Test viðburður

 

 

 

 • Taka fram ef viðburði er streymt
 • Lýsing á viðburði: Um hvað er fundurinn og fyrir hverja (taka fram hvaða veitingar eru í boði ef um það er að ræða)
 • Nafn/nöfn fyrirlesara 
 • Hámarksfjöldi þátttakenda (ef við á) 
 • Staður  
 • Dagsetning.

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um innkaupa- og vörustýringu

Linkur á Teams viðburð hér

Aðalfundur faghóps um innkaupa- og vörustýringu verður föstudaginn 6.maí á Teams.

Áhugasamir um stjórnarsetu eru hvattir til að hafa samband við sitjandi stjórn.

Dagskrá 

 • Uppgjör á starfsárinu 
 • Kosning til stjórnar 
 • Önnur mál

 

Öryggi í aðfangakeðjunni - næstu skref / Vendor Risk Management

Fundurinn fer fram í formi fjarfundar á Teams. Hér er hlekkur á fundinn.   

English Version below. 

Síðasta haust hélt faghópur um upplýsingaöryggi hjá Stjórnvísi viðburð um öryggi í aðfangakeðjunni, 
sá viðburður veitti góða yfirsýn yfir mikilvægi þess að ná betri stjórn á aðfangakeðjunni.  

Á þessum viðburði verður farið  yfir skilvirka aðferð um hvernig hægt er að stíga fyrstu skref til að ná 
betri stjórn á þessu mikilvæga málefni.  

Aðferðin sem farin verður yfir er einföld í innleiðingu og notkun fyrir fyrirtæki af öllum stærðargráðum.  

Við munum fá til okkar Brian Haugli sem er stofnandi og meðeigandi á fyrirtækinu SideChannel. Hann hefur innleitt öryggisstjórnkerfi til fjölda ára og mun koma með praktíska nálgun á viðfangsefnið. 

Fundurinn fer fram í formi fjarfundar á Teams. Hér er hlekkur á fundinn.   

 ___________________________________________________________________________________

 Last fall the group of Information Security Management at Stjórnvísi held an event about Vendor Risk Management, a high level approach was provided of how that could be done.  

This time we want to provide more detailed and practical approach of how Vendor Risk Management could be performed in coordination with Brian Haugli.   

Brian Haugli is the Managing Partner and Founder of SideChannel. He has been driving security programs for two decades and brings a true practitioner's approach to the industry. He has led programs for the DoD, Pentagon, Intelligence Community, Fortune 500, and many others. Brian is the contributing author for the latest book from Wiley, “Cybersecurity Risk Management: Mastering the Fundamentals Using the NIST Cybersecurity Framework“. 
 
At SideChannel, we match companies with an expert virtual CISO (vCISO), so your organization can assess cyber risk and ensure cybersecurity compliance — all without jeopardizing your financial assets. https://www.sidechannel.com   

 

Umhverfisvæn innkaup - líkleg áhrif sjálfvirkni og samlegðar á innkaup og aðfangakeðjuna

Click here to join the meeting

Á þessum viðburði faghóps um Innkaupa og vörustýringu heldur Maron Kristófersson, einn af stofnendum aha.is, erindi fyrir okkur um umhverfisvæn innkaup og líkleg áhrif sjálfvirkni og samlegðar á innkaup og aðfangakeðjuna.

Í erindinu fer Maron yfir hugsjón aha.is, hvaða tækni þeir sjái að nái fótfestu og hvort hún eigi heima á Íslandi bæði vegna verðurfars og stærð markaðar.

Viðburðurinn fer fram í fundarsal í Háskólanum í Reykjavík, nánar tiltekið stofu M215 en einnig verður hægt að hringja inn á fundinn í gegnum Microsoft Teams. 

Innkaupaaðferðir til framtíðar hjá Isavia

Click here to join the meeting

Eyþóra Kristín Geirsdóttir, forstöðumaður innkaupa- og lögfræðideildar Isavia og Helga Kristjánsdóttir verkefnastjóri gefa okkur innsýn inn í innkaupaaðferðir til framtíðar hjá Isavia. 

 • Farið verður yfir innkaup sem stjórntæki við stefnumörkun og rekstur Isavia ásamt því að rekja stuttlega sögu, hlutverk og tilgang innkaupa- og lögfræðideildar hjá Isavia.

 • Lýst verður þeim skrefum sem félagið hefur tekið til að byggja upp sterka stýringu innkaupa og þeirri vegferð sem það er á við endurhönnun á aðferðum við dagleg innkaup.

Viðburðurinn fer fram á Teams

‘Procurement´s ultimate frontier’ - Ninian Wilson, Forstjóri VPC, ásamt ‘Umbreytingarvegferð Ríkiskaupa’ - Davíð Ingi Daníelsson

Click here to join the meeting

Á Íslandi hefur orðið vitunarvakning um mikilvægi stefnumiðara innkaupa- og vörustýringar, þvert á rekstur skipulagsheilda. Til að varpa ljósi á framþróun fagsins og tækifæri til framtíðar bjóðum við upp á tvö erindi þar sem annars vegar alþjóðlegur risi og hins vegar íslensk opinber eining deila umbreytingarvegferðum sínum.

‘Procurement’s ultimate frontier’
Ninian Wilson, ‘Global Supply Chain Director’ og ‘CEO of Vodafone Procurement Company’ (VPC) mun segja frá vegferð Vodafone og framtíð innkaupastýringar. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir árangur sinn með VPC m.a. sem ‘Leader of the year’ 2021 hjá CIPS (Chartered Institure of Procurement & Supply) fyrir framsýni og framlag til framþróunar innkaupa- og vörustýringar, stafrænnar vegferðar og virðissköpunar.
Þá mun Guðrún Gunnarsdóttir, Aðfangastjóri Vodafone á Íslandi, gefa okkur innsýn í samstarfið með VPC og ávinning þess. 

‘Umbreytingarvegferð Ríkiskaupa’

Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri stefnumiðaðra innkaupa hjá Ríkiskaupum ætlar að segja okkur frá framtíðarsýn og umbreytingarvegferð Ríkiskaupa sem lagt var af stað með árið 2020.

Fundarstjóri er Sæunn Björk Þorkelsdóttir, formaður faghóps um Innkaupa- og vörustýringu.

Þessi viðburður er einstakt tækifæri fyrir stjórnendur og ákvörðunartökuaðila í íslensku viðskiptalífi til að læra af þeim bestu um hvernig megi byggja upp stefnumiðari innkaup- og vörustýringu með langtíma virði að leiðarljósi.
Viðburður sem enginn stefnumótandi leiðtogi ætti að láta framhjá sér fara!

Viðburðurinn fer fram á Teams í ljósi Covd19 takmarkana.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?