Áhættugreiningar og áhættustjórnun

Gestur Pétursson greinir frá hvernig Elkem Ísland notar áhættugreiningar og áhættustjórnun við að skipuleggja starfssemi sína m.t.t. rekstraröryggis og öryggis starfsfólks. Farið verður yfir hvaða aðferðafræði er notuð, hvernig starfsfólk er þjálfað, skipulag á framkvæmd og hvernig niðurstöður eru notaðar (m.a. hvaða áhrif þær geta haft á rekstraráætlanir og fjárhagsáætlanir).
Gestur Pétursson starfar sem framkvæmdastjóri ÖHU hjá Elkem Ísland og er jafnframt staðgengill forstjóra. Gestur hefur starfað á sviði ÖHU og áhættustýringar í yfir 15 ár bæði sem stjórnandi á Íslandi og erlendis.

Sigríður Harðardóttir sérfræðingur á starfsmannasviði N1 greinir frá hvernig N1 innleiddi áhættugreiningar á starfsstöðvum N1, öryggisviku og markvissri öryggisþjálfun starfsmanna í kjölfarið.

Áhrif breytinga á vinnustaðamenningu - takmarkaður fjöldi 60 manns

Faghópur um breytingastjórnun mun standa fyrir áhugaverðum fundi um áhrif breytinga á vinnustaðamenningu og munu tveir frábærir fyrirlesarar fjalla um efnið. Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun segja frá áhrifum þeirra miklu breytinga sem lögreglan hefur verið að ganga í gegnum á undanförnum árum. Því næst mun Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri hjá FranklinCovey fjalla um áhrif breytinga á vinnustaðamenningu út frá sinni reynslu.

Fundurinn mun fara fram í húsakynnum lögreglunnar að Grensásvegi 9 og athygli skal vakin á að takmarkaður fjöldi kemst að á viðburðinn. Því er um að gera að skrá sig strax. Ef forföll verða er mikilvægt að afskrá mætingu svo unnt sé að gefa fleirum kost á að mæta.

Áhrifaþættir við krísustjórnun, samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og starfshættir endurskoðunarnefnda

Í samvinnu við Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands kynnum við þrjár meistararitgerðir:
.

  1. Áhrifaþættir við krísustjórnun fyrirtækja
    .
    Höfundur: Regína Ásdísardóttir M.Sc., reh6@hi.is
    Lýsing: Leitað er svara við því hvernig ýta megi undir árangursríka krísustjórnun í fyrirtækjum með því að skoða helstu áhrifaþætti og raundæmi um viðbrögð Icelandair við eldgosi í Eyjafjallajökli árið 2010.
    unar
    .
  2. Samfélagsleg ábyrgð 50 stærstu fyrirtækja Íslands
    .
    Höfundur: Dagný Leifsdóttir cand.oecon og M.S. nemi, dal1@hi.is
    Lýsing: Rannsókn var hvort 50 stærstu fyrirtæki Íslands birti stefnu í samfélagslegri ábyrgð og gerð úttekt á birtingu upplýsinga á netsíðum fyrirtækjanna um efndir og framkvæmd samfélagslegrar ábyrgðar.
    .
  3. Starfshættir endurskoðunarnefnda
    .
    Höfundur: Hrefna Gunnarsdóttir cand.oecon og M.S. nemi, hrg40@hi.is
    Lýsing: Starfshættir endurskoðunarnefnda skoðaðir með tilliti til laga og góðra stjórnarhátta.
    .
    Fundarstjóri: Dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor og leiðbeinandi við ritgerðirnar.

ATH! Fundi frestað: Innleiðing 5S í Promens/Tempru

Á kynningunni verður farið yfir hvernig 5S innleiðingin hefur gengið bæði í framleiðslunni hérlendis og erlendis, hvað gekk vel, hvað hefði mátt ganga betur og hvaða árangur hefur náðst með umbótavinnunni. Seinni hluta kynningarinnar verður gengið um framleiðslusvæðið þar sem þátttakendur fá að sjá umbæturnar með eigin augum. Tempra getur tekið á móti 25 manns á kynninguna svo áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.

Birgjamat frá sjónarhóli gæðastjórnunar og þáttur þess í innkaupastefnu fyrirtækja.

Birgjar eru langflestum fyrirtækjum ákaflega mikilvægir vegna þeirra aðfanga sem þeir útvega. Því er mikilvægt að vanda vel til valsins og að fylgjast vel með frammistöðu þeirra.

Á kynningunni verður farið yfir birgjamat frá sjónarhóli gæðastjórnunar og þátt þess í innkaupastefnu fyrirtækja. Einnig verður farið yfir það hvernig það nýtist í innkaupum og gæðastjórnun, hvernig það er framkvæmt, á hvaða tímapunktum á að framkvæma það, hvernig því er viðhaldið, hvernig niðurstöður eru vistaðar og þeim haldið til haga. Einnig verður fjallað um hvernig birgjamat getur notað aðferðafræði áhættumats til að taka á þeim áhættuþáttum sem geta komið í ljós í birgjamati.

Kynningin verður haldin í sal Arion banka í Borgartúni 19. Sigurjón Sveinsson er sérfræðingur hjá áhættustýringu Arion banka og var áður gæðastjóri upplýsinga- og tæknisviðs bankans.

Ný útgáfa af CAF matslíkani - Reynsla af notkun CAF - Fyrirhuguð notkun

Nýtt CAF matslíkan „CAF 2013“ er að koma út á Íslensku. Hvað breytingar hafa verið gerðar frá fyrri útgáfu CAF 2006. Reynsla stjórnsýslunnar í notkun á CAF matslíkaninu og hvað er framundann?

Sigurjón Árnason gæða- og öryggisstjóri Tryggingastofnunar talar um mismun milli nýja og eldri útgáfu CAF líkansins
Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar talar um reynslu í notkun CAF
Fjóla María Ágústsdóttir verkefnastjóri forsætisráðuneytisins talar um fyrirhugaða notkun á CAF hjá Velferðarráðuneytinu og stofnunum
Helga Óskarsdóttir skrifsstofustjóri frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti talar um fyrirhugaða notkun á CAF hjá ráðuneytinu og stofnunum.

Fundurinn er haldinn í Velferðarráðuneytinu Hafnarhúsinu

Aðalfundurinn á Hótel Borg, miðvikudaginn 15. maí, kl. 15:50

Aðalfundur Stjórnvísi 2013 - verður haldinn í Gyllta salnum á Hótel Borg þann 15.maí kl.15:50-17:50. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum verður boðið upp á áhugaverða dagskrá og skoðunarferð um þetta sögufræga hótel. Veitingastjóri hótelsins Völli Snær mun fræða okkur um"Veitingar og stjórnun í alþjóðlegu samhengi" og Ásgeir Jónsson lektor við HÍ og efnahagsráðgjafi hjá GAMMA mun flytja áhugaverðan fyrirlestur. Ásgeir hefur unnið ýmsar viðurkenningar sem tengjast hagfræði og nýjasta bók hans "Why Iceland" var gefin út af McGraw-Hill í Bandaríkjunum 2009.

Allir félagsmenn eiga kost á að bjóða sig fram til formanns og í stjórn. Framboð til formanns og í stjórn skulu skv. lögum félagsins hafa borist í síðasta lagi viku fyrir auglýstan aðalfund þ.e. 8.maí 2013.

Þeir, sem áhuga hafa á að bjóða sig fram, eru vinsamlega beðnir um að tilkynna það í pósti til stjornvisi@stjornvisi.is

Dagskrá aðalfundar

Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör þriggja stjórnarmanna til næstu tveggja ára.
  8. Kjör tveggja varamanna í stjórn til næstu tveggja ára.
  9. Kjör fagráðs.
  10. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  11. Önnur mál.

Eftirtaldir hafa boðið sig fram til stjórnar Stjórnvísi fyrir næsta starfsár 2013 til 2014:

Til formanns:
Teitur Guðmundsson læknir, framkvæmdastjóri Heilsuverndar

Til stjórnarsetu til næstu tveggja ára:
Sigurjón Þór Árnason, gæða-og öryggisstjóri Tryggingastofnunar ríkisins
Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi
Ásta Malmquist, forstöðumaður þjónustuvers einstaklingssviðs hjá Landsbankanum.
Til varamanna í stjórn:
Guðmunda Smáradóttir, Háskólinn í Reykjavík.
Jóhanna Jónsdóttir, deildastjóri innkaupadeildar Distica

Eftirtalin voru kosin á aðalfundi 2012 til tveggja ára og sitja áfram í stjórn næsta starfsárs:
Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs Íslenska gámafélagsins.
Fjóla María Ágústsdóttir, verkefnisstjóri á skrifstofu stjórnsýslu og samfélagsþróunar hjá forsætisráðuneytinu
Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskipta-og stjórnunarráðgjafi.

Til skoðunarmanna reikninga:
Arney Einarsdóttir, lektor í HR og framkvæmdastjóri hjá HRM - Rannsóknir og ráðgjöf.
Bára Sigurðardóttir viðskiptafræðingur, mannauðsstjóri Termu.

Til fagráðs:
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá
Samtökum iðnaðarins.
Einar S. Einarsson, framkvæmastjóri þjónustu-og sölusviðs ÁTVR.
Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík.
Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Ríkisendurskoðun
Margrét Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Gerum betur.

Lagðar verða fram breytingar á lögum félagsins:

  1. gr. hljóðar svo í dag
    Í stjórn Stjórnvísi eru sjö stjórnarmenn og tveir varamenn. Á aðalfundi er formaður
    kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að
    hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið
    í fjögur ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti þrír stjónarmenn af störfum. Ef
    atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem
    jöfnustu innan stjórnar.
    Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn til tveggja ára í senn, þó þannig að
    árlega gangi annar þeirra út og nýr komi inn.
    Á fyrsta stjórnarfundi skiptir stjórnin með sér verkum og kýs sér varaformann og ritara
    til eins árs í senn. Stjórnin tekur ákvarðanir varðandi stjórnun félagsins og daglegan
    rekstur, þ.m.t. nýjungar í starfseminni og eftirfylgni, í samstarfi við framkvæmdastjóra.
    Þá setur stjórnin félaginu markmið og ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins.

6.gr. eftir breytingu

Í stjórn Stjórnvísi eru sjö stjórnarmenn og tveir varamenn. Á aðalfundi er formaður
kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að
hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið
í tvö ár. Varamenn skulu kosnir til eins árs í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti þrír stjónarmenn af störfum. Ef
atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem
jöfnustu innan stjórnar.
Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn til tveggja ára í senn, þó þannig að
árlega gangi annar þeirra út og nýr komi inn.
Á fyrsta stjórnarfundi skiptir stjórnin með sér verkum og kýs sér varaformann og ritara
til eins árs í senn. Stjórnin tekur ákvarðanir varðandi stjórnun félagsins og daglegan
rekstur, þ.m.t. nýjungar í starfseminni og eftirfylgni, í samstarfi við framkvæmdastjóra.
Þá setur stjórnin félaginu markmið og ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins.

  1. gr. hljóðar svo í dag
    Fagráð félagsins er kosið á aðalfundi og skal skipað fimm mönnum úr háskóla- og
    atvinnulífinu, jafnt opinbera geiranum sem einkageiranum. Stjórn og framkvæmdastjóri
    funda með fagráðinu að lágmarki einu sinni á hverju starfsári.
    Hlutverk fagráðsins er fyrst og fremst að vera ráðgefandi fyrir stjórn félagsins varðandi
    stefnumótandi áherslur og að taka þátt í að efla ímynd og orðspor Stjórnvísi. Jafnframt
    að vera félaginu innan handar varðandi faglega stjórnunarþekkingu og aðstoð við einstök
    verkefni. Framkvæmdastjóri hefur umsjón með undirbúningi fagráðsfunda og ritun
    fundargerðar.

9.gr. eftir lagabreytingu:
Fagráð félagsins er kosið á aðalfundi til tveggja ára og skal skipað fimm mönnum úr háskóla- og
atvinnulífinu, jafnt opinbera geiranum sem einkageiranum. Stjórn og framkvæmdastjóri
funda með fagráðinu að lágmarki einu sinni á hverju starfsári.
Hlutverk fagráðsins er fyrst og fremst að vera ráðgefandi fyrir stjórn félagsins varðandi
stefnumótandi áherslur og að taka þátt í að efla ímynd og orðspor Stjórnvísi. Jafnframt
að vera félaginu innan handar varðandi faglega stjórnunarþekkingu og aðstoð við einstök
verkefni. Framkvæmdastjóri hefur umsjón með undirbúningi fagráðsfunda og ritun
fundargerðar.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn.

Þjónandi forysta - jákvæð áhrif á árangur á líðan starfsfólks og hagkvæman rekstur

Á þessum áhugaverða fyrirlestri verður kynnt hugmyndafræði þjónandi forystu, sagt frá rannsóknum á þjónandi forystu í fyrirtækjum og stofnunum hérlendis og erlendis og lýst hvernig þjónandi forysta hefur jákvæð áhrif á árangur á líðan starfsfólks og hagkvæman rekstur.

Um fyrirlesara:
Dr. Sigrún Gunnarsdóttir er lektor við Háskóla Íslands og leiðir starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu hér á landi (www.thjonandiforysta.is)

Fyrirlesturinn verður haldinn í Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7.

Allir hjartanlega velkomnir,
Stjórnin

Gæðastjórnun í íslenskum byggingariðnaði - Höfum við gengið til góðs?

Síðasti fundur faghóps um gæðastjórnun starfsárið 2012 - 2013 verður haldinn hjá Íslenskum aðalverktökum fimmtudaginn 30. maí næstkomandi. Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs, flytur þá erindi sem ber yfirskriftina „Gæðastjórnun í íslenskum byggingariðnaði - Höfum við gengið til góðs?“

Í erindinu fjallar Sigurður um gæðastjórnun í íslenskum byggingariðnaði og þróunina síðastliðin 15-20 ár. Sigurður fjallar um byggingariðnaðinn í víðu samhengi, það er verkkaupa, hönnuði (arkitekta og verkfræðinga), verktaka og efnissala.

Sigurður lauk BSc gráðu í verkfræði frá Háskóla Íslands 1989 og MSc gráðu í sama fagi frá Danmarks Tekniske Højskole 1991. Frá útskrift hefur hann unnið við verkefna- og fyrirtækjastjórnun hjá stórum fyrirtækjum í byggingariðnaði. Sigurður stýrði t.a.m. byggingu Hörpunnar, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Í byrjun árs 2012 hlaut hann fyrstur Íslendinga alþjóðlega A stigs vottun sem verkefnastjóri.

Innleiðing Beyond Budgeting módelsins innan Össurar

Þá er komið að næst síðasta viðburði Lean faghópsins sem haldinn verður miðvikudaginn 5.júní kl.08:30 hjá Össur, húsið opnar 08:15. Þeir Axel Guðni Úlfarsson og Birgir Grétar Haraldsson frá fjármálasviði fyrirtækisins taka á móti gestum, bjóða upp á léttan morgunmat og kaffi ásamt því að fara yfir innleiðingu Beyond Budgeting módelsins innan Össurar.

Fyrirlesturinn mun fjalla um innleiðinguna sjálfa og hvernig sú breyting hefur haft áhrif á það hvernig fyrirtækinu er stýrt án þess að styðjast við hefðbundnar fjárhagsáætlanir (Budget). Össur hefur notið handleiðslu Bjarte Bognes sem er formaður Beyond Budgeting Round Table í evrópu. Hann var líka fyrirlesari á Lean Ísland ráðstefnunni sem var haldin núna í byrjun maí við góðan orðstír.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?