Samspil núvitundar, stjórnunar og nýsköpunar

Samspil núvitundar og viðskipta
Enlightened Enterprise 

Iðkun núvitundar fær vaxandi athygli í stjórnun, nýsköpun og mannauðsmálum. Rannsóknir hafa gefið til kynna að núvitundariðkun hefur margvísleg jákvæð áhrif á persónulega hæfni og dregur úr streitu, eykur einbeitingu og sköpunargáfu, sjálfsstjórn og samkennd. 

 Í þessum fyrirlestri fjallar Vin Harris um samspil núvitundariðkunar og stjórnunar í fyrirtækjum, jákvæð persónuleg og fagleg áhrif núvitundar. Vin Harris er frumkvöðull, ráðgjafi og núvitundarkennari sem er kominn til Íslands á vegum Hugleiðslu- og friðarmiðstöðvarinnar og ætlar að deila reynslu sinna af iðkun núvitundar um áratugaskeið. Hann mun veita innsýn í hvernig núvitund hjálpar ekki bara við að takast á við streitu og viðlíka vandamál, heldur getur líka haft jákvæð áhrif þegar kemur að uppbyggingu fyrirtækja, skýrari sýn við mótun stefnu, meiri hugmyndaauðgi í nýsköpun og árangursríkari stjórnun.

Vin Harris byggði upp fyrirtæki sitt í Skotlandi (Ventrolla Scotland) og hlaut virt nýsköpunarverðlaun sem kennd eru við John Logie Baird. Vin er með MBA gráðu frá Northumbria University og BA gráðu frá University of Warwick. Hann gerði rannsókn í MBA náminu á áskorunum lítilla fyrirtækja við að vaxa. Vin Harris er einn af höfundum bókarinnar „MINDFUL HEROES – stories of journeys that changed lives“, kennir við Háskólann í Aberdeen og einn af stofnendum Mindfulness Association í Bretlandi. https://www.linkedin.com/in/vin-harris-806aa912/  

 

Dagana 14.-15. des. heldur Vin Harris einnig námskeið hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni, https://www.facebook.com/events/534775150694808/ 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Samspil núvitundar, stjórnunar og nýsköpunar.

Stjórnvísifélagar duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir fengu að hlýða á Vin Harris frumkvöðul og nútvitunarkennara sem var kominn til Íslands á vegum Hugleiðslu og friðarmiðstöðvarinnar til að deila reynslu sinni af iðkun núvitunar.  Það var Guðný Káradóttir sem kynnti Vin Harris í Nýsköpunarmiðstöð Íslands á síðasta fundi starfsársins föstudaginn þrettánda desember. 

Vin Harris sagði að í núvitund væri jmikilvægt að róa hugann og skoða hvernig okkur líður. Hvað erum við að hugsa, hvernig líður okkur?  Mikilvægt er að þrýsta ekki á neitt heldur skilja hvernig okkur líður.  Við erum að skilja hvað gerist hjá okkur þegar eitthvað annað er að gerast, hvernig erum við að bregðast við?  Við erum sífellt að segja okkur sögur af því hvernig við ættum að vera.  Mikilvægt er að spjalla alltaf við sjálfan sig eins og hvern annan góðan vin, ekki vera of dómhörð við okkur sjálf. 

Andardrátturinn er alltaf með okkur, það er allt annar andardráttur í dag en var í gær eða verður á morgun.  Í núvitund er verið að skoða í huganum hvað er að gerast hér og nú.  Eitt mikilvægasta sem manneskja getur gert fyrir sjálfa sig er að breyta um tón hvernig hún talar við sig.  Talaðu í fallegum, rólegum góðum tón við sjálfan þig. Fólk þarf að æfa sig í að vera með sjálfu sér.   Í núvitund byrjarðu að bera ábyrgð á eigin tilfinningum.  Það eru milljónir hluta að gerast þarna úti og þú getur einungis valið um örfáa þeirra.  Ef þú heyrir t.d. fullt af hljóðum og þau angra þig þá er mikilvægt að hlusta á hljóð og leyfa þeim að koma.  Þá breytist oft hjá mörgum að hljóðin hætta að fara í taugarnar á þeim og þá hefur heilinn breyst.

Eldri viðburðir

Geopolitics Meets HR Leadership -Leiðtogahlutverk mannauðsfólks í heimi alþjóðastjórnmála-

Smelltu hér til að skrá þig á viðburðinn.

 
Þessi fundur er sameiginlegur viðburður Mannauðs og Stjórnvísi.
Fyrirlesari: Lucas van Wees. Fyrrverandi forseti EAPM (Evrópusamtaka mannauðsfólks) og stjórnarmaður í WFPMA (Alþjóðasamtökum mannauðsfólks)

Lucas mun fjalla um samspil alþjóðastjórnmála og leiðtogahlutverk mannauðsfólks og hvernig mannauðsstjórnun getur styrkt seiglu skipulagsheilda og samfélagsins í heild sinni í síbreytilegu umhverfi á óvissutímum.

 

Microsoft Teams meeting

Join: https://teams.microsoft.com/meet/37373220278165?p=BxjML7vCxIQAOhbMtu

Meeting ID: 373 732 202 781 65

Passcode: 2Gp2w36Z

,,Þegar gleðin verður áskorun: EKKO mál og hlutverk stjórnenda"

Faghópur Stjórnvísi um mannauðstjórnun bjóða til TEAMS erindis þann 13. nóvember kl. 9:00-10:00.

Join the meeting now

,,Þegar gleðin verður áskorun: EKKO mál og hlutverk stjórnenda"

Árshátíðir, starfsmannaferðir og aðrir viðburðir eru mikilvægir fyrir starfsanda og samheldni – en geta jafnframt skapað aðstæður þar sem mörk verða óljós. Í þessu erindi verður fjallað um EKKO mál (einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi) og hvernig stjórnendur og mannauðsfólk getur dregið úr áhættu óæskilegra samskipta og brugðist rétt við málum sem kunna að koma upp.

Farið verður yfir:

  • Lagalegar skyldur stjórnenda og vinnuveitenda
  • Hvernig búa má starfsfólk undir að virða mörk og stuðla að öryggi
  • Hvað felst í faglegum og ábyrgum viðbrögðum
  • Hvers vegna menning og viðhorf skipta ekki síður máli en reglur og ferlar

Markmiðið er að efla skilning, þekkingu og færni stjórnenda og mannauðsfólks þannig að gleðin geti verið ánægjuleg fyrir öll – án þess að verða að áskorun.

 

Fyrirlesari: Carmen Maja Valencia, sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast

ATH: Fundurinn verður EKKI tekinn upp

 

Kulnun Íslendinga árið 2025 -

Hlekkur á viðburðinn: 

https://shorturl.at/l8DOg

Stjórnvísi, Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi og  Prósent  kynna spennandi fyrirlestur um kulnun Íslendinga á vinnumarkaði

Smelltu hér til að skrá þig  Það þarf að skrá sig á fyrirlesturinn fyrir klukkan 20, þriðjudaginn 14. október og þá sendir Prósent fjarfundarboð í gegnum teams. 

Um þriðjungur finnst þau útkeyrð í lok vinnudags nokkrum sinnum í viku eða daglega.

Um þriðjungur finnst þau tilfinningalega úrvinda vegna vinnu sinnar nokkrum sinnum í viku eða daglega.

Fyrirlesari
Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.

Um Rannsóknina

Frá árinu 2020 hefur Prósent unnið að því að varpa ljósi á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði. Með notkun 16 spurninga úr Maslach kulnunarmódelinu (The Maslach Burnout Inventory, MBI) hefur verið unnið að því að greina þetta flókna fyrirbæri. MBI er fyrsta vísindalega þróaða mælikvarðinn fyrir kulnun og er notaður víða um heim. Rannsóknin mælir þrjár mikilvægar víddir: tilfinningalega örmögnun, tortryggni og afköst í starfi.

Árið 2024 var bætt við nýjum spurningum til að kanna hvaða starfstengdu þættir gætu verið ástæður streitu og álags, auk þess að skoða hvort að aðrir þættir í lífinu geti haft áhrif. Hægt verður að skoða þróun á milli tímabila í kynningunni.  

Hver spurning er greind eftir starfsgrein, starfsaldri, kyni, aldri og menntunarstigi, svo eitthvað sé nefnt.

Prósent hefur framkvæmt þessa rannsókn í janúar ár hvert síðan 2020, og nú eru komin samanburðargögn frá 2020 til 2025 – sex ára dýrmæt saga sem gefa innsýn á kulnun Íslendinga á vinnumarkaðinum.

Rannsóknin byggir á um 900 svörum frá einstaklingum 18 ára og eldri á vinnumarkaðinum um allt land.


Framsýn forysta: Brjótum blað í færni til framtíðar

Join the meeting now

Stjórnvísi og FranklinCovey boða til vinnustofu þar þar sem framtíð vinnustaða og vinnumenningar verður í brennidepli – með áherslu á mannleg gildi á tímum örra tæknibreytinga, gervigreindar og umróts á alþjóðasviðinu.

Hvernig geta vinnustaðar brugðist við breyttum kröfum framtíðarinnar og tryggt að starfsfólkið rækti þá færniþætti sem skipta sköpum?

Vinnustofan verður á Teams fimmtudaginn 4. september frá kl.08:30 -10:00.

Fundarstjóri er Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri Gott og gilt og stjórnarmaður í faghópi um mannauðsstjórnun.

 

*Aflýst* - Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun 2025

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn fimmtudaginn 15. maí klukkan 10:00 til 10:30 í gegnum Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar*
  • Önnur mál

Faghópur um mannauðsstjórnun óskar eftir framboðum til formanns stjórnar, og stjórnarfólks.

 

* Stjórnarfólk sér um fundarstjórnun á viðburðum þar sem sérfræðingar koma og fræða og efla félagsfólk faghópsins um þau málefni sem eru efst á baugi. Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun fær til þess stuðning og fræðslu um fundarstjórnun og á fræðslukerfinu LearnCove sem heldur utan um alla viðburði faghópsins.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?