Teams
Stjórnvísisviðburður
"Digital Detox“ – þarft þú eða vinnustaðurinn þinn á minni skjánotkun að halda?
Athugið breyttan tíma í hádeginu 11. febrúar á Teams í "anda viðfangsefnisins".
Gígja Sunneva Bjarnadóttir, MSc í heilsusálfræði og stafrænum inngripum, sem er heilsuráðgjafi hjá Greenfit mun fjalla um áhrif skjánotkunar á dópamín og athygli, ásamt því hvernig við getum nýtt hegðunarvísindi til að draga úr skjánotkun.
Helena Jónsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Mental ráðgjafar, mun fjalla um hvernig snjallvæðing, stöðugt áreiti og truflanir birtast í daglegu vinnulífi og hvaða áhrif það hefur á streitu, viðveru, samskipti, endurheimt og afköst.
Í erindinu verður sjónum beint að tengslum stafræns álags við sálfélagslega áhættu og geðheilbrigði á vinnustað og rætt hvaða kerfisbundnu aðgerðir vinnustaðir og stjórnendur geta gripið til, umfram einstaklingsbundin ráð, til að styðja við velllíðan, jafnvægi og sjálfbært vinnuumhverfi.
Að missa klefann
Hvað geta stjórnendur gert til að tryggja hann?
Það er margt líkt með fótboltaliði og fyrirtæki. Á báðum stöðum þarf að velja leikmenn í liðið og þar með setja aðra til hliðar, það er þörf á hvatningu, halda þarf uppi aga, byggja upp góða liðsheild, erfiðar ákvarðanir eru teknar, gæta þarf að orðspori og þannig mætti halda áfram. Hvaða lærdóm geta fyrirtækin dregið af aðferðafræðinni í heimi fótboltans?
Fyrirlesari: Ólafur Helgi Kristjánsson er best þekktur fyrir störf sín sem þjálfari knattspyrnuliða í meistaraflokki karla, hér heima og í Danmörku og nú síðast sem aðstoðarþjálfari kvennalandliðsins í fótbolta. Hann er vel menntaður þjálfari með UEFA Pro Licence réttindi.
Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Lýsis að Fiskislóð 5-9 en að auki verður honum streymt.
Linkur á streymi hér
Hvernig verður nýr spítali hannaður með bæði ferla og fólk í huga?
Á viðburðinum skoðum við hvernig samspil starfsfólks, sjúklinga og verkferla getur mótað framtíðarlausnir sem nýtast öllum.
Fundurinn er í haldinn á fyrstu hæð í höfuðstöðvum Landsbankans í Reykjastræti 6.
Nánari lýsing þegar nær dregur.
Linkur á fund hér
Hvernig markþjálfun getur nýst í mannauðsstjórnun
Nánari upplýsingar síðar.
Fyrirlesari:
Anna María hefur innsýn í fjölbreytt fyrirtækjaumhverfi bæði hérlendis og erlendis, þar sem hún hefur starfað sem mannauðsstjóri í yfir 20 ár hjá fyrirtækjum í ýmsum greinum atvinnulífsins, rekið eigið fyrirtæki með stjórnendaþjálfun, námskeið og fyrirlestra m.a. tengda verkfærum markþjálfunar. Hún starfar nú sem mannauðsráðgjafi hjá 2.stærsta sveitarfélagi landsins Kópavogsbæ, þar sem hún sinnir m.a. Verkefnastjórnun í innleiðingum ásamt ráðgjöf og aðstoð stjórnenda við ýmis mannauðsmálefni. Frá því Anna María lærði Markþjálfun árið 2006 hefur hún nýtt sér aðferðafræðina í starfi, er með virka PCC vottun frá alþjóðasamtökum ICF. Hún er jafnframt ein af stofnendum ICF Ísland, þar sem Anna María gegndi m.a. bæði varamennsku og formennsku félagsins ásamt því að hafa setið í stjórn ICF Norge. Anna María er með executive MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Áhugamál Önnu Maríu er almenn útivist og þá helst: fjallgöngur, fjallahjól, blómarækt, fluguveiði og skíði.
Linkur á teams fund hér
Sálrænt öryggi er hugtak sem flestir stjórnendur þekkja, en fáir geta svarað hvernig þau vinna með það í sínum teymum. Þessi fundur snýst um hagnýta nálgun á sálrænu öryggi og fjallar ekki aðeins um hvað það er heldur einnig hvernig stjórnendur geta unnið markvisst að því að byggja það upp og viðhalda í teymum.
Uppbygging fundarins:
Fyrirlesari er Bertha María Óladóttir, Tölvunarfræðingur og MSc. í Forystu og verkefnastjórnun.
Bertha mun í erindinu fjalla um gervigreind og verkefnastjórnun en hún lauk á dögunum meistararitgerð sinni við Háskólann á Bifröst. Þar rannsakaði hún ávinning af notkun gervigreindar í verkefnastjórnun og mun hún fjalla um rannsóknina og helstu niðurstöður hennar. Bertha hefur á undanförnum árum starfað sem forritari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu FiveDegrees.
Teams linkur á viðburð:
Smelltu hér til að skrá þig á viðburðinn.
Þessi fundur er sameiginlegur viðburður Mannauðs og Stjórnvísi.
Fyrirlesari: Lucas van Wees. Fyrrverandi forseti EAPM (Evrópusamtaka mannauðsfólks) og stjórnarmaður í WFPMA (Alþjóðasamtökum mannauðsfólks)
Lucas mun fjalla um samspil alþjóðastjórnmála og leiðtogahlutverk mannauðsfólks og hvernig mannauðsstjórnun getur styrkt seiglu skipulagsheilda og samfélagsins í heild sinni í síbreytilegu umhverfi á óvissutímum.
Microsoft Teams meeting
Join: https://teams.microsoft.com/meet/37373220278165?p=BxjML7vCxIQAOhbMtu
Meeting ID: 373 732 202 781 65
Passcode: 2Gp2w36Z
Fyrirlestur er staðarfundur og verður í Endurmenntun, Dunhaga 7, í sal á efri hæð sem heitir Elja. Viðburði verður einnig streymt á Teams fyrir þá sem ekki komast en hvetjum alla til að mæta á staðinn.