Gestastofa (hús 3), Elliðaárstöð, Rafstöðvarvegi 6-14, Reykjavík
Stjórnvísisviðburður
Smelltu hér til að horfa á streymið.
Viðurkenningarhátíð þar sem 15 fyrirtæki fá viðurkenningu fyrir góðan árangur í sjálfbærni verður haldin miðvikudaginn 28. maí klukkan 9.15 til 10.15 í Gestastofu, Elliðaárstöð, Rafstöðvarvegi 6-14. Það eru Prósent, Langbrók og Stjórnvísi sem standa að Sjálfbærniásnum. Viðburðinum verður einnig streymt.
Dagskrá:
Karen Kjartansdóttir, Langbrók stýrir fundi.
9.15 - 9.45 - Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents kynnir rannsóknarmódelið, aðferðafræði og veitir viðurkenningar þeim fyrirtækjum sem eru hæst á sínum markaði.
9.45 - 10.00 Pallborðsumræður.
Streymi lýkur
10.00 - 10.15 Myndataka
Markmið Sjálfbærniássins sem verður nú veittur í annað skiptið er að veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum. Mælikvarðinn mælir þá 4 þætti sem The World Economic Forum telja að muni leiða heiminn á sjálfbærari stað: plánetan (e.planet), hagsæld (e.prosperity), fólk (e.people) og stjórnarhættir (e.governance):
Mælingarnar ná til helstu markaða á Íslandi: Opinberra fyrirtækja, banka, raforkusala, tryggingafélaga, fjarskiptafyrirtækja, matvöruverslana, byggingavöruverslana, fyrirtækja á erlendum mörkuðum, sjávarútvegs, framleiðslufyrirtækja, álframleiðenda, flugfélaga og flutningaþjónustu.
Heimasíða Sjálfbærniássins https://www.sjalfbaerniasinn.is/