Október 2010

Nýr ISO staðall: Áhættustjórnun ISO 31000

Áhættustjórnun
Kröfur til áhættustjornunar skv.ISO 31.000 og tengsl við áhættumat starfa
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 30.september kl.8:30 - 9:30
staðsetning: Neyðarlínan Skógarhlíð 14
Fyrirlesarar á fundinum eru þau:
Svavar Ingi Hermannsson, rekstraröryggissérfræðingur og
Dagmar birgisdóttir sérfræðingur í áhættugreiningu hjá ISAL
Markhópur: Fyrirtæki með þróað gæðakerfi

Viðskiptagreindarhópur: Upplýsingatækni og gagnaúrvinnsla hjá Íslenskri erfðagreiningu og fyrirspur

Fyrsti fundur Viðskiptagreindarhóps þennan veturinn verður haldinn 30.september nk.
Staður: Íslensk erfðagreining, Sturlugötu 8
Tími: Fimmtudagurinn 30.september kl.16:00
Efni:  Upplýsingatækni og gagnaúrvinnsla hjá Íslenskri erfðagreiningu og fyrirspurnarmálið SDL
Fyrirlesari er: Hákon Guðbjartsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs

Haustráðstefna Stjórnvísi

Lean Straumlínustjórnun: Aðalfundur - Grunnhugmyndir kynntar

Aðalfundur faghóps um Lean Straumlínustjórnun verður haldinn 5.október frá kl.08:30 - 10:00
Pétur Arason, framleiðslustjóri hjá Marel kynnir grunnhugmyndir Lean-Management.
Fundurinn verður haldinn hjá Arionbanka

Umhverfis-og öryggishópur: Öryggismál eru samskipti!

Dagsetning fundar er 7.október 2010 kl.8.15-9:30
Fyrirlesarar: Brynjar Hallmannsson, HSE-sérfræðingur og Þóra Birna Ásgerisdóttir, HSE-sérfræðingur
Staður: ISAL, Straumsvík, mötuneyti 2.hæð, námskeiðssalur 1
Fundarefni: Öryggismál eru samskipti!
Straumhækkunarverkefni ISAL, HSE-samskipti og vikulegar eftirlitsferðir stjórnenda.
Kynning á heilsu-,öryggis-,umhverfis-og gæðamálum í Straumhækkunarverkefni ISAL.  Sérstök áhersla verður lögð á HSE-samskipti og vikuelgar eftirlitsferðir stjórnenda og ávinninginn af jákvæðum samskiptum milli starfsmanna og stjórnenda og mikilvægi þess að allir stjórnendur taki virkan þátt í öryggismálum á vinnustaðnum.

Hugbúnaðarprófanir: Hugbúnaðarþróun, gæðatrygging og gæðastjórnun

Hópurinn hugmbúnaðarprófanir mun halda fyrirlestur þann
7.október frá kl.17:00 - 18:00
Fundarstaður: Sabre Airline Solutions, (fyrrum Calidris ehf)
Vesturhlíð 7, 105 Reykjavík
Fyrirlesari: Guðlaugur Stefán Egilsson ráðgjafi og forritari hjá Spretti Marimó og einn af stofnendum fyrirtækisins.  Hann kennir einnig hugbúnaðarfræði við Háskólann í Reykjavík með áherslu á Agile aðferðir.  Guðalugur er með nýjan meistaranáms áfanga þar í burðarliðnum sem mun kallast Agile Software Development.
Fundarefni:
Í fyrirlestrinum mun Guðlaugur fara stuttlega í eðli hugbúnaðarþróunar, hvað hún er og hvert er gott að sækja innblástur.  Í framhaldi af því mun hann fara inn á sýnina á gæðatryggingu (Quality Assurance) og gæðastjórn (Quality Control) í hugbúnaðarþróun, hlutverk prófara og forritara, hvernig verkaskiptingu og samvinnu þeirra er best háttað til að lágmarka kostnað og hámarka gæði, þ.e.a.s. nytsemi hugbúnaðarins fyrir viðskiptavini, tíma á markað og tilkostnað hjá þróunaraðila.  Meginmarkmiðið er þó alltaf að fólki líði vel í sinni vinnu, yfirleitt gerist það þegar vinnulag er í bestu samræmi við eðli vinnunnar sem menn eru að vinna.  Þetta markmið er þar með í góðu samræmi við fyrrnefndu markmiðin tvö.
 

EFQM - Aðalfundur

EFQM hópurinn ætlar að halda aðalfund hópsins fimmtudaginn 14.október nk. 
Fundurinn verður haldinn hjá SSR Síðumúla 39 milli kl.08:30 og 10:00. Gengið
inn kjallaramegin (að austanverðu). Kaffi og morgunbrauð í boði
 

Lean: Umbótastefna í Nóa-Síríus

Innleiðing umbótastefnu í Nóa-Síríus.
Þórunn M. Óðinsdóttir verkefnastjóri umbóta fjallar um hvaða leið var farin við innleiðingu umbótastefnu Nóa-Siríusar, hvað gekk vel og hvað hefði mátt fara betur.  Tilvalin kynning fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í innleiðingu straumlínustjórnunar, eru að velta fyrir sér hvernig á að hefja innleiðingu eða eru almennt áhugasamir um straumlínustjórnun.
Staður Nói-Síríus Hesthálsi 2-4

Sköpunargleði á vinnustaðnum

Fundur í samstarfi Stjórnvísi, FVH og Fagráðs verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 15.október kl.15:00 - 17:00.  Þarna verða: Samel West sálfræðingur og frumkvöðull frá Svíþjóð, Andri Heiðar Kristinsson frá Innovit, Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólastjóri, Dóa Ísleifsdóttir frá Listaháskólanum, Ingibjörg Gréta Gísladóttir frá Hugmyndahúsinu, Gunnar Hólmsteinsson frá CLARA og Haraldur Dieogo frá Fagráð, viðskiptaráðgjöf.
Taktu daginn frá!

Markþjálfun: Árangur markþjálfunar

Fyrsti fundur faghóps um Markþjálfun.
Fyrsti fundur: Árangur markþjálfunar
Steinunn Hall kynnir niðurstöður mastersritgerðar sinnar um áhrif stjórnendamarkþjálfunar á ákvarðanatöku og markmiðasetningu hjá íslenskum stjórnendum. 
Svanlaug Jóhannsdóttir fjallar um aðferðir stjórenndamarkþjálfunar og hvenær hún á við.
Stjórnendamarkþjálfar verða á staðnum í lok fundarins og boðið verður upp á 15 mínútna prufutíma.
Fundurinn verður þann 19.október 2010 kl.08:30 - 10:00 í húsakynnum Expectus, Vegmúla 2.

Opinber stjornsýsla: Fyrsti fundur

Fyrsti fundur nýstofnaðs faghóps um Opinbera stjórnsýslu verður haldinn fimmtudaginn 21.október.
Fundartími: 10:00 -11:30
Fundarstaður: Landspítali-háskólasjúkrahús, Fundarsalur 4B, Eiríksgötu 5
Fyrirlesarar: Björn Zoega forstjóri og Erna Einarsdóttir

Mannauðshópur: Ráðstefna

Stjórnvísi og viðskiptafræðideild Háskóla íslands efna til ráðstefnu um mannauðsstjórnun.  Sérfræðingar í mannauðsstjórnun og stjórnun og stefnumótun munu kynna niðurstöður rannsókna sinna.
Staður: Háskólatorg st.HT101
Tími: 21.október kl.14:20 - 16:30
Fundarstjóri: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent
Frummælendur:
14:20 - 14:40 Halla Valgerður Haraldsdóttir MS í mannauðsstjórnun:
Áhrif efnahagshrunsins á viðfangsefni mannauðsstjóra og líðan þeirra í starfi
14:40-15:00 Guðrún Elsa Grímsdóttir MS í mannauðsstjórnun og stjórnun og stefnumótun:
Það opnaðist nýr heimur, fyrirtækjamenning í ljósi sameiningar
15:00 - 15:20 Margrét Sigfúsdóttir MS í mannauðsstjórnun:
Starfsmannaval og áhrif umsækjenda á þá sem annast ráðningar
15:20 - 15:40 Steinunn Hall MS í stjórnun og stefnumótun:
Eru stjórnendur hæfari til að taka ákvarðanir að lokinni stjórnendaþjálfun?
15:40 - 16:00 Dagmanr Viðarsdóttir MS í mannauðsstjórnun:
Breyttar áherslur í mannauðsstjórnun með innleiðingu gæðakerfis hjá ÍAV
16:00 - 16:20 Arndís Vilhjálmsdóttir MS í mannauðsstjórnun:
Starfstengd hvatning, hvað hvetur fólk áfram í vinnunni?

Fjármál fyrirtækja: Horfur framundan - ögrandi verkefni

Þann 29.október mun faghópur um Fjármál fyrirtækja halda fund hjá Viðskiptaráði Íslands.
Fundurinn verður frá kl.08:30 - 09:30
Fundarstaður:  Viðskiptaráð Íslands, Kringlunni 7, Hús verslunarinnar 7.hæð
Fundarefni:  Horfur framundan - ögrandi verkefni
Fjallað um brýnasta úrlausnarefnið sem blasir við, sem er að laga skuldastöðu fyrirtækja (og heimila) að raunverulegri greiðslugetu til að koma þeim úr því millibilsástandi sem svo mörg eru í og engum er til gagns.
Einnig verður farið yfir horfur, eftirspurn, hagvöxt, o.fl.
Fyrirlesari: Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
 Hámarksfjöldi 30 manns

ISO hópur: Raðstefna í samstarfi við Endurmenntun HÍ: Þekking er mesta verðmæti þjóðarinnar. Tryggju

Ráðstefna ISO hóps Stjórnvísi í samstarfi við Endurmenntun HÍ
haldin:  föstudaginn 29.október 2010 frá kl.13:00 - 16:00.
Þekking er mesta verðmæti þjóðarinnar.  Tryggjum gæði í skólastarfinu með stjórnunarstöðlum.
Frítt er inn á ráðstefnuna sem er haldin í Endurmenntun HÍ
Dagskrá:

  1. Mat og úttektir á skólastarfi: Védís Grönvold, sérfræðingur, Menntamálaráðuneyti
  2. Úttektir á grunnskólum: Birna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri, Menntasviði Reykjavíkurborgar
  3. Hlutverk skólastjóra í gæðamálum: Helgi Grímsson skólastjóri Sjálandsskóla
  4. Af hverju gæðastjórnun í leikskóla? Ída Jensdóttir, leikskólastjóri Sjálandi
  5. Vottun samkvæmt ISO-9001 í framhaldsskóla. Helgi Kristjánsson, skólameistari MK
  6. Stjórnun gæðamála við Háskólann í Reykjavík: Ari Kristinn Jónsson, rektor HR
  7. Hvernig er þjónusta HÍ? Viðhorf nemenda
  8. Hvernig er að kenna í ISO vottuðum skóla: Jóhanna Hinriksdóttir, dönskukennari
    Fundarstjóri: Jón Sigurðsson rekstrarhagfræðingur, formaður starfsgreinanefndar Mennta-og menningarmálaráðuneytisins.
    Ráðstefnan verður í húsakynnum Endurmenntunar HÍ
     
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?