Fréttir og pistlar

Hefur persónuleg tengsl við alla birgja Kaffitárs

Stjórnvísifélögum gafst einstakt tækifæri í vikunni þegar heimsótt var kaffibrennsla Kaffitárs í Reykjanesbæ. Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og eigandi Kaffitárs tók á móti félögum í faghópi um vörustjórnun, innkaup og innkaupastýringu með ilmandi kaffi og nýbökuðu bakkelsi. Aðalheiður sagði sögu Kaffitárs en áhugi hennar á kaffi hófst þegar hún var námsmaður í Bandaríkjunum og kynntist í sínum heimabæ hágæðakaffi. Í framhaldi flutti hún til landsins fyrsta brennsluofn Kaffitárs. Aðalheiður sagði okkur hvernig fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt ár frá ári og því þakkar hún frábæru starfsfólki, góðum brennsluofni, sterkum ferlum, miklu gæðaeftirliti og góðu vali á birgjum sem hún þekkir og er í persónulegu sambandi við. Aðalheiður sýndi okkur framleiðsluna frá kaffibaun þar til hún er komin í poka. Ylmurinn var stórkostlegur þegar við fengum að fylgjast með þegar kaffibaunir komu nýbrenndar úr ofninum.

Ný stjórn kosin í faghóp um umhverfi-og öryggi í Eflu.

Aðalfundur faghóps um umhverfi-og öryggi var haldinn í Eflu að loknum fundi í faghópnum. Kosin var ný stjórn fyrir starfsárið 2016-2017:
Heimir Þór Gíslason, Verkís
Erlingur E. Jónasson, LNS Saga
Gísli Níls Einarsson, VÍS
Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, EFLA verkfræðistofa
Jóna Bjarnadóttir, Landsvirkjun
Magnús Matthíasson, EFLA verkfræðistofa
Matthildur B. Stefánsdóttir, Vegagerðin
Michele Rebora, 7.is

Efnastjórnun og ný stjórn kosin á aðalfundi faghóps um umhverfi og öryggi

Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í dag fund í Eflu sem fjallaði um hvað efnastjórnun er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Strax að loknum fundi var haldinn aðalfundur faghópsins og kosin ný stjórn.
Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu fór á fundinum yfir þær kröfur sem gerðar eru til íslenskra fyrirtækja í efnamálum og hvernig EcoOnline hugbúnaðurinn getur nýst við að framfylgja þeim kröfum.
Það hefur sýnt sig að fyrirtækjum hefur reynst erfitt að halda utan um efnamál og mikill tími fer í að afla öryggisblaða á íslensku og halda utan um réttar útgáfur og hafa upplýsingar tiltækar fyrir starfsmenn.
Þróuð hafa verið efnastjórnunarkerfi til að búa til og halda utan um öryggisblöð og efnalista. Þau auðvelda auk þess gerð efnaáhættumats og uppfylla þannig kröfur REACH reglugerðarinnar. EcoOnline er eitt slíkt kerfi.
Í dag eru einungis ein efnalög á Íslandi lög nr.61/2015 en margar reglugerðir sem tengjast efnamálum á Íslandi. Dæmi um þær eru flokkun og merking efna, öryggisblöð, vinuverndarstarf - áhættumat.

Lean - áhersla á að bæta flæði

Mikill fjöldi var á fundi Lean faghópsins í morgun í KPMG. Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi og starfsmaður KPMG hóf kynninguna á góðri kynningu á Stjórnvísi. Þórunn var í hópi þeirra sem stofnuðu faghóp um Lean hjá Stjórnvísi og var formaður hópsins í nokkur ár. Hún var í varastjórn félagsins og er nú í aðalstjórn þess. Þórunn segir Lean Management vera hugmyndafræði. Kjarninn er að veita viðskiptamanninum nákvæmleg þá vöru/þjónustu í þeim gæðum á því verði á þeim tíma sem hann óskar eftir með því að virkja alla starfsmenn til stöðugra umbóta. Þórunn tók góða dæmisögu um muninn á umferðaljósum og hringtorgum. Umferðaljósin stjórna en hringtorgin setja stjórnina á bílstjórana sem aka í umferðinni.
Til er frábær tékklisti til að sjá hvar við bætum flæði sem Þórunn nefnir 7 tegundir sóunar. 1 „Bið“. Bið er sóun. 2. Gallar; gallar eru t.d. tölvupóstur sem er ekki nægilega skýr. Upplýsingar sem eru ekki nægilega skýrar. 3. Hreyfing (þrátt fyrir að hreyfing sé góð þá þarf að passa upp á að hún sé ekki of mikil). 4. Flutningur (prentari sem er staðsettur á annarri hæð en viðkomandi er) Passa þarf sig á að vera ekki með sóun í því að láta fólk vera að hlaupa upp og niður. 5. Offramleiðsla. Það er þegar verið er að framleiða of mikið af gögnum, upplýsingum. (passa sig á að hlaða ekki of miklum upplýsingum á fólk) einungis senda það sem þarf. 6. Birgðir. Birgðir er tölvupóstur sem bíður eftir að vera svarað, rusl í tunnu 7. Vinnsla. Vinnsla er þegar tólin og tækin eru ekki nógu góð þannig að við þurfum að vera að gera miklu meira en þarf. Stundum eru tölvurnar orðnar of hægar eða kerfin virka ekki nægilega vel.
En síðan er það mannauðurinn. Vannýttur mannauður eru starfsmenn sem eru ekki að fá að njóta sín sem best. Þau vantar þjálfun og þarna liggja mikil tækifæri. Ástæðan getur verið að álagi er ekki rétt dreift, starfsþróun vantar.
Hvar er biðtími á heimilinu; uppþvottavélin er biðtími vegna þess að leirtau er sett í vask eða við vél því hún er að þvo.
Í lean er leitað að umbótatækifærum í allri starfsemi fyrirtækisins; ferlum, stjórnstrúktúr, stjórnarháttum, starfsumhverfi og tenginum við birgja og viðskiptavini. Í lean er líka áhersla á að stytta tímann frá því að fyrirtæki þarf að greiða fyrir vörur sínar þar til að það fær greitt frá viðskiptavininum. Ætlast er til að gerð séu mistök í vinnunni? Lykilhugtök við umbótavinnu eru 1.stöðugar umbætur 2. Flæði 3.Sóun 4.Gæði 5.Stöðlun 6. „Pull system“. (t.d. í prenthylkjum setja miða þegar þau eru keypt á næst aftasta þar sem stendur „panta meira“.) Í lean eru tvenns konar viðskiptavinir, innri og ytri. Ef ég afhendi einhverjum eitthvað hvort heldu er innan/utan vinnustaðarins þá er hann orðinn viðskiptavinur af t.d. gögnum.
Í leanheiminum er fullt af aðferðafræðum. VMS töflur er yfirleitt það verkfræði sem byrjað er að nota. Töflurnar eru gott fyrirbæri til að byrja á. Þeir sem eru komnir lengst vita nákvæmlega hvað skiptir máli að sé mælt daglega. Þá funda allir einu sinni á dag í 15mín. Tekin er staða á lykilatriðum, skoða hvort við erum græn,gul eða rauð. Mikilvægt er að finna réttu mælikvarðana og að upplýsingar að baki þeim séu réttar. Mikil vinna fer stundum í upphafi í að vinna gögnin að baki mælikvörðunum. Mikilvægt er að hafa árangurslista og muna eftir að hrósa. Langflest fyrirtæki koma frekar illa út úr hrósi og því er mikilvægt að setja upp hrósblað. Kanban tafla - hún sýnir flæði verkefna. Dæmi: Undirbúningur - hönnun (á að halda áfram) - útboð/samningar (ef haldið er áfram er farið í útboð, ef það er samþykkt þá er gerður samningur)-framkvæmd-í uppgjöri - árangur. Kanban tafla er til að gera sér grein fyrir hvert verkefnið okkar er. Töflurnar gefa einstaka yfirsýn á meðan að excel-töflurnar eru oft gríðarlega flóknar. Virðing fyrir starfsfólki felst m.a. í því mikilvægi að geta rætt á opin og hreinskilin hátt um stöðuna eins og hún er. Value Stream Mapping - umbótavinna á ferlum. VSM er notað þegar fyrirtækið er komið langt. Þetta er umbótavinna á ferlum. Mesta áskorunin fyrir fyrirtæki er þegar verið er að skoða hvar er hægt að vinna í ferlum. Kaizen: Kai=taka í sundur ferli og breyta Zen: íhuga, gera gott. 5S-aðferðafræði. Hún byggir á að taka til, flokkað dót sem ekki þarf að nota og það sem við þurfum. Þetta er tiltektin. Síðan fer alltaf allt í drasl. Því þarf að staðla hvar á skila hverjum hlut, hvert og hvenær. Ef þetta eru göng er gengið frá þeim strax, innan dagsins, innan mánaðarins? 5S=1.sort 2.stabilize 3.shine 4. standardize 5.sustain. 5S á við alls staðar. Þórunn endaði fyrirlesturinn á einstaklega skemmtilegum leik sem fékk alla til að skilja hversu mikilvægt umbótatæki Lean er.

Upplýsingar um hvernig fyrirtæki og stofnanir geta undirbúið sig undir gildistöku um breytta persónuverndarlöggjöf frá 2018.

Breytt persónuverndarlöggjöf frá 2018 var viðfangsefni faghópa um CAF/EFQM, gæðastjórnun, ISO og upplýsingatækni var haldinn á Veðurstofu Íslands í morgun.
Fyrr á árinu voru samþykktar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri og þ.a.l. íslenskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár. Breytingarnar taka gildi á árinu 2018 en fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki og stofnanir að aðlaga starfsemi sína að breyttum - og auknum - kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga. Réttindi einstaklinga eru jafnframt aukin til muna sem einnig kallar á breytingar í starfsemi þeirra sem vinna persónuupplýsingar.
Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis frá Persónuvernd sagði lögin hafa haft langan aðdraganda og undirbúning. Annars er reglugerð um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og frjálst flæði slíkra upplýsinga og hins vegar tilskipun um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga hjá löggæsluaðilum. Markmiðið er að einstaklingar fái betri stjórn yfir upplýsingar um sig. Þetta er því liður í að bæta réttarvernd. Reglugerðin tekur formlega gildi 25.maí 2018. Þeir sem vinna persónuupplýsingar hafa því 1,5ár til að samræma sig. Reglugerðin lýtur að öllum fyrirtækjum í heiminum sem vinna með upplýsingar um Evrópubúa hvar sem þeir eru í heiminum. Ef boðin er þjónusta eða vara til sölu fellurðu innan gildissviðsins. Upplýsingar sem beint má rekja er t.d. nafnið þitt og óbeint IP tölur. Reglugerðin nær til ábyrgðaaðila þ.e. þeirra sem hefja vinnslu og einnig til þeirra sem vinna úr upplýsingum. Hingað til hafa úrvinnsluaðilar verið í skjóli. Ábyrgðar-og vinnsluaðilar eru því báðir orðnir ábyrgir.
Rík krafa er um gagnsæi og að veitt sé fræðsla um upplýsingarnar. Hver er tilgangurinn og hvenær er þeim eytt. Verið er að einfalda aðgang að upplýsingum til einstaklinga. Einstaklingar eiga að geta flutt upplýsingar sínar til, þetta er nýr réttur. Hægt á að vera að fara til einstaklinga og færa allt á milli. Ekki er lengur hægt að loka á upplýsingar. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að gefa upplýsingar um eðli upplýsingabrests. Síðan er réttur til að gleymast. Hann felst í að einstaklingur á rétt á að ákveðnum upplýsingum um hann sé eytt. Opinber aðili hefur ekki sama rétt og borgari. Mjög strangar reglur eru komnar. Stofnanir og fyrirtæki þurfa að uppfæra samþykkisferla. Gera einstaklingum kleift að fá allar upplýsingar um sig. Halda skrá yfir vinnsluaðgerðir. Hvaða upplýsingar er ég að vinna, hvar flokkast þær og hvaða tegund er ég að vinna með, eru þær almennar? Undantekning er fyrir stofnanir sem eru undir 250 manns. Síðan er breytt tilkynningarskilda þ.e. tilkynna þarf um allar persónuupplýsingar. Nú þarf að tilkynna um öryggisbrest til Persónuverndar innan 72 klst. frá því bresturinn varð. Einnig þarf að tilkynna hvernig vinna á úr öryggisbrestinum. Einnig er skylda að tilkynna öryggisbrest til einstaklinganna sjálfra.
Fyrirtæki og stofnanir þurfa að skipa sér persónuverndarfulltrúa óháð stærð sinni. Ef kjarnastarfsemi felst í því þá er það nauðsynlegt. Þetta á við tryggingarfélög, banka o.fl. Þessi fulltrúi heyrir beint undir forstjóra, hann þjálfar starfsmenn sem vinna með persónuupplýsingar. Ekki er hægt að pikka hvern sem er út heldur velja þann sem þekkir persónuverndarlögin.
Fyrirtækin eiga að framkvæma mat. Hvað er ég að fara að vinna? Er ég að gæta hófs? Í alvarlegustu tilvikunum á að leita álits persónuverndar samræmist gildandi lögum og reglum. Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) mun stórauka sektarheimildir allt að 4% af heildarveltu fyrirtækis.
Það er alveg ljóst að persónuvernd er komin í fyrsta sæti. Nú þarf vitundarvakningu þannig að allir skilji hvaða skyldur hvíla á þeim. Þetta er viðvarandi verkefni fyrir gæðastjórnun og auka þarf vitundina. Nú þarf að byrja á að greina allar upplýsingar. Erum við ábyrgðar eða vinnsluaðili? Það er alveg ljóst að þetta mun kalla á tíma. Tækifæri felast í verndinni, það eykur traust og sá sem fylgir reglunum ætti að fá aukin viðskipti. Framundan er fundarröð hjá Persónuvernd. Haldnar verða málstofur fyrir aðila.
Hörður Helgi Helgason, hdl. Landslög sagði komin tími til að huga að því hvernig hægt væri að aðstoða fyrirtæki við innleiðingu nýju laganna. Núgildandi reglur 77/2000 um persónuvernd hafa kjarnann um hvernig megi vinna með persónuupplýsingar. Lögin kveða á um ákveðnar heimildir og upplýsingaöryggi. Gull hvers fyrirtækis og stofnana eru upplýsingar. Sjávarútvegsfyrirtæki vinna í dag mikið með upplýsingar. Upplýsingar eru þrennt: leynd, réttleiki og aðgengileiki. Tryggja þarf að upplýsingar séu réttar og þeir sem þurfa að komast í upplýsingarnar komist í þær og þær séu réttar t.d. á Landspítalanum.
Á ISO.org er hægt að sjá alla staðla um persónuvernd. En hvað breytist í nýju reglugerðinni? Í fyrsta lagi þá verður sjálfstæð heimild til að vinna með persónuupplýsingar í öryggisskyni. Ef það er þörf eða nauðsyn þá er það heimilt. Annað þá er það uppsetning kerfanna. Ef þau snúa að starfsmönnum þá þarf að passa að starfsmenn fái ekki meiri upplýsingar en þau þurfa. CRM kerfi koma tilbúin uppsett með að vinna mjög mikið með sínum viðskiptavini. Þar þarf að skoða hvort safna megi/eigi öllum þessum upplýsingum. Gegnumgangandi er að menn eru að skipta úr að segja hér eru skyldur í stað þess að nú þarf að skjala jafn óðum og sanna að yfir árabil hafi ráðstafanir verið til sönnunar. Nú þurfa því allir að fara af stað og vera tilbúnir að standa skil á. Nú er komin ný gullin regla. Hver og einn á rétt á að gætt sé öryggis varðandi upplýsingar um hann sem einstakling. Fyrirtæki þurfa núna að kóta niður og sýna hvernig þau gæta upplýsingaöryggis. Fylgt verður hart eftir öryggisreglunni um upplýsingabrest og því að tilkynnt sé um upplýsingabrest til Persónuverndar inna 72 klst.
Hörður benti á að hjá Persónuvernd eru prýðilegir bæklingar personuvernd.is Mikill GDPR-iðnaður er sprottinn upp erlendis og eru linkar á tékklistann í glærum með fyrirlestrinum á innra neti Stjórnvísi. Hörður nefndi að lokum að mikilvægt væri að hafa hliðsjón af ISO 27001 við undirbúning verkefnisins: Tryggja stuðning stjórnenda og halda þeim vel upplýstum, ekki reiða sig um á ráðgjafa því þetta verður að vera sjálfsprottið, fara strax af stað því kostnaðurinn verður mikill ef allt á að gerast á sama tíma. Taka saman skrá um alla vinnslu, setja saman og halda uppfærðri tíma-og kostnaðaráætlun sem taki til gerðar allra verkferla, verklagsreglna og mannaráðninga. Stilla saman þeim sviðum sem eru helstu neytendur persónuupplýsinga, UT-sviði, gæðasviði og lögfræðisviði.

ISO 9001:2015 Ný þekking og hugmyndafræði nýju útgáfunnar

Heil og sæl ágæta ISO fólk.

Ég vil vekja athygli ykkar á ráðstefnu og námskseiði varðandi ISO 9001:2015 á vegum Brennidepils:

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Dr. Nigel Croft en hann hefur frá árinu 2010 verið formaður nefndar um ISO/TC176/SC2 sem ber meginábyrgð á ISO 9001 staðlinum. Það er því einstakt tækifæri fyrir okkur staðalanörda að heyra frá honum.

Markmið ráðstefnunnar, 11. október 2016, er að aðstoða íslensk fyrirtæki við að innleiða ISO 9001:2015 og laða fram nýja og hagnýta þekkingu og reynslu á sviði stöðlunar og stjórnunar.
Daginn eftir ráðstefnuna, eða miðvikudaginn 12. október 2016, kl. 9-16, stendur Brennidepill fyrir námskeiði með Dr. Nigel Croft þar sem hann:
„… explain the underlying philosophy for the latest generation of management systems standards…“

Sjá nánar:
http://brennidepill.is/radstefnur/gaedi-og-ferlar/

Kærar kveðjur,
Kristjana

Bætt samskipti - Sáttamiðlun sem verkfæri til lausnar ágreinings

Faghópar um gæðastjórnun og ISO héldu fund í morgun í Innovation House um bætt samskipti og að nota sáttamiðlun sem verkfæri til lausnar ágreinings. Góð samskipti á vinnustað eru grundvöllur þess að hægt sé að koma á gæðastjórnun og viðhalda henni. Fyrirlesarinn Lilja Bjarnadóttir fjallaði um hvenær og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér sáttamiðlun ásamt því hvernig hægt er hægt að nýta sáttamiðlun til þess að leysa úr ágreiningsmálum og draga úr kostnaði. Hugmyndafræði sáttamiðlunar byggir á því að deiluaðilar séu sérfræðingar í sinni deilu og því best til fallnir að leysa úr henni, t.d. með aðstoð hlutlauss sáttamiðlara.
Lilja fjallaði um kosti sáttamiðlunar og hvernig við getum lært að koma í veg fyrir að deilur stigmagnist. Lilja Bjarnadóttir er sáttamiðlari, lögfræðingur og sérfræðingur í lausn deilumála. Lilja er stofnandi Sáttaleiðarinnar, sem er fyrsta íslenska fyrirtækið sem sérhæfir sig í sáttamiðlun fyrir viðskiptalífið.
Til að innleiða sáttamiðlun þarf að byrja að ákveða hvar hún passar inn. Varðandi forvarnir þarf að horfa hvernig hægt er að leysa úr ágreiningi á fyrri stigum.
Sáttamiðlun er ferli þar sem hlutlaus sáttamiðlari hjálpar deiluaðilum að eiga samskipti svo þeir skilji hvorn annan. Sáttamiðlun er valkvætt ferli, allir aðilar þurfa að samþykkja að fara í sáttamiðlun. Sáttamiðlun sparar tíma og peninga, starfsandi verður betri sem og samskipti, engin gögn verða til um sáttamiðlun.
Sáttamiðlun snýst um samskipti. Ekki er hægt að leysa vandamál ef þau eru ekki rædd. Því fyrr sem náð er að grípa inn í því betra. Alltaf skal byrja á að horfa inn á við. Helstu mistökin sem við gerum eru að við gleymum að hugsa, flestir læra að tala og halda ræður. Þegar við hlustum fáum við tækifæri til að læra eitthvað nýtt, þegar við tölum erum við að segja eitthvað sem við þegar vitum. Þrjár leiðir til að æfa hlustun: Æfa sig í að stela ekki sögunni, æfa sig að hlusta án þess að vera að gera neitt annað á meðan og æfðu þig að hlusta án þess að vera að æfa svarið þitt á meðan. Við höldum að við höfum alltaf rétt fyrir okkur en fyrir hvern og einn er hegðun hans rökrétt. Heilinn okkar virkar þannig að við réttlætum hegðun okkar út frá aðstæðum en hegðun annarra út frá öðru þ.e. setjum oft miða t.d. leti ef viðkomandi er of seinn Þegar okkur finnst að aðrir hagi sér eins og „api“ þá þurfum við að vera forvitin og spyrja spurninga áður en við dæmum. Við þurfum að varast að draga ályktanir um hvað aðrir vilja út frá því sem okkur finnst best eða skynsamlegast.

Lögreglan er þjónustustofnun ekki valdastofnun.

Þrír faghópar Stjórnvísi, lean, mannauðsstjórnun og markþjálfun héldu vel sóttan sameiginlegan fund í morgun í HR sem fjallaði um hverjir eru snertifletir þjónandi forystu og Lean? Fyrirlesarar voru þær Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Birna Dröfn Birgisdóttir sagði að nýjar rannsóknir staðfesti að þeir sem nýta sér þjónandi forystu auka skilvirkni starfsmanna og þar með hagnað. Þjónandi forysta er hugmyndafræði þar sem þjónandi leiðtoginn þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Til þess að geta verið leiðtogi þarf 1. Að hafa skýra sýn 2. Að hafa góða sjálfsþekkingu vegna þess að hún eykur sjálfstraust og gefur öryggi til gagnrýni. Leiðtoginn þarf því ekki að vera í sviðsljósinu heldur getur leyft öðrum að skína. 3. Einlægur áhugi á hag og hugmyndum annarra. Þjónandi leiðtogi er ekki sammála öllum hugmyndum en hann hlustar. Lean er kjörið tól sem ýtir undir sköpun. Hjá Toyota var gefin út bók um hvernig á að nota Lean og þar var ýtt undir að nota þjónandi forystu. Birna Dröfn fór yfir rannsókn sem hún hefur verið að vinna að. Þar er teiknað upp ferli og skoðað hvernig áhrif vinnan er að hafa á starfsmenn þ.e. andlega líðan þeirra. Áhersla er lögð á hag heildarinnar og skoðaðir samanburðarhópar. Strax sést að það að setja áherslu á hag heildarinnar og hugsa um líðan þeirra hefur mikil áhrif því þeir hópar komu með miklu betri lausnir. Sérstök áhersla var lögð á að lean-teymin færu og fengju álit allra áður en ákvörðun yrði tekin um eitthvað. Það að starfsmenn viti nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim eykur sköpunargleðina.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu fjallaði um hvernig straumlínustjórnun og þjónandi forysta í umhverfi löggæslunnar getur tvinnast saman. Sigríður hefur áralanga reynslu sem stjórnandi og hefur í störfum sínum nýtt sér aðferðarfræði straumlínustjórnunar og hugmyndafræði þjónandi forystu.
Sigríður hóf starfsferilinn sinn sem skattstjóri á Vestfjörðum sem var dýrmæt reynsla. Fókusinn hennar þegar hún hóf störf hjá Lögreglustjóra til að gera sýnilegar breytingar var að vera í svartri skyrtu í stað hvítrar, opin hurð í stað lokaðrar, önnur hæð í stað fimmtu svo dæmi séu tekin.
Áskoranir embættisins eru betri þjónusta fyrir minna skattfé, kynslóðamunur innan raða starfsmanna og hjá þjónustuþegum, þekking starfsmanna hefur aukist hratt, meiri kröfur um hraða þjónustu og mikið magn upplýsinga sem vinna þar úr, jafnvel í mörgum löndum, fjallað er um mál opinberlega á sama tíma og þau eru til meðferðar. Þjónandi leiðtogi er fyrst og fremst þjónn. Rótin liggur í hinni eðlislægu þörf mannsins til þess að þjóna. Í framhaldi af því tekur fólk þá meðvituðu ákvörðun að gerast leiðtogar. Þjónandi forysta er gallharður stjórnunarstíll. Lean er umbótastjórnun eða stjórnunaraðferð sem beislar reynslu og þekkingu starfsmanna. Frumkvöðlaandi endurvakinn og innleiddur í fyrirtæki eða stofnun til umbóta og breytinga.
Lean byggir á mjög einföldum hlutum, snýst um að treysta því að samstarfsfólkið geti sinnt sínu starfi og betrumbætt það Markmiðið er að tryggja að allt sem starfsmaðurinn geri sé virðisaukandi Lögð er áhersla á verkefnastjórnun, mælingar á markmiðum og dreifingu á ábyrgð. Lean bætir fundarstjórnun, upplýsingaflæði innan og milli deilda, bætir yfirsýn yfir verkefni deildarinnar, tryggir að verkefni séu unnin, leiðir í flestum tilfellum til aukinnar starfsánægju og bætir eftirfylgni með verkefnum.
Breytingar eru erfiðar. Eðli breytinga er þannig að það er ekki hægt að sjá allt fyrir. Stöðugar umbætur eru eðlilegar. Jafnréttismál eru mikilvæg hjá lögreglunni, er hægt að gera eitthvað öðruvísi. En hvað er framundan hjá lögreglunni? T.d. styrkja kynferðisbrotadeild, ný aðgerðarstjórnstöð í Skógarhlíð, innleiðing lean, vinnustaðasalfræðingar, bæða virka hlutstun og upplýsingaflæði o.m.fl.

Viðskiptavinurinn er ein af höfuðpersónum Lean

Viðskiptavinurinn er ein af höfuðpersónum Lean. Aukin umsvif Icelandair og aukning ferðamanna til og frá Íslandi skapar tækifæri til umbóta. Að skapa virði fyrir viðskiptavininn er ferli og í því ferli gegnir innri viðskiptavinurinn lykilhlutverki.
Eitt af því sem skiptir viðskiptavini Icelandair mestu máli er „stundvísi“ þ.e. að áætlun flugfélagsins standist. Til þess að greina „Stundivísi“ félagsins var farið í gegnum aðferð - Ishikawa. Farið var í gegnum ferlið frá upphafi. 1. Teikna inn lykilþætti í ferlinu 2. Tímamælingar (áhafnir, verkþættir) og önnur gögn. 3. Við hvern lykilþátt voru verk sett inn sem hafa áhrif. 4. Umræður um leiðir til úrbóta.
Við þessa aðferð hittast innri viðskiptavinir.Best var að nota tússtöflur og skrá alla ferla. Hjá Icleandair hafa CPO og DCO skilgreindar leiðir skv. stöðlum. Allar minnstu breytingar sem eru gerðar varða mikinn fjölda starfsmanna hjá hlutaðeigandi. Í vinnustofunni komu út hvorki meira né minna en 90 aðgerðir. Þær voru forgangsraðaðar í a,b,c. Ákveðið að fara strax í a og b. Síðan var farið í að framkvæma aðgerðalistann.
Markmiðið var mjög skýrt og mælingar á hverjum degi þ.e. stundvísi Icelandair Alltaf er send út skýrsla og skoðað hvers vegna seinkun er ef hún verður. Hlusta, sjá, tengja, skilja er mikilvægt og eftirfylgni er ein mikilvægasta áskorunin, þannig kemur lærdómurinn. Fjölgunin er orðin svo mikil í Leifsstöð að fjölga þurfti fjarstæðum. Farþegar fara með rútu um borð í stað þess að ganga út í vél. Sama leið var farin fyrir áhafnir.
ISAVIA kom inn í verkefnið sem opinber aðili. Ein stök aðgerð var sett í vinnslu. Fylgt var reglunum fjórum: verk (keyra), tengsl, flæðileiðir, umbætur. Samskipti við áhafnir, IGS, rútur. Isavia tók þátt í umbótum, uppsetningu á skjá við D15, settu inn Zone á skjáina, gott samstarf innri viðskiptavina. Öll keyrsla á áhöfnum verður flutt í ákveðna byggingu inn í flugstöðinni til að spara tíma, þetta er langtímahugsun. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir þá sem eru að vinna að því að laga ferla að prófa ferilinn sjálfir, þá sést hvort búið er að innleiða hann. Það er svo mikilvægt að staðla hlut því þá auðveldast svo mikið öll vinna. Að byggja undir frekari umbótahugsun á vinnustað er gríðarlega mikilvægt. Prímusmótor í innleiðingu Lean eru yfirmenn. Icelandair keyrir alltaf á PDCA (plan-do-check-act) sem eru grunnur umbótastarfs, hugsun og nálgun verkefna. A3, hluteigandi aðilar er með í mótun og framkvæmd verkefna. Sýnileg stjórnun, stýring verkefna og sem hluti af ferli. Gemba (tala beint við fólk) - efla og skapa tengsl. Ræða við fólk og fá sammæli um bestu aðferðir, hugmyndir. Draga saman hugmyndir og tengja saman í kerfi. Kaizen, hlutaðeigandi aðilar, afmörkuð verkefni, heildarmynd, þjálfun með þátttöku, „Hafa áhrif á mína vinnu“. Niðurstaðan er sú að „Aðlaga lögmálið að fólkinu en ekki fólkið að lögmálinu.

Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta - nýtt Stjórnvísifyrirtæki.

Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin leitast við að veita bestu mögulegu þjónustu fyrir alla sem til hennar leita. Framúrskarandi þjónusta með þarfir notenda að leiðarljósi er kjarninn í starfseminni.

Markmið Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða daufblindir til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku.

Stofnunin skal veita þjónustu á sviði ráðgjafar, hæfingar og endurhæfingar. Jafnframt skal hún þjóna hlutverki þekkingarmiðstöðvar sem aflar og miðlar þekkingu á aðstæðum notenda í því skyni að bæta þjónustu og stuðla að framförum.

Stofnunin skal hafa yfirsýn yfir aðstæður þeirra sem eru blindir eða sjónskertir og gegna samhæfingarhlutverki gagnvart öðrum sem veita umræddum notendum þjónustu. Hún skal einnig sinna fræðslu, ráðgjöf og stuðningi við aðstandendur, skóla og aðrar þjónustustofnanir.

Stofnunin veitir daufblindum og aðstandendum þeirra þjónustu til samræmis við þau verkefni sem talin eru upp í 4. gr. á grundvelli fötlunar þeirra. Þjónustan er einungis á þeim sérfræðisviðum sem stofnunin býr yfir og er veitt í samstarfi við aðra aðila og stofnanir sem veita daufblindum þjónustu.

Farfuglar - nýtt Stjórnvísifyrirtæki.

HI Iceland is a non-profit membership organisation established in 1939. The organisation is a member of Hostelling International, a worldwide network of 4000+ hostels in 80 countries with approximately 35 million overnights a year worldwide. Our Hostels fulfil the international standard for HI Hostels.

Since its inception the organisation's main goal has been to promote and encourage people of all ages to travel and to increase their knowledge and appreciation of nature and culture. To this end, HI Iceland operates the following programmes:

35 hostels around the country with over 1100 beds. Loft Hostel in Reykjavík, Reykjavík City Hostel, Reykjavík Downtown Hostel and Borgarnes Hostel are owned and run by HI Iceland; other hostels are privately owned, but in close cooperation with HI Iceland through standard co-operation agreements with 180.000 yearly overnights.

Information centre for domestic and foreign hostels.

Management of a travel agency that takes care of bookings for Icelandic hostels, renting cars and offering a variety of tours around Reykjavík and to different parts of the country.

Operation of the Reykjavík Campsite. The Campsite is open 4 months every year with approximately 35.000 overnights.

The organisation has worked diligently since its foundation on promoting environmental issues which have since the year 2003 been a mainstay of the organisation's quality standards.

Granítsmiðjan - nýtt Stjórnvísifyrirtæki.

Granítsmiðjan ehf er framsækið fyrirtæki sem hefur starfað frá byrjun árs 2008. Áratuga reynsla í sérsmíði steintegunda gefa..

Strategic Leadership ehf. - nýtt Stjórnvísifyrirtæki.

What we do is that we help our clients to align their leadership development efforts with their strategic goals. Supporting, the successful execution of strategy & change through a strong leadership culture!

The "reason why" we chose to work with leaders in this way is that we believe that by positively influencing their lives, we are creating role models who act as multipliers on countless more people.

Our approach comprises all levels of leadership development, from strategy and change management to leadership trainings, team workshops, psychometrics, coaching and speaking.

We are your end-to-end business partner for:

WOW air - nýtt Stjórnvísifyrirtæki.

WOW air var stofnað af frumkvöðlinum Skúla Mogensen, sem hefur víðfeðman bakgrunn í viðskiptum;aðallega í tækni og fjarskiptafyrirtækjum á Íslandi, Evrópu og Norður-Ameríku. WOW air er í einkaeigu Skúla, skuldlaust. Hann situr í stjórnum ýmissa tæknifyrirtækja í Evrópu og Norður Ameríku og var valinn Viðskiptamaður ársins árið 2011.

Í október 2012 tók WOW air yfir rekstur Iceland Express og aðeins ári síðar, í október 2013 fékk WOW air flugrekstarleyfi frá Samgöngustofu. Eiginhlutafjárhlutfall WOW air er 100% og var velta félagsins um 17 milljarðar króna á síðasta ári. Áframhaldandi vöxtur er í kortunum fyrir komandi ár.

KPMG - nýtt Stjórnvísifyrirtæki.

KPMG býður viðskiptavinum þjónustu á sviði endurskoðunar, skatta- og lögfræðiráðgjafar og alhliða fjármálaráðgjafar.

Fjárhald - nýtt Stjórnvísifyrirtæki.

Fjárhald er bókhaldsfyrirtæki sem sér um bókhald fyrir smærri og stærri fyrirtæki.

Hekla - nýtt Stjórnvísifyrirtæki.

HEKLA er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig i sölu og þjónustu á bílum með það að leiðarljósi að veita úrvals þjónustu og ráðgjöf. HEKLA er umboðsaðili Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsubishi á Íslandi, framleiðendur sem þekktir eru um allan heim fyrir gæði og áreiðanleika.

HEKLA býður uppá alhliða bifreiðaþjónustu allt frá orginal varahlutum, smurþjónustu og dekkjaþjónustu til eins best búna bifreiðaverkstæðis landsins.

Einnig er HEKLA Notaðir Bílar staðsett á Kletthálsi 13 og býður uppá úrval nýlegra og notaðra bíla.

HEKLA starfar undir leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og Vegagerðinni.

Hjá HEKLU starfar samstilltur hópur reyndra og þjónustulipra starfsmanna.

Ferðamálastofa - nýtt Stjórnvísifyrirtæki.

Samkvæmt lögum um skipan ferðamála fer Ferðamálastofa með framkvæmd ferðamála. Yfirstjórn málaflokksins er í höndum atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra sem skipar ferðamálastjóra til fimm ára í senn. Ferðamálastjóri veitir Ferðamálastofu forstöðu og ræður annað starfsfólk stofnunarinnar.

Verkefni Ferðamálastofu eru einkum:

Útgáfa leyfa, skráning á starfsemi og eftirlit með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt
Þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu, þ.e. framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu, samræming umhverfis- og fræðslumála, miðlun upplýsinga, svæðisbundin þróun og alþjóðlegt samstarf
Markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu, í samræmi við ákvörðun ráðherra hverju sinni
Ráðherra getur með reglugerð kveðið nánar á um hlutverk og starfshætti Ferðamálastofu og einstök verkefni hennar.

Ferðamálastofu er heimilt með samþykki ráðherra að fela öðrum að annast ákveðin verkefni og vera aðili að samstarfsverkefnum, þar á meðal eiga eignarhluta í fyrirtækjum sem starfa á ákveðnum sviðum.

VHE - nýtt Stjórnvísifyrirtæki.

VHE eða Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf. var stofnað árið 1971 af Hjalta Einarssyni og eiginkonu hans Kristjönu G. Jóhannesdóttur.
Lengi vel fór starfsemin að mestu fram í skúr á lóð þeirra hjóna við Suðurgötuna í Hafnarfirði.

Helstu verkefni fyrirtækisins í upphafi voru fyrir ýmis útgerðarfyrirtæki og smærri verktaka og fólust bæði í vélaviðgerðum, rennismíði og ýmis konar stálsmíði.
Í dag eru höfuðstöðvar fyrirtækisins að Melabraut 21-27 í Hafnarfirði, í alls 5 byggingum.

Á tíunda áratug síðustu aldar var eignahaldi fyrirtækisins breytt. VHE er ennþá fjölskyldufyrirtæki en er nú rekið af börnum Hjalta og Kristjönu.

Uppbygging stóriðju á Íslandi og þá einkum áliðnaðarins hafði í för með sér miklar breytingar á rekstri VHE og undir lok síðustu aldar voru verkefni tengd þessum geira orðin stærsti hluti starfseminnar.

Sendiráðið - nýtt Stjórnvísifyrirtæki.

Við hressum upp á þreytta vefi, smíðum nýja, skölum fyrir síma og aðra skjái - og allt. Við notum sterka blöndu af rannsóknum, strategíu og hönnun og vinnum náið saman með viðskiptavinum.Viltu snjallan vef, frábæra vefsíðu, góðar veflausnir, flotta hönnun og sterkt vefumsjónarkerfi?

Þú þekkir þetta kannski betur sem heimasíður, heimasíðugerð, vefsíðugerð, vefhönnun eða vefumsjón. Sama hvað þú kallar það þá getum við hjálpað.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?