnýta nálgun á sálrænu öryggi og fjallar ekki aðeins um hvað það er heldur einnig hvernig stjórnendur geta unnið markvisst að því að byggja það upp og viðhalda í teymum.
Uppbygging fundarins:
Jarðvegurinn - Sálrænt öryggi á mannamáli
Kristrún opnar fundinn með stuttum inngangi byggðu á rannsóknum og hennar reynslu af teymisvinnu úr ólíkum geirum. Við köfum undir yfirborðið og skoðum hvað er að gerast innra með fólki þegar við upplifum ekki öryggi og lyftum upp allri þeirri ósýnilegu sóun sem verður í kjölfarið.
Samtölin sem skipta máli - Panel með ólíkum stjórnendum
Síðan setjumst við niður með leiðtogum úr ólíkum geirum og sækjum reynslu og raunveruleg dæmi. Hvað virkar og hvað virkar ekki.
Hér förum við beint inn í óþægileg samtöl og spyrjum m.a.:
- Hvaða merki hefur þú séð frá þínum teymum um að sálrænt öryggi sé lágt?
- Nefndu dæmi um það sem hefur raunverulega virkað til að byggja upp öryggi?
- Hvaða mistök hefurðu gert sem þú myndir ekki endurtaka?
Inn í okkar raunveruleika - Samræður og næstu skref
Að lokum tökum við öll samtalið og speglum inn í okkar eigin raunveruleika. Skoðum okkar næstu skref og hvað okkur vantar til þess að þora inn í þau óþægilegu samtöl.
Hvað tekurðu með þér?
✓ Betri skilning á hvernig lítið sálrænt öryggi birtist í þínu teymi
✓ Raunveruleg dæmi frá öðrum leiðtogum
✓ Fyrstu skrefin sem þú getur stigið - strax í dag
✓ Trú á það að þetta er eitthvað sem við getum raunverulega breytt
Kristrún Anna Konráðsdóttir leiðir viðburðinn.
Hún er teymisþjálfi sem brennur fyrir því að styðja teymi í að taka óþægileg samtöl.
Kristrún er vottaður teymisþjálfi, og PCC vottaður markþjálfi. Hún er Fearless Organization Practitioner og sérhæfir sig í sálrænu öryggi teyma. Hún er einnig Inner Development Goals Ambassador og er heilluð af því hvernig allar breytingar byrja innra með okkur.
kristrunanna.com
Við búumst við líflegum, heiðarlegum og óþægilegum umræðum um efni sem við fáum sjaldnast að ræða upphátt.
Hlökkum til að sjá ykkur!