Empower Now - Jafnrétti, fjölbreytni og tækni

Hlekkur á viðburð
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, CEO og meðstofnandi Empower.

Þórey kynnir áhugaverðar og gagnlegar niðurstöður úr könnuninni Kynin og vinnustaðurinn 2022.  Þar er lögð áhersla á að skoða upplifun mismunandi hópa á fyrirtækjamenningu út frá kyni, aldri og kynhneigð.  Verkefnið er samstarfsverkefni Empower, Maskínu, SA, Viðskiptaráðs og HÍ.

Einnig fer hún yfir það hvernig nýsköpunarfyrirtækið Empower er á einstakalega spennandi vegferð eftir að hafa tryggt 300m kr. fjármögnun í vor.  Empower er að færa sína aðferðafræði varðandi jafnrétti og fjölbreytni(DEI) á vinnustöðum alfarið inn í SaaS hugbúnað sem fer á alþjóðlegan markað árið 2023.  Þar sem um er að ræða heildræna nálgun, með mælaborði, örfræðslu ofl. 

Hlekkur á viðburð

 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

MasterClass in Presence: The importance of nonverbal dynamics in every-day interactions

Faghópur markþjálfunar býður upp á vefnámskeið (Zoom) með Dr. Tünde Erdös þar sem hugtakið nærvera (Presence) verður rýnt, meðal annars út frá því hvernig við getum notað nærveru til að skapa betri sambönd, ná betri árangri og eiga í betri samskiptum. Nánari lýsing á námskeiðinu er hér fyrir neðan á ensku frá Dr. Tünde.

Athugið að námskeiðið sjálft verður á ensku.

Þau sem taka þátt í námskeiðinu bjóðast aðgangur að lokuðum facebook-hóp þar sem Dr. Tünde Erdös mun taka þátt í samtali með okkur um nærveru og deila efni þessu tengdu og fer það samtal fram áður en námskeiðið er haldið í febrúar. Þátttaka í þessu samtali og samfélagi mun gefa okkur aukið virði þegar það kemur að sjálfu námskeiðinu. Hér er hægt að óska eftir aðgangi í hópi “hlekkur á facebook-hóp”.

Frekari upplýsingar hér á ensku:

Based on my credo, I’m delighted to deliver a MasterClass for you to explore a key theme that helps us serve better relationships, better results, and better interactions:

Presence: The importance of nonverbal dynamics in every-day interactions

What’s happening in our world?
83% of leaders drown in over-commitments, the issue being that:- Priority issues erode attention,


- Double risk of shallow work vs. deep work


-Double risk of low contribution vs high contribution 
(Hack Future Lab, 2021)

Why is presence the right approach to solve these issues?


It’s because meaningful decisions are born in the space of presence. And leadership is a lot about making meaningful decisions and taking choices that help rather than harm. Those decisions and choices help leaders ask powerful questions, the way they do in coaching. 

Latest research shows that presence is about mastering somatic responsiveness in our interactions. And somatic responsiveness is not lodged in the mind. It’s lodged in the body, which is the cradle of our five senses. As such it’s the most reliable instrument that can tell how we’re doing and how we’re performing any given moment.

Priority issues, disengagement, lack of focus, shallow work and overwhelm are all about a lot of loss: losing out on being productive, losing money and time, missing out on having effective relationships, and losing out on your own capacity to have a fulfilled life at work and beyond.

Because we human beings tend to have a default setting about everything - money, love, relationships, work -, we are unaware of the scope of choices we have as we disown aspects of ourselves, among other things, our five senses. This disowning limits our potential.

In our MasterClass, we will explore, reflect and jointly make meaning of the somatic nature of presence as a growth and performance intervention. We will create space fora) leaving our own default state of presence that feels most comfortable, 


b) reflecting the consequences of our presence-less-ness in our comfort zone.

You will take away deeper understanding around

  1. why presence is relevant in your leadership,
  2. what you can learn from coaching presence for better relationships, better results, and better interactions.


Tünde Erdös, PhD, MSc Executive Coach ICF MCC, EMCC Senior Practitioner 1st degree connection

www.tuendeerdoes.com
www.coachingdocu.com
www.integrative-presence.com

NOTE: if you are going to join this event we ask you to be a part of this group here:https://www.facebook.com/groups/5552106184826942

Zoom linkur kemur hér.

See less

Eldri viðburðir

Markþjálfadagurinn 2023 - Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað

Markþjálfunardagurinn verður haldinn þann 2. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni ,,Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað”. Þar mun ICF Iceland að venju leiða saman alþjóðlegt fagfólk sem deilir reynslu sinni af því hvernig þörf á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda þess árangurs.

Aðalfyrirlesarar Markþjálfunardagsins eru frumkvöðullinn og manneskja ársins Haraldur Þorleifsson, Tonya Echols margverðlaunaður alþjóðlegur PCC markþjálfi, og Kaveh Mir, stjórnendamarkþjálfi MCC sem situr í stjórn ICF International ásamt Tonya.

Harald þekkir hvert mannsbarn hér á landi fyrir m.a. Römpum upp Ísland verkefnið, auk þess sem hann var kosinn manneskja ársins. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í sínum verkefnum hvort sem það eru hans persónulegu verkefni eða fyrirtækið Ueno sem hann byggði upp og seldi til Twitter. Hans erindi nefnist Function + Feelings. Tonya var valin stjórnendamarkþjálfi ársins af CEO Today Magazine, hún situr í ráðgjafateymi Forbes, hefur skrifað fjölda greina í Forbes og er í markþjálfateymi TED Talks. Kaveh hefur komið að stjórnendaþjálfun, breytingastjórnun, teymis-uppbyggingu, leiðtogaþróun og vinnustaðamenningu hjá fjölda alþjóðlegra fyrirtækjarisa á borð við Warner Bros, Google, Amazon, Lego, Deloitte, HSBC, Mars, Salesforce og CNN og verður gjöfull á reynslu sína í erindi sínu.

Það er okkur sannur heiður að fá stórstjörnur frá ICF International til okkar á Markþjálfunardaginn í ár, fólk með áratuga reynslu á stóra sviði markþjálfunar. Þau ætla að opna upp á gátt reynslu sína og viðskiptamódel á vinnustofunum sem ætlaðar eru fyrir markþjálfa og erum við mjög spennt að læra af þeim.

Auk þeirra Haraldar, Tonyu og Kaveh munu stíga á stokk þrjú fyrirlesarateymi: Aldís Arna PCC markþjálfi og Jón Magnús Kristinsson læknir, markþjálfarnir Anna María Þorvaldsdóttir ACC og Inga Þórisdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop. Þá mun þróunarstjóri hjá ICF International Malcom Fiellies PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri hjá ICF Global vera með erindi um stuðning við starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar.

 

Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi viðburður félagsins. Vinnustofurnar verða haldnar 1. febrúar en ráðstefnan 2. febrúar. Miðasala er hafin á Tix og hvetjum við alla félaga að njóta dagsins, uppskerunnar og tengslanetsins. Viðburðirnir gerast ekki stærri.

 

Ef fyrirtækið þitt vill fá 8 manna borð eða bás er best að senda póst á icf@icf.is. Það er 20% afsláttur af miðaverðinu ef keyptir eru 5 miðar eða fleiri. Þetta er frábær dagskrá og hvetjum við alla sem hafa áhuga að skrá sig, þú ferð ríkari heim eftir þessa ráðstefnu. Að sjálfsögðu verður Stjórnvísir með bás eins og venjulega, þar sem Gunnhildur ofl. munu taka vel á móti þér/ykkur.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Viðeigandi aðlögun á vinnustað

Click here to join the meeting

Í erindinu verður fjallað um réttindi fatlaðs fólks og fólks með skerta starfsgetu á vinnumarkaði og leiðir til þess að mæta fötluðum einstaklingum á vinnustað.

Markmið erindisins er að styðja við stjórnendur og veita ráðgjöf um viðeigandi aðlögun á vinnustað.

Sara Dögg starfar hjá Landssamtökunum Þroskahjálp sem verkefnastjóri samæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra. Hún er grunnskólakennari að mennt og var m.a. skólastjóri hjá grunnskólum Hjallastefnunnar ásamt því að verkefnastýra grunnskólastarfi Hjallastefnunnar um tíma. Sara Dögg var skrifstofustjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu ásamt því að taka þátt í að leiða samstarf SVÞ og Verslunarskóla Íslands um aukin námstækifæri fyrir verslunarfólk og hönnun nýrrar stafrænnar viðskiptalínu innan skólans.

--------------------------------------------------

English

Reasonable accommodation

The goal with this session is to inspire top management on how to manage full and effective participation people with disabilities and inclusion at label market. As well to give advance on how we meet people with disabilities at the work place and explane what that means in practies.

Sara Dögg is an Project Manager – Coordination of Education and Employment for people with intellectual disabilities at National Associaton  of Intelectual Disabilities, Þorskahjálp.

Sara Dögg is educated as a teacher and worked at Hjallastefnan ehf. for many years as a headmaster of primary schools and as Projcet Manager. 

Before Sara Dögg started at Þroskahjálp she was an Office Manager at Samtök Verlsunar og Þjónustu as well as she was one of who led the team of SVÞ and Verzlunarskóli Íslands that implimented new Cours at Verzlunarskóli Íslands - Stafræn Viðskiptalína/Digital Buisness line.

Hvernig verðum við besti vinnustaðurinn sem við getum orðið? Reynslusaga Dohop af teymis- & markþjálfun

Fyrir ári síðan ákvað Dohop að gera tilraun með því að fá til sín teymis- og markþjálfa tvo daga í viku til þess að þjálfa öll teymi fyrirtækisins ásamt því að bjóða upp á markþjálfun fyrir starfsfólk.
  • Hver er kveikjan að því að hugbúnaðarfyrirtæki í örum vexti (og með nóg annað að hugsa um) fjárfestir í svona  tilraun?
  • Hvernig hefur gengið?
  • Er ROI á þessari fjárfestingu?
  • Hvaða lærdómur hefur verið dreginn á leiðinni?
Davíð Gunnarsson forstjóri Dohop og Kristrún Anna Konráðsdóttir teymis- og markþjálfi ræða um vegferðina, áskoranir og uppskeru. Tími verður fyrir spurningar og vangaveltur og eru þátttakendur hvattir til að spyrja og spegla. 
 
 

Stefnur og aðgerðir til að auka fjölbreytni í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum – þróunin og alþjóðlegur samanburður (Cranet 2021)

Click here to join the meeting

Arney Einarsdóttir dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst kynnir niðurstöður úr alþjóðlegu CRANET rannsókninni hér á landi frá árinu 2021 um stefnur, aðgerðir og áætlanir íslenskra fyrirtækja og stofnana í ráðningum og þjálfun og þróun til að auka fjölbreytni og beinast að minnihlutahópum. Niðurstöður verða settar í alþjóðlegt samhengi með samanburði við nokkur vel valin lönd og þróunin skoðun. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) er alþjóðlegt samstarfsnet fræðimanna frá um 50 löndum er hefur um áratugaskeið unnið að samanburðarrannsóknum á sviði mannauðsstjórnunar.

Arney Einarsdóttir er dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst og hefur frá árinu 2005 stýrt rannsókninni fyrir Íslands hönd og var skýrslan Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021 gefin út í vor. Höfundar skýrslunnar eru Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir og Katrín Ólafsdóttir.

________________________

Policies and actions to increase diversity in Icelandic companies and institutions - the trend and international comparison (Cranet 2021)

Arney Einarsdottir associate professor at the business department of the University of Bifröst will represent the results of the international CRANET study in Iceland from the year 2021 will be presented regarding the policies, actions and plans of Icelandic companies and institutions in recruitment, and training and development, intended to increase diversity with focus on minority groups. The results will be prsented in an international context by comparison with some well-chosen countries and the development in Iceland will be examined. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) is an international collaborative network of academics from around 50 countries who have been working on comparative research in the field of human resource management for decades.

Arney Einarsdóttir is an associate professor at the business department of the University of Bifröst and has since 2005 led the study on behalf of Iceland. The report Human affairs in turbulent times - the Cranet study 2021 (Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021) was published this spring. The authors of the report are Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir and Katrín Ólafsdóttir.

 

Jafningjastjórnun

Click here to join the meeting 
Almennt, þegar rætt er um stjórnun jafningja, er oft vísað í þá stöðu þegar einhver er stjórnandi en á sama tíma nokkurs konar jafningi þeirra sem hann stýrir.

Þannig byrja margir stjórnendur þ.e. þeir koma úr hópnum og verða stjórnendur og bera alla þá ábyrgð sem felst í því.  Jafningjastjórnun sem nálgun í stjórnun hentar vel þeim sem vilja leggja áherslu á sameiginlega ákvarðanatöku, eignarhald á ákvörðunum, valddreifingu og það að allir séu í sama liði og nokkurskonar jafningjar.

Í þessum fyrirlestri mun Eyþór Eðvarðsson M.A í vinnusálfræði og stjórnendaþjálfari hjá Þekkingarmiðlun fara yfir fyrirbærið jafningjastjórnun í víðum skilningi og velta upp málum sem skipta máli við stjórnun.

Click here to join the meeting 

 Athugið viðburðurinn verður ekki tekinn upp

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?