Maí 2017

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
01
  •  
02
  •  
03 04 05
  •  
06
  •  
07
  •  
08
  •  
09
  •  
10 11
  •  
12
  •  
13
  •  
14
  •  
15
  •  
16
  •  
17
  •  
18
  •  
19 20
  •  
21
  •  
22
  •  
23
  •  
24 25
  •  
26
  •  
27
  •  
28
  •  
29
  •  
30
  •  
31
  •  
01
  •  
02
  •  
03
  •  
04
  •  

Lausnamiðuð samskipti

Hér er á ferðinni fróðlegur og gagnlegur fyrirlestur sem fjallar um lausnamiðuð samskipti.

Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur og stofnandi Sáttaleiðarinnar, fjallar hér um leiðir til þess að tala um það sem skiptir máli og hvernig við getum náð betri árangri í samskiptum við erfiðar aðstæður.

Góð samskipti eru lykilþáttur í allri velgengni, hvort sem um er að ræða í fyrirtæki eða fjölskyldulífi. Með því að vera meðvitaðri um leiðir til þess að sníða hjá algengum mistökum getum við bætt eigin árangur og vellíðan. Í fyrirlestrinum er m.a. farið yfir hvernig við ræðum viðkvæm málefni og finnum sameiginlegar lausnir, án þess að móðga fólk eða hrinda því frá okkur.

Nýjungar í innri úttektum - aðalfundur gæðastjórnunar og ISO

Hverjar eru nýjungar í innri úttektum?

Sveinn V. Ólafsson, sérfræðingur Staðlaráðs, opnar umræðuna með innleggi um áhrif breytinga á stöðlunum t.d. varðandi aukna áherslu á áhættur og aukin áhrif stjórnenda áhrif á innri úttektir.

Hvað er að reynast vel? Þessir gæðastjórar miðla reynslu sinni af úttektum skv. ISO 9001:2015:

Bergþór Guðmundsson gæðastjóri Norðuráls
Guðrún E. Gunnarsdóttir gæðastjóri 1912
Ína B. Hjálmarsdóttir gæðastjóri Blóðbankans
Unnur Helga Kristjánsdóttir gæðastjóri Landsvirkjunar

Innlegginu fylgir pallborðsumræður og opnar umræður fundarmanna.

Í lokin gefst fundarmönnum kostur á að taka þátt í opnum umræðum.

Dagskráin hefst með sameiginlegur aðalfundur gæðastjórnunarhópsins og ISO-hópsins - við erum að leita að öflugu fólki í stjórn nýs sameinaðs hóps!

Aðalfundur Stjórnvísi 2017

Aðalfundur Stjórnvísi 2017 verður haldinn á Nauthól þann 3.maí kl.15:30- 16:45.

Óskað var eftir framboðum til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2017-2018, frestur til framboðs rann út þann 26.apríl.

Eitt framboð hefur borist í embætti formanns fyrir starfsárið 2017-2018:
Þórunn María Óðinsdóttir, KPMG. Þórunn María hefur setið í stjórn Stjórnvísi sl. þrjú ár. Tvö ár í aðalstjórn og 1 ár í varastjórn. Þórunn María veitti faghóp um lean formennsku til fjölda ára.

Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:

  1. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar (2016-2018)
  2. María Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Vaka, fiskeldiskerfa (2016-2018)

Önnur framboð í aðalstjórn og varastjórn (í stafrófsröð) sem kosið verður um á aðalfundi eru:

  1. Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum. Aðalheiður er í stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun.
  2. Berglind Björk Hreinsdóttir, ráðgjafi hjá Attentus. Berglind er formaður faghóps um verkefnastjórnun.
  3. Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri Tollstjóra Íslands. Guðmundur hefur starfað bæði í stjórn félagsins sem og stjórn faghópa um ISO og gæðastjórnun.
  4. Gyða Hlín Björnsdóttir, verkefnastjóri MBA námsins á Háskóla Íslands. Gyða hefur mikla reynslu af skipulagsstörfum og hefur setið í fjölmörgum stjórnum.
  5. Jón S. Þórðarson eigandi og framkvæmdastjóri viðburðafyrirtækisins PROevents. Hann starfar með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins að fjölbreyttustu viðburðum og hefur auk þess langa stjórnunarreynslu úr viðskipta- og listalífinu.
  6. Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR. Kristjana er núverandi formaður faghóps um ISO en faghópurinn hefur haldið marga fjölbreytta og áhugaverða fundi í vetur.

Kosið verður í fagráð félagsins. Eftirtaldir sitja í fagráði félagsins:
Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans í Reykjavík.(2016-2018)
Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi. (2016-2018)
Hafsteinn Bragason, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Íslandsbanka (2017-2019)
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.(2016-2018)
Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Nolta (2017-2019)

Kosnir verða tveir skoðunarmenn. Eftirtaldir voru kosnir á aðalfundi 2016 til 2ja ára:
Ásta Malmquist, deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu Landsbankans.(2016-2018)
Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Perlu norðursins.(2016-2018)

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör þriggja stjórnarmanna til næstu tveggja ára.
  8. Kjör tveggja varamanna í stjórn til næstu tveggja ára.
  9. Kjör fagráðs.
  10. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  11. Önnur mál.

Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdstjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is
skv.6. gr. félagsreglna Stjórnvísi.
Í stjórn Stjórnvísi eru sjö stjórnarmenn og tveir varamenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Varamenn skulu kosnir til eins ár í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti þrír stjórnarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar.

Allir félagsmenn eiga kost á að bjóða sig fram til formanns og í stjórn. Framboð til formanns og í stjórn skulu skv. lögum félagsins hafa borist í síðasta lagi viku fyrir auglýstan aðalfund þ.e. 26.apríl 2017. Þeir, sem áhuga hafa á að bjóða sig fram, eru vinsamlega beðnir um að tilkynna það í pósti til gunnhildur@stjornvisi eða stjornvisi@stjornvisi.is

Er ekki nóg að vera Lean! / Aðalfundur faghóps um BPM

Formaður faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM), Magnús Ívar Guðfinnsson, verður með kynningu á mismunandi leiðum í að straumlínulaga og samhæfa starfsemina með það að leiðarljósi að bæta þjónustu og gæði. Rætt verður um ólíkar leiðir sem hafa sammerkt að hafa ferla í forgrunni og nokkuð vel þekktar við að ná bættum árangri í starfseminni: Lean, BPM, Six Sigma og gæðastjórnun/ISO. Farið veðrur yfir hvaða áherslur eru að baki þessum aðferðum í stjórnun og hvað hentar vel í hvaða samhengi.
Eftir kynninguna og umræður í ca. klst. hefst aðalfundur BPM hópsins og stendur frá kl. 9.30 til 10.00. Bjóðum nýja meðlimi í faghópinn um stjórnun viðskiptaferla velkomna á kynninguna sem og á aðalfundurinn sem einnig er opinn öllum. Dagskrá aðalfundar: Val í stjórn, dagskrá framundan og umræða um starfið. Önnur mál.
Stjórn fagshóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Vistvænar byggingar og lausnir

Fundurinn fjallar um vistvænar lausnir tengdar byggingum.

Fundurinn hefst í IKEA, 2. hæð á kaffihúsinu hægra megin á veitingastaðnum. Klukkan 9.30 býðst gestum fundarins að skoða byggingu vistvæna hússins að Brekkugötu 2 í næsta nágrenni.

Dagskrá:
-Finnur Sveinsson, ráðgjafi: Gleðin að byggja umhverfisvottað hús.
Finnur er að byggja fyrsta umhverfisvottaða íbúðarhúsið á Íslandi og mun það verða vottað með norræna umhverfismerkinu Svaninum. Finnur ætlar að ræða hvatann á bak við verkefnið sem og tækifæri og áskoranir við að byggja vistvænt íbúðarhús.

-Guðný Camilla Aradóttir, umhverfisstjóri: Vistvænar vörur frá IKEA; hvað felst í því?
Guðný mun fjalla um hvernig sjálfbærni er ein grunnstoðin í hönnun IKEA á hverri einustu vöru.

-Umræður
-Í lokin fyrir áhugasama: Skoðunarferð í vistvænt hús Finns

Reynsla og hringborðsumræða varðandi Lean Vinnurými - War Room - Obeya

Lean vinnurými(War room, Obeya) býður upp á sérstakan stað og tíma fyrir samvinnu og samráð í lausnamiðaðri vinnu, er ætlað að létta á tregðu sem getur verið í samskiptum milli deilda eða innan skipurita. Aðgengileg sjónræn stjórnun með öllum þeim upplýsingum sem nauðsynleg eru til að klára verkefni á fljótlegri og skilvirkari máta.

 

Svanur Daníelsson hjá Munck Íslandi, Andrea Ósk Jónsdóttir hjá Arion og Kristjana Emma Kristjánsdóttir hjá Arion deila reynslu sinni af því að setja upp og vinna verkefni í slíkum rýmum.

Erindi taka um 30mín og vonumst við eftir spurningum og umræðum þar á eftir.

Skert starfsgeta og ábyrgð fyrirtækja

Faghópar um samfélagsábyrgð fyrirtækja og mannauðsstjórnun standa að fundinum. Markmiðið er að ná athygli forstöðumanna fyrirtækja á ábyrgð þeirra á að mæta þörfum er tengjast skertri starfsgetu og varpa ljósi á ávinninginn sem felst í því að sinna þessu á markvissan hátt.


Á fundinum verður fjallað um ábyrgð fyrirtækja að sinna starfsmönnum með skerta starfsgetu sem felst meðal annars í því að bjóða upp á hlutastarf bæði fyrir starfsmenn innan fyrirtækja sem eru að fara í langvinn veikindi eða koma til baka til starfa. 

Dagskrá:
• Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og fyrrverandi stjórnarformaður VIRK býður gesti velkomna og segir frá samstarfi SA og Virk.
• Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri þróunar atvinnutengingar hjá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði, mun tala stuttlega um ráðgjöf og þjónustu VIRK og jafnframt þann samfélagslega ávinning sem hlýst af því að koma einstaklingum aftur út á vinnumarkaðinn eftir starfsendurhæfingu. Í því sambandi mun hún ræða um mikilvægi innleiðingar ákveðinna verkferla inni á vinnustaðnum sem auðveldað geta einstaklingum með skerta starfsgetu að vera áfram í vinnunni og/eða að snúa aftur til vinnu eftir veikindi eða slys.
• Berglind Helgadóttir, starfsmannasjúkraþjálfari/starfsmaður öryggisnefndar: „Starfsendurhæfing samhliða vinnu“ - Sagt verður frá þróunarverkefni Landspítala og VIRK um starfsendurhæfingu starfsmanna Landspítala samhliða vinnu. Markmið verkefnisins, sem hófst í september 2016, er að stuðla að endurkomu til vinnu í fyrra starfshlutfall eftir tímabundna skerta vinnugetu vegna heilsubrests.
• Guðmundur Maríusson, fjármálastjóri Íslensku auglýsingastofunnar, segir frá reynslu fyrirtækisins varðandi samstarf við Virk.

Fundarstjóri er Ásdís Gíslason, kynningastjóri HS Orku.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?