Fundur með fagráði Stjórnvísi (lokaður fundur)

Fundur stjórnar með fagráði Stjórnvísi verður haldinn miðvikudaginn 27.nóvember nk. á Vox kl.11:30.

Meginmarkmiðið með fundinum er að fá frá fagráði fagleg ráð varðandi hvað má gera betur og hvað er vel gert. Stjórnvísi er nú að hefja stefnumótunarvinnu fyrir tímabilið 2020-2025 og verður Fjóla María Ágústsdóttir ráðgjafi stjórnar í þeirri vinnu.  Einnig hefur komið fyrirspurn til stjórnar Stjórnvísi  varðandi að taka við af Eyþóri Ívari að veita viðurkenningu til:  „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“  Ástæða þess að Eyþór Ívar leitar til okkar er að hann er að fara með hluta afrekstrinum í einkarekstur og því að þeirra mati ekki viðeigandi að halda verðlaunum inni í þeim rekstri. Stjórnvísi kom fyrst upp í hugann þegar hugsað var til fyrirtækis sem myndi getað tekið við boltanum.

(fagráð fundar a.m.k. einu sinni yfir starfsárið með stjórn félagsins). 

Meðfylgjandi er fundargerð frá starfsdegi stjórnar sem haldinn var í júní sl.  Á þeim fundi voru valin áhersluverkefni stjórnar fyrir veturinn 2019-2020.

Þar má sjá dagskrá vetrarins og stóru viðburðina: Íslensku ánægjuvogina, haustráðstefnu og stjórnunarverðlaunin.

Læt fylgja áhugaverða linka á heimasíðu félagsins www.stjornvisi.is

https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/hlutverk-stjornvisi  

https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi

https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/stjornir-faghopa/verklagsreglur-faghopa

https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/stjornir-faghopa/sidareglur

 

Fagráð Stjórnvísi

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar (2018-2020)

Einar Snorri Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets (2019-2021)
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes (2018-2020)
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs (2018-2020)
Nótt Thorberg,  forstöðumaður loyalty hjá Icelandair (2019-2021) 

 

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar verður fulltrúi stjórnar á þessum fundi.

og einnig situr fundinn Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

Fundargerð frá starfsdegi stjórnar 

Staðsetning: Innovation House, Eiðistorgi 3.hæð.

20. júní 2019 kl.14:30-17:30

 

Þátttakendur:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, Ásdís Erla Jónsdóttir, Berglind Björk Hreinsdóttir, Guðjón Örn Helgason, Guðný Halla Hauksdóttir, Gunnhildur Arnardóttir, Ingi Björn Sigurðsson, Jón Gunnar Borgþórsson,  Kristján Geir Gunnarsson og Sigríður Harðardóttir.   

 

Mæting:

Kristján Geir var staddur erlendis, annars full mæting.

 

Dagskrárliðir

  1. Kynning á framtíðarsýn, stefnu, gildum, lögum og siðareglum Stjórnvísi. Fundurinn hófst með því að allir kynntu sig með því að segja frá nafni, starfi, fyrri störfum og starfi/þekkingu á Stjórnvísi.  Aðalheiður nýkjörinn formaður Stjórnvísi fór yfir dagskrá og markmið dagsins.  Þá kynnti Aðalheiður framtíðarsýn félagsins, gildi, lög og siðareglur. Í framhaldi var óskað eftir ábendingum frá stjórn og urðu nokkrar umræður. Fyrir næsta aðalfund er mikilvægt er að gæta að fjölbreytni í stjórn Stjórnvísi og að endurskoða 6.grein og 9.grein. Stjórn sammæltist um að þema ársins yrði „TRAUST“.  Formaður Stjórnvísi kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2019-2020 þar sem m.a. var rætt um að   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg.  Einnig urðu umræður um hvar stjórn vill eiga samskipti t.d. á Facebook í stað tölvupósts. 
  2. Kynning á reglubundnum verkefnum stjórnar – (tímalína – sjá yfirlit neðar í póstinum)

Byrjað var á að ákveða fundartíma og staðsetningu stjórnarfunda.  Niðurstaðan var sú að stjórnarfundir verða haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði kl.11:45-13:00.  Stjórn mun skiptast á að bjóða heim, ef eitthvað kemur upp á er alltaf hægt að halda fundi í Innovation House. Fyrsti stjórnarfundur vetrarins verður haldinn annan þriðjudag í ágúst hjá Kynnisferðum, í september hjá OR, Október á Grand Hótel í framhaldi af haustráðstefnu Stjórnvísi, nóvember Hrafnista, desember HR, janúar hjá Reykjavíkurborg, febrúar Kassagerðin, mars Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, apríl Strætó og maí Innovaiton House. Sent verður út fundarboð á stjórn. Í framhaldi var kynning á reglubundnum verkefnum stjórnar yfir starfárið og gerð tillaga að tímasetningu á þeim.

 

Tillögur að tímasetningum viðburða:

Ágúst 2019
Kick off fundur með öllum stjórnum faghópa
Tímabil: 28. ágúst – kl.08:45-10:00  
Hvar
:  Nauthóll
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur, Berglind, Aðalheiður, Guðný Halla og Sigríður tímabil 20.6.-28.ágúst.  
Samþykkt var að hafa dagskrá Kick Off fundarins svipaða og var á vorfundinum sem var mikil ánægja með. Formaður setur fundinn og kynnir lítillega mælaborð Stjórnvísi, framkvæmdastjóri fer yfir hlutverk stjórna faghópa og Berglind fer yfir hvernig halda skal fund. Síðan eru allir hvattir til að ræða saman á borðunum um hvað er vel gert hjá Stjórnvísi og hvað má betur fara.  Sigríður og Guðný Halla munu stjórna þeirri vinnu.  Að lokum gefst öllum tækifæri á að hitta aðra faghópa á speed-date.  Stjórn hefur áður samþykkt að bjóða faghópum út að borða tvisvar á ári og verður það kynnt á fundinum. Sendur verður út linkur á sameiginlegt skjal til stjórna faghópa í ágúst nk.  Mæta með barmlímmiða fyrir alla til að merkja sig í hvaða faghóp þeir eru, fara yfir hvað hefur gengið vel og hvað má ganga betur.    

September 2019
4. september verður haustdagskrá Stjórnvísi send út á alla aðila
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur tímabil  4.9 – 4.9.

Október 2019
Haustráðstefna Stjórnvísi - 10.10.2019.   
Ábyrgðaraðilar:
Gunnhildur, Ingi Björn, Aðalheiður, Ásdís
Tímabil: 20.6.-10.10.2019
Tillögur að þema:
Traust, samskipti.

 

Október/nóvember hádegi 23.10.2019 
Fundur með fagráði
Ábyrgðaraðilar:
Gunnhildur og Aðalheiður

Tímabil: 23.10.2019.
 

 

Janúar 2020
9. janúar. Nýársfagnaður
námskeið fyrir stjórnir faghópa

Ábyrgðaraðili: Gunnhildur

Hvar:  Marel
Tímabil 30.8.-1.9.2019
Efni verður valið á Kick off fundinum í ágúst. Stjórnir faghópanna ákveða hvaða efni er brýnast. Athuga hvort Marel vilji hýsa fundinn. 

Febrúar 2020
Jan/feb. 
Íslenska ánægjuvogin 2019 afhent 24. janúar 2020.
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur
Tímabil: 1.2.2019-1.2.2020 Íslenska ánægjuvogin er samstarfsverkefni Stjórnvísi og Zenter.  


Feb/mars 2020
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2020
Ábyrgðaraðilar: Gunnhildur, Ingi Björn, Aðalheiður, Ásdís
Tímabil:Haldin á tímabilinu 27.febrúar 2020
Þema:  

Apríl/maí 2020
Aðalfundir faghópa
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur
Tímabil: apríl og maí

Maí 2020
Aðalfundur Stjórnvísi
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur
Tímabil: 7. maí  hádegisfundur – ákveða dagsetningu

Stjórnarskiptafundur:
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur
Tímabil:  7. maí 2020 kl.18:00 – ákveða dagsetningu 

Júní
Samfélagsskýrsla ársins afhent.  Samstarfsverkefni Festu, Stjórnvísi og Viðskiptaráðs Íslands.
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur
Tímabil:
1.1.-15.6.2020

 

  1. Stjórn gefin aðgangur að Trello og Sharepoint (lokið)
  2. Áætlun og lykilmælikvarðar. Kynnt var hvar í Sharepoint áætlanir eru geymdar og stjórn hvött til að kynna sér áætlun Stjórnvísi fyrir árið 2019 sem gerir ráð fyrir 500þúsund króna tekjuafgangi. 

 

  1. Áhersluverkefni stjórnar.  Aðalheiður kynnti áhersluverkefni síðustu þriggja ára.

2016-2017

  • Fagna 30 ára afmæli.
  • Innviðir félagsins og heimasíða og stjórnun
  • Markaðsmál og sýnileiki
  • Tengslamyndun, viðburðir og samstarf

2017-2018

  • Varðveita sögu félagsins
  • Markaðsmál og vefur
  • Stuðningur við stjórnir faghópa
  • Mælingar og starfsemi félagsins

2018-2019

  • Markaðsmál
  • Stuðningur við stjórnir faghópa
  • Heimasíða
  • Mælaborð

 

  1. Skilgreind áhersluverkefni stjórnar starfsársins 2019-2020 sem ákveðið var að hefði yfirskriftina „Traust“.

Verkefni 1: Stefnumótun fyrir 2020-2025
Ábyrgðaraðilar:  Aðalheiður, Jón Gunnar, Guðjón, Sigríður, Berglind, Gunnhildur
Tímabil:
6.8.2019-08.01.2020

    1. Notendaprófanir
    2. Meðal formanna hópa
    3. Meðal viðskiptavina
    4. Meðal þeirra sem ekki þekkja Stjórnvísi
    5. Rýni á heimsíðu

                                                    i.     Gildin, framtíðarsýn, lögi

                                                   ii.     n, siðareglur.

    1. Þróun á mælaborði – Aðalheiður, Gunnhildur

Verkefni 2: Sölu og markaðsmál
Ábyrgðaraðilar: Guðný Halla, Jón Gunnar, Ingi Björn, Kristján Geir
Tímabil:  6.8.2019-maí 2020

  1. Samfélagsmiðlar
  2. Linkedin
  3. Mælikvarðar
  4. Markviss fjölgun fyrirtækja
    1. Endurgjöf – skýrsla til fyrirtækja?
  5. Markviss fjölgun háskólanema

                                                    i.     Hvetja faghópa til að tala við deildir og kennara og t.d. fá 5 bestu nemendur til að kynna niðurstöður

Verkefni 3: Stuðningur við stjórnir faghópa
Ábyrgðaraðilar: Ásdís,
Aðalheiður, Gunnhildur, Guðný Halla,
Tímabil:
ágúst-nóvember2019.

  1. Þróun á formi viðburða
  2. Yfirfara allt kennsluefni fyrir stjórnir faghópa á heimasíðu.
  3. Kahoot, Menti.com, Podcast, Ted, Hringbraut

Önnur verkefni:

    • Hópefli – stjórn geri eitthvað skemmtilegt saman ábyrgðaraðili Aðalheiður (sept/okt)
    • Facebook síða fyrir samskipti stjórnar Stjórnvísi.  Ábyrgðaraðili GA/AOG
    • Rýna lögin – stjórn Stjórnvísi
    • Trelloborð: stjórn skiptist á að vera á trellóborðinu (þó ekki sá sem heldur fundinn né ritari).
    • Varaformaður Stjórnvísi 2019-2020 er Berglind Björk Hreinsdóttir
    • Ritari Stjórnvísi 2019-2020 er Gunnhildur Arnardóttir
    • Finna mælikvarða á meginmarkmið Stjórnvísi. Á heimasíðu segir: árangur þessara markmiða er mældur árlega af stjórn Stjórnvísi.
    • Mæla hvernig til tókst á fundi www.menti.is www.khahoot.com 

 

 

 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Fyrirmyndarfyrirtæki - afhending viðurkenninga

Föstudaginn 22.ágúst nk. mun 17 fyrirtækjum verða afhentar viðurkenningar fyrir stjórnarhætti sína ásamt nafnbótinni "Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum".  

Markmið verkefnisins og viðurkenningarinnar er að stuðla að umræðum og aðgerðum sem efla góða stjórnarhætti.

Viðurkenningar byggja á úttektum á stjórnarháttum þeirra félaga/fyrirtækja sem eru þátttakendur í verkefninu og taka mið af leiðbeiningum sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi gefa út.
Á annan tug viðurkenndra aðila vinna úttektirnar á fyrirtækjunum en umsjón með verkefninu og viðurkenningarferlinu er í höndum Stjórnvísi. 

Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands verður fundarstjóri.

Jón Gunnar Borgþórsson JGB ráðgjöf flytur inngangsorð um verkefnið.

Sigríður Margrét Oddsdóttirr, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins afhendir viðurkenningarnar.

Verkefnið er samstarfsverkefni Nasdaq á Íslandi, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Stjórnvísi.

Alþjóðlega mistakadeginum fagnað

Alþjóðlegi mistakadagurinn (International Day for Failure) er árlegur viðburður, haldinn 13. október ár hvert, sem var upphaflega haldinn í Aalto-háskólanum í Finnlandi árið 2010. Markmið dagsins er að stuðla að opnari umræðu um mistök og lærdóm sem má draga af þeim – bæði í atvinnulífi og einkalífi. Deginum er ætlað að draga úr neikvæðum viðhorfum til mistaka og undirstrika að þau eru óaðskiljanlegur hluti af vexti, nýsköpun og árangri.

Frá stofnun hefur dagurinn vakið alþjóðlega athygli og verið haldinn hátíðlegur víða um heim. Hann hvetur einstaklinga, stofnanir og leiðtoga til að deila reynslu, rýna í eigin feril og skapa menningu, þar sem mistök eru viðurkennd sem tækifæri til náms og þróunar. Stjórnvísi fagnar alþjóðlega mistakadeginum í fyrsta skiptið í ár.

Eldri viðburðir

Viðburðurinn afbókaður. Sjálfbært tónlistarlíf og notkun gervigreindar - Norræn stefnumörkun höfundaréttarsamtaka

Join the meeting now

Við höfum fengið Guðrúnu Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs til að fjalla um nýlega stefnu STEFs  og Norrænna höfundaréttarsamtaka um hvernig þau ætla að beita sér fyrir framtíðar samspil tónlistar og gervigreindar. Guðrún Björk hefur bent á að  „rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar.“ Áhugavert verður að heyra af stefnumiðum samtakanna til að takast á við þessa þróun.

Geta aðrar skapandi greinar hagnýtt sér þetta frumkvæði STEFs og þannig komið í veg fyrir virðistap listamanna vegna þessara þróunar? Getur gervigreindin hugsanlega opnað fyrir tækifæri skapandi einstaklinga, þegar fram líða stundir?

STEF býður okkur að hittast í húsakynnum sínum að Laufásvegi 40, 12. júní kl 16:00.

 

Guðrún Björk Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri STEFs. STEF eru innheimtusamtök tón- og textahöfunda á Íslandi. Guðrún Björk er hæstaréttarlögmaður með cand.jur gráðu frá Háskóla Íslands og viðbótar mastersgráðu í Evrópurétti frá Stokkhólmsháskóla svo og gráðu á meistarastigi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Guðrún Björk  á að baki farsælan feril sem lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og Samtökum atvinnulífsins áður en hún hóf störf hjá STEFi. Guðrún Björk hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur og haldið fjölda erinda og fyrirlestra hjá ýmsum aðilum, hin síðustu ár aðallega á sviði höfundaréttar. Guðrún Björk situr í stjórn NCB (Nordisk Copyright Bureau) sem annast hagsmunagæslu fyrir höfunda á Norðurlöndunum vegna hljóðsetningar og eintakagerðar verka þeirra og í stjórn Tónlistarmiðstöðvar.

Aðalfundur Öryggishóps Stjórnvísi

Öryggishópur Stjórnvísi heldur aðalfund miðvikudaginn 4 júní frá kl. 11:30 til 13:00 á VOX.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Áhugasöm um þátttöku í stjórn eru beðin að hafa samband við Fjólu Guðjónsdóttir, fjola.gudjonsdottir@isavia.is 

 

Orka og Öryggi

Join the meeting now

Orka og Öryggi er yfirskrift viðburðar sem Öryggisstjórnunarhópur Stjórnvísi heldur í samstarfi við Öryggisráð Samorku miðvikudaginn 4 júní kl. 09:00 til 10:00.

Erindi 

  • Starfsemi Öryggisráðs Samorku - Björn Halldórsson, Landsvirkjun 
  • Human Organisational Performance (15 mín) - Matthías Haraldsson, Landsvirkjun
  • Öryggismenning  - Björn Guðmundsson, RARIK 
  • Öll örugg alltaf  - Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur

 Við hlökkum til að sjá ykkur hjá Samorku í Húsi Atvinnulífsins.  Hlökkum til að sjá sem flesta á staðnum en þeir sem komast ekki geta tekið þátt með því að ýta á hlekkinn "Join the meeting now".  

 

Undirbúningsfundur stjórnar Stjórnvísi 2025-2026 (lokaður fundur)

Undirbúningsfundur stjórnar fyrir starfsárið 2025-2026 verður haldinn þriðjudaginn 3.júní kl.11:00-13:45.   Meginmarkmiðið er að kynnast betur, skerpa á stefnu félagsins, mælaborði og ákveða þema starfsársins og áhersluverkefni í framhaldi af niðurstöðum nýjustu könnunar.  Einnig verður farið yfir aðganga stjórnar að hinum ýmsu kerfum og ákveðinn fundartími stjórnar.
Boðið verður upp á léttan hádegisverð.  

Dagskrá fundar:

  1. Samskiptasáttmáli.
  2. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.
  3. Áætlun og lykilmælikvarðar.
  4. Farið yfir aðganga stjórnar að SharePointTeamsFacebook og að skrá sig í faghópinn “Stjórn Stjórnvísi
  5. Þema ársins ákveðið og útfærsla rædd.
  6. Kynning á fyrrum áhersuverkefnum stjórnar – áhersluverkefni starfsársins ákveðin.
  • Tímasetningar ákveðnar á helstu viðburðum starfsársins.
  • Settar niður hugmyndir að haustráðstefnu (fundarstjóra og fyrirlesurum) Stjórnunarverðlaunum (verða þau með sama móti). 
  • Fundartími stjórnar og staðsetningar á fundum ákveðnar.
    • Leggjum til fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 11:00-12:00 ýmist á Teams eða á vinnustöðum hvors annars. Val um að borða saman að loknum stjórnarfundi. 
  • Kosning varaformanns og ritara næsta starfsárs.

 

Aðalfundur faghóps um gervigreind

Aðalfundur faghóps um gervigreind heldur aðalfund á VOX í hádeginu 30. maí kl. 12:00-13:30

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Áhugasöm um þátttöku í stjórn eru beðin að hafa samband við Róbert, robert@evoly.ai

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?