Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og skiptast þeir á að halda fundi. Í byrjun starfsárs skiptir stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2019-2020.  Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum á Trello borði þar sem áhersluverkefni stjórnar eru ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar á: https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/log-arsskyrslur-fundargerdir. 

Verkefni 1: Stefnumótun fyrir 2020-2025
Ábyrgðaraðilar:  Aðalheiður, Jón Gunnar, Guðjón, Sigríður, Berglind, Gunnhildur
Tímabil:
6.8.2019-08.01.2020

  1. Notendaprófanir
  2. Meðal formanna hópa
  3. Meðal viðskiptavina
  4. Meðal þeirra sem ekki þekkja Stjórnvísi
  5. Rýni á heimsíðu

                                                    i.     Gildin, framtíðarsýn, lögi

                                                   ii.     n, siðareglur.

  1. Þróun á mælaborði – Aðalheiður, Gunnhildur

Verkefni 2: Sölu og markaðsmál
Ábyrgðaraðilar: Guðný Halla, Jón Gunnar, Ingi Björn, Kristján Geir
Tímabil:  6.8.2019-maí 2020

  1. Samfélagsmiðlar
  2. Linkedin
  3. Mælikvarðar
  4. Markviss fjölgun fyrirtækja
    1. Endurgjöf – skýrsla til fyrirtækja?
  5. Markviss fjölgun háskólanema

                                                    i.     Hvetja faghópa til að tala við deildir og kennara og t.d. fá 5 bestu nemendur til að kynna niðurstöður

Verkefni 3: Stuðningur við stjórnir faghópa
Ábyrgðaraðilar: Ásdís,
Aðalheiður, Gunnhildur, Guðný Halla,
Tímabil:
ágúst-nóvember2019.

  1. Þróun á formi viðburða
  2. Yfirfara allt kennsluefni fyrir stjórnir faghópa á heimasíðu.
  3. Kahoot, Menti.com, Podcast, Ted, Hringbraut

 Önnur verkefni:

  • Hópefli – stjórn geri eitthvað skemmtilegt saman ábyrgðaraðili Aðalheiður (sept/okt)
  • Facebook síða fyrir samskipti stjórnar Stjórnvísi.  Ábyrgðaraðili GA/AOG
  • Rýna lögin – stjórn Stjórnvísi
  • Trelloborð: stjórn skiptist á að vera á trellóborðinu (þó ekki sá sem heldur fundinn né ritari).

Á aðalfundi haldinn 8. maí 2019 voru kosin í stjórn félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum, formaður (2019-2020)
Ásdís Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Opna háskólans í HR (2019-2020)
Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna (2019-2020)
Guðjón Örn Helgason, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg (2019-2020)
Guðný Halla Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustuvers-og innheimtu Orkuveitu Reykjavíkur (2019-2021)
Ingi Björn Sigurðsson, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins (2019-2021)
Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi CMC – Certified Management Consultant (2019-2021)
Kristján Geir Gunnarsson, forstjóri Kassagerðarinnar (2019-2020) 
Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Strætó (2019-2020)

Kjör fagráðs

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar (2018-2020)
Einar Snorri Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets (2019-2021)
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes (2018-2020)
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs (2018-2020)
Nótt Thorberg,  forstöðumaður loyalty hjá Icelandair (2019-2021)  

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2018-2020)
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2018-2020)

 

 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Stjórnendamarkþjálfun – valdefling stjórnenda með verkfærum markþjálfunar

Stjórnendamarkþjálfun – valdefling stjórnenda með verkfærum markþjálfunar

Hvers vegna örugg tengsl svona mikilvæg í okkar nútímasamfélagi?

Hvernig nýtist markþjálfun sem tæki til að valdefla stjórnendur?

Hvaða mismunandi leiðir er hægt að nýta í nýtingu markþjálfunar í fyrirtæki?

Hvaða tengsl eru á milli öflugra spurninga, hlustunar og virkni starfsmannaþ?


Þessar spurningar mun Guðrún Snorra, PCC stjórnendamarkþjálfi ,leitast við að svara á örfyrirlestri um valdeflingu stjórnenda með verkfærum markþjálfunar.

Tími verður gefinn fyrir spurningar við lok fyrirlestrar.

Guðrún Snorradóttir, PCC stjórnendamarkþjálfi, hefur víðtæka reynslu af því að nota verkfæri markþjálfunar og jákvæðrar sálfræði, bæði hér heima og erlendis.  Hún er með MSc í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði frá Anglia Ruskin háskólanum í Cambridge auk þess að vera vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá International Coaching Federation. Sérsvið Guðrúnar er þjálfun á færni leiðtoga til framtíðar. Má þar nefna þrautseigju, tilfinningagreind, nýtingu styrkleika, leiðir til að skapa aukið traust og sálrænt öryggi , ásamt nýtingu markþjálfunar í margvíslegum samtölum við starfsmenn og viðskiptavini.

Linkur hér

 

Stjórnarfundur Stjórnvísi – lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „TENGSL“. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2023 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2023-2024  fjögur:

  1. Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
  2. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg
  3. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður
  4. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar – Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 10. maí 2023 á Nauthól var kosin ný stjórn.
Stjórn Stjórnvísi 2023-2024.
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík, formaður (2023-2024)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, stofnandi og framkvæmdastjóri RevolNíu. (2023-2024)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2023-2024)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, VIRK (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2023-2024)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)

Kosnir voru á síðasta aðalfundi  tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2023-2024

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  1.  Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín

Fjölgun fyrirtækja  oo

Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo

Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

Fjölgun virkra félaga oo

Fjölgun nýrra virkra félaga oo

Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

Fjölgun nýrra háskólanema oo

Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo

Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg

Fjölgun viðburða oo

Fjölgun félaga á fundum oo

Aukning á virkni faghópa oo

Aukning á félagafjölda í faghópum oo

Aukning á virkum fyrirtækjum oo

Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo

Hækkun á NPS skori oo

Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo

Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo

Stöðugt sé unnið að umbótum ooo

Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.

Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo

Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

Myndbönd

Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður

Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

Fjölgun erlendra fyrirlesara

  1. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar:Baldur – Anna Kristín – Lilja – Haraldur

Vefur, reglur, lög, viðburðir og annað sem tengist félaginu rýnt og yfirfarið.  

Áherslur leiðtoga í nýsköpun og vöruþróun

Click here to join the meeting

Á þessum viðburði ætla þær Guðbjörg Rist og Anna Signý að deila með okkur sínum áherslum þegar kemur að leiðtogafærni á vettvangi nýsköpunar og vöruþróunar.  Þær veita okkur innsýn í hvað hefur hjálpað þeim og þeirra teymum að ná árangri ásamt því að deila með okkur hvað hefur ekki reynst eins vel.  

Anna Signý Guðbjörnsdóttir er framkvæmdastjóri Kolibri ásamt því að vera sérfræðingur í notendarannsóknum og þjónustuhönnun. Kolibri er hönnunardrifin stafræn stofa sem leysir réttu vandamálin með stafrænum lausnum og framúrskarandi hugbúnaði. Anna er með cand.it í digital design and communication frá IT háskólanum í Kaupmannahöfn ásamt því að hafa lokið námi í margmiðlunarhönnun og vefþróun.

Guðbjörg Rist er frumkvöðull sem hefur unnið við nýsköpun síðasta áratuginn. Nú síðast sem framkvæmdarstjóri Atmonia. Atmonia er sprotafyrirtæki sem þróar nýja og umhverfisvæna aðferð við framleiðslu á ammoníaki til notkunar í áburð og útblástursfrítt eldsneyti. 
Guðbjörg hefur áður unnið að upplýsingaveitunni Northstack, hjá Arion banka sem leiðtogi í stafrænni framtíð og hjá Promens plastframleiðslu, í verkefnum í verksmiðjunum þeirra vítt og breitt um Evrópu. Guðbjörg hefur setið í stjórn Samtaka Sprotafyrirtækja og Samtaka Vetnis-og rafeldsneytisframleiðenda auk þess að vera mentor og ráðgjafi fyrir hin ýmsu sprotafyrirtæki.  Guðbjörg er með BS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og Master í framleiðsluverkfræði frá Chalmers University í Svíþjóð.

Hlökkum til að sjá ykkur. 

Verkfærakista mannauðsstjórnandans í fjórðu iðnbyltingunni: Ávinningur og hagnýting á hugbúnaðarlausnum til að hámarka árangur

Hvaða stjórnunaraðferðir og lausnir eru uppi nú á dögum fjórðu iðnbyltingarinnar til að bæta árangur og áhrif mannauðsmála í starfseminni? Nú stöndum við frammi fyrir því að ákveðin störf eru á víkja fyrir aukinni sjálfvirknivæðingu og tækninýjungum og ný spennandi viðskiptamódel eru að brjótast fram sem nýta sér nýjustu tækni. Tækniframfarir fela í sér tilkomu nýrra starfa, auk þess sem starfsmenn samtvinna nú vinnu heima og á skrifstofunni. Í þessu felast áskoranir en einnig tækifæri. 

Mannshöndin víkur æ meir fyrir hugvitinu þar sem öld þekkingarstarfsmannsins er sannarlega hafin. Mannauðsmál hafa sjaldan verið mikilvægari en nú t.a.m. við að ráða rétta fólkið, móta ný stöðugildi og vinna með stjórnendum við að viðhalda ögrandi og spennandi starfsumhverfi til að ná bættum árangri í starfseminni.

Á þessum kynningarfundi verður komið inn á mikilvægi mannauðsmála og þær áskoranir og tækifæri sem blasa við í starfsumhverfinu. Þá munu aðilar frá þremur ólíkum hugbúnaðarlausnum fyrir mannauðsmarkaðinn, 50skills, LearnCove og Effect sem svara þremur spurningum í erindum sínum. Spurningarnar eru eftirfarandi:

  1. Í hvaða þáttum og lausnum í mannauðsmálum starfar þitt fyrirtæki og hver er ávinningurinn með að fjárfesta í lausninni? 
  2. Hvaða þættir í ykkar lausn auðvelda mannauðsmálum að ná árangri í samhengi við fjórðu iðnbyltinguna eins og til dæmis: Aukna áherslu á gögn og greiningarfærni í starfseminni, við að bæta upplifun starfsmannsins, við markvissa þekkingaröflun og starfsþróun og loks vegna aukins umfangs gervigreindar og sjálfvirkni?   
  3. Hvaða nýju lausnum/viðbótum við ykkar lausn eru þið að vinna og viljið deila með okkur m.t.t. umræddra áskorana og tækifæri samfara fjórðu iðnbyltingunni?

 Um staðarfund er að ræða sem haldinn verður föstudaginn 5. apríl frá kl. 8.30 til 10.00 hjá Eimskip, Sundabakka 2.

Fundurinn er á vegum tveggja faghópa, stjórnun viðskiptaferla og mannauðsmála.  

Inngildingarstefna Rannís - hvar við erum núna

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sérfræðingur hjá Rannís og inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ fer yfir stöðuna á inngildingarstefnu landskrifstofunnar og veltir fram ýmsum hugmyndum um gerð inngildingarstefna yfirhöfuð. Nú er stefnan og aðgerðaráætlunin komin í nokkuð ágætan farveg en ýmsar vangaveltur hafa sprottið upp hjá inngildingarfullrúa á meðan vinna við stefnuna og aðgerðaráætlunina stóð yfir. 

Farið verður yfir uppsetningu stefnunnar eins og hún er í dag, hvaða breytingar áttu sér stað og hvers vegna. Miriam ætlar einnig að velta fyrir sér stöðunni, hvernig hún vonar að stefnan gagnist samstarfsfólkinu og hver séu næstu skref. Miriam veltir fyrir sér hvort að gerð slíkrar stefnu hafi tilætluð áhrif og hvað það sé sem skiptir mestu máli. 

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu (DEI)

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl á Teams. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á irina.s.ogurtsova@gmail.com

 

NIS2 - Hvert er umfangið og hverjar eru kröfurnar?

Næsta haust munu taka gildi auknar kröfur sem nefndar hafa verið NIS2. Við munum fá Unni Kristínu frá Fjarskiptastofu til að segja okkur meira um NIS2. Nánari upplýsingar koma síðar. 

Pallborð um fordóma

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sérfræðingur hjá Rannís og inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ býður í rafrænt kaffispjall og umræður um fordóma á íslenskum vinnumarkaði. Spjallið er hugsað til þess að leiða saman sérfræðinga um málefnið á hversdagslegum nótum, þ.e. ekki verða haldnir eiginlegir fyrirlestrar heldur einfaldlega gefið rými fyrir vangaveltur þeirra sem velta málefninu mikið fyrir sér - sem þátttakendum gefst færi á að hlusta á og senda inn spurningar sem brenna á þeim.

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun 2024

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl klukkan 10:00 til 10:30 í gegnum Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun sér um fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. Stjórnin hittist tvisvar á ári, við lok Stjórnvísis árs eftir aðalfund til að fara yfir líðandi ár, og svo við upphaf Stjórnvísis árs til að skipuleggja viðburði ársins.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á sunna@vinnuhjalp.is.

 

Fundarstjóri er Sunna Arnardóttir.

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl klukkan 12 til 13:30.
Staðsetning auglýst síðar. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi sér um hugmyndavinnu, skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á iloftsdottir@gmail.com 

Eldri viðburðir

Gervigreind í aðstöðustjórnun - tækifæri og áhætta

Síðar

Lean Ísland vikan í hnotskurn - Ráðstefna í Hörpu 22. mars 2024

Lean Ísland vikan í hnotskurn!

Ráðstefna:

  • Lean Ísland - Framtíðarleiðtoginn
    Fyrirlesarar koma m.a. frá IKEA Portúgal, Össuri Suður Afríku, OC Tanner, Spreadgroup og Datera.

    Erindin fjalla m.a. um:
    • hvernig auka eigi áhrif með orðum
    • hvernig auka eigi sjálfstæði framlínustarfsfólks
    • hvernig efla eigi samheldni og starfsánægju
    • umbótahugsun framtíðarleiðtogans
    • nýja tegund af gervigreind
    • seiglu til að halda áfram þrátt fyrir mótlæti

Námskeið:

  • Activating Possibilities: Dare to have Dynamic Conversations
    Lois Kelly leiðir okkur í sannleikann um það hvernig megi hafa áhrif með orðum
  • Maintaining a Successful Lean System
    Gary Peterson fer yfir hvernig eigi að búa til árangursríkt straumlínulagað stjórnkerfi

Stjórnvísi er stoltur samstarfsaðili Lean Ísland og minnir á ráðstefnu í Hörpu 22. mars nk. og námskeið í tengslum við ráðstefnuna sem verða haldin í húsakynnum Opna háskólans í HR. 

ATHUGIÐ:  Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. Þema ráðstefnunnar í ár er framtíðarleiðtoginn

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að og starfa m.a. hjá IKEA, OC Tanner og Allied Irish Banks.  

Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Strategísk samskipti

Join the meeting now

Strategísk samskipti

Í síbreytilegu umhverfi fyrirtækja og stofnana er mikilvægt að tryggja innri- og ytri samskipti og upplýsingar. Faghópur um breytingastjórnun fær Ingvar Sverrisson að fjalla um stragetísk samskipti bæði þegar kemur að sameiningu fyrirtækja en einnig þegar upp koma krísur. Fyrirlesturinn verður 21. Mars kl. 9:00 á Teams.

Ingvar Sverrisson er einn eigenda Aton.JL og framkvæmdastjóri. Hann hefur víðtæka reynslu af samskiptum og ráðgjöf og hefur undanfarin ár starfað sem ráðgjafi fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja, félagasamtaka og hið opinbera. Hann er fyrrverandi aðstoðamaður samgönguráðherra og velferðarráðherra. Ingvar er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

 

Áhættumat á hugsanlegum hörmungum gervigreindar

Hvernig ættum við að bregðast við fullyrðingum um að nýjar útgáfur af gervigreindum feli í sér mannlegan harmleik?

Á þessari málstofu, sem verður á netinu og gjaldfrjáls, mun David Wood, stjórnarformaður London Futurists, segja frá erindi sínu sem hann hélt nýlega á ráðstefnu í Panamaborg. Þetta erindi var lýst af fjölda þátttakenda sem „besta erindi allra“ meðan aðrir sögðu að það væru „mistök að gefa efninu eða sjónarhorninu svo mikla áherslu“.

Erindið hefur verið endurskoðað verulega í ljósi viðbragða sem fengust á framangreindri ráðstefnu. Farið inn á vefslóðina hér að neðan. Njótið ef þið hafið tíma og áhuga.

Assessing the risks of AI catastrophe, Sat, Mar 16, 2024, 4:00 PM | Meetup

Áskorun Vegagerðarinnar í öryggismálum starfsmanna og verktaka

Vegagerðin býður alla velkomna í Suðurhraun 3, Garðabæ en hér er linkur á fundinn fyrir þá sem ekki komast

Áskorun Vegagerðarinnar í öryggismálum starfsmanna og verktaka

Verkefni vegagerðarinnar eru margvísleg og því skiptir miklu máli að öryggismál verktaka og starfsmanna séu í góðum farvegi. 

Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar fer yfir hvernig Vegagerðin hefur mætt öryggis áskorunum bæði gagnvart verktökum og ekki síst gagnvart starfsmönnum. Stofnun er með margar starfsstöðvar og vinna við mismunandi skilyrði. Þar starfa margir og verk eru oft ekki hættulaus. Því er mikilvægt að öryggismálum sé vel sinnt.

Sævar Helgi er með sveinspróf í bifvélavirkjun og MSc í vélaverkfræði. Sævar Helgi starfaði áður hjá Samgöngustofu en lengst af vann hann við rannsakari og rannsóknarstjóri á umferðarsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hann hefur sinnt stöðu öryggisstjóra Vegagerðarinnar frá 1. apríl 2023.

Um Vegagerðina

Hjá Vegagerðinni starfa um 350 manns og rekur stofnunin 18 starfstöðvar um allt land. Störfin eru fjölbreytt, allt frá hefðbundnu skrifstofufólki til ýmissa verklegra starfa í óbyggðum, á sjó og að sjálfsögðu á vegum úti. Að auki er Vegagerðin ein stærsta framkvæmdarstofnun landsins. Sævar Helgi kynnir hvernig uppbyggingu starfsmannaöryggismála er háttað hjá Vegagerðinni. Fer yfir tækifæri og áskoranir.

 Vegagerðin býður alla velkomna í Suðurhraun 3, Garðabæ en hér er linkur á fundinn fyrir þá sem ekki komast

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?