Umhverfisstjórnunarkerfi: Frá fræðum til framkvæmda

Gámaþjónustan hf. býður félögum Stjórnvísi að hlýða á kynningu á meistaraverkefni og umhverfisstjórnunarkerfi Gámaþjónustunnar. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið leiðandi í alhliða umhverfisþjónustu og lagt áherslu á að uppfylla þarfir viðskipavina.
Fyrirlesarar eru eftirfarandi;

Áslaug Dagbjört Benónýsdóttir, verkefnastjóri Gámaþjónustunnar, kynnir niðurstöður meistaraverkefnis í iðnaðarverkfræði sem hún vann við Háskóla Íslands árið 2012. Meginviðfangsefni verkefnisins var þríþætt sem felst í að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
a) Hvað verður til þess að fyrirtæki ákveða að hefja innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfi?
b) Hvaða hindrunum mæta fyrirtæki í innleiðingarferlinu?
c) Hvaða ávinningi hefur umhverfisstjórnunarkerfi skilað fyrirtækjunum?

Gunnar Bragason, markaðs- og gæðastjóri Gámaþjónustunnar, mun kynna starfsemi Gámaþjónustunnar ásamt ferli innleiðingar á umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækisins sem uppfyllir staðalinn ISO 14001.

Mannauðsstjórinn og stéttarfélagið

Er stéttarfélag óþarft að mati mannauðsstjórans og hvernig líta forsvarsmenn stéttarfélaga á hlutverk mannauðsstjóra? Þessum spurningum ætla þau Svali Björgvinsson framkvæmdastjóri mannauðssviðs Icelandair og Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB að svara á næsta fundi mannauðshóps.

Mannamót í mars: Samfélagsvefir í sölu-og markaðsstarfi

Á Mannamóti í mars munum við heyra frá Súsönnu Rós Westlund framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Iceland is Hot og Systu Björnsdóttur hönnuði og liststjórnanda. Súsanna notar nær eingöngu samfélagsvefi í sölu og markaðsstarfi sínu en þar hefur hún náð góðum árangri. Viðskiptavinir hafa komið í gegnum Facebook og Twitter, en auk þeirra notar Súsanna samfélagsvefinn LinkedIn grimmt og þaðan hefur hún náð mjög góðum sölusamningum. Súsanna mun segja okkur frá hvernig hún hefur aukið viðskipti sín með nýtingu samfélagsmiðla. Systa flutti nýlega aftur heim til Íslands, en hún starfaði í yfir 20 ár í auglýsingaiðnaðinum á Ítalíu og tekið að sér margs konar verkefni, allt frá auglýsingagerð í stuttmyndir, tískuljósmyndun í innanhússhönnun. Systa mun deila með okkur reynslu sinni á Ítalíu og segja okkur frá spennandi verkefnum sem hún hefur tekið að sér um heim allan.

Hvar: Marina, Mýrargata 2, 101 Reykjavík
Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
Tími: kl.17-18.30
Hugmyndin með Mannamóti er að skapa vettvang þar sem fólk hittist til að spjallar saman í þægilegu og óformlegu umhverfi.
Haustið 2011 setti ÍMARK í gang Mannamót til að koma á laggirnar hlutlausum vettvangi þar sem félagar í hinum ýmsu samtökum geta hist og spjallað, myndað vinskap og styrkt tengslanetið. Mannamótin eru virkilega vel heppnuð og skemmtileg, og auðvitað fróðleg.
Samstarfssamtök; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Innovit, KVENN, SFH, FKA.
Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl.17.15 svo fólk skal mæta tímalega. Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!

Mannamótin verða alltaf síðasta miðvikudag í mánuði í vetur, á sama stað og á sama tíma.

Vinnustofa Stjórnvísi: Hverjar eru bestu aðferðirnar í umbótastarfi?

Vinnustofa byggð á reynslu þátttakenda um árangursríkustu leiðirnar í innleiðingu umbótaverkefna innan fyrirtækja og stofnana. Byrjað verður á stuttum inngangi Dr. Runólfs Smára Steinþórssonar prófessors við Háskóla Íslands en síðan taka við umræður þátttakenda byggðar á hagnýtri reynslu þeirra úr atvinnulífinu.
Tími: miðvikudaginn 3. apríl 2013 kl. 8:15 - 10:00 í Endurmenntun HÍ.

Vinnustofan er sjálfstætt framhald tveggja vinnustofa. 27. febrúar var á dagskrá vinnustofa um hvaða árangursmælingar skipta mestu máli yfir fyrirtæki og stofnanir. Dagskrá 13. mars snerist um árangursmælingar sem skipta mestu máli fyrir fyrirtæki og stofnanir. Vinnustofurnar tengjast en ekki er nauðsynlegt að sækja þær allar.

Faghópur Stjórnvísi um stefnumótun stendur fyrir vinnustofunum í samvinnu við Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ábyrgir stjórnhættir og raundæmi um innleiðingu samfélagsábyrgðar

Málefnahópur Stjórnvísis um samfélagsábyrgð stendur fyrir morgunfundi um ábyrga stjórnhætti fyrirtækja og innleiðingu samfélagslega ábyrgra starfshátta.

Fyrirlesarar eru tveir. Berglind Ó. Guðmundsdóttur, lögfræðingur á fyrirtækjasviði KPMG mun fjalla um hvernig fyrirtæki geta upplýst um stjórnhætti sína í samræmi við leiðbeiningar um stjórnhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð, Kauphöllin og Samtök atvinnulífins hafa gefið út.

Einnig munu Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri og Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR, kynna hvernig ÁTVR hyggst innleiða samfélagsábyrga starfshætti hjá sér.

Fundarstjóri er Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri hjá Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð.

Fundurinn fer fram í húsnæði KPMG að Borgartúni 27, 105 Reykjavík fimmtudaginn 4. apríl kl. 8:30 - 10:00

Kynning á starfi Embættis sérstaks saksóknara - takmarkaður fjöldi

Faghópur um fjármál fyrirtækja boðar til sérstaklega spennandi fundar hjá Embætti sérstaks saksóknara þar sem haldin verður kynning á því starfi sem þar er unnið.

hámarksfjöldi er 30 manns.

10.apríl 2013 kl.08:30 - 09:45
Embætti sérstaks saksóknara
Skúlagötu 17

Fullbókað: Ráðstefna í samstarfi við MPM félagið: Rauði þráður verkefnastjórnunar

Þann 11. apríl næstkomandi, stendur MPM félagið fyrir glæsilegri ráðstefnu á Nauthól í samstarfi við faghóp um verkefnastjórnun hjá Stjórnvísi.
Dagskráin er spennandi og eru fimm fyrirlestrar í boði og hvetjum við alla til að mæta og taka þátt.

Ráðstefnan ber heitið "Rauði þráður verkefnastjórnunar" og verður komið inn á ólík svið er varða verkefnastjórnun á Íslandi.
Frekari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu MPM félagsins, http://www.mpmfelag.is/ og á vef faghóps um verkefnastjórnun hjá Stjórnvísi, http://www.stjornvisi.is/hopur/faghopur-um-verkefnastjornun

Erindin og framsögumenn eru:
Val verkefna: Innleiðing verkefnaskrár í ferlamiðað fyrirtæki, María Ósk Kristmundsdóttir, MPM 2010, Alcoa Fjarðarál
Verkáætlun: Áætlanagerð verkefna: Hversu lítið er mátulega mikið? Þór Hauksson, MPM 2012, Landsbanki Íslands
Framkvæmd verkefna: Iceland Airwaves í framkvæmd, Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland airwaves
Lærdómur verkefna: Effective and sustainable project delivery and key lessons learned in the context of a CI journey, Ýr Gunnarsdóttir, OE/CI Process Leadership hjá Shell International
Hópdynamik: Kraftar í hópum, dýrð og dásemd eða kvöl og pína? Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur

Ráðstefnan er einnig kjörið tækifæri fyrir alla til að stækka tengslanetið sitt og kynnast nýjum hugmyndum.

Staður: Nauthóll, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík
Stund: 11. apríl 2013 kl. 08.00-12.35
Verð: Skráðir félagar Stjórnvísi, MPM félagsins og nemar í MPM námi við HR greiða ekki þátttökugjald. Almennt þátttökugjald fyrir aðra er 5.900 kr.
ATH: Takmarkaður sætafjöldi (fyrstir koma, fyrstir fá).

Skráning fer fram á vef Stjórnvísi, http://www.stjornvisi.is/hopur/faghopur-um-verkefnastjornun
Utanfélagsmenn og félagar í MPM félaginu eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á heimasíðu MPM félagsins.

Markaðsmál 21. aldar byggja á því að þekkja viðskiptavininn og þarfir hans.

Markaðsmál 21. aldar byggja á því að þekkja viðskiptavininn og þarfir hans. Einungis á grundvelli slíkrar þekkingar getur þú þjónustað hann með persónulegum hætti.

Brynjólfur Borgar Jónsson og Gísli Steinar Ingólfsson, ráðgjafar hjá Capacent, fjalla um Customer Analytics og Customer Value Management sem svara grundvallarspurningum um viðskiptavini og nýta má til að auka virði og tryggð viðskiptavina á markvissan hátt.

Lausnir Capacent á sviði Customer Analytics byggja á tölfræðilegri greiningu gagna um viðskiptavini sem fyrirtæki safna í reglubundinni starfsemi sinni.

Customer Value Management er aðferðafræði sem veitir skilning á því hvað skapar virði fyrir viðskiptavini. Notast er við nýjan og byltingarkenndan hugbúnað sem safnar svörum viðskiptavina og greinir þarfir þeirra á sjálfvirkan hátt.

Hvar: Capacent, Borgartúni 27, 8. hæð
Hvenær: Fimmtudagur 11. apríl, kl.

Farsíminn - Ný leið til samskipta og þjónustu

Faghópur um þjónustu og markaðsstjórnun kynnir spennandi fund um þá nýjung sem farsímalausnir færa okkur í samskiptum og þjónustu við viðskiptavini.
Farsímalausnir, smáforrit, app og snjallsímar eru dæmi um nýyrði sem litið hafa dagsins ljós og fela í sér fjölmörg tækifæri til aukinnar þjónustu.
Á fundinum stíga á stokk Ægir Þorsteinsson, fyrir hönd vefdeildar Landsbankans og Helgi Pjetur Jóhannsson frá Stokkur Software.

Ægir mun fjalla um þá leið sem Landsbankinn hefur farið í þjónustu við viðskiptavini í gegnum farsíma. Um er að ræða vefinn www.l.is sem á dögunum hlaut Íslensku vefverðlaunin sem besti smá- eða handtækjavefurinn.
Helgi fjallar um smáforrit eða „öpp“, en Stokkur hefur hannað og framleitt slíkar lausnir frá árinu 2007. Hafa þeir m.a. hannað app fyrir Dominos, leggja.is, 112 og marga fleiri.

Ægir og Helgi fjalla þarna um ólíkar leiðir í notkun farsímalausna og verður fróðlegt að kynnast því hver munurinn er, hvaða möguleikar það eru sem farsímar bjóða uppá og hvernig þeir auka möguleika fyrirtækja til þess að ná til viðskiptavina.

Fundurinn fer fram föstudaginn 12. apríl kl. 8:30-10:00 í Landsbankanum, Hafnarstræti 5, 4.hæð. Boðið verður upp á morgunverð á fundinum.

Fræðslufundur um Incoterms® 2010

Davíð Ingi Jónsson hdl. forstöðumaður Lögfræðideildar Eimskips og Þórdís Ásta Thorlacius fulltrúi í Skráningum og skjölum hjá Eimskip munu opna fyrsta fræðslufund faghóps innkaupaaðila.

Umfjöllunarefnið er Incoterms® 2010, hinir stöðluðu viðskiptaskilmálar sem Alþjóða viðskiptaráðið gefur út til notkunar í lausafjárkaupum milli landa.

Davíð mun fara yfir bakgrunn skilmálanna, lagalega stöðu þeirra og virkni gagnvart landslögum og flutningsskilmálum Eimskips.

Þórdís mun fara yfir praktíska hluti, notkun virkni hvers skilmála og breytingar sem gerðar voru með 2010 útgáfunni.
Fundurinn er haldinn í Vöruhóteli Eimskips í Sundahöfn kl. 8:30-9:30 þriðjudaginn 16. apríl n.k.
Hlökkum til að sjá sem flesta.

Umbótavinna í Marel

Dagskrá:

  • Tilraun með Scrum hjá vélahönnunarteymi - Rósa Björg Ólafsdóttir, Þórir Finnsson og Halldór Þorkelsson
  • Bætt flæði í samsetningu SensorX véla - Axel Jóhannsson
  • Sýnileg stjórnun og hugmyndir starfsmanna - Helgi Guðjónsson

Boðið verður upp á morgunverð.
Vonumst til að sjá sem flesta,
Stjórnin

Skipstjórinn í brotsjó : Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur heldur erindið: ,,Skipstjórinn í brotsjó" á þriðja opna fundi Vendum, Opna háskólans og Stjórnvísi.

Haldinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík

Þessi áhugaverði fundur er þriðji í fundarröð sem er samstarfsverkefni Opna háskólans, Stjórnvísi og Vendum. Tilgangur samstarfsins er að þjóna stjórnendum og íslensku atvinnulífi með enn faglegri og hagnýtari hætti en hingað til.
Fundurinn er haldinn í Opna háskólanum í HR í stofu M215 (Mars álma) Menntavegi 1.
Fundarstjóri er Alda Sigurðardóttir, ACC stjórenndamarkþjálfi og eigandi Vendum.

Áhættugreiningar og áhættustjórnun

Gestur Pétursson greinir frá hvernig Elkem Ísland notar áhættugreiningar og áhættustjórnun við að skipuleggja starfssemi sína m.t.t. rekstraröryggis og öryggis starfsfólks. Farið verður yfir hvaða aðferðafræði er notuð, hvernig starfsfólk er þjálfað, skipulag á framkvæmd og hvernig niðurstöður eru notaðar (m.a. hvaða áhrif þær geta haft á rekstraráætlanir og fjárhagsáætlanir).
Gestur Pétursson starfar sem framkvæmdastjóri ÖHU hjá Elkem Ísland og er jafnframt staðgengill forstjóra. Gestur hefur starfað á sviði ÖHU og áhættustýringar í yfir 15 ár bæði sem stjórnandi á Íslandi og erlendis.

Sigríður Harðardóttir sérfræðingur á starfsmannasviði N1 greinir frá hvernig N1 innleiddi áhættugreiningar á starfsstöðvum N1, öryggisviku og markvissri öryggisþjálfun starfsmanna í kjölfarið.

Áhrif breytinga á vinnustaðamenningu - takmarkaður fjöldi 60 manns

Faghópur um breytingastjórnun mun standa fyrir áhugaverðum fundi um áhrif breytinga á vinnustaðamenningu og munu tveir frábærir fyrirlesarar fjalla um efnið. Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun segja frá áhrifum þeirra miklu breytinga sem lögreglan hefur verið að ganga í gegnum á undanförnum árum. Því næst mun Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri hjá FranklinCovey fjalla um áhrif breytinga á vinnustaðamenningu út frá sinni reynslu.

Fundurinn mun fara fram í húsakynnum lögreglunnar að Grensásvegi 9 og athygli skal vakin á að takmarkaður fjöldi kemst að á viðburðinn. Því er um að gera að skrá sig strax. Ef forföll verða er mikilvægt að afskrá mætingu svo unnt sé að gefa fleirum kost á að mæta.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?