Vistvænar byggingar

Fundur á vegum Umhverfis- og öryggishóps
Fundarefni
Vistvænar byggingar
Faghópur Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR) um vistvæna þróun kynnir hvað FSR er að gera í vistvænum málum.
Verksvið faghópsins er að taka þátt í innleiðingu á aðferðafræði sjálfbærrar þróunar og vistvænna bygginga á Íslandi.
Fjallað verður um ávinning þess að byggja vistvænt, áhersluatriði sem rýna þarf við hönnun og framkvæmd vistvænna bygginga og verkefni FSR.
Á vegum FSR eru núna tvær byggingar í sérstöku hönnunarferli fyrir vistvænar byggingar og ein bygging komin á framkvæmdastig eftir að hafa farið í gegnum slíkt ferli.
Allar þessar byggingar munu fá alþjóðlega vottun sem vistvænar samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM.
Kynningarrit FSR um vistvænar byggingar og vistvænar áherslur á byggingariðnaði verður dreift á fundinum.

Framsögumenn
Faghópur FSR um vistvæna þróun

Fundarstaður
Framkvæmdasýsla Ríkisins, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík
 

Innleiðing gæðakerfis á Einkaleyfastofu

Fundur á vegum faghóps um gæðastjórnun

Innleiðing gæðakerfis hjá Einkaleyfastofu
Á fundinum fjallar Elín R. Jónsdóttir gæðastjóri um reynslu Einkaleyfastofu, sem er 25 manna þjónustustofnun, af innleiðingu gæðakerfis skv. ISO 9001:2008. Elín fjallar um þann lærdóm sem draga má af framkvæmdinni – hvað hafi tekist vel og hvað hefði mátt gera betur.
Fundarstaður
Einkaleyfastofa, Engjateigi 3, 105 Reykjavík
 

Viðskiptatryggð hjá líkamsræktarstöðvum

Fundur á vegum faghóps um þjónustustjórnun

Framsögumenn
Svala Rún Sigurðardóttir, spjallar um jóga og viðskiptatryggð

Guðrún Adolfsdóttir, matvælafræðingur hjá Sýni

Arnaldur Birgir Konráðsson, framkvæmdastjóri Boot Camp

Jóna Karen Sverrisdóttir, M.Sc. í félagslegum rannsóknaraðferðum og ráðgjafi hjá Capacent fjallar um könnun frá áriðnu 2008, um val á líkamsræktarstöðvum og ánægju með þær.
Fundarstaður
Rannsóknarþjónustan Sýni, Lynghálsi 3, 110 Reykjavík 

Vinnustaður: Uppsagnir: Layoff survivors

Fundur á vegum heilbrigðishóps
Fundarefni
Vinnustaðurinn eftir uppsagnir
Undanfarnar vikur hafa mörg fyrirtæki þurft að bregða á það ráð að segja upp fólki til að mæta þeim gífurlega samdrætti sem átt hefur sér stað í efnahagslífi þjóðarinnar. Íslensk fyrirtæki huga oftast vel að þeim sem missa vinnuna. Hins vegar gleymist oft að huga að þeim sem eftir „lifa“ eða „sleppa“, svokölluðum „lay-off survivors“. Þeir fá allajafna enga hjálp en fara í gegnum langt og erfitt tímabil þar sem reiði, tortryggni, kvíði, samviskubit og ótti eru ráðandi tilfinningar þeirra sem eftir sitja og hafa mikil áhrif á starfsanda og frammistöðu starfsmanna. Þetta getur haft alvarlega afleiðingar fyrir skilvirkni og framtíðarmöguleika vinnustaðarins.
Í fyrirlestrinum verður farið yfir upplifun, viðhorf og tilfinningar „eftirlifenda“.
Fyrirlesari
Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.
Fundarstaður
Hringsal, Barnaspítala Hringsins við Hringbraut.
 
 

Sprotar spjalla við forstjóra CCP

Stjórnun fyrirtækja á vaxtarskeiði

Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP bíður sprotahópi Stjórnvísi í heimsókn
Óþarfi er að kynna Hilmar Veigar eða CCP eitthvað frekar, en Hilmar Veigar hefur stýrt þessu farsæla og einstaka fyrirtæki frá því að vera lítill sproti til fyrirtækis sem í dag starfar á heimsvísu.
Allir sprotar velkomnir – þó þeir séu ekki í Stjórnvísi.
Fundarstaður
CCP, Grandagarði 8, 101 Reykjavík

 

Úttektir: Kröfur til innri úttektaraðila skv. ISO 19011

Fundur á vegum faghóps um ISO staðla 

Fundarefni
Úttektir: Kröfur til innri úttektaraðila skv. ISO 19011

Framsögumenn
Guðmundur Guðmundsson gæðastjóri Siglingastofnunar
Ína Björg Hjálmarsdóttir gæðastjóri Blóðbankans

Fundarstaður
Siglingastofnun, Vesturvör 2, Kópavogi

 
 

Stefnumiðað árangursmat hjá Greiðsluþjónustu Skipta

Fundur á vegum faghóps um stefnumiðað árangursmat

Stefnumiðað árangursmat hjá Greiðsluþjónustu Skipta

Framsögumaður
Sigurður Rúnar Magnússon, deildarstjóri
Fundarstaður
Síminn, Ármúla 27, 1. hæð bakhús (inngangur fyrir aftan Símaverslun)
 

Lean Six Sigma hjá Isal

Fundur á vegum faghóps um Lean Six Sigma / Straumlínustjórnun
 
Fundarefni
Lean Six Sigma hjá Isal

Framsögumenn
Birna Pála Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri bíður fundarmenn velkomna
Þeir Þorvaldur Auðundsson Black Belt og Kristmann Ísleifsson Black Belt munu kynna aðferðarfræði Lean Six Sigma og fara yfir þann árangur sem Isal hefur náð á því sviði.
Fundarstaður
Isal - Alcan á Íslandi, Straumsvík, Hafnarfirði

Morgunkaffi frá kl. 8.15, fundurinn hefst kl. 8.30.
 
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?