Fréttir og pistlar
Faghópur um fjármál hélt einstaklega áhugaverðan fund í HR í morgun þar sem þeir Ragnar Árnason hjá SA og Steinþór Þórðarson hjá PCC Bakka ræddu um komandi kjarasamninga. Ragnar er mikill reynslubolti við samningaborðið á vegum SA og Steinþór hefur stýrt og unnið að sérkjarasamningum hjá Alcoa Fjarðaráli og vinnur nú að undirbúningi kjarasamninga fyrir PCC Bakka.
Tilfinning Ragnars er sú að lítið hafi breyst og að viðræður muni fara seint af stað eða skömmu áður en samningar renna út. Erfitt er að koma viðræðum af stað áður en samningar falla úr gildi. Erlendis er mikið lagt í að lönd tapi ekki samkeppnisstöðunni sinni og mega því ekki verðleggja sig of hátt. Mikilvægt er að horfa á samkeppnishæfið. SA sendi öllum verkalýðfélögum bréf þar sem hvatt var til þess að samkeppni íslensks samkeppnis yrði tryggð í komandi kjarasamningum. Þau fyrirtæki á Íslandi sem ekki geta greitt mannsæmandi laun eiga ekki að vera á markaðinum. Sum fyrirtæki eru í mikilli samkeppni. Ferðaþjónusta er ekki hálaunagrein og það þarf að passa sig að verðleggja ekki Ísland út af markaðnum. Hæstu laun hafa hækkað mikið í undanförnum samningum. Meðalheildarlaun hjá starfsgreinarsambandinu eru 500þúsund og lægstu laun 300þúsund. Verið er að greiða mikla yfirvinnu og þvi þarf að hækka dagvinnuna. Með þessu er verið að koma til móts við þá sem þurfa að stóla á dagvinnu.
Átta faghópar Stjórnvísi bjóða upp á sannkallaðan jólaglaðning í desember með fjölbreyttri dagskrá. Fullbókað er á suma fundina en dagskrána má sjá í heild sinni hér. Þetta eru fundir eins og Krummi svaf í klettagjá köldum kjarasamningum á, áhrif menningar í alþjóðlegum verkefnum, heimsókn í Nóa Síríus, hugarfar og menning í bætingu ferla er varða öryggismál á vinnustöðum og innkaupastýring í ORIGO.
Ráðstefna SVS um hæfni og þjónustu þar sem dagskrá var unnin í samstarfi við faghóp um þjónustu hjá Stjórnvísi var haldin í Nauthól í dag. Ráðstefnan var vel sótt og fyrirlesarar fluttu frábær erindi. Fyrirlesarar voru Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea, Guðný Halla Hauksdóttir forstöðumaður þjónustu hjá OR, Ásdís Eir Símonardóttir mannauðssérfræðingur hjá OR, Guðmundur Magnússon forstjóri Heimkaupa, Runólfur Ágústsson ráðgjafi og verkefnastjóri, Hildur Halldórsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Omnom, Mats Johansson Education and Competence Expert at Swedish Retail and Wholesale Council, Haukur Ingi Jónasson háskólakennari, ráðgjafi og sálgreinir og ráðstefnustjóri var Anna Steinsen eigandi og ráðgjafi Kvan.
Faghópar Stjórnvísi um góða stjórnarhætti og stefnumótun héldu fund í ISAVIA í morgun þar sem þrír frábærir fyrirlesarar fluttu erindi. Vegna mikillar eftirspurnar og færri komust að en vildu var fundinum streymt á síðu Stjórnvísi.
Faghópar og umhverfi og öryggi og Lean – straumlínustjórnun héldu þann 15. nóvember síðastliðinn fund þar sem fjallað var um öryggismál og umbætur tengdar byggingarframkvæmdum. Á fundinum fjallaði Guðmundur Ingi Jóhannesson öryggisstjóri verktakafyrirtækisins Munck Íslandi um það hvernig öryggismálum er háttað hjá fyrirtækinu, fór yfir helstu áskorunum ÖHU mála byggingariðnaðarins og hvernig fyrirtækið nýtir og miðlar mælingum í gæðakerfi til stöðugra umbóta í öryggis, umhverfis og heilsumálum. Guðmundur sagði frá Procore skráningarkerfi sem fyrirtækið nýtir til að halda m.a. utan um ÖHU mál í verkefnum og sagði frá hvernig unnið er að því að koma nýjum lausnum í öryggismálum inn á markaðinn. Vel var mætt á fundinn og sköpuðust góðar umræður meðal fundargesta, meðal annars um nýja reglugerð um vinnupalla.
Faghópurinn Vörustjórnun – innkaup og birgðastýring hélt í síðustu viku viðburð með Bláa Lóninu í Háskólanum í Reykjavík. Elín B. Gunnarsdóttir forstöðumaður innkaupa og birgða hjá Bláa Lóninu fjallaði um fegurðina í innkaupum. Hún fór yfir sögu Bláa Lónsins, þær miklu breytingar sem hafa orðið á rekstrinum og virðiskeðjuna fyrir húðvörur Bláa Lónsins frá upphafi til enda. Bláa Lónið er með rúmlega 350 vörunúmer, bæði sem einstaka vörur, bulk vörur og sampakkningar. Vörurnar eru byggðar á náttúrulegum hráefnum Bláa Lónsins og svo er framleiðslan erlendis. Flækjustigið er töluvert hvað varðar framleiðslu, flutninga og dreifingu á erlenda markaði. Mikil tækifæri eru í aðfangakeðju Bláa Lónsins m.a. í flutningum, umbúðum, bættum ferlum og stöðugum umbótum.
Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun fund í Innovation House þar sem kynnt var Social Progress Imperative aðferðafræðin. Tækifæri leynast í SPI aðferðafræðinni þegar horft er til stefnumótunar sveitarfélaga og atvinnugreina út frá öðrum viðmiðum en fjárhagslegum. SPI eða Social Progress index - sem útleggst á íslensku sem vísitala félagslegra mælikvarða - er leið þar sem hægt er að skoða félagslega og umhverfislega þætti þegar kemur að innviðum samfélaga. Vísitalan segir til um hæfni samfélaga til að mæta grunnþörfum borgaranna, stuðla að og viðhalda lífsgæðum þeirra og veita einstaklingnum tækifæri til betra lífs. Farið var yfir einkenni verkfærisins og hvernig það nýtist í stefnumótun sem og hvernig hægt er að nýta það til að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.Fyrirlesarar voru þau Rósbjörg Jónsdóttir og Gunnar Haraldsson sem koma frá SPI á Íslandi (www.socialprogress.is /.org).
Við erum vön að mæla útgjöld í stað eiginlegrar útkomu. T.d. hversu miklu er varið til menntamála en ekki útkomuna. Maður mælir ekki til að mæla heldur mæla til að gera eitthvað. Hvernig er mælingin notuð?
Grunnþarfir: Hafa íbúar landsins nægilega fæðu og greitt aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu?
Grunnstoðir velferðar: Hafa allir aðgengi að menntastofnunum?
Tækifæri: Borgaraleg réttindi.
Mikil fylgni er milli efnahagslegrar velferðar og félagslegra framfara, sum lönd gera samt betur en önnur. Eftir því sem lönd eru ríkari eru félagslegar framfarir yfirleitt betri undantekning er þó Arabía. Costa Rica er einnig undantekning í hina áttina. Norðurlönd koma vel út. Árlega er þessi vísitala reiknuð út og mælikvarðainn frábær til að sjá stöðu á viðkomandi svæði. Þetta vekur hugmyndir að úrbótaverkefnum og mælikvarðinn styður við heimsmarkmið SÞ. Ríki hafa verið tekin út í USA og Indland. Gögnin eru sótt í sameiginlega pott og alltaf sami samanburðargrunnur. Fyrirtæki hafa nýtt mælitækið og Deloitte nýtir það til að fá mat á samfélögum.
Þegar farið er af stað í stefnumótun er mikilvægt að vita hver staðan er og forgangsraðað. Með heimsmarkmiðum SÞ er búið að forgangsraða.
Faghópar um mannauðsstjórnun og markþjálfun héldu í morgun fund í Hagvangi um hvernig sáttamiðlun nýtist stjórnendum í erfiðum starfmannamálum. Fjölmörg vandamál á vinnustöðum eiga rætur sínar að rekja til ágreinings milli starfsmanna og fer oft mikill tími stjórnenda í það að leysa úr ágreiningsmálum. Ágreiningur á milli aðila er óhjákvæmilegur og í mörgum tilfellum nauðsynlegur. Ef ágreiningur er hinsvegar mikill skapar það oft mikla vanlíðan hjá starfsmönnum sem getur komið út í reiði, kvíða, spennu, stressi og fleiri kvillum sem leiða gjarnan til slakari frammistöðu í starfi.
Góð kunnátta stjórnanda í sáttamiðlun getur bæði sparað dýrmætan tíma stjórnandans, sparað mikinn kostnað og leitt til betri starfsanda og bættra samskipta á vinnustað. Þar að auki getur góð kunnátta í sáttamiðlun verið góður kostur í skipulagsbreytingum. Fyrirlesarar voru þau Gyða Kristjánsdóttir og Elmar Hallgríms Hallgrímsson.
Elmar útskýrði að „Sáttamiðlun væri ferli þar sem hlutlaus þriðji aðili aðstoðar deiluaðila við að skilja eðli ágreiningsins og mögulega að komast að ásættanlegri laun fyrir báða aðila“. Sáttamiðlun hjálpar fólki að komast að rótinni. Gyða fjallaði um úrræðin í erfiðum starfsmannamálum. Stjórnendur geta ekki alltaf leyst ágreining á byrjunarstigi því erfitt er að finna rótina. Sáttamiðlun er hægt að fara í hvenær sem er í ferlinu. Þegar leitað er í sáttamiðlun þá er sett upp fordæmið um að tekið sé á vandamálum í fyrirtækinu og málin séu leyst. Enginn ágreiningur er eins og framkvæmdin er einföld. Kosturinn er að mikill tími sparast, dregur úr kostnaði, þeir sem eiga vandamálið taka á því og starfsandi verður betri og samskipti bætast.
Sem sáttamiðlari verður þú að vera algjörlega hlutlaus til að njóta trúnaðar og trausts. Fyrsta spurningin sem stjórnandi þarf að spyrja sig á er hvort það séu einhver tengsl við aðila máls eða hugsanlega fulltrúa þeirra. Það sem stjórnandinn þarf að gera er að byrja á að kynna ferlið og síðan segir fólkið frá sinni hlið. Stýra þarf málavaxtarlýsingu af sanngirni og að aðilar upplifi að verið sé að hlusta á þá. Með sáttamiðlun er tekið hugarflug saman og aðilar fara á hugarflug t.d. að hvor aðili fyrir sig komi með þrjár hugmyndir. Mikilvægt er að eiga samtal við hvorn aðila um sig í einrúmi. Sáttamiðlun lýkur þegar komið er á samkomulagi hvernig svo sem það samkomulag er. Fólk vill koma fram skoðun sinni og það er sigur þegar hlustað er á fólk.
Faghópar um stefnumótun og árangursmat og samfélagsábyrgð fyrirtækja buðu Stjórnvísifélögum í Innovation House í morgun þar sem umræðuefnið var „Stefnumótun út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna“. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snúa að því að búa til betri heim fyrir alla. Ríkisstjórnin samþykkti nýverið 65 undirmarkmið sem sett verða í forgang á Íslandi og gaf út stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart öllum 17 yfirmarkmiðunum. Tilgangur fundarins var að gefa félögum tækifæri til þess að kynnast stefnumótun og aðferðafræði stjórnvalda þegar kom að því að velja forgangsmarkmið og hvernig sú vinna getur gagnast fyrirtækjum og stofnunum til að innleiða Heimsmarkmiðin. Nánari bakgrunnsupplýsingar um Heimsmarkmiðin er að finna á: heimsmarkmidin.is. Fyrirlesarar voru Fanney Karlsdóttir frá forsætisráðuneytinu og Herdís Helga Schopka frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Fanney sagði markmiðin snúa m.a. að menntun fyrir alla, góðan hagvöxt o.fl. Markmiðin hafa samverkandi áhrif og einnig mótverkandi. Búið er stofna verkefnastjórn um heimsmarkmiðin en hana skipa aðilar frá öllum ráðuneytum, Hagstofunni, SÍS og einnig er ungmennaráð. Nýja menntastefna Íslands er tengd Heimsmarkmiðunum sem og umhverfisstefnan. Kópavogsbær skilgreinir sig algjörlega í samræmi við Heimsmarkmiðin sem og Snæfellsnes. Skátarnir setja fram allt sitt efni í samræmi við Heimsmarkmiðin. Isavia og Mannvit eru dæmi um fyrirtæki sem máta Heimsmarkmiðin við núverandi markmið og mælikvarða. Ábyrg ferðaþjónusta er einnig að tengja sig við Heimsmarkmiðin. Fanney sagði að allir ættu að geta innleitt Heimsmarkmiðin.
Herdís Helga Schopka ræddi hversu mikilvægt er að byrja á verkefnum sem snúa að rótinni t.d. fátækt og jafnrétti. Umhverfis-og auðlindaráðuneytið var ráðlagt að skoða hvert og eitt markmið fyrir sig og máta það við ráðuneytið. Áður en byrjað er að taka ákvarðanir þá voru skilgreind viðmið. Þau eru ekki að forgangsraða yfirmarkmiðunum 17 heldur undirmarkmiðum. Hægt er mæla undirmarkmið í átt að aðalmarkmiðum og þannig sjá hvernig gengur. Ef ekki er hægt að mæla er ómögulegt að sjá hvernig gengur. Notuð var SMART aðferðin. Mikið var um fyrirspurnir bæði á meðan fundi stóð og eins í lokin. Fundurinn var einstaklega upplýsandi og áhugaverður.
Ábyrgar fjárfestingar var fundarefni faghóps um samfélagsábyrgð í Arion banka í morgun. Vel var mætt á fundinn og umræður líflegar. Fundurinn hófst með því að Hildur Sif Arnardóttir og Ninna Stefánsdóttir kynntu niðurstöður meistararitgerða sinna um ábyrgar fjárfestingar. Þær stöllur sögðu að með rannsóknum sem þeirra mætti bæta þekkingu fjárfesta á ábyrgum fjárfestingum og styðja við samfélagsábyrgð fyrirtækja. Önnur rannsóknin var megindleg og hin eigindleg. Niðurstöður rannsóknanna leiddu í ljós að almennt má sjá að íslenskir stofnanafjárfestar eru jákvæðir gagnvart ábyrgum fjárfestingum en finnst skorta á viðtalið varðandi samfélagslega ábyrgð og samræmda skýrslugjöf.
Innri hvatar fyrir ábyrgar fjárfestingar eru: vitundarvakning, orðsporsáhætta, langtíma sjónarmið og fjárhagslegur ávinningur. Ytri hvatar eru löggjöf, alþjóðlegir sáttmálar, þrýstingur frá viðskiptavinum, þrýstingur úr samfélaginu, jafningjaþrýstingur og löggjöf. Rannsókn Hildar leiddi í ljós að á Íslandi haf innri hvatar meiri áhrif en ytri en niðurstöður annarra erlendra rannsókna eru þær að ytri hvatar hafa meiri áhrif en ytri. Helstu hindranir eru: efnahagshrunið, fjármagnshöft, umfangsmikil aðferðarfræði, umboðsskylda, þekkingarskortur, skortur á samrænni skýrslugjöf og skammtímasjónarmið. Skv. erlendum rannsóknum eru konur líklegri en karlar til ábyrgra fjárfestinga. Rannsókn Hildar studdi niðurstöður erlendu rannsóknanna. Sterkustu áhrifin af ábyrgri fjárfestingu eru ímyndar og orðsporsáhætta. Þolinmótt fjármagn þarf í ábyrgar fjárfestar.
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum og stjórnararformaður Iceland SIF, kynnti samtökin Iceland SIF. Samtökin voru stofnuð í nóvember 2017 og voru stofnaðilar 23. Allir sem leitað var til tóku þátt. Heildareignir í stýringu hjá aðildarfélögum eru 6.096.372.171.868 ISK Tilgangur samtakanna er að vera vettvangur fyrir umræður. Iceland SIF má aldrei taka afstöðu eða samræma stefnu aðildarfélaga. Aðildarfélög geta verið starfsleyfisskyld fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir og tryggingafélög sem fjárfesta fyrir eigin reikning eða í umboði þriðja aðila með starfsemi á Íslandi. Hvert aðildarfélag fer með eitt atkvæði á fundinum. Starfsemin byggir á faglegri virkni stjórnarmanna og vinnuhópa samtakanna. Fulltrúi úr stjórn situr í hverjum vinnuhóp. Vinnuhóparnir skiptast í: siðferðisleg viðmið, upplýsingagjöf, viðburðarhópur og háskólahópur. Samtökin eru með heimasíðu og hafa frá stofnun staðið fyrir 7 fræðslufundum. Að lokum fór Hrefna Ösp yfir stefnu samtakanna til ársins 2022 þar sem m.a. kom fram: gott samstarf við hagsmunaaðila, virkar og öflugar undirnefndir, styðjandi aðili í innleiðingu meðlima á aðferðarfræði ábyrgra fjárfestinga, leiðbeinandi afl í umræðunni um ábyrgar fjárfestingar, öflugt þekkingarsetur um ábyrgar fjárfestingar með öflugri heimasíðu og viðburðum.
Að lokum kynnti sérfræðingur í eignastýringu Arion banka stöðu ábyrgra fjárfestinga í Arion banka. Sýnd voru dæmi frá Símanum og N1 þar sem sem þessi fyrirtæki segja í ársreikningum sínum frá ófjárhagslegum upplýsingum. Öllum lífeyrissjóðum ber að endurskoða stefnu sína árlega og senda til FME. Lífeyrissjóður skal hafa hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi kv. 36.gr. í VII kafla laga nr129/1997. Samtökin Iceland SIF hafa nýst einstaklega vel hjá Arion banka. Mikill tími hefur farið í fræðslu hjá Arion banka til þeirra lífeyrissjóða sem eru hjá þeim.
Faghópar um þjónustu-og markaðsstjórnun og verkefnastjórnun héldu vel sóttan fund í Háskólanum í Reykjavík þar sem færri komust að en vildu. Þau fengu fjóra reynslubolta til að segja frá verkfærum sem hafa nýst þeim best til að halda utan um verkefni, forgangsraða og tengja samstarfsaðila saman. Þetta voru þau Magnús Árnason markaðsstjóri Nova sem kynnti https://asana.com/, Hafdís Huld Björnsdóttir sem kynnti https://trello.com/, Egill Rúnar Viðarsson grafískur hönnuður á Hvíta húsinu sem kynnti https://slack.com/ og Lísa Jóhanna Ævarsdóttir verkefnastjóri hjá Hey Iceland og framkvæmdastjóri Lean Ísland sem kynnti https://trello.com/
Faghópurinn kostnaðarstjórnun hélt kynningu í Háskóla Íslands þar sem Einar Guðbjartsson hélt fyrirlestur um fjárfestingar og árangursmælingar. Fjárhæð hefur ekkert upplýsingargildi fyrr en þú prjónar önnur hugtök við þetta hugtak. Talan 900.000 eru einungis tala - bættu við krónur og þá skilurðu töluna betur – bættu við laun- bættu við á mánuði – bættu við strætóbílstjóri á Íslandi – og strætóbílstjóri í Noregi. Tölugildi fær ekki meiningu fyrr en öðrum upplýsingu er bætt við.
Einar kynnti módel sem sýnir x/y ás, á Y-ás er inntakið og X-ás er úttakið. Lítið/mikið hátt/lágt. Innput er óþekkt en output er þekkt t.d. þegar búin er til bíómynd. Á fyrstu helgi sést strax hvort mynd mun slá í gegn eða ekki. Hægt er að setja inn í módelið alla mögulega starfsemi. Einar ræddi um mælikvarða: Hvað er teygja löng Hvernig skal mæla lengd á teygju? Í innput og output skal passa sig að nota sömu kvarðana ekki t.d. pund í innput og dollara í output. NPV er núvirði á vöru. Í ársreikningum er notað kostnaðarverð. Einar sýndi mun á greiðslugrunni og rekstrargrunni. Eins árs mæling segir lítið til um hvernig fyrirtæki gengur. Sá sem á eign upp á 100millj. og skuldar 90millj. er hann betur eða verr settur en aðili sem á heima hjá sér 10millj.? Erfitt að segja fyrr en þú færð betri upplýsingar en sá seinni sefur örugglega betur.
Origo tók á móti gestum til að fjalla um snertifleti gæðastjórnunar og janflaunastjórnunar. Erindin fjölluðu um uppbyggingu gæðahandbóka og gæði í jafnréttismálum.
Gyða Björg Sigurðardóttir formaður faghóps um jafnlaunastjórnun og eigandi Ráðar, sérhæfir sig í ráðgjöf í tenglsum við jafnlaunastaðal og fjallaði á viðburðinum um hvað eru gæði í launaákvörðunum.
Kristín Björnsdóttir viðskiptastjóri hjá Origo ræddi um uppbyggingu handbóka og hvernig á að virkja starfsmenn í gæðamálum og lagði áherslu á mikilvægi þess að skilja markhóp fyrir gæðaskjöl svo hægt sé að tryggja að upplýsingar skili sér til réttra aðila.
Maria Hedman formaður faghóps um gæðastjórnun og vörueigandi CCQ hjá Origo sýndi hvernig hægt að er að nýta tækni til að auðvelda aðgengi að mikilvægum skjölum og nota myndræna birtingu til að koma upplýsingum til skila á skilvirkan hjátt.
Góðar umræður sköpuðust í kjölfar erinda um áskoranir og tækifæri í tengslum við jafnlaunavottunina.
Glærur má finna undir ítarefni viðburðarins og Origo skólinn bíður einnig upp á meiri fræðslu í tengslum við CCQ fyrir þá sem hafa áhuga.
Meniga stendur fyrir áhugaverðri ráðstefnu um ýmislegt sem tengist fjártækni í Hörpu þann 6. nóv. nk.
Nánari upplýsingar:
Orkuveitan tók vel á móti Stjórnvísifélögum í morgun. Viðburðurinn hafði fyrirsögnina „Passar sama stærðin fyrir alla?“ og var á vegum faghóps um markþjálfun í samstarfi við faghópa mannauðs, Lean, stefnumótun og árangursmat og þjónustu- og markaðsstjórnun. Fyrirlesarinn Margrét Björk Svavarsdóttir er viðurkenndur stjórnunarþjálfari frá Work Simply Inc. Og hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum. Margrét sagði að við værum öll fædd með mismunandi hæfileika sem koma fram í vinnustíl og tengis persónugerð hvers og eins. Margrét hvatti fundargesti til að lesa frábæra bók „A factory of one“ skrifuð af Daniel Markovitz sem inniheldur fullt af fínum aðferðum sem hafa nýst Margréti mjög vel til að skipuleggja sig í vinnunni. Work Simply er önnur bók skrifuð af Carson Tate sem gengur út frá að fólk noti sína styrkleika í vinnu.
Skv. tölum frá Virk er 60% aukning í kulnun frá árinu 2010. Hjón sem vinna úti tala saman í 12 mínútur að meðaltali á dag. Síðustu 20 ár hefur vinnutími aukist um 15% og frítími minnkað um 33%. Dagar af skilvirkri vinnu eru tapaðir hver ár vegna svefnleysis. Atul Gawande „“Want to get great at something? Get a coach“ er frábær fyrirlestur sem Margrét hvatti alla til að hlusta á. Markþjálfun er vaxandi starfsgrein og það sem gerist við þjálfun er að frammistaða eykst, það verður aukin þróun og umbreyting á einhverjum sviðum. Af hverju þurfa starfsmenn stöðugt að fylgjast með tölvupósti? Leikskólar byggja allt sitt á styrkleikum barna. Það sama ætti að eiga sér stað inn á vinnustöðum þ.e. að byggja upp hvern starfsmann sérsniðin eftir styrkleikum hans. Margrét ræddi um vinnustílana fjóra. Forgangsraðari verkefnamiðaður, greinandi, byggir á staðreyndum, gagnrýnin og rökrétt hugsun. Styrkleikar: eru forgangsröðun, ýtarlegar greiningar og rökrétt laus á vandamálum, markmiðasækinn, samkvæmur sjálfum sér og tekur ákvarðandi byggðar á staðreyndum, árangurs ríkur og nýtir tímann vel. Skipuleggjarinn. Skipulagður, vinnur í tímalínum, nákvæm skipulagning og hefur auga fyrir smáatriðum. Styrkleikar: vinnur skipulega og samviskusamlega, finnur galla i áætlunum og ferlum, á auðvelt með áætlunargerð niður í smæstu atriði og hugsar í ferlum. Hagræðingur: styðjandi, notar innsæi, opinn og með tilfinningalega hugsun. Styrkleikar: samskipti skilur fólk, finnur hvað er undirliggjandi notar innsæi við ákvarðandi, á auðvelt að fá aðra á sitt band er staðfastur með hugmyndir kennari, límið í fyrirtækinu. Hugmyndasmiðurinn: hefur heildræna hugsun, hugmyndaríkur, hefur framtíðarsýn, hugsar í myndum. Styrkleikar: er opinn fyrir nýjum hugmyndum, hefur hæfileika til að sjá stóru myndina og koma auga á ný tækifæri, framkvæmir hugmyndir. Skv. þessu er líklegt að One size fits all henti alls ekki. Þegar þjálfaðir eru vinnustílar er farið yfir prófið. Tíminn er okkar mesta verðmæti, hægt er að safna verðmætum en ekki tíma. Mikilvægt er að tímamæla forgangsraðara, búa til rútínu þannig að hann þurfi ekki að hugsa, nota flýtilykla á lyklaborði. Skipuleggjarinn vill búa til litla ferla, vinnur línulega, taka pásur því hann getur gleymt sér í vinnunni, brytja niður stór verkefni. Hagræðingurinn: raðar verkefnum eftir orkuflæði þ.e. hvenær hann er sterkastur, skipuleggja tíma af deginum til að hitta fólk, settu þig í fríham. Hugmyndasmiðurinn er eins og spretthlaupari, ekki eins og maraþonhlaupari, setja sig í fríham. Margrét fjallaði um árekstra vinnustílanna. Hugmyndasmiðurinn skilar alltaf á síðustu stundu. Að lokum fjallaði Margrét um muninn á stjórnun og þjálfun.
Guy Yeoman var fyrirlesari á fundi á vegum framtíðarfræða í KPMG í morgun. Fyrirlestur Guy var bæði fræðilegur og áhugaverður og er hægt að nálgast hann í streymi á facebooksíðu Stjórnvísi.
Guy sagði frá því að fólki líkar svo vel við tölur því það skilur þær. Við gerum stefnumótun til 5 ára í senn því við viljum öryggi og skilja hvert við erum að fara og geta haldið utan um það. „Yet change itself is neither static nor neatly parceled in unrelated single-issue packets...“ (Wendy Schultz) er eitt af uppáhaldskvótum Guy. Vandamálið okkar er að við leitum alltaf í öryggi. Guy ræddi mikilvægi þess að fara í stefnumótunarvinnu. Mikilvægt er að skilja 1. Hver við erum sem fyrirtæki að fara 2. Hver er tilgangur okkar? Stefnumótunarvinna gerir okkur kleift að taka betri ákvarðanir í dag. Með því að fara í stefnumótunarvinnu skiljum við betur hvar við erum stödd og það umhverfi sem við erum í. Við komum auga á tækifæri, áhættur í umhverfinu og að skilja ólíkar framtíðir með því að fá ólíka einstaklinga á öllum stigum með í vinnuna. Þannig fáum við ólíka og réttari sýn.
Faghópur um persónuvernd hélt einstaklega áhugaverðan fund í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu í dag. Þar var einblínt á áhættumat við vinnslu persónuupplýsinga, persónusnið og sjálfvirka ákvarðanatöku.
Hjördís Halldórsdóttir lögmaður og einn af eigendum LOGOS fjallaði í erindi sínu um persónusnið og sjálfvirka ákvarðanatöku, sem einnig mætti nefna persónugreiningu og gervigreindarákvarðanir. Ný persónuverndarreglugerð tekur á þessu hvoru tveggja og gerir tilteknar kröfur til fyrirtækja sem mikilvægt er að þekkja, ekki síst ef ætlunin er að sjálfvirknivæða viðskiptaferla og nýta sér gervigreind í rekstrinum. Það er ekkert persónusnið í hraðasekt en ef tryggingarfélög færu að nýta sér þessar upplýsingar væri það hins vegar persónusniðið. Elon Musk segir að gervigreindin sé stærsta ógn framtíðarinnar vegna þess að hún muni yfirtaka ákvörðunarferla. Algoritmar eru mannanna verk og eru mismiklir að gæðum. Deilingaraðferðir eru allt algoritmar og til eru margar aðferðir mismunandi góðar. Mikilvægt er að vinna ekki á úreltum gagnasöfnum. Mannleg íhlutun er t.d. þegar sjálfvirk tækni er notuð til að fá meðmæli en manneskja tekur endanlegt vald yfir ákvörðuninni. Raunverulegt vald verður að vera hjá manneskju, ekki sjálfvirkri tækni. Algoritmar velja t.d. hvaða auglýsingar birtast þér. Einstaklingur á alltaf rétt á að fá mannlega íhlutun. Dæmi var nefnt um banka sem hafnar yfirdrætti eða láni hjá viðskiptavini. Skylda er að bankinn bjóði upp á að viðskiptavinur geti komið í bankann og rætt sín mál við manneskju í bankanum.
Oddur Hafsteinsson upplýsingaöryggisstjóri hjá TRS og Sigríður Laufey Jónsdóttir lögfræðingur og forstöðumaður þjónustu-og lögfræðisviðs Creditinfo fóru yfir hvernig Creditinfo nálgaðist áhættumat við vinnslu persónuupplýsinga innan fyrirtækisins. Tekin var ákvörðun um að setja vinnsluskrár fyrir hverja vöru. Varðandi áhættumat á vinnsluskrá þá er farið í gegnum ákveðnar spurningar. Hver er vinnslan? Hver eru verðmætin? Hver er ógnin? Hvað getur gerst? Hverjar eru afleiðingarnar? Hver eru áhrifin og hverjar eru líkurnar? Hvert er áhættumatið? Til hvaða ráðstafanna verður greipið til? Nú er allt skjalfest og allir starfsmenn búnir að fara í gegnum ISO og persónuvernd. Formfestan kom með ISO og seinna með persónuverndinni.
Haustráðstefna Stjórnvísi 2018 var haldin í dag á Grand Hótel og mættu á þriðja hundrað manns á ráðstefnuna. Einnig fylgdist fjöldi fólks með ráðstefnunni á faceobook síðu félagsins þar sem henni var streymt (sjá hér). Þema ráðstefnunnar var: Framtíðaráskoranir í stjórnun - er umbylting í stjórnun framundan? Fyrirlesarar voru þau Sylvía Kristín Ólafsdóttir forstöðumaður stoðdeildar rekstrarsviðs hjá Icelandair og Gestur Pétursson forstjóri Elkem á Íslandi. Ráðstefnustjóri var Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur. Dagskráin hófst með morgunverðarhlaðborði kl. 8:30. Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra og formaður stjórnar Stjórnvísi setti ráðstefnuna og voru stuttar vinnustofur á eftir hvoru erindi þar sem tækifæri gafst til að ræða saman og kynnast öðrum félögum.
Það voru þau Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi og Jón Gunnar Borgþórsson stjórnarmaður í Stjórnvísi sem kynntu Stjórnvísi á Mannauðsdeginum 2018 í Hörpu. Mannauðsdagurinn var fyrst haldinn 2011 og er í dag orðinn að stórviðburði þar sem segja má að næstum allir sem starfa að mannauðsmálum á Íslandi láti sig varða og mæti á. Það voru mörg hundruð manns sem mættu á ráðstefnuna og tilgangur þess að Stjórnvísi er með þátttöku í deginum er að minna á okkar frábæra félag og þann mikla mannauð sem kemur að félaginu. Það voru margir sem lögðu leið sína að Stjórnvísibásnum og ánægjulegt að bæði minna á sig og kynna félagið fyrir nýjum áhugasömum aðilum.
Faghópur um stefnumótun og árangursmat stóð fyrir einstaklega áhugaverðum fundi þar sem þrír sérfræðingar Capacent upplýstu Stjórnvísifélaga um hvað væri á seyði í stefnumótun á Íslandi. Fullbókað var á fundinn. Í upphafi fundar var hugtakið „stefna“ útskýrt. Stefna (strategy) stratos- þýðir her og agos- þýðir hreyfing, að færa eitthvað. Í stefnumótun verðum við að átta okkur á hvaðan við erum að koma og hvert við erum að fara. Á þetta gamla hugtak við í dag eins og hjá Grikkjum til forna? En hvað þýðir strategia? Strategia er að móta sér sýn um það hvar við ætlum að vera stödd að einhverjum tíma liðnum og hvernig við aðgreinum okkur frá öðrum. Hún snýst um forgangsröðun, virðisloforð. Stefnan eru stóra leiðarljósið, hvert erum við að fara og hver eru okkar gildi. Þau eru ekki skilvirkni, hagkvæmni, vinnubrögð eða viðhorf. En hvernig aðgreinum við okkur? Hvað eigum við sameiginlegt og hvað aðgreinir okkur. Tekið var dæmi um Samsung og iPhone síma. Mismunurinn gerir það að verkum að helmingur allra velur sér annan hvorn. Einnig var tekið dæmi um hvar fólk vill búa t.d. í Reykjavík eða Kópavogi. Aðgreiningin veltur á því hvað bæjarfélögin bjóða. En hvar ætlarðu að keppa? „Red Ocean“ þá keppum á núverandi stað, markmiðið að sigra samkeppnina og nýtum núverandi eftirspurn eða „Blue Ocean“ þar sem við sköpum okkur sillu sem enginn annar er á, hendum samkeppninni fyrir róðra. Annað sem hefur áhrif er umhverfið „Porter – five forces“. Ný samkeppni, viðskiptavinir, staðkvæmdar vörur, birgjar og keppinautar á markaði. Í dag eru stafræn umskipti eru að magna upp alla þessa krafta og raska öllu okkar umhverfi, keppnautar eru allir að vinna að því að finna leiðir til aðgreiningar með stafrænum umskiptum, samningsstaða viðskiptavina er að styrkjast og óskastaðan í huga viðskiptavina að breytast, þú vilt fá þjónustu þegar þér hentar, þar sem þér hentar og þú vilt afgreiða þig sjálfur, staðkvæmdar vörur eru stöðugt skeinuhættari og óvandaðri, tæknin og stafræn umskipti eru hér drifkraftar breytinga sem stefna verður að taka mið af.
Dæmi um aðferðafræði-verkfæri, áttavitinn, töflur, story board, ljúka hefja stöðu og PESTLE. S=social cultural breytingar viðskiptavina, aðrar kröfur t.d. vegan eða krafa um samfélagsábyrgð T=tæknin er í lykilhlutverki sama í hvaða starfsemi við erum E=Umhverfismál eru þannig að allir verða að taka tillit til þess. Megatrends eru meginstraumar sem hafa áhrif á það hvernig fólk hagar sér. Sýnd voru dæmi um megatrend. Í dag eru bættar leiðir til að þekkja viðskiptavininn Customer Analytics. Ef vandamálið hefur eitthvað með fólk að gera, við teljum okkur vera að veita góða þjónustu en vitum ekki hvað er í gangi þá er mikilvægt að nota „design thinking“. Varðandi verklag við stefnumótun. Ef stefnan er drasl verður innleiðingin dreifing á drasli. Við getum ekki stytt okkur leið. Við verðum að leita svara og greina hvar við stöndum áður en við áttum okkur á því hvert við þurfum og viljum fara. Stefnumótun er ekki uppákoma þar sem við söfnum stjórnendum saman eina dagsstund, veltum fyrir okkur hvernig við getum selt meira á næsta ári og dettum svo í það. Umhverfið er kvikar og breytingarnar gerast hraðar en áður og það verður stöðugt erfiðara að ná skýrri sýn á hvar við ætlum að vera eftir fimm ár ef við vitum ekki hvar við verðum eftir fimm mánuði. Samkeppniskraftarnir toga í okkur af stöðugt meiri krafti. Tækniþróunin er hröð. Viðskiptavinurinn er kominn fram úr okkur. Staðkvæmdavörur skjóta upp kollinum án fyrirvara. Samfélagið gerir aðrar og nýjar kröfur. „Plus ca change“ umhverfð er á breytingu en við erum enn að nota nálgun Sóktratesar og Platon og strategiska hugsun og eigin línur taka ekki breytingum. Hugtaka notkunin er önnur.
Í stefnumótun erum við alltaf að hugleiða stöðu og bestu leið þangað sem við viljum fara. Fjallað var um fimm mítur varðandi innleiðingu breytinga en þar var vísað til greinar í Harvard Business Review. 1. Innleiðing er háð skipuriti, stjórnendur einblína um of á formlegt skipulag og boðleiðir. Lausnin er að í stað þess að horfa á skipuritið á að horfa á hverjir það eru sem koma að lausn verkefna. 2. Ávallt þarf að standa við gerðar áætlanir. Vandamálið er að í áætlunum er ekki hægt að gera ráð fyrir öllu. Lausnin er að vera stöðugt að bregðast við breytingum. 3. Miðlun stefnu fær starfsfólk til að vinna eftir henni. Allir þurfa að skilja hvert stefnt er. Vandamálið er að starfsmenn hafa ekki skilning á stefnunni. Lausnin= höfum öll skilaboð skýr. 4. Innleiðingu er stýrt að ofan. Vandamalið er að millistjórnendur og verkefnisstjórar taka ekki ákvarðanir. Lausnin felst í að gefa umboð. Stefnumótun snýst um að velja fá en mikilvæg markmið. Ekki hafa endalausan óskalista. Franklin Covey gerði rannsókn sem vísað var í, ef sett eru 2-3 markmið þá er líklegt að þau náist ef þú setur 4-6 nærðu 1-2 og ef markmiðin eru 11-20- þá nærðu engu þeirra.
Agile er aðferðafræði sem á uppruna sinn í verkefnum sem koma inn á hugbúnaðarþróun. Er þó í sífellu að ryðja sér til rúms hjá fyrirtækjum og stofnunum í alls kyns breytingaverkefnum m.a. í innleiðingu stefnu. Hugmyndafræðin gengur út á að brjóta verkefni upp í afmarkaðar vinnulotur. Horfa á einstaklinga og samskipti fram yfir ferla og tól, samvinna við viðskiptavini fram yfir samningaviðræður, að brugðist sé við breytingum tekið fram yfir að fylgja áætlun. Tekið var dæmi um teymi í Agile nálgun. Þar er eigandi, teymisstjóri, 5-6 sérfræðingar og teymisþjálfari. Teymisþjálfarinn er alltaf að hjálpa hópnum að ná árangri. Innleiðing stefnu og hefðbundin mannauðsráðgjöf hafa tvinnast saman þ.e. unnið er þvert á og valin fá markmið. En hvernig er stefnu miðlað? Mikilvægt er að nota sögur. Hvernig er t.d. móttaka nýrra íbúa í bæjarfélag, er hún til fyrirmyndar? Netspjall skilar sér í aukinni ánægju hjá fyrirtækjum. Mikilvægt er að búa til sögur í samvinnu við starfsmenn og fá þannig aukið eignarhald.
Þegar teymi fær verkefni í hendur þarf að vera sameiginlegur skilningur á hvert verkefnið er. Tryggja þarf rétta hæfni, er þetta rétti hópurinn til að inneiða verkefnið. Sammælast þarf um hvernig við ætlum að haga okkur. Ætlum við að hittast vikulega? Ætlum að segja hvað okkur finnst? Hvernig á hegðunin að vera innan teymisins. Mikilvægt er að gera samning í upphafi um hegðun. Hvert er raunverulegt verkefni og hver á niðurstaðan að vera? Hverjar eru vörðurnar? Verkefnin þurfa að vera skýr. Hvernig eru þau brotin niður og tímalína mörkuð. Við getum ekki gert allt í einu og því þarf að vera á hreinu hver á að gera hvað og hver er ábyrgur fyrir hverju. Mikilvægt er líka að hafa gaman. Þegar farið er af stað með innleiðingu verkefna þá er horft á tilgang, hæfni hegðun og árangur.
Lykilatriði Capacent til árangurs við mótun stefnu og innleiðingu hennar er 1. Að þetta er viðvarandi viðfangsefni en ekki stormur einn dag út í sveit 2. Þú þarft að þekkja fortíð og skilja stöðuna til að stefna að áhugaverðri framtíð. 3. Sem aldrei fyrr er mikilvægt að átta sig á straumum og stefnum í umhverfinu og mögulegum áhrifum á stöðu og framtíð 4. Horfa verður utanfrá og inn. 5. Nýta verður viðeigandi verkfæri til að svara lykilspurningum. 6. Eitt er að auka skilvirkni annað að skapa aðgreiningu og forskot. 7. Skipulag verður að taka mið af framtíðarsýn. 8. Fókus, formfesta og agi skiptir sköpum í því hvaða árangri við náum. 9. Árangursrík innleiðing snýr að forgangsröð 10. Lykilforsenda farsællar innleiðingar snýr að öflugri teymisvinnu með samstilltum hópi starfsmanna.