Gervigreind í verkefnastjórnun: Ávinningur og framtíðarsýn

Fyrirlesari er Bertha María Óladóttir, Tölvunarfræðingur og MSc. í Forystu og verkefnastjórnun.

Bertha mun í erindinu fjalla um gervigreind og verkefnastjórnun en hún lauk á dögunum meistararitgerð sinni við Háskólann á Bifröst. Þar rannsakaði hún ávinning af notkun gervigreindar í verkefnastjórnun og mun hún fjalla um rannsóknina og helstu niðurstöður hennar. Bertha hefur á undanförnum árum starfað sem forritari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu FiveDegrees. 

Teams linkur á viðburð:

Tengjast fundinum núna

Dópamíntorg snjallvæðingarinnar

"Digital Detox“ – þarft þú eða vinnustaðurinn þinn á minni skjánotkun að halda?

Nánari lýsing þegar nær dregur.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2026 þann 9.febrúar nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand Hótel, Háteigi kl. 16.00 til 17:15. Hátíðinni er einnig streymt og er streymislinkur hér.

Forseti Íslands, Frú Halla Tómasdóttir , afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Veitt verða verðlaun í þremur flokkum 

Dagskrá:
Setning hátíðar: Anna Kristín Kristinsdóttir, formaður stjórnar Stjórnvísi.

Salóme Guðmundsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2026

Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsfólk Stjórnvísi er sérstaklega hvatt til að fylgjast með hátíðinni ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.

Dómnefnd 2026 skipa eftirtalin:

  • Salóme Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, framkvæmdastjóri Ísorku og stjórnarformaður Kadeco.
  • Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar.
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá.
  • Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
  • Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona.
  • Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona.
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna hér.

Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Ráðgjöf og handleiðsla leiðtoga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum

 
Ert þú í upphafi vegferðar með sprota- eða nýsköpunarfyrirtæki? Eða stefnirðu á vaxtasprett? Ef svo er, Þá er þetta viðburðurinn fyrir þig. Sandra Mjöll hjá Fönn ráðgjöf deilir reynslu sinni sem frumkvöðull og innsýn í hvernig best sé að stýra þróun, forystu og vexti í nýsköpun.
Þú munt fá:
  • Innsýn í áskoranir sem verða til þegar vísindi, tækni og nýsköpun mætast
  • Hagnýt ráð um hvernig markviss handleiðsla og traust forysta getur hjálpað sprotafyrirtækjum að vaxa hraðar, án þess að fórna sátt við sjálfan sig eða teymi sitt
  • Leiðir til að byggja upp heilbrigt, vel skipulagt og framtíðarhæft fyrirtæki með stuðningi, þekkingu og sjálfbærri stjórn
Viðburðurinn höfðar til allra sem starfa við eða hafa áhuga á sprotum, nýsköpun, frumkvöðlastarfi og forystu og vilja kynnast því hvernig vísindi og viðskipti geta sameinast í áhrifaríkri og mannúðlegri framtíðarsýn.
Hver er Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch hjá Fönn ráðgjöf?
Svo fátt eitt sé nefnt:
  • Hún er með doktorspróf í Líf- og læknavísindum, með sérsvið í vefjaverkfræði og frumulíffræði.
  • Hún hefur yfir 14 ára reynslu af vísindum, nýsköpun og forystu, bæði í akademíu og viðskiptalífinu.
  • Hún var útnefnd „Kvenfrumkvöðull ársins 2017“ af alþjóðlegu samtökunum Global Women Inventors & Innovators Network (GWIIN).
  • Hún er í hópi topp 100 kvenna í nýsköpun sem fjárfestar ættu að líta til að mati Forbes

Markþjálfun og leiðtoginn

Nánari upplýsingar síðar

Frá ferlum til fólks: Hönnun nýs spítala

Hvernig verður nýr spítali hannaður með bæði ferla og fólk í huga?
Á viðburðinum skoðum við hvernig samspil starfsfólks, sjúklinga og verkferla getur mótað framtíðarlausnir sem nýtast öllum.

 

Fundurinn er í haldinn á fyrstu hæð í höfuðstöðvum Landsbankans í Reykjastræti 6. 

Aðgengismál á vinnustöðum

Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi

Nánari lýsing þegar nær dregur.

Hvernig markþjálfun getur nýst í mannauðsstjórnun

Linkur á fund hér

 

Hvernig markþjálfun getur nýst í mannauðsstjórnun

Nánari upplýsingar síðar.

 

Fyrirlesari:

Anna María hefur innsýn í fjölbreytt fyrirtækjaumhverfi bæði hérlendis og erlendis, þar sem hún hefur starfað sem mannauðsstjóri í yfir 20 ár hjá fyrirtækjum í ýmsum greinum atvinnulífsins, rekið eigið fyrirtæki með stjórnendaþjálfun, námskeið og fyrirlestra m.a. tengda verkfærum markþjálfunar. Hún starfar nú sem mannauðsráðgjafi hjá 2.stærsta sveitarfélagi landsins Kópavogsbæ, þar sem hún sinnir m.a. Verkefnastjórnun í innleiðingum ásamt ráðgjöf og aðstoð stjórnenda við ýmis mannauðsmálefni. Frá því Anna María lærði Markþjálfun árið 2006 hefur hún nýtt sér aðferðafræðina í starfi, er með virka PCC vottun frá alþjóðasamtökum ICF. Hún er jafnframt ein af stofnendum ICF Ísland, þar sem Anna María gegndi m.a. bæði varamennsku og formennsku félagsins ásamt því að hafa setið í stjórn ICF Norge. Anna María er með executive MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Áhugamál Önnu Maríu er almenn útivist og þá helst: fjallgöngur, fjallahjól, blómarækt, fluguveiði og skíði.

Linkur á teams fund hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?