Hvernig geta stjórnendur stutt erl. starfsfólk sem lendir í uppsögnum?

Click here to join the meeting

Síðustu mánuði hefur atvinnuleysi farið stöðugt hækkandi. Um 40% einstaklinga á atvinnuleysiskrá eru af erlendum uppruna. Ýmis atriði flækja stöðu þessa hóps, meðal annars skortur á  tengslaneti á Íslandi,  slakari íslenskukunnátta og meiri hætta við að lenda í fordómum og  í félagslegum einangrun. Það fer ekki á milli mála að öll þessi atriði flækja atvinnuleitina.

Það er mikilvægt að atvinnurekendur hugi sérstaklega að þessum hóp þegar hann lendir í uppsögnum og stundum þarf að ganga skrefinu lengra við að leiðbeina þeim um möguleikana sem til eru í boði við atvinnumissi.

Í viðburðinum verður varpað ljósi á stöðu einstaklinga af erlendum uppruna í atvinnuleysi og einnig verður reynt að koma með góð ráð fyrir stjórnendur sem neyðast til að segja starfsmönnum sínum upp. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

Hvernig geta atvinnurekendur stutt starfsfólk af erlendum uppruna sem lendir í uppsögnum?

Hvaða þjónusta er í boði fyrir starfsfólk af erlendum uppruna sem verður atvinnulaust?

Fyrirlesarar:

Ásdís Guðmundsdóttir – deildarstjóri alþjóðadeildar Vinnumálastofnunar

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - sérfræðingur í málefnum útlendinga og flóttafólks á vinnumarkaði hjá ASÍ

 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Hvernig geta stjórnendur stutt erl. starfsfólk sem lendir í uppsögnum?

Faghópar um mannauðsstjórnun, samfélagsábyrgð fyrirtækja og málefni erlendra starfsmanna stóðu fyrir fundi í dag þar sem rætt var um hvernig stjórnendur geti stutt erlent starfsfólk sem lendir í uppsögnum. Alma Sigurðardóttir Ístak í stjórn faghóps um málefni erlendra starfsmanna kynnti faghópinn og fyrirlesara fundarins. Síðustu mánuði hefur atvinnuleysi farið stöðugt hækkandi. Um 40% einstaklinga á atvinnuleysiskrá eru af erlendum uppruna. Ýmis atriði flækja stöðu þessa hóps, meðal annars skortur á  tengslaneti á Íslandi,  slakari íslenskukunnátta og meiri hætta við að lenda í fordómum og  í félagslegum einangrun. Það fer ekki á milli mála að öll þessi atriði flækja atvinnuleitina.

Það er mikilvægt að atvinnurekendur hugi sérstaklega að þessum hóp þegar hann lendir í uppsögnum og stundum þarf að ganga skrefinu lengra við að leiðbeina þeim um möguleikana sem til eru í boði við atvinnumissi.

Í viðburðinum var varpað ljósi á stöðu einstaklinga af erlendum uppruna í atvinnuleysi og einnig var reynt að koma með góð ráð fyrir stjórnendur sem neyðast til að segja starfsmönnum sínum upp. Leitast var við að svara eftirfarandi spurningum:
Hvernig geta atvinnurekendur stutt starfsfólk af erlendum uppruna sem lendir í uppsögnum?
Hvaða þjónusta er í boði fyrir starfsfólk af erlendum uppruna sem verður atvinnulaust?

Fyrirlesarar voru Ásdís Guðmundsdóttir – deildarstjóri alþjóðadeildar Vinnumálastofnunar og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - sérfræðingur í málefnum útlendinga og flóttafólks á vinnumarkaði hjá ASÍ. 

Guðrún Margrét sagði atvinnuleysi útlendinga langt umfram aðra á Íslandi þar sem þeir starfa í þeim greinum sem Covid hefur haft mest áhrif á.  Mikilvægt er að hvetja þá til dáða sem misst hafa vinnuna af erlendum uppruna.

Fjöldi innflytjanda tvöfaldaðist á sjö árum og eru þau ár lengsta hagvaxtarsekið Íslandssögunnar. Góðærið átti skuggahliðar.  ASÍ hefur fengið góða innsýn þar.  Skipulagður launaþjófnaður, mannsal og nauðungarvinna.

Ásdís Guðmundsdóttir – deildarstjóri alþjóðadeildar Vinnumálastofnunar sagði að markmið deildarinnar væri að aðstoða alla af erlendum uppruna við úrræði.  Starfsmenn deildarinnar eru frá Spáni, Rúmeníu, Póllandi o.fl.  Vinnumálastofnun vill koma öllum í starf eða nám og vinna í samstarfi við atvinnulífið.  Vinnumálastofnun er með fólk frá 110 þjóðernum á skrá. Ráðgjöfin miðast við að finna leiðir út úr atvinnuleysi hvort heldur er í gegnum íslenskunámskeið, tvö eru veitt ókeypis á ári eða í gegnum nám eða störf.  Ásdís hvatti fyrirtæki til að nýta sér úrræði Vinnumálastofnunar sem eru fjölmörg m.a. til nýksöpunarfyrirtækja. 

Tengdir viðburðir

Áhrif veitingaaðstöðu og -þjónustu á vinnustaðaupplifun starfsmanna

Veitingaaðstaða og -þjónusta vega þungt í vinnustaðaupplifun og starfsánægju starfsmanna. Meðal hápunkta vinnudagsins eru hjá mörgum hádegishléið þegar matar er neytt í góðu spjalli við samstarfsfélaganna eða þegar stutt vinnuhvíld er tekin með góðum kaffibolla í huggulegu horni. Eftir Covid er þetta ekki bara vaxandi mannauðsmál sem starfsfólk horfir til í ráðningarferlinu heldur einnig mikilvægari aðstaða þar sem veitingarýmin hafa í mörgum tilfellum fengið nýtt og fjölbreyttara hlutverk sem veitinga-, félags- og fundarrými.

Fundurinn er haldinn af faghóp um aðstöðustjórnun í samstarfi við faghóp um mannauðsstjórnun. Thorana Elín Dietz, Sunna Arnardóttir og Matthías Ásgeirsson eru skipuleggjendur viðburðarins á vegum faghópana tveggja.

Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri hjá Distica, mun kynna veitingaaðstöðu- og þjónustu hjá fyrirtækinu og áhrif þess.

Carl Fernholm, formaður þróunar veitingaþjónustunnar hjá COOR, mun kynna hvernig fyrirtækið hefur aðstoðað viðskiptavini sína að bæta veitingaaðstöðu - og þjónustu á Norðurlöndum.

Veldisaukning í tækni - Tíu ára sjónarhorn.

„Veldisaukning í tækni - Tíu ára sjónarhorn.“/Exponential Technologies - a Ten Year Perspective.

Vaktaðar eru um 400 tækninýjungar. Farið verður yfir tækni sem gætu haft afgerandi áhrif næstu árin eins og gervigreind, stafrænar umbreytinga og bálkakeðjutækni.

Því miður hefur þessu erindi verið seinkað nokkrum sinnum og biðjumst við afsökunar á því. Eins og áður þá er  nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vefslóðinni https://fastfuture.com/events/ 

Eins og fram kemur þá verður málstofan kl 03.00-04.

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson, karlf@framtidarsetur.is 

Næsta erindi frá Fast Future í þessari röð erinda er:

18 október nk kl 03:00. - Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability

The session will provide an exploration of proven practices and powerful new ideas on how to ensure a sustainable future for our cities from community, health, education, and environment through to economy, infrastructure, business, and employment.

Kynning á Rohit Talwar

Rohit Talwar is a global futurist who focuses on the intersection between society, economy, business, and emerging technologies and how they could impact our lives, society, the environment, and government. His latest book Aftershocks and Opportunities 2 provides a deep dive into emerging shifts, opportunities, and risks; the evolving geopolitical, economic, and societal landscape; the crypto economy; and  over 400 technologies that could come to market in the next decade. His report on the future of the crypto economy for corporates and individuals will be published in February 2022.

 

 

 

Borgir framtíðarinnar - Leiðir til 360 gráðu sjálfbærni.“

„Borgir framtíðarinnar - Leiðir til 360 gráðu sjálfbærni.“/Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability.

Yfirlit yfir hagnýtum þáttum og nýjum hugmyndum um hvernig tryggja megi sjálfbæra framtíð fyrir borgir og samfélags, heilsu, menntun og umhverfi, innviða samfélaga, fyrirtækja og atvinnulífs.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vefslóðinni https://fastfuture.com/events/

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson, karlf@framtidarsetur.is 

Kynning á Rohit Talwar

Rohit Talwar is a global futurist who focuses on the intersection between society, economy, business, and emerging technologies and how they could impact our lives, society, the environment, and government. His latest book Aftershocks and Opportunities 2 provides a deep dive into emerging shifts, opportunities, and risks; the evolving geopolitical, economic, and societal landscape; the crypto economy; and  over 400 technologies that could come to market in the next decade. His report on the future of the crypto economy for corporates and individuals will be published in February 2022.

 

 

Eldri viðburðir

Viðeigandi aðlögun á vinnustað

Click here to join the meeting

Í erindinu verður fjallað um réttindi fatlaðs fólks og fólks með skerta starfsgetu á vinnumarkaði og leiðir til þess að mæta fötluðum einstaklingum á vinnustað.

Markmið erindisins er að styðja við stjórnendur og veita ráðgjöf um viðeigandi aðlögun á vinnustað.

Sara Dögg starfar hjá Landssamtökunum Þroskahjálp sem verkefnastjóri samæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra. Hún er grunnskólakennari að mennt og var m.a. skólastjóri hjá grunnskólum Hjallastefnunnar ásamt því að verkefnastýra grunnskólastarfi Hjallastefnunnar um tíma. Sara Dögg var skrifstofustjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu ásamt því að taka þátt í að leiða samstarf SVÞ og Verslunarskóla Íslands um aukin námstækifæri fyrir verslunarfólk og hönnun nýrrar stafrænnar viðskiptalínu innan skólans.

--------------------------------------------------

English

Reasonable accommodation

The goal with this session is to inspire top management on how to manage full and effective participation people with disabilities and inclusion at label market. As well to give advance on how we meet people with disabilities at the work place and explane what that means in practies.

Sara Dögg is an Project Manager – Coordination of Education and Employment for people with intellectual disabilities at National Associaton  of Intelectual Disabilities, Þorskahjálp.

Sara Dögg is educated as a teacher and worked at Hjallastefnan ehf. for many years as a headmaster of primary schools and as Projcet Manager. 

Before Sara Dögg started at Þroskahjálp she was an Office Manager at Samtök Verlsunar og Þjónustu as well as she was one of who led the team of SVÞ and Verzlunarskóli Íslands that implimented new Cours at Verzlunarskóli Íslands - Stafræn Viðskiptalína/Digital Buisness line.

Hvernig verðum við besti vinnustaðurinn sem við getum orðið? Reynslusaga Dohop af teymis- & markþjálfun

Fyrir ári síðan ákvað Dohop að gera tilraun með því að fá til sín teymis- og markþjálfa tvo daga í viku til þess að þjálfa öll teymi fyrirtækisins ásamt því að bjóða upp á markþjálfun fyrir starfsfólk.
  • Hver er kveikjan að því að hugbúnaðarfyrirtæki í örum vexti (og með nóg annað að hugsa um) fjárfestir í svona  tilraun?
  • Hvernig hefur gengið?
  • Er ROI á þessari fjárfestingu?
  • Hvaða lærdómur hefur verið dreginn á leiðinni?
Davíð Gunnarsson forstjóri Dohop og Kristrún Anna Konráðsdóttir teymis- og markþjálfi ræða um vegferðina, áskoranir og uppskeru. Tími verður fyrir spurningar og vangaveltur og eru þátttakendur hvattir til að spyrja og spegla. 
 
 

Stefnur og aðgerðir til að auka fjölbreytni í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum – þróunin og alþjóðlegur samanburður (Cranet 2021)

Click here to join the meeting

Kynntar verða niðurstöður úr alþjóðlegu CRANET rannsókninni hér á landi frá árinu 2021 um stefnur, aðgerðir og áætlanir íslenskra fyrirtækja og stofnana í ráðningum og þjálfun og þróun til að auka fjölbreytni og beinast að minnihlutahópum. Niðurstöður verða settar í alþjóðlegt samhengi með samanburði við nokkur vel valin lönd og þróunin skoðun. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) er alþjóðlegt samstarfsnet fræðimanna frá um 50 löndum er hefur um áratugaskeið unnið að samanburðarrannsóknum á sviði mannauðsstjórnunar.

Arney Einarsdóttir er dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst og hefur frá árinu 2005 stýrt rannsókninni fyrir Íslands hönd og var skýrslan Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021 gefin út í vor. Höfundar skýrslunnar eru Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir og Katrín Ólafsdóttir.

________________________

Policies and actions to increase diversity in Icelandic companies and institutions - the trend and international comparison (Cranet 2021)

The results of the international CRANET study in Iceland from the year 2021 will be presented regarding the policies, actions and plans of Icelandic companies and institutions in recruitment, and training and development, intended to increase diversity with focus on minority groups. The results will be prsented in an international context by comparison with some well-chosen countries and the development in Iceland will be examined. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) is an international collaborative network of academics from around 50 countries who have been working on comparative research in the field of human resource management for decades.

Arney Einarsdóttir is an associate professor at the business department of the University of Bifröst and has since 2005 led the study on behalf of Iceland. The report Human affairs in turbulent times - the Cranet study 2021 (Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021) was published this spring. The authors of the report are Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir and Katrín Ólafsdóttir.

 

Jafningjastjórnun

Click here to join the meeting 
Almennt, þegar rætt er um stjórnun jafningja, er oft vísað í þá stöðu þegar einhver er stjórnandi en á sama tíma nokkurs konar jafningi þeirra sem hann stýrir.

Þannig byrja margir stjórnendur þ.e. þeir koma úr hópnum og verða stjórnendur og bera alla þá ábyrgð sem felst í því.  Jafningjastjórnun sem nálgun í stjórnun hentar vel þeim sem vilja leggja áherslu á sameiginlega ákvarðanatöku, eignarhald á ákvörðunum, valddreifingu og það að allir séu í sama liði og nokkurskonar jafningjar.

Í þessum fyrirlestri mun Eyþór Eðvarðsson M.A í vinnusálfræði og stjórnendaþjálfari hjá Þekkingarmiðlun fara yfir fyrirbærið jafningjastjórnun í víðum skilningi og velta upp málum sem skipta máli við stjórnun.

Click here to join the meeting 

 Athugið viðburðurinn verður ekki tekinn upp

Inngildingarstefna er arðbær sé henni fylgt eftir

Click here to join the meeting

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir starfar hjá Controlant og hefur áður setið sem Framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs hjá Guide to Iceland, Framkvæmdastjóri Beam EMEA hjá Expedia Group. Hjá Expedia leiddi Guðrún teymi sem bar ábyrgð á mótun BEAM (Black Expedia Allied Movement) stefnunnar ásamt innleiðingu og aðhaldi, en stefnan heyrir undir Inclusion & Diversity. Í erindinu mun Guðrún segja frá mikilvægi þess að vera með inngildingarstefnu og áhrif sem slík stefna hefur fyrir fyrirtæki og þeirra starfsmannamenningu sem og ytri áhrif. Einnig mun hún koma inn á þá Inclusion & Diversity vegferð sem Controlant er að fara í. Guðrún sem hefur starfað lengi erlendis, mun fara yfir meginmun á inngildingarstefnum á Íslandi vs Bandaríkin. 

Markmið erindisins er að hvetja stjórnendur til umhugsunar og fá hugmyndir um hvernig árangsrík inngildingarstefna getur ávaxtað fyrirtækið á mörgum sviðum.

------------------------------------------------------------------------------------------

English

Inclusion and Diversity can enhance organisation's growth, but only if it's followed through

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir works at Controlant, and has held positions as COO at Guide to Iceland and served as a President for BEAM in EMEA at Expedia Group. As president at Expedia, Guðrún led a team that was responsible for enhancing the structure and policy around BEAM (Black Expedia Allied Movement), implementing it and maintaining it, BEAM sits right under I&D. During this session, Guðrún will go over the importance of having an I&D policy and the positive impact it can have for the organisation, their culture and public appearance. In relation to that, Guðrún will briefly go over Controlant's journey in implementing I&D. Guðrún, who has worked abroad for many years, will also talk about the main difference with I&D policies in Iceland vs USA.

The goal with this session is to inspire top management on how to manage the impact of I&D policy and get ideas of how it can be successfully implemented so it can enhance the organisation's growth. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?