Marel Austurhrauni 9, 210 Garðabæ
Stjórnvísisviðburður
Allir velkomnir - Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni í Marel og er fundurinn opinn öllum Stjórnvísifélögum. Marel mun taka á móti okkur á nýárs fögnuðinum með glæsilegum veitingum, þar sem hægt verður að skála fyrir nýju ári og gæða sér að smáréttum.
Dagskrá:
Anna Kristín Kristinsdóttir varaformaður Stjórnvísi og Adoption Manager hjá Marel opnar viðburðinn og býður alla velkomna.
Stefán Hrafn Hagalín formaður stjórnar mun fara örstutt yfir þema starfsársins TENGSL og hvernig það er útfært.
Í framhaldi mun leikstjórinn, handritshöfundurinn, sjónvarpsmaðurinn og hraðfréttakóngurinn Fannar Sveinsson halda fyrirlestur og fara yfir á gamansaman hátt hvernig “á að mynda tengsl” á tímum þar sem flest samskipti fara fram í hinum rafræna heimi.
Sveinn Kjarval, viðburðarstjóri hjá Marel mun leiða okkur í gegnum stutt ferðalag um hvað tölvuleikjasamfélög og vinnustaðir eiga sameiginlegt.
Charlotte Biering, Marel's Global Diversity and Inclusion Manager, will give us practical tips on how to build meaningful connections and talk about the importance of inclusion while networking