Fundur með fagráði Stjórnvísi (lokaður fundur)

Fundur stjórnar með fagráði Stjórnvísi verður haldinn miðvikudaginn 27.nóvember nk. á Vox kl.11:30.

Meginmarkmiðið með fundinum er að fá frá fagráði fagleg ráð varðandi hvað má gera betur og hvað er vel gert. Stjórnvísi er nú að hefja stefnumótunarvinnu fyrir tímabilið 2020-2025 og verður Fjóla María Ágústsdóttir ráðgjafi stjórnar í þeirri vinnu.  Einnig hefur komið fyrirspurn til stjórnar Stjórnvísi  varðandi að taka við af Eyþóri Ívari að veita viðurkenningu til:  „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“  Ástæða þess að Eyþór Ívar leitar til okkar er að hann er að fara með hluta afrekstrinum í einkarekstur og því að þeirra mati ekki viðeigandi að halda verðlaunum inni í þeim rekstri. Stjórnvísi kom fyrst upp í hugann þegar hugsað var til fyrirtækis sem myndi getað tekið við boltanum.

(fagráð fundar a.m.k. einu sinni yfir starfsárið með stjórn félagsins). 

Meðfylgjandi er fundargerð frá starfsdegi stjórnar sem haldinn var í júní sl.  Á þeim fundi voru valin áhersluverkefni stjórnar fyrir veturinn 2019-2020.

Þar má sjá dagskrá vetrarins og stóru viðburðina: Íslensku ánægjuvogina, haustráðstefnu og stjórnunarverðlaunin.

Læt fylgja áhugaverða linka á heimasíðu félagsins www.stjornvisi.is

https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/hlutverk-stjornvisi  

https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi

https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/stjornir-faghopa/verklagsreglur-faghopa

https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/stjornir-faghopa/sidareglur

 

Fagráð Stjórnvísi

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar (2018-2020)

Einar Snorri Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets (2019-2021)
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes (2018-2020)
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs (2018-2020)
Nótt Thorberg,  forstöðumaður loyalty hjá Icelandair (2019-2021) 

 

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar verður fulltrúi stjórnar á þessum fundi.

og einnig situr fundinn Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

Fundargerð frá starfsdegi stjórnar 

Staðsetning: Innovation House, Eiðistorgi 3.hæð.

20. júní 2019 kl.14:30-17:30

 

Þátttakendur:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, Ásdís Erla Jónsdóttir, Berglind Björk Hreinsdóttir, Guðjón Örn Helgason, Guðný Halla Hauksdóttir, Gunnhildur Arnardóttir, Ingi Björn Sigurðsson, Jón Gunnar Borgþórsson,  Kristján Geir Gunnarsson og Sigríður Harðardóttir.   

 

Mæting:

Kristján Geir var staddur erlendis, annars full mæting.

 

Dagskrárliðir

  1. Kynning á framtíðarsýn, stefnu, gildum, lögum og siðareglum Stjórnvísi. Fundurinn hófst með því að allir kynntu sig með því að segja frá nafni, starfi, fyrri störfum og starfi/þekkingu á Stjórnvísi.  Aðalheiður nýkjörinn formaður Stjórnvísi fór yfir dagskrá og markmið dagsins.  Þá kynnti Aðalheiður framtíðarsýn félagsins, gildi, lög og siðareglur. Í framhaldi var óskað eftir ábendingum frá stjórn og urðu nokkrar umræður. Fyrir næsta aðalfund er mikilvægt er að gæta að fjölbreytni í stjórn Stjórnvísi og að endurskoða 6.grein og 9.grein. Stjórn sammæltist um að þema ársins yrði „TRAUST“.  Formaður Stjórnvísi kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2019-2020 þar sem m.a. var rætt um að   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg.  Einnig urðu umræður um hvar stjórn vill eiga samskipti t.d. á Facebook í stað tölvupósts. 
  2. Kynning á reglubundnum verkefnum stjórnar – (tímalína – sjá yfirlit neðar í póstinum)

Byrjað var á að ákveða fundartíma og staðsetningu stjórnarfunda.  Niðurstaðan var sú að stjórnarfundir verða haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði kl.11:45-13:00.  Stjórn mun skiptast á að bjóða heim, ef eitthvað kemur upp á er alltaf hægt að halda fundi í Innovation House. Fyrsti stjórnarfundur vetrarins verður haldinn annan þriðjudag í ágúst hjá Kynnisferðum, í september hjá OR, Október á Grand Hótel í framhaldi af haustráðstefnu Stjórnvísi, nóvember Hrafnista, desember HR, janúar hjá Reykjavíkurborg, febrúar Kassagerðin, mars Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, apríl Strætó og maí Innovaiton House. Sent verður út fundarboð á stjórn. Í framhaldi var kynning á reglubundnum verkefnum stjórnar yfir starfárið og gerð tillaga að tímasetningu á þeim.

 

Tillögur að tímasetningum viðburða:

Ágúst 2019
Kick off fundur með öllum stjórnum faghópa
Tímabil: 28. ágúst – kl.08:45-10:00  
Hvar
:  Nauthóll
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur, Berglind, Aðalheiður, Guðný Halla og Sigríður tímabil 20.6.-28.ágúst.  
Samþykkt var að hafa dagskrá Kick Off fundarins svipaða og var á vorfundinum sem var mikil ánægja með. Formaður setur fundinn og kynnir lítillega mælaborð Stjórnvísi, framkvæmdastjóri fer yfir hlutverk stjórna faghópa og Berglind fer yfir hvernig halda skal fund. Síðan eru allir hvattir til að ræða saman á borðunum um hvað er vel gert hjá Stjórnvísi og hvað má betur fara.  Sigríður og Guðný Halla munu stjórna þeirri vinnu.  Að lokum gefst öllum tækifæri á að hitta aðra faghópa á speed-date.  Stjórn hefur áður samþykkt að bjóða faghópum út að borða tvisvar á ári og verður það kynnt á fundinum. Sendur verður út linkur á sameiginlegt skjal til stjórna faghópa í ágúst nk.  Mæta með barmlímmiða fyrir alla til að merkja sig í hvaða faghóp þeir eru, fara yfir hvað hefur gengið vel og hvað má ganga betur.    

September 2019
4. september verður haustdagskrá Stjórnvísi send út á alla aðila
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur tímabil  4.9 – 4.9.

Október 2019
Haustráðstefna Stjórnvísi - 10.10.2019.   
Ábyrgðaraðilar:
Gunnhildur, Ingi Björn, Aðalheiður, Ásdís
Tímabil: 20.6.-10.10.2019
Tillögur að þema:
Traust, samskipti.

 

Október/nóvember hádegi 23.10.2019 
Fundur með fagráði
Ábyrgðaraðilar:
Gunnhildur og Aðalheiður

Tímabil: 23.10.2019.
 

 

Janúar 2020
9. janúar. Nýársfagnaður
námskeið fyrir stjórnir faghópa

Ábyrgðaraðili: Gunnhildur

Hvar:  Marel
Tímabil 30.8.-1.9.2019
Efni verður valið á Kick off fundinum í ágúst. Stjórnir faghópanna ákveða hvaða efni er brýnast. Athuga hvort Marel vilji hýsa fundinn. 

Febrúar 2020
Jan/feb. 
Íslenska ánægjuvogin 2019 afhent 24. janúar 2020.
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur
Tímabil: 1.2.2019-1.2.2020 Íslenska ánægjuvogin er samstarfsverkefni Stjórnvísi og Zenter.  


Feb/mars 2020
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2020
Ábyrgðaraðilar: Gunnhildur, Ingi Björn, Aðalheiður, Ásdís
Tímabil:Haldin á tímabilinu 27.febrúar 2020
Þema:  

Apríl/maí 2020
Aðalfundir faghópa
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur
Tímabil: apríl og maí

Maí 2020
Aðalfundur Stjórnvísi
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur
Tímabil: 7. maí  hádegisfundur – ákveða dagsetningu

Stjórnarskiptafundur:
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur
Tímabil:  7. maí 2020 kl.18:00 – ákveða dagsetningu 

Júní
Samfélagsskýrsla ársins afhent.  Samstarfsverkefni Festu, Stjórnvísi og Viðskiptaráðs Íslands.
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur
Tímabil:
1.1.-15.6.2020

 

  1. Stjórn gefin aðgangur að Trello og Sharepoint (lokið)
  2. Áætlun og lykilmælikvarðar. Kynnt var hvar í Sharepoint áætlanir eru geymdar og stjórn hvött til að kynna sér áætlun Stjórnvísi fyrir árið 2019 sem gerir ráð fyrir 500þúsund króna tekjuafgangi. 

 

  1. Áhersluverkefni stjórnar.  Aðalheiður kynnti áhersluverkefni síðustu þriggja ára.

2016-2017

  • Fagna 30 ára afmæli.
  • Innviðir félagsins og heimasíða og stjórnun
  • Markaðsmál og sýnileiki
  • Tengslamyndun, viðburðir og samstarf

2017-2018

  • Varðveita sögu félagsins
  • Markaðsmál og vefur
  • Stuðningur við stjórnir faghópa
  • Mælingar og starfsemi félagsins

2018-2019

  • Markaðsmál
  • Stuðningur við stjórnir faghópa
  • Heimasíða
  • Mælaborð

 

  1. Skilgreind áhersluverkefni stjórnar starfsársins 2019-2020 sem ákveðið var að hefði yfirskriftina „Traust“.

Verkefni 1: Stefnumótun fyrir 2020-2025
Ábyrgðaraðilar:  Aðalheiður, Jón Gunnar, Guðjón, Sigríður, Berglind, Gunnhildur
Tímabil:
6.8.2019-08.01.2020

    1. Notendaprófanir
    2. Meðal formanna hópa
    3. Meðal viðskiptavina
    4. Meðal þeirra sem ekki þekkja Stjórnvísi
    5. Rýni á heimsíðu

                                                    i.     Gildin, framtíðarsýn, lögi

                                                   ii.     n, siðareglur.

    1. Þróun á mælaborði – Aðalheiður, Gunnhildur

Verkefni 2: Sölu og markaðsmál
Ábyrgðaraðilar: Guðný Halla, Jón Gunnar, Ingi Björn, Kristján Geir
Tímabil:  6.8.2019-maí 2020

  1. Samfélagsmiðlar
  2. Linkedin
  3. Mælikvarðar
  4. Markviss fjölgun fyrirtækja
    1. Endurgjöf – skýrsla til fyrirtækja?
  5. Markviss fjölgun háskólanema

                                                    i.     Hvetja faghópa til að tala við deildir og kennara og t.d. fá 5 bestu nemendur til að kynna niðurstöður

Verkefni 3: Stuðningur við stjórnir faghópa
Ábyrgðaraðilar: Ásdís,
Aðalheiður, Gunnhildur, Guðný Halla,
Tímabil:
ágúst-nóvember2019.

  1. Þróun á formi viðburða
  2. Yfirfara allt kennsluefni fyrir stjórnir faghópa á heimasíðu.
  3. Kahoot, Menti.com, Podcast, Ted, Hringbraut

Önnur verkefni:

    • Hópefli – stjórn geri eitthvað skemmtilegt saman ábyrgðaraðili Aðalheiður (sept/okt)
    • Facebook síða fyrir samskipti stjórnar Stjórnvísi.  Ábyrgðaraðili GA/AOG
    • Rýna lögin – stjórn Stjórnvísi
    • Trelloborð: stjórn skiptist á að vera á trellóborðinu (þó ekki sá sem heldur fundinn né ritari).
    • Varaformaður Stjórnvísi 2019-2020 er Berglind Björk Hreinsdóttir
    • Ritari Stjórnvísi 2019-2020 er Gunnhildur Arnardóttir
    • Finna mælikvarða á meginmarkmið Stjórnvísi. Á heimasíðu segir: árangur þessara markmiða er mældur árlega af stjórn Stjórnvísi.
    • Mæla hvernig til tókst á fundi www.menti.is www.khahoot.com 

 

 

 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Ráðgjöf og handleiðsla leiðtoga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum

 
Ert þú í upphafi vegferðar með sprota- eða nýsköpunarfyrirtæki? Eða stefnirðu á vaxtasprett? Ef svo er, Þá er þetta viðburðurinn fyrir þig. Sandra Mjöll hjá Fönn ráðgjöf deilir reynslu sinni sem frumkvöðull og innsýn í hvernig best sé að stýra þróun, forystu og vexti í nýsköpun.
Þú munt fá:
  • Innsýn í áskoranir sem verða til þegar vísindi, tækni og nýsköpun mætast
  • Hagnýt ráð um hvernig markviss handleiðsla og traust forysta getur hjálpað sprotafyrirtækjum að vaxa hraðar, án þess að fórna sátt við sjálfan sig eða teymi sitt
  • Leiðir til að byggja upp heilbrigt, vel skipulagt og framtíðarhæft fyrirtæki með stuðningi, þekkingu og sjálfbærri stjórn
Viðburðurinn höfðar til allra sem starfa við eða hafa áhuga á sprotum, nýsköpun, frumkvöðlastarfi og forystu og vilja kynnast því hvernig vísindi og viðskipti geta sameinast í áhrifaríkri og mannúðlegri framtíðarsýn.
Hver er Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch hjá Fönn ráðgjöf?
Svo fátt eitt sé nefnt:
  • Hún er með doktorspróf í Líf- og læknavísindum, með sérsvið í vefjaverkfræði og frumulíffræði.
  • Hún hefur yfir 14 ára reynslu af vísindum, nýsköpun og forystu, bæði í akademíu og viðskiptalífinu.
  • Hún var útnefnd „Kvenfrumkvöðull ársins 2017“ af alþjóðlegu samtökunum Global Women Inventors & Innovators Network (GWIIN).
  • Hún er í hópi topp 100 kvenna í nýsköpun sem fjárfestar ættu að líta til að mati Forbes

Dópamíntorg snjallvæðingarinnar

"Digital Detox“ – þarft þú eða vinnustaðurinn þinn á minni skjánotkun að halda?

Athugið breyttan tíma í hádeginu 11. febrúar á Teams í "anda viðfangsefnisins".

Gígja Sunneva Bjarnadóttir, MSc í heilsusálfræði og stafrænum inngripum, sem er heilsuráðgjafi hjá Greenfit mun fjalla um áhrif skjánotkunar á dópamín og athygli, ásamt því hvernig við getum nýtt hegðunarvísindi til að draga úr skjánotkun.

Helena Jónsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Mental ráðgjafar, mun fjalla um hvernig snjallvæðing, stöðugt áreiti og truflanir birtast í daglegu vinnulífi og hvaða áhrif það hefur á streitu, viðveru, samskipti, endurheimt og afköst.
Í erindinu verður sjónum beint að tengslum stafræns álags við sálfélagslega áhættu og geðheilbrigði á vinnustað og rætt hvaða kerfisbundnu aðgerðir vinnustaðir og stjórnendur geta gripið til, umfram einstaklingsbundin ráð, til að styðja við velllíðan, jafnvægi og sjálfbært vinnuumhverfi.

Að missa klefann

Að missa klefann

Hvað geta stjórnendur gert til að tryggja hann?

Það er margt líkt með fótboltaliði og fyrirtæki. Á báðum stöðum þarf að velja leikmenn í liðið og þar með setja aðra til hliðar, það er þörf á hvatningu, halda þarf uppi aga, byggja upp góða liðsheild, erfiðar ákvarðanir eru teknar, gæta þarf að orðspori og þannig mætti halda áfram. Hvaða lærdóm geta fyrirtækin dregið af aðferðafræðinni í heimi fótboltans?

 

Fyrirlesari: Ólafur Helgi Kristjánsson er best þekktur fyrir störf sín sem þjálfari knattspyrnuliða í meistaraflokki karla, hér heima og í Danmörku og nú síðast sem aðstoðarþjálfari kvennalandliðsins í fótbolta. Hann er vel menntaður þjálfari með UEFA Pro Licence réttindi.

 

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Lýsis að Fiskislóð 5-9 en að auki verður honum streymt.

Linkur á streymi hér

Frá ferlum til fólks: Hönnun nýs spítala

Hvernig verður nýr spítali hannaður með bæði ferla og fólk í huga?
Á viðburðinum skoðum við hvernig samspil starfsfólks, sjúklinga og verkferla getur mótað framtíðarlausnir sem nýtast öllum.

 

Fundurinn er í haldinn á fyrstu hæð í höfuðstöðvum Landsbankans í Reykjastræti 6. 

Aðgengismál á vinnustöðum

Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi

Nánari lýsing þegar nær dregur.

Hvernig markþjálfun getur nýst í mannauðsstjórnun

Linkur á fund hér

 

Hvernig markþjálfun getur nýst í mannauðsstjórnun

Nánari upplýsingar síðar.

 

Fyrirlesari:

Anna María hefur innsýn í fjölbreytt fyrirtækjaumhverfi bæði hérlendis og erlendis, þar sem hún hefur starfað sem mannauðsstjóri í yfir 20 ár hjá fyrirtækjum í ýmsum greinum atvinnulífsins, rekið eigið fyrirtæki með stjórnendaþjálfun, námskeið og fyrirlestra m.a. tengda verkfærum markþjálfunar. Hún starfar nú sem mannauðsráðgjafi hjá 2.stærsta sveitarfélagi landsins Kópavogsbæ, þar sem hún sinnir m.a. Verkefnastjórnun í innleiðingum ásamt ráðgjöf og aðstoð stjórnenda við ýmis mannauðsmálefni. Frá því Anna María lærði Markþjálfun árið 2006 hefur hún nýtt sér aðferðafræðina í starfi, er með virka PCC vottun frá alþjóðasamtökum ICF. Hún er jafnframt ein af stofnendum ICF Ísland, þar sem Anna María gegndi m.a. bæði varamennsku og formennsku félagsins ásamt því að hafa setið í stjórn ICF Norge. Anna María er með executive MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Áhugamál Önnu Maríu er almenn útivist og þá helst: fjallgöngur, fjallahjól, blómarækt, fluguveiði og skíði.

Linkur á teams fund hér

Að byggja upp sálrænt öryggi sem virkar

Sálrænt öryggi er hugtak sem flestir stjórnendur þekkja, en fáir geta svarað hvernig þau vinna með það í sínum teymum.  Þessi fundur snýst um hagnýta nálgun á sálrænu öryggi og fjallar ekki aðeins um hvað það er heldur einnig hvernig stjórnendur geta unnið markvisst að því að byggja það upp og viðhalda í teymum. 

Uppbygging fundarins:

 
Jarðvegurinn - Sálrænt öryggi á mannamáli
Kristrún opnar fundinn með stuttum inngangi byggðu á rannsóknum og hennar reynslu af teymisvinnu úr ólíkum geirum. Við köfum undir yfirborðið og skoðum hvað er að gerast innra með fólki þegar við upplifum ekki öryggi og lyftum upp allri þeirri ósýnilegu sóun sem verður í kjölfarið.
 
Samtölin sem skipta máli - Panel með ólíkum stjórnendum
Síðan setjumst við niður með leiðtogum úr ólíkum geirum og sækjum reynslu og raunveruleg dæmi. Hvað virkar og hvað virkar ekki.
Hér förum við beint inn í óþægileg samtöl og spyrjum m.a.:
  • Hvaða merki hefur þú séð frá þínum teymum um að sálrænt öryggi sé lágt?
  • Nefndu dæmi um það sem hefur raunverulega virkað til að byggja upp öryggi?
  • Hvaða mistök hefurðu gert sem þú myndir ekki endurtaka?
 
Inn í okkar raunveruleika - Samræður og næstu skref
Að lokum tökum við öll samtalið og speglum inn í okkar eigin raunveruleika. Skoðum okkar næstu skref og hvað okkur vantar til þess að þora inn í þau óþægilegu samtöl.

 

Hvað tekurðu með þér?
✓ Betri skilning á hvernig lítið sálrænt öryggi birtist í þínu teymi
✓ Raunveruleg dæmi frá öðrum leiðtogum
✓ Fyrstu skrefin sem þú getur stigið - strax í dag
✓ Trú á það að þetta er eitthvað sem við getum raunverulega breytt
 
 
Kristrún Anna Konráðsdóttir leiðir viðburðinn.
Hún er teymisþjálfi sem brennur fyrir því að styðja teymi í að taka óþægileg samtöl.
Kristrún er vottaður teymisþjálfi, og PCC vottaður markþjálfi. Hún er Fearless Organization Practitioner og sérhæfir sig í sálrænu öryggi teyma. Hún er einnig Inner Development Goals Ambassador og er heilluð af því hvernig allar breytingar byrja innra með okkur. kristrunanna.com
 
 
Við búumst við líflegum, heiðarlegum og óþægilegum umræðum um efni sem við fáum sjaldnast að ræða upphátt.
 
Hlökkum til að sjá ykkur! 
 

Eldri viðburðir

Gervigreind í verkefnastjórnun: Ávinningur og framtíðarsýn

Fyrirlesari er Bertha María Óladóttir, Tölvunarfræðingur og MSc. í Forystu og verkefnastjórnun.

Bertha mun í erindinu fjalla um gervigreind og verkefnastjórnun en hún lauk á dögunum meistararitgerð sinni við Háskólann á Bifröst. Þar rannsakaði hún ávinning af notkun gervigreindar í verkefnastjórnun og mun hún fjalla um rannsóknina og helstu niðurstöður hennar. Bertha hefur á undanförnum árum starfað sem forritari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu FiveDegrees. 

Teams linkur á viðburð:

Tengjast fundinum núna

Everything you want to know about ISO 27001 but have never dared to ask

Framkvæmdarstjóri SBcert, Ulf Nordstrand mun fara yfir lykilatriði og mikilvægi upplýsingaöryggis og leiða hlustendur í gegnum yfirferð á helstu kröfum ISO 27001 og viðauka A.

 
Síðustu 30 mínúturnar verður gefið færi á að spyrja spurninga um málefnið.
 
Viðburðurinn verður haldið í Innovation House á Eiðistogi og byrjar kl. 8:45 en boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:15.
 
Fyrirlesari:
Ulf hefur áralanga reynslu í ráðgjafargeiranum og hugbúnaðarþróun og hefur starfað á alþjóðavettvangi við þróun og innleiðingu stjórnunarkerfa víðsvegar um Evrópu og Asíu. Hann hefur reynslu innan upplýsingatækni-, fjarskipta-, öryggis- og varnarmálageirans.
 
Stærstan hluta ferils síns hefur Ulf einbeitt sér að þróun ferla og stjórnunarkerfa. Hann hefur hannað og innleitt fjölda stjórnunarkerfa frá grunni og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á allri starfsemi sem tengist þróun þeirra, innleiðingu og rekstri. Ulf hefur einnig mikla reynslu af innleiðingu og vinnu með kerfislausnir fyrir stjórnun stjórnunarkerfa.
 
Frá árinu 2013 hefur Ulf starfað sem framkvæmdastjóri vottunarstofnunarinnar SBcert. Í dag hefur SBcert yfir 1.000 vottaða viðskiptavini og starfar í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi, Þýskalandi og Hollandi.
 
Ulf er einnig reyndur úttektarstjóri stjórnunarkerfa og hefur lokið yfir 500 úttektum á stjórnunarkerfum byggðum á ISO 9001, ISO 14001, ISO 27001, ISO27701 og ISO 45001.
Fundinum verður einnig streymt í gegnum Teams.
 

Geopolitics Meets HR Leadership -Leiðtogahlutverk mannauðsfólks í heimi alþjóðastjórnmála-

Smelltu hér til að skrá þig á viðburðinn.

 
Þessi fundur er sameiginlegur viðburður Mannauðs og Stjórnvísi.
Fyrirlesari: Lucas van Wees. Fyrrverandi forseti EAPM (Evrópusamtaka mannauðsfólks) og stjórnarmaður í WFPMA (Alþjóðasamtökum mannauðsfólks)

Lucas mun fjalla um samspil alþjóðastjórnmála og leiðtogahlutverk mannauðsfólks og hvernig mannauðsstjórnun getur styrkt seiglu skipulagsheilda og samfélagsins í heild sinni í síbreytilegu umhverfi á óvissutímum.

 

Microsoft Teams meeting

Join: https://teams.microsoft.com/meet/37373220278165?p=BxjML7vCxIQAOhbMtu

Meeting ID: 373 732 202 781 65

Passcode: 2Gp2w36Z

Nýr landspítali - fyrirkomulag innkaupa

Erindi um innkaup og samningsstjórnun hjá Nýjum Landspítala.
 
Jakob Valgeir Finnbogason verkefnastjóri innkaupa hjá Nýja Landspítalanum ohf. fer yfir verkefni NLSH, umfang þeirra og hvernig staðið er að innkaupum vegna þeirra og hvernig samningsstjórnun er fléttuð inn í gerð og ritun útboðsgagna.

 

Fyrirlestur er staðarfundur og verður í Endurmenntun, Dunhaga 7, í sal á efri hæð sem heitir Elja. Viðburði verður einnig streymt á Teams fyrir þá sem ekki komast en hvetjum alla til að mæta á staðinn.
 
Linkur á Teams:
 
 

Gullnu reglunar mínar - Dauðans alvara

“Ef banaslys er möguleg afleiðing og starfsfólk getur beitt varnarreglu, þá á það að vera Gullin Regla.”
  • Gullnar Reglur eru ekki bara setning á vegg.
  • Þær eru loforð.
  • Loforð um að þegar líf er í húfi tökum við alltaf réttu ákvörðunina.
Fyrirlesari:
Viðar Arason, öryggisfulltrúi HS Orku og eigandi Skyndihjálparskólans

 

Viðar Arason hefur djúpar rætur í viðbragðsþjónustu, þar sem sekúndur skipta máli og rétt ákvörðun getur bjargað lífi.
Með áralanga reynslu úr framlínunni hefur hann séð hversu öflug öryggisvitund getur verið — og hversu hratt hlutir geta farið úr böndunum þegar hún bregst.
Sem eigandi Skyndihjálparskólans leiðir Viðar fræðslu þar sem öryggi, mannleg hegðun og fyrstu viðbrögð í áföllum eru í fyrirrúmi. Hann leggur sérstaka áherslu á að kenna fólki hvernig á að bregðast rétt við þegar allt gerist á örfáum augnablikum — í slysum, áfallaatvikum og óvæntum uppákomum.
Markmiðið er skýrt: að búa fólk og vinnustaði undir raunveruleikann, ekki bara kenningarnar.
Í dag starfar Viðar við öryggismál hjá HS Orku, þar sem hann vinnur að því á hverjum degi að tryggja það mikilvægasta: "Allir komi heilir heim, alltaf".
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?