Stjórnarskiptafundur Stjórnvísi 7. maí kl.18:00 (lokaður fundur)

Miðvikudaginn 7.maí kl.18:00 verður stjórnarskiptafundur Stjórnvísi og er formönnum allra faghópa ásamt stjórn Stjórnvísi boðið.

Markmið fundarins sem er veglegri en allir aðrir stjórnarfundir er að þakka fyrir vel unnið starf, gleðjast og kynnast betur.

Það væri gott að fá staðfestingu sem fyrst hvort þið komist.  

Fundurinn verður haldinn á veitingarstaðnum Monkeys  þar sem við verðum algjörlega út af fyrir okkur, gleðjumst og borðum saman góðan mat.

Hlakka til að heyra frá ykkur og endilega látið vita á  info@monkeys.is ef þið hafið sérþarfir varðandi mat og takið fram að þið séuð í hópnum Gunnhildur / Stjornvisi 7 maí.


Með kærri kveðju frá stjórn Stjórnvísi

Gunnhildur

Matseðill:

Stökkir plantain bananar

Bornir fram með guacamole

Laxa tiradito

Laxa sashimi, sesamponzu, eldpipar

macha, sesamfræ, graslaukur 

Djúpsteikt surf and turf maki

Vorlaukur, gúrka, eldpiparmajó, sesamfræ, nautatartar,

stökkar tígrisrækjur, sýrt engifer

Stökkar kjúklinga gyozur

Djúpsteiktar gyozur með kjúklingi, gerjað hvítkáls og

eplasalat, eldpipar, eldpiparmajó, sesamponzu

 

Miso nautalund 100g

Nautalund, perúísk kartöflukaka, jarðskokkamauk,

eldpipar macha, sterkkryddaður kjúklingasoðgljái

EÐA:

Þorskur í sætri miso

Léttsaltaður þorskhnakki í miso og mirin marineringu,

sítrónugrasfroða, kryddjurtaolía, svört sítróna

 

Súkkulaði og saltkaramellu brownie

Miso heslihnetur, saltkaramella, stökk súkkulaðikaka,

hvítsúkkulaði- og heslihnetuís

 

Monkeys er staðsettur við Klapparstíg 28-30 í Hjartagarðinum. Gengið er inn í hlýlegt, litríkt og spennandi umhverfi þar sem gestir geta notið framandi matar.

Staðurinn er smáréttastaður með mikið úrval framandi rétta sem eru undir áhrifum frá Perú og Japan. Mikil áhersla er á gott úrval léttvína í glasatali og þá sér í lagi freyðandi vín frá öllum heimshornum ásamt frábærum kokteilum.

Nikkei matreiðsla er heiti á matargerðinni sem ræður ríkjum á staðnum. Hún á uppruna sinn að rekja til seinni hluta 19. aldar þegar japanskir innflytjendur hófu að setjast að í Perú í töluverðum mæli. Þar blönduðust aldagamlar matreiðsluaðferðir frá Japan saman við fjölbreytta matarkistu Perú. Nikkei matreiðsla sameinar það besta úr hvorri matargerð s.s. virðingu fyrir hráefninu og samsetningu framandi bragðtegunda. Þannig voru japanskir réttir tengdir bragði og eldunaraðferðum frumbyggja í Perú á aðdáunarverðan hátt. Þessi blanda felur í sér það besta úr glæsilegri og fíngerðri  matarmenningu Japana ásamt afburða fersku hráefni blandað kryddtöfrum frá Perú.

 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Gervigreind í verkefnastjórnun: Ávinningur og framtíðarsýn

Fyrirlesari er Bertha María Óladóttir, Tölvunarfræðingur og MSc. í Forystu og verkefnastjórnun.

Bertha mun í erindinu fjalla um gervigreind og verkefnastjórnun en hún lauk á dögunum meistararitgerð sinni við Háskólann á Bifröst. Þar rannsakaði hún ávinning af notkun gervigreindar í verkefnastjórnun og mun hún fjalla um rannsóknina og helstu niðurstöður hennar. Bertha hefur á undanförnum árum starfað sem forritari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu FiveDegrees. 

Teams linkur á viðburð:

Tengjast fundinum núna

Dópamíntorg snjallvæðingarinnar

"Digital Detox“ – þarft þú eða vinnustaðurinn þinn á minni skjánotkun að halda?

Gígja Sunneva Bjarnadóttir, MSc í heilsusálfræði og stafrænum inngripum, sem er heilsuráðgjafi hjá Greenfit mun fjalla um áhrif skjánotkunar á dópamín og athygli, ásamt því hvernig við getum nýtt hegðunarvísindi til að draga úr skjánotkun.

Helena Jónsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Mental ráðgjafar, mun fjalla um hvernig snjallvæðing, stöðugt áreiti og truflanir birtast í daglegu vinnulífi og hvaða áhrif það hefur á streitu, viðveru, samskipti, endurheimt og afköst.
Í erindinu verður sjónum beint að tengslum stafræns álags við sálfélagslega áhættu og geðheilbrigði á vinnustað og rætt hvaða kerfisbundnu aðgerðir vinnustaðir og stjórnendur geta gripið til, umfram einstaklingsbundin ráð, til að styðja við velllíðan, jafnvægi og sjálfbært vinnuumhverfi.

Ráðgjöf og handleiðsla leiðtoga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum

 
Ert þú í upphafi vegferðar með sprota- eða nýsköpunarfyrirtæki? Eða stefnirðu á vaxtasprett? Ef svo er, Þá er þetta viðburðurinn fyrir þig. Sandra Mjöll hjá Fönn ráðgjöf deilir reynslu sinni sem frumkvöðull og innsýn í hvernig best sé að stýra þróun, forystu og vexti í nýsköpun.
Þú munt fá:
  • Innsýn í áskoranir sem verða til þegar vísindi, tækni og nýsköpun mætast
  • Hagnýt ráð um hvernig markviss handleiðsla og traust forysta getur hjálpað sprotafyrirtækjum að vaxa hraðar, án þess að fórna sátt við sjálfan sig eða teymi sitt
  • Leiðir til að byggja upp heilbrigt, vel skipulagt og framtíðarhæft fyrirtæki með stuðningi, þekkingu og sjálfbærri stjórn
Viðburðurinn höfðar til allra sem starfa við eða hafa áhuga á sprotum, nýsköpun, frumkvöðlastarfi og forystu og vilja kynnast því hvernig vísindi og viðskipti geta sameinast í áhrifaríkri og mannúðlegri framtíðarsýn.
Hver er Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch hjá Fönn ráðgjöf?
Svo fátt eitt sé nefnt:
  • Hún er með doktorspróf í Líf- og læknavísindum, með sérsvið í vefjaverkfræði og frumulíffræði.
  • Hún hefur yfir 14 ára reynslu af vísindum, nýsköpun og forystu, bæði í akademíu og viðskiptalífinu.
  • Hún var útnefnd „Kvenfrumkvöðull ársins 2017“ af alþjóðlegu samtökunum Global Women Inventors & Innovators Network (GWIIN).
  • Hún er í hópi topp 100 kvenna í nýsköpun sem fjárfestar ættu að líta til að mati Forbes

Að missa klefann

Að missa klefann

Hvað geta stjórnendur gert til að tryggja hann?

Það er margt líkt með fótboltaliði og fyrirtæki. Á báðum stöðum þarf að velja leikmenn í liðið og þar með setja aðra til hliðar, það er þörf á hvatningu, halda þarf uppi aga, byggja upp góða liðsheild, erfiðar ákvarðanir eru teknar, gæta þarf að orðspori og þannig mætti halda áfram. Hvaða lærdóm geta fyrirtækin dregið af aðferðafræðinni í heimi fótboltans?

 

Fyrirlesari: Ólafur Helgi Kristjánsson er best þekktur fyrir störf sín sem þjálfari knattspyrnuliða í meistaraflokki karla, hér heima og í Danmörku og nú síðast sem aðstoðarþjálfari kvennalandliðsins í fótbolta. Hann er vel menntaður þjálfari með UEFA Pro Licence réttindi.

 

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Lýsis að Fiskislóð 5-9 en að auki verður honum streymt.

Linkur á streymi hér

Frá ferlum til fólks: Hönnun nýs spítala

Hvernig verður nýr spítali hannaður með bæði ferla og fólk í huga?
Á viðburðinum skoðum við hvernig samspil starfsfólks, sjúklinga og verkferla getur mótað framtíðarlausnir sem nýtast öllum.

 

Fundurinn er í haldinn á fyrstu hæð í höfuðstöðvum Landsbankans í Reykjastræti 6. 

Aðgengismál á vinnustöðum

Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi

Nánari lýsing þegar nær dregur.

Hvernig markþjálfun getur nýst í mannauðsstjórnun

Linkur á fund hér

 

Hvernig markþjálfun getur nýst í mannauðsstjórnun

Nánari upplýsingar síðar.

 

Fyrirlesari:

Anna María hefur innsýn í fjölbreytt fyrirtækjaumhverfi bæði hérlendis og erlendis, þar sem hún hefur starfað sem mannauðsstjóri í yfir 20 ár hjá fyrirtækjum í ýmsum greinum atvinnulífsins, rekið eigið fyrirtæki með stjórnendaþjálfun, námskeið og fyrirlestra m.a. tengda verkfærum markþjálfunar. Hún starfar nú sem mannauðsráðgjafi hjá 2.stærsta sveitarfélagi landsins Kópavogsbæ, þar sem hún sinnir m.a. Verkefnastjórnun í innleiðingum ásamt ráðgjöf og aðstoð stjórnenda við ýmis mannauðsmálefni. Frá því Anna María lærði Markþjálfun árið 2006 hefur hún nýtt sér aðferðafræðina í starfi, er með virka PCC vottun frá alþjóðasamtökum ICF. Hún er jafnframt ein af stofnendum ICF Ísland, þar sem Anna María gegndi m.a. bæði varamennsku og formennsku félagsins ásamt því að hafa setið í stjórn ICF Norge. Anna María er með executive MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Áhugamál Önnu Maríu er almenn útivist og þá helst: fjallgöngur, fjallahjól, blómarækt, fluguveiði og skíði.

Linkur á teams fund hér

Eldri viðburðir

Everything you want to know about ISO 27001 but have never dared to ask

Framkvæmdarstjóri SBcert, Ulf Nordstrand mun fara yfir lykilatriði og mikilvægi upplýsingaöryggis og leiða hlustendur í gegnum yfirferð á helstu kröfum ISO 27001 og viðauka A.

 
Síðustu 30 mínúturnar verður gefið færi á að spyrja spurninga um málefnið.
 
Viðburðurinn verður haldið í Innovation House á Eiðistogi og byrjar kl. 8:45 en boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:15.
 
Fyrirlesari:
Ulf hefur áralanga reynslu í ráðgjafargeiranum og hugbúnaðarþróun og hefur starfað á alþjóðavettvangi við þróun og innleiðingu stjórnunarkerfa víðsvegar um Evrópu og Asíu. Hann hefur reynslu innan upplýsingatækni-, fjarskipta-, öryggis- og varnarmálageirans.
 
Stærstan hluta ferils síns hefur Ulf einbeitt sér að þróun ferla og stjórnunarkerfa. Hann hefur hannað og innleitt fjölda stjórnunarkerfa frá grunni og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á allri starfsemi sem tengist þróun þeirra, innleiðingu og rekstri. Ulf hefur einnig mikla reynslu af innleiðingu og vinnu með kerfislausnir fyrir stjórnun stjórnunarkerfa.
 
Frá árinu 2013 hefur Ulf starfað sem framkvæmdastjóri vottunarstofnunarinnar SBcert. Í dag hefur SBcert yfir 1.000 vottaða viðskiptavini og starfar í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi, Þýskalandi og Hollandi.
 
Ulf er einnig reyndur úttektarstjóri stjórnunarkerfa og hefur lokið yfir 500 úttektum á stjórnunarkerfum byggðum á ISO 9001, ISO 14001, ISO 27001, ISO27701 og ISO 45001.
Fundinum verður einnig streymt í gegnum Teams.
 

Geopolitics Meets HR Leadership -Leiðtogahlutverk mannauðsfólks í heimi alþjóðastjórnmála-

Smelltu hér til að skrá þig á viðburðinn.

 
Þessi fundur er sameiginlegur viðburður Mannauðs og Stjórnvísi.
Fyrirlesari: Lucas van Wees. Fyrrverandi forseti EAPM (Evrópusamtaka mannauðsfólks) og stjórnarmaður í WFPMA (Alþjóðasamtökum mannauðsfólks)

Lucas mun fjalla um samspil alþjóðastjórnmála og leiðtogahlutverk mannauðsfólks og hvernig mannauðsstjórnun getur styrkt seiglu skipulagsheilda og samfélagsins í heild sinni í síbreytilegu umhverfi á óvissutímum.

 

Microsoft Teams meeting

Join: https://teams.microsoft.com/meet/37373220278165?p=BxjML7vCxIQAOhbMtu

Meeting ID: 373 732 202 781 65

Passcode: 2Gp2w36Z

Nýr landspítali - fyrirkomulag innkaupa

Erindi um innkaup og samningsstjórnun hjá Nýjum Landspítala.
 
Jakob Valgeir Finnbogason verkefnastjóri innkaupa hjá Nýja Landspítalanum ohf. fer yfir verkefni NLSH, umfang þeirra og hvernig staðið er að innkaupum vegna þeirra og hvernig samningsstjórnun er fléttuð inn í gerð og ritun útboðsgagna.

 

Fyrirlestur er staðarfundur og verður í Endurmenntun, Dunhaga 7, í sal á efri hæð sem heitir Elja. Viðburði verður einnig streymt á Teams fyrir þá sem ekki komast en hvetjum alla til að mæta á staðinn.
 
Linkur á Teams:
 
 

Gullnu reglunar mínar - Dauðans alvara

“Ef banaslys er möguleg afleiðing og starfsfólk getur beitt varnarreglu, þá á það að vera Gullin Regla.”
  • Gullnar Reglur eru ekki bara setning á vegg.
  • Þær eru loforð.
  • Loforð um að þegar líf er í húfi tökum við alltaf réttu ákvörðunina.
Fyrirlesari:
Viðar Arason, öryggisfulltrúi HS Orku og eigandi Skyndihjálparskólans

 

Viðar Arason hefur djúpar rætur í viðbragðsþjónustu, þar sem sekúndur skipta máli og rétt ákvörðun getur bjargað lífi.
Með áralanga reynslu úr framlínunni hefur hann séð hversu öflug öryggisvitund getur verið — og hversu hratt hlutir geta farið úr böndunum þegar hún bregst.
Sem eigandi Skyndihjálparskólans leiðir Viðar fræðslu þar sem öryggi, mannleg hegðun og fyrstu viðbrögð í áföllum eru í fyrirrúmi. Hann leggur sérstaka áherslu á að kenna fólki hvernig á að bregðast rétt við þegar allt gerist á örfáum augnablikum — í slysum, áfallaatvikum og óvæntum uppákomum.
Markmiðið er skýrt: að búa fólk og vinnustaði undir raunveruleikann, ekki bara kenningarnar.
Í dag starfar Viðar við öryggismál hjá HS Orku, þar sem hann vinnur að því á hverjum degi að tryggja það mikilvægasta: "Allir komi heilir heim, alltaf".

Hljóðvist í skrifstofum

Hlekkur á viðburðinn smelltu til að tengjast

Kristín Ómarsdóttir hljóðráðgjafi hjá Brekke & Strand Akustikk ehf. fer yfir þá þætti hljóðvistar sem geta haft áhrif á vinnuumhverfi í skrifstofum, stutt yfirlit um reglugerðaumhverfið og fjallar síðan um nokkur raundæmi.

Kristín er M.Sc. Umhverfis- og byggingarverkfræðingur, sérhæfing í hljóðverkfræði. Hún hefur 15 ára starfsreynsla sem hljóðráðgjafi og er formaður Íslenska hljóðvistarfélagsins og situr í stjórn Nordic Acoustics Association. Í starfi sínu sinni hún m.a. hljóðhönnun nýbygginga, hljóðhönnun breytinga á eldri byggingum og hönnun úrbóta vegna hljóðvistar.

 

Ólafur Hjálmarsson fjallar um hljóðhönnun og menningu á vinnustöðum.

Ólafur er byggingarverkfræðingur með sérhæfingu í hljóðhönnun/hljóðeðlisfræði og 38 ára reynslu af verkfræðiráðgjöf, hönnun og verkefnastýringu – sérstaklega sem hljóðráðgjafi fyrir flókin byggingarverkefni. Meðal verkefna hans undanfarin ár hafa verið hljóðhönnun í stórum verkefnum svo sem í nýjum Landspítala, í stækkun Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Veröld – Húsi Vigdísar.

 

Fundarstjóri er Sverrir Bollason.

Sverrir er sérfræðingur í fasteignaþróun hjá FSRE og meðlimur í faghópnum um aðstöðustjórnun.

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?