Fréttir og pistlar

Persónuvernd - áhættumat og sjálfvirk ákvarðanataka

Faghópur um persónuvernd hélt einstaklega áhugaverðan fund í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu í dag.  Þar var einblínt á  áhættumat við vinnslu persónuupplýsinga, persónusnið og sjálfvirka ákvarðanatöku.

Hjördís Halldórsdóttir lögmaður og einn af eigendum LOGOS fjallaði í erindi sínu um persónusnið og sjálfvirka ákvarðanatöku, sem einnig mætti nefna persónugreiningu og gervigreindarákvarðanir. Ný persónuverndarreglugerð tekur á þessu hvoru tveggja og gerir tilteknar kröfur til fyrirtækja sem mikilvægt er að þekkja, ekki síst ef ætlunin er að sjálfvirknivæða viðskiptaferla og nýta sér gervigreind í rekstrinum. Það er ekkert persónusnið í hraðasekt en ef tryggingarfélög færu að nýta sér þessar upplýsingar væri það hins vegar persónusniðið.  Elon Musk segir að gervigreindin sé stærsta ógn framtíðarinnar vegna þess að hún muni yfirtaka ákvörðunarferla.  Algoritmar eru mannanna verk og eru mismiklir að gæðum.  Deilingaraðferðir eru allt algoritmar og til eru margar aðferðir mismunandi góðar.  Mikilvægt er að vinna ekki á úreltum gagnasöfnum.   Mannleg íhlutun er t.d. þegar sjálfvirk tækni er notuð til að fá meðmæli en manneskja tekur endanlegt vald yfir ákvörðuninni.  Raunverulegt vald verður að vera hjá manneskju, ekki sjálfvirkri tækni.  Algoritmar velja t.d. hvaða auglýsingar birtast þér.  Einstaklingur á alltaf rétt á að fá mannlega íhlutun.  Dæmi var nefnt um banka sem hafnar yfirdrætti eða láni hjá viðskiptavini.  Skylda er að bankinn bjóði upp á að viðskiptavinur geti komið í bankann og rætt sín mál við manneskju í bankanum.  

Oddur Hafsteinsson upplýsingaöryggisstjóri hjá TRS og Sigríður Laufey Jónsdóttir lögfræðingur og forstöðumaður þjónustu-og lögfræðisviðs Creditinfo fóru yfir hvernig Creditinfo nálgaðist áhættumat við vinnslu persónuupplýsinga innan fyrirtækisins. Tekin var ákvörðun um að setja vinnsluskrár fyrir hverja vöru.  Varðandi áhættumat á vinnsluskrá þá er farið í gegnum ákveðnar spurningar. Hver er vinnslan? Hver eru verðmætin? Hver er ógnin? Hvað getur gerst? Hverjar eru afleiðingarnar? Hver eru áhrifin og hverjar eru líkurnar? Hvert er áhættumatið? Til hvaða ráðstafanna verður greipið til?  Nú er allt skjalfest og allir starfsmenn búnir að fara í gegnum ISO og persónuvernd.  Formfestan kom með ISO og seinna með persónuverndinni.  

Metaðsókn að haustráðstefnu Stjórnvísi 2018

Haustráðstefna Stjórnvísi 2018 var haldin í dag á Grand Hótel og mættu á þriðja hundrað manns á ráðstefnuna. Einnig fylgdist fjöldi fólks með ráðstefnunni á faceobook síðu félagsins þar sem henni var streymt (sjá hér).  Þema ráðstefnunnar var: Framtíðaráskoranir í stjórnun - er umbylting í stjórnun framundan? Fyrirlesarar voru þau Sylvía Kristín Ólafsdóttir forstöðumaður stoðdeildar rekstrarsviðs hjá Icelandair og Gestur Pétursson forstjóri Elkem á Íslandi.  Ráðstefnustjóri var Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur.  Dagskráin hófst með morgunverðarhlaðborði kl. 8:30. Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra og formaður stjórnar Stjórnvísi setti ráðstefnuna og voru stuttar vinnustofur á eftir hvoru erindi þar sem tækifæri gafst til að ræða saman og kynnast öðrum félögum.  

Stjórnvísi á Mannauðsdeginum 2018 í Hörpu

Það voru þau Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi og Jón Gunnar Borgþórsson stjórnarmaður í Stjórnvísi sem kynntu Stjórnvísi á Mannauðsdeginum 2018 í Hörpu.  Mannauðsdagurinn var fyrst haldinn 2011 og er í dag orðinn að stórviðburði þar sem segja má að næstum allir sem starfa að mannauðsmálum á Íslandi láti sig varða og mæti á.  Það voru mörg hundruð manns sem mættu á ráðstefnuna og tilgangur þess að Stjórnvísi er með þátttöku í deginum er að minna á okkar frábæra félag og þann mikla mannauð sem kemur að félaginu.  Það voru margir sem lögðu leið sína að Stjórnvísibásnum og ánægjulegt að bæði minna á sig og kynna félagið fyrir nýjum áhugasömum aðilum.

Lykillinn að árangri: Veljum fá en mikilvæg markmið

Faghópur um stefnumótun og árangursmat stóð fyrir einstaklega áhugaverðum fundi þar sem þrír sérfræðingar Capacent upplýstu Stjórnvísifélaga um hvað væri á seyði í stefnumótun á Íslandi.  Fullbókað var á fundinn.  Í upphafi fundar var hugtakið „stefna“ útskýrt.  Stefna (strategy) stratos- þýðir her og  agos- þýðir hreyfing, að færa eitthvað. Í stefnumótun verðum við að átta okkur á hvaðan við erum að koma og hvert við erum að fara.  Á þetta gamla hugtak við í dag eins og hjá Grikkjum til forna?  En hvað þýðir strategia?  Strategia er að móta sér sýn um það hvar við ætlum að vera stödd að einhverjum tíma liðnum og hvernig við aðgreinum okkur frá öðrum.  Hún snýst um forgangsröðun, virðisloforð.  Stefnan eru stóra leiðarljósið, hvert erum við að fara og hver eru okkar gildi.  Þau eru ekki skilvirkni, hagkvæmni, vinnubrögð eða viðhorf.  En hvernig aðgreinum við okkur?  Hvað eigum við sameiginlegt og hvað aðgreinir okkur.  Tekið var dæmi um Samsung og iPhone síma.  Mismunurinn gerir það að verkum að helmingur allra velur sér annan hvorn.  Einnig var tekið dæmi um hvar fólk vill búa t.d. í Reykjavík eða Kópavogi.  Aðgreiningin veltur á því hvað bæjarfélögin bjóða.  En hvar ætlarðu að keppa?   „Red Ocean“  þá keppum á núverandi stað, markmiðið að sigra samkeppnina og nýtum núverandi eftirspurn eða „Blue Ocean“ þar sem við sköpum okkur sillu sem enginn annar er á, hendum samkeppninni fyrir róðra.  Annað sem hefur áhrif er umhverfið „Porter – five forces“.  Ný samkeppni, viðskiptavinir, staðkvæmdar vörur, birgjar og keppinautar á markaði.  Í dag eru stafræn umskipti eru að magna upp alla þessa krafta og raska öllu okkar umhverfi, keppnautar eru allir að vinna að því að finna leiðir til aðgreiningar með stafrænum umskiptum, samningsstaða viðskiptavina er að styrkjast og óskastaðan í huga viðskiptavina að breytast, þú vilt fá þjónustu þegar þér hentar, þar sem þér hentar og þú vilt afgreiða þig sjálfur, staðkvæmdar vörur eru stöðugt skeinuhættari og óvandaðri, tæknin og stafræn umskipti eru hér drifkraftar breytinga sem stefna verður að taka mið af. 

Dæmi um aðferðafræði-verkfæri, áttavitinn, töflur, story board, ljúka hefja stöðu og PESTLE.  S=social cultural breytingar viðskiptavina, aðrar kröfur t.d. vegan eða krafa um samfélagsábyrgð T=tæknin er í lykilhlutverki sama í hvaða starfsemi við erum E=Umhverfismál eru þannig að allir verða að taka tillit til þess.  Megatrends eru meginstraumar sem hafa áhrif á það hvernig fólk hagar sér. Sýnd voru dæmi um megatrend.  Í dag eru bættar leiðir til að þekkja viðskiptavininn Customer Analytics.  Ef vandamálið hefur eitthvað með fólk að gera, við teljum okkur vera að veita góða þjónustu en vitum ekki hvað er í gangi þá er mikilvægt að nota „design thinking“.  Varðandi verklag við stefnumótun.  Ef stefnan er drasl verður innleiðingin dreifing á drasli.  Við getum ekki stytt okkur leið.  Við verðum að leita svara og greina hvar við stöndum áður en við áttum okkur á því hvert við þurfum og viljum fara.  Stefnumótun er ekki uppákoma þar sem við söfnum stjórnendum saman eina dagsstund, veltum fyrir okkur hvernig við getum selt meira á næsta ári og dettum svo í það.  Umhverfið er kvikar og breytingarnar gerast hraðar en áður og það verður stöðugt erfiðara að ná skýrri sýn á hvar við ætlum að vera eftir fimm ár ef við vitum ekki hvar við verðum eftir fimm mánuði.  Samkeppniskraftarnir toga í okkur af stöðugt meiri krafti. Tækniþróunin er hröð.  Viðskiptavinurinn er kominn fram úr okkur. Staðkvæmdavörur skjóta upp kollinum án fyrirvara. Samfélagið gerir aðrar og nýjar kröfur.  „Plus ca change“ umhverfð er á breytingu en við erum enn að nota nálgun Sóktratesar og Platon og strategiska hugsun og eigin línur taka ekki breytingum.  Hugtaka notkunin er önnur. 

Í stefnumótun erum við alltaf að hugleiða stöðu og bestu leið þangað sem við viljum fara.  Fjallað var um fimm mítur varðandi innleiðingu breytinga en þar var vísað til greinar í Harvard Business Review.  1. Innleiðing er háð skipuriti, stjórnendur einblína um of á formlegt skipulag og boðleiðir.  Lausnin er að í stað þess að horfa á skipuritið á að horfa á hverjir það eru sem koma að lausn verkefna. 2. Ávallt þarf að standa við gerðar áætlanir.  Vandamálið er að í áætlunum er ekki hægt að gera ráð fyrir öllu.  Lausnin er að vera stöðugt að bregðast við breytingum. 3. Miðlun stefnu fær starfsfólk til að vinna eftir henni.  Allir þurfa að skilja hvert stefnt er.  Vandamálið er að starfsmenn hafa ekki skilning á stefnunni. Lausnin= höfum öll skilaboð skýr.  4. Innleiðingu er stýrt að ofan.  Vandamalið er að millistjórnendur og verkefnisstjórar taka ekki ákvarðanir.  Lausnin felst í að gefa umboð.  Stefnumótun snýst um að velja fá en mikilvæg markmið.  Ekki hafa endalausan óskalista.  Franklin Covey gerði rannsókn sem vísað var í, ef sett eru 2-3 markmið þá er líklegt að þau náist ef þú setur 4-6 nærðu 1-2 og ef markmiðin eru 11-20- þá nærðu engu þeirra. 

Agile er aðferðafræði sem á uppruna sinn í verkefnum sem koma inn á hugbúnaðarþróun.  Er þó í sífellu að ryðja sér til rúms hjá fyrirtækjum og stofnunum í alls kyns breytingaverkefnum m.a. í innleiðingu stefnu. Hugmyndafræðin gengur út á að brjóta verkefni upp í afmarkaðar vinnulotur.  Horfa á einstaklinga og samskipti fram yfir ferla og tól, samvinna við viðskiptavini fram yfir samningaviðræður, að brugðist sé við breytingum tekið fram yfir að fylgja áætlun.  Tekið var dæmi um teymi í Agile nálgun.  Þar er eigandi, teymisstjóri, 5-6 sérfræðingar og teymisþjálfari.   Teymisþjálfarinn er alltaf að hjálpa hópnum að ná árangri.  Innleiðing stefnu og hefðbundin mannauðsráðgjöf hafa tvinnast saman þ.e. unnið er þvert á og valin fá markmið.  En hvernig er stefnu miðlað?  Mikilvægt er að nota sögur.  Hvernig er t.d. móttaka nýrra íbúa í bæjarfélag, er hún til fyrirmyndar?  Netspjall skilar sér í aukinni ánægju hjá fyrirtækjum. Mikilvægt er að búa til sögur í samvinnu við starfsmenn og fá þannig aukið eignarhald.  

Þegar teymi fær verkefni í hendur þarf að vera sameiginlegur skilningur á hvert verkefnið er.  Tryggja þarf rétta hæfni, er þetta rétti hópurinn til að inneiða verkefnið.  Sammælast þarf um hvernig við ætlum að haga okkur. Ætlum við að hittast vikulega? Ætlum að segja hvað okkur finnst?  Hvernig á hegðunin að vera innan teymisins.  Mikilvægt er að gera samning í upphafi um hegðun.  Hvert er raunverulegt verkefni og hver á niðurstaðan að vera? Hverjar eru vörðurnar? Verkefnin þurfa að vera skýr.  Hvernig eru þau brotin niður og tímalína mörkuð.  Við getum ekki gert allt í einu og því þarf að vera á hreinu hver á að gera hvað og hver er ábyrgur fyrir hverju.  Mikilvægt er líka að hafa gaman.  Þegar farið er af stað með innleiðingu verkefna þá er horft á tilgang, hæfni hegðun og árangur.

Lykilatriði Capacent til árangurs við mótun stefnu og innleiðingu hennar er 1. Að þetta er viðvarandi viðfangsefni en ekki stormur einn dag út í sveit 2. Þú þarft að þekkja fortíð og skilja stöðuna til að stefna að áhugaverðri framtíð.  3. Sem aldrei fyrr er mikilvægt að átta sig á straumum og stefnum í umhverfinu og mögulegum áhrifum á stöðu og framtíð 4. Horfa verður utanfrá og inn. 5. Nýta verður viðeigandi verkfæri til að svara lykilspurningum.  6. Eitt er að auka skilvirkni annað að skapa aðgreiningu og forskot.  7. Skipulag verður að taka mið af framtíðarsýn.  8. Fókus, formfesta og agi skiptir sköpum í því hvaða árangri við náum. 9. Árangursrík innleiðing snýr að forgangsröð 10. Lykilforsenda farsællar innleiðingar snýr að öflugri teymisvinnu með samstilltum hópi starfsmanna.

Haustráðstefna Stjórnvísi 11. október á Grand Hótel

Nánari upplýsingar og bókanir hér

Næsti viðburður verður 15. október nk.

Nánar auglýst síðar

Lean gengur út á að virkja alla starfsmenn stöðugt til umbóta.

Fjölmenni mætti á árlega kynningu faghóps um Lean á grunnatriðum straumlínustjórnar í OR í morgun. Þórunn Óðinsdóttir ráðgjafi hóf fyrirlestur sinn með því að segja örstutt frá sögu Lean. Kjarninn í hugmyndafræðinni er að veita viðskiptavininum nákvæmlega þá vöru/þjónustu í þeim gæðum á því verði á þeim tíma sem hann óskar eftir.  Alla jafna vita sölumenn hver er viðskiptavinur fyrirtækisins en innri viðskiptavinir eru ótrúlega margir t.d. er fjármáladeildin með alla stjórnendur fyrirtækisins sem viðskiptavini.  Alltaf skal  spyrja viðskiptavininn hvort heldur hann er innri eða ytri hvort við getum bætt ferlið okkar eitthvað.  Lean gengur út á að virkja alla starfsmenn stöðugt til umbóta, ekki einungis millistjórnendur og aðra stjórnendur.  Allir eru ráðnir til að sinna umbótum.  „Respect for people“ er eitt það mikilvægasta í Lean heiminum.  Okkur á að líða vel í vinnunni alla daga. Hvernig getum við látið viðskiptavininn flæða betur í gegnum ferlið okkar?  Þórunn tók dæmi um konu sem fór á Krabbameinsleitarstöð í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og var tíminn frá því hún mætti á leitarstöð þar til endanleg niðurstaða kom 42 dagar, eftir að ferlinu var breytt tók það einungis 2 klukkustundir að fá niðurstöður.  Flæðiskilvirknin var því 67% sem er stórkostlegt.   

 

Persónuvernd: Hvað ber að afhenda?

Faghópur um persónuvernd hélt í morgun áhugaverðan fund í HR sem fullbókað var á.  Fundinum var streymt og fylgdist mikill fjöldi með streyminu.  Að þessu sinni var fjallað um rétt til aðgangs að eigin persónuupplýsingum og hvað ber að afhenda.  Fyrirlesarar voru þær Alma Tryggvadóttir, persónuverndarfulltrúi Landsbankans sem fjallaði um aðgangsréttinn og Íris Lind Sæmundsdóttir, lögfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem sagði frá innleiðingu OR á nýju persónuverndarlögunum, helstu áskorunum sem mættu þeim á vegferðinni og stöðu innleiðingarinnar í dag. Ný persónuverndarlög veita einstaklingum rétt til aðgangs að eigin persónuupplýsingum og afritum af þeim. Rétturinn er þó ekki skilyrðislaus og í undantekningartilvikum er heimilt að halda eftir persónuupplýsingum.   Krafa er á að hafa upplýsingar skýrar fyrir einstaklinginn og þægilegar.  Ábyrgðaraðilum ber að afhenda gögn innan mánaðar þ.e. 30 daga frestur en hann má framlengja um 2 mánuði ef það er nauðsynlegt vegna fjölda beiðna eða flækjustigs. Einstaklingar áttu áður rétt á vitneskju ekki afritarétti sem nú er.  Þrátt fyrir að gögn séu 30-40 ára gömul þá þarf að afhenda þau. 

Future of Coaching in Organisations

Þær Anna María Þorvaldsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsstjóri Arctic Adventures og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsráðgjafi hjá Zenter kynntu á morgunfundi hjá Arctic Adventure efnistök ráðstefnu sem þær fóru á í Ungverjalandi sl. vor.

ICF Hogan ráðstefnan ræddi nýjar hugmyndir um tilvist markþjálfunar innan fyrirtækja og reynir að sjá hvernig markþjálfun muni festa sig í sessi. Leitast var við að svara spurningunni, hver væri sýnin á framtíð markþjálfunar innan fyrirtækja.

Þær Anna María og Ágústa fóru yfir innihald áhugaverðustu fyrirlestranna sem fluttir voru og kynntu PRISM verðlaun sem ICF (International Coaching Federation) veita þeim fyrirtækjum sem hafa unnið vel í því að innleiða markþjálfun í starfsemi sína. Viðburðurinn var samvinna faghóps Stjórnvísi og ICF Iceland – félags markþjálfa.

Ráðstefnan var haldin í samvinnu við Hogan International og ætlunin er að slík ráðstefna verði haldin árlega héðan í frá eftir góða byrjun í Budapest. Hér eru upplýsingar um efnistök ráðstefnunnar http://www.coachfederationevents.com/

Viðburðurinn var hugsaður sérstaklega fyrir starfandi markþjálfa sem og fulltrúa fyrirtækja sem hafa áhuga á að taka næsta skref í innleiðingu á aðferðum markþjálfunar í fyrirtækjum sínum og vilja fræðast meira um PRISM verðlaunin. Ágústa byrjaði á að kynna Hogan sem var samstarfsaðili ráðstefnunnar en þeir hafa hannað tól fyrir markþjálfa sem er mest áberandi í dag og eru í samstarfi við ICF.  Markþjálfar fengu að hámarki 4,75 CCFU punkta fyrir að mæta á alla fyrirlestra ráðstefnunnar.  Spurning ráðstefnunnar var: „Hver er framtíð markþjálfunar í fyrirtækjum?“ og gekk ráðstefnan út á að svara því.  Þær fóru yfir nokkra áhugaverða fyrirlestra og sögðu ítarlega frá þeim. 

Sá fyrsti var frá Dr. Hogan „Who is Uncoachable? Hvað einkennir fólk sem erfitt er að markþjálfa? Það eru þeir sem eru ekki tilbúnir að hlusta, vaxa og dafna.  Einstaklingar þurfa að vera forvitnir til að skoða sjálfa sig og ná fram breytingum.  Hvað er árangursrík markþjálfun? Það er þegar sá sem verið er að markþjálfa fer virkilega að hugsa og skoða hvernig hann getur breytt hegðun sinni.  Skoðaðu endatakmarkið og farðu síðan til baka og finndu leiðina þangað.  Hvað viltu standa fyrir í lífinu?  Hvernig viltu að þú framkallist í samfélaginu þ.e. hvaða orðspor viltu marka.  Árangur er betur tryggður ef þú tengir við kjarnann i sjálfum þér.

Næsti fyrirlesari fjallaði um rannsókn sem PWC gerði fyrir ICF brotið niður eftir aldri.  Því yngri sem þátttakendur voru því meira vissu þeir um markþjálfun sem er jákvætt fyrir fagið, markþjálfun.  Einnig var mælt hvernig stjórnunarstíll er í fyrirtækjum og hvaða aðferð er mest notuð.  Niðurstaðan var sú að óskað var eftir breytingu þ.e. að markþjálfun yrði meira notuð.  Þeir sem eru að stjórna mannauðnum þurfa að horfa á ólíkar kynslóðir og passa upp á yngri kynslóðir og einnig að þjálfa nýja stjórnendur til þess að þeir nái til allra aldursskeiða. Meðalaldur markþjálfa er í kringum 45 ára og þeir þurfa að nýta ólíkar aðferðir við að markþjálfa. 

Kynntir voru örfyrirlestrar þ.e. 20 mínútna fyrirlestrar.  Daphna Horowich hvatti fólk til að hugsa um spurninguna: „Hvað einkennir þig þegar þú ert að bugast?“ Hver er þinn innri kraftur.  Virkjaðu innri kraftinn, notaðu hann og virkjaðu því það er hann sem kemur þér áfram.

Það sem Ágústa tók með sér af ráðstefnunni sem markþjálfi og getur nýtt sér var fyrirlestur  Janet Wilson formaður ICF í Bretlandi.  Hún talaði um bókina „Ethicability“ – Eitt er að vera með stefnu og annað að framkvæma þau „Ethics are moral values in action“.  Janet talaði um þrjú stig 1. Undirbúningur 2. Hvað er rétt (notaðu gildin þín) 3. Prófaðu.  RIGHT módelið var kynnt: R:What are the rules? I:Are we acting with integrity? G:Who is this good for? H:ho could we harm? T:What´s the truth? 

Að lokum voru Prism verðlaunin kynnt.  Einungis markþjálfar í ICF geta tilnefnt fyrirtæki til verðlaunanna en þau fyrirtæki verða að hafa stefnumiðuð markmið sem móta menningu fyrirtækisins. 

 

Samskiptafærni og sköpun skipta meginmáli í framtíðinni.

 „Góð samskipti á vinnustað eru oft uppspretta góðra verka“ var yfirskrift fundar á vegum faghópa um lean og mannauðsstjórnun í morgun.  Svo mikil þátttaka var á fundinn að færa þurfti hann í stærri sal hjá BSRB.  Fjórir fyrirlesarar fluttu áhugaverð erindi.

Sérfræðingur á sviði samskipta, Sigríður Hulda hjá SHJ ráðgjöf, fjallaði um ávinning góðrar samskiptafærni. Sigríður sagði að í dag er verið að leggja miklu meiri áherslu á samskiptaþætti.  Þessir þættir hafa mikið að segja með hvernig þér mun takast til í starfi, Sigríður vísaði í nýlegar stórar rannsóknir.  Mikilvægt er að að sá sem við erum að ráða hafi eftirfarandi hæfi:  hjálpsemi, virðingu, áhuga, hrós, heilindi og gott viðmót.  Flest störf byggja að verulegu leiti á samskiptum og samskipti hafa bein áhrif á líðan og starfsánægju.  Samskipti eru í raun hjartað í öllu.  Samskiptafærni og sköpun skipta meginmáli í framtíðinni.  Í dag eru vinnustaðir farnir að vinna með samskiptasáttmála. Kjarninn í öllu því sem Sigríður vinnur með er að einstaklingurinn skoði sjálfan sig og sé tilbúið að taka ábyrgð á sjálfum sér og því sem hann setur út í umhverfið.  Það sem skapar góða vinnustaðamenningu er t.d. að heilsast og kveðjast, orðaval, hrós, kurteisi, stundvísi og nákvæmni.  Hugaðu að því hvern þú hlakkar til að hitta í vinnunni og hverja hlakkar til að hitta þig. Hver og einn á að vera jákvæður í að búa til góða vinnustaðamenningu.  Hvað einkennir þinn vinnustað? Alltaf, stundum, aldrei.  Að velja sér viðhorf er lykillinn.  Á öllum vinnustöðum er einhver óánægður með kaffið.  Þá er mikilvægt að velja sér viðhorf og eins í lífinu öllu.  Að lifa gildin og mæta sjálfum sér á að vera tengt því sem við erum að gera.  Huga ber líka að fundarmenningu, hvernig er hún og hvernig hefur hún mótast? 

Þórunn Óðinsdóttir, sérfræðingur á sviði Lean sagði frá hvernig helstu aðferðir Lean geta hjálpað til við að efla og styrkja teymi svo starfsfólk geti í sameiningu náð framúrskarandi árangri. Þórunn fjallaði um hver kjarninn er í Lean en hann er að veita viðskiptavininum nákvæmlega þá þjónustu sem hann óskar eftir.  Allir stjórnendur þurfa að skilgreina vinnuumhverfið og veita stuðning.  „Respect for people“ er tengt inn í allt sem verið er að nota.   VMS töflur eru tæki til að hittast einu sinni á dag, forstöðumaður með sínu teymi, forstöðumaður með sviðsstjóra og sviðsstjóri með forstjóra, allt á innan við klukkutíma daglega.  Töflurnar eru notaðar í samskiptum og til að sjá nákvæmlega til hvers er ætlast.  Þar eru skoðaðar sölutölur, ýmsar mælingar og hrós.  Með töflunum er verið að rekja verkefnin okkar. Í lean heiminum er stöðugt verið að leita að umbótatækifærum í ferlum og vinnu sem er í góðu lagi.  Skoða hvar umbótatækifærin liggja, hvar er bið, gallar, hreyfing, flutningur, offramleiðsla, birgðir, vinnsla og fólk sem ekki fær að njóta sín í vinnunni.  Þórunn ítrekaði mikilvægi þess fyrir teymi að fagna, það er fátt eitt mikilvægara en fagna litlum sigrum. 

 

Starfsfólk hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir frá reynslu sinni af því hvernig Lean hefur stutt við teymisuppbyggingu og árangursrík samskipti á vinnustaðnum.

Að lokum sögðu tveir starfsmenn hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Bylgja Hrönn Baldursdóttir og Ævar Pálmi Pálmason úr kynferðisafbrotadeild lögreglunnar frá reynslu sinni af því hvernig Lean hefur stutt við teymisuppbyggingu og árangursrík samskipti.  Markmið þeirra er fyrst og fremst að starfsmönnum deildarinnar líði vel, skipulag sé skiljanlegt og um það ríki sátt.  Málafjöldi sé ásættanlegur, að flæði og hraði sé í samræmi við væntingar viðskiptavina og kynferðisbrotadeild verði enn eftirsóttari vinnustaður.  Gefið er svigrúm og sveigjanleiki.  Í kynferðisbrotadeild eru þrjú teymi.  Þau sýndu lýsingu á verkefni og hvernig þau verða til.  Dags daglega sér hver og einn hvaða verkefni eru í gangi.  Sumir eru ekki góðir í yfirsýn en geta verið frábærir í t.d. yfirheyrslum.  Með lean var hægt að láta teymið vinna miklu betur og hver og einn fær úthlutað því sem hann er bestur í.  Bylgja og Ævar hvöttu þá sem ætla að innleiða lean til að gefa starfsfólki gott svigrúm.  Þau ræddu hvernig lögreglan hefur getað nýtt sér aðferðir sem fundnar voru upp í umhverfi fjöldaframleiðslu bíla í Japan.  Lögreglan notar töflur og voru sýnd dæmi um hvernig þau vinna.  Á töflunum voru seglar og miðar settir og allt í einu var komin upp tafla sem var öllum skýr.  Allir hrósuðu yfirsýninni sem allt í einu birtist á töflunni.  Sýnd var verkefnatafla fyrir móttöku hælisleitenda til að minnka sóun og var ánægjulegt að sjá hve frábærar umbótahugmyndir komu frá starfsmönnum lögreglunnar.  Ævar Pálmi sagði að lokum að staðan í dag væri sú að verið er að setja í gang ferli fyrir kærumóttöku sem leiðir til miklu betri þjónustu við brotaþola. 

 

Sterkar fyrirmyndir úr sprotaumhverfinu á Nýsköpunarhádegi í dag.

Fyrirlesarar fóru á kostum á Nýsköpunarhádegi sem haldið var í Þjóðminjasafninu í dag.  Yfirskrift fundarins var "Engar hindranir" sem er átak sem Icelandic Startups stendur fyrir til þess að hvetja konur til þátttöku í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi með því að sýna sterkar fyrirmyndir úr sprotaumhverfinu.   Þær sterku faglegu fyrirmyndir sem komu fram voru Eliza Reid, forsetafrú, Margrét Júlíanna Sigurðardóttir, stofnandi Mussila, Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi Icelandic Lava Show og Stefanía Ólafsdóttir, stofnandi Avo.    Þær veittu fundargestum svo sannarlega innblástur og hvöttu alla með viðskiptahugmynd til að láta drauma sína rætast.

 

Ár framsýni er þema stjórnar Stjórnvísi 2018-2019

Í morgun hittust stjórnir faghópa  og stjórn Stjórnvísi á Nauthól á Kick off fundi.  Vel var mætt og mikill kraftur verður í félaginu í vetur því kynnt voru drög að 90 fundum veturinn 2018-2019.  Drögin eru í Excel-skjali undir "ítarefni" með fundinum.  Farið var yfir ýmis atriði á fundinum sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur.  Á vef félagsins eru góðar leiðbeiningar á myndbandi um hvernig stofna á fund, setja nýja aðila í stjórn, aðalfund faghóps o.fl. 

  

Málþing Vinnueftirlits ríkisins og Vinnís um vinnuvernd

Stjórn faghóps um umhverfi og öryggi vill vekja athygli á áhugaverðu málþingi um vinnuvernd sem haldið verður mánudaginn 25. júní. Málþingið mun fara fram á ensku hjá Vinnueftirlitinu Dvergshöfða 2, 2.hæð í fundarsalnum Esju. Boðið verður upp á léttar veitingar. Þar munu fimm mjög áhugaverð erindi fara fram.

Timi: 9:00-11:00

Dagskrá:

Kl.9:00         Jakob Uglevig Christiansen, Chefkonsulent Arbejdsmiljö, Dansk Byggeri -  ’MSD evaluation criterias for heavy                               manual handling – a critical look at guidelines’

Kl.9:20         Ingrid Svensson og Ulla Holmgren, H&S Arbetsmiljö AB – SARA, Summary of Accumulated Risk Assessment

Kl.9:40         Kirsten Olsen, Massey University - WHAT MAKES ‘MOVING AND HANDLING OF PEOPLE GUIDELINES’ WORK?

Kl.10:00       Short brake

Kl.10:15       Kersti Loren, Swedish OHS Authorities- How to inspire employers to add a gender perspective to their systematic                         work environment management

Kl.10:35       Kersti Loren, Swedish OHS Authorities - Organise for a Gender Equal Work Environment

Mikilvægt er að skrá sig hjá hafdis@ver.is fyrir föstudaginn 22.júní.

Endilega nýtið ykkur þetta frábæra tækifæri til að hitta flott fagfólk á sviði vinnuvistfræði.

Með kveðju,

Stjórn faghóps um umhverfi og öryggi

Fyrsti fagfundur faghóps um framtíðarfræði á vegum Stjórnvísi

Í dag hélt faghópur um framtíðarfræði sinn fyrsta fund í Eflu.  Á fundinum fjallaði Andrew Curry um  aðferðina til framtíðarrýnis sem nefnist Three Horizon, sem hægt er að skýra Við ystu sjónarrönd. Aðferðin fjallar um daginn í dag og hvað er við ystu sjónarrönd og hvernig hægt sé að greina sóknarfæri til skamms og lengri tíma. Andrew útkýrði á einstaklega áhugaverðan hátt með módelinu „The Three Horions Model“ hvernig breytingar gerast.  H1 is the current dominant view of the world. H3 Dissenting ideas about the future.  H3 conflict creates response to change.

 

Andrew Curry is a Director of Kantar Futures in the London office, where he leads the company’s futures and scenarios work. He combines expertise in this with a strong knowledge of media, technology, and sustainable development.

 

Samfélagsskýrsla Landsbankans útnefnd besta skýrslan 2018

Viðurkenning fyrir samfélagsskýrslu ársins er nú veitt í fyrsta skipti. Með viðurkenningunni vilja Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands hvetja fyrirtæki til að setja sér mælanleg markmið og birta reglulega opinberlega, með vönduðum hætti, upplýsingar um hvernig samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri fyrirtækja skilar þeim og samfélaginu auknum ávinningi.

Niðurstaða dómnefndar er að samfélagsskýrsla Landsbankans sé til fyrirmyndar og hljóti viðurkenningu sem besta samfélagsskýrslan árið 2018. Af lestri hennar að ráða er ljóst að samfélagsstefna bankans er mótuð með víðtækri aðkomu starfsmanna og að samfélagsábyrgð er hluti af kjarnastarfsemi bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um valda mælikvarða og samanburð á milli ára sem sett er fram á myndrænan hátt. Lesandinn fær góða mynd af umfangi og þróun samfélagsábyrgðar, þeim markmiðum og meginverkefnum sem tekin eru til umfjöllunar.Í kaflanum Álitamál eru tekin til umfjöllunar efni sem fela í sér áskoranir og breytingar sem bankinn stendur frammi fyrir og áhrif þeirra á samfélagið. Leitast er við að útskýra með einföldum hætti fyrirsjáanlega þróun í bankaviðskiptum á aðgengilegan hátt. Þá er sérstaklega fjallað um metoo-byltinguna, áhrif hennar hjá starfsfólki bankans og hver fyrirhuguð næstu skref eru í vegferðinni að auknu jafnrétti.  Sjá hér hlekk á samfélagsskýrslu Landsbankans.

Sextán fyrirtæki hlutu tilnefningu en þær voru alls 41 talsins. Ánægjulegt var að sjá hversu fjölbreyttar og vel unnar skýrslurnar voru og ekki síður að sjá það öfluga starf sem að baki þeirra liggur í fyrirtækjunum. Valið var því vandasamt og komu margar skýrslur til greina.

Dómnefndin var skipuð Fanneyju Karlsdóttur, fulltrúa Stjórnvísi, Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs, Þorsteini Kára Jónssyni varaformanni Festu og Jóhönnu Hörpu Árnadóttur, stjórnarmanni í Festu, sem jafnframt var formaður.

Í rökstuðningi dómnefndar var vísað í þá valþætti sem viðurkenningin byggir á:

Innihald skýrslunnar sýnir yfirgripsmikið starf félagsins á sviði samfélagslegrar ábyrgðar og tekur á samfélags- og umhverfisþáttum sem og góðum stjórnarháttum. Samfélagsábyrgð er samþætt kjarnastarfseminni, með skýra ábyrgð yfirstjórnar, og að gerð skýrslunnar kemur breiður hópur starfsfólks. Viðmið Global Reporting Initiative (GRI) eru höfð til hliðsjónar við gerð skýrslunnar og tilgreint hvernig gæði upplýsinga eru tryggð. Engu að síður er tekið fram að félagið þekki ekki til fulls áhrif sín á samfélagið né heldur að samfélagsábyrgð hafi verið að fullu innleidd. Lesendur eru hvattir til að senda ábendingar um það sem betur má fara í starfseminni á sviði samfélagsábyrgðar og í framsetningu skýrslunnar.

Mikilvægi samfélagsábyrgðar kemur skýrt fram og upplýst er um hvar mestu áhrif félagsins á sviði samfélagslegrar ábyrgðar liggja. Fjallað er um áhrifin og þau verkefni sem félagið tekur þátt í til þess að auka upplýsingar og gagnsæi út á við. Þá er ítarleg umfjöllun um þau verkfæri sem nýtt eru til að flétta samfélagsábyrgð saman við daglega starfsemi. Í skýrslunni eru hagsmunaaðilar flokkaðir og útlistað hvernig samskiptum og samráði við þá er háttað.

Mælikvarðar eru ein af fjórum stoðum skýrslunnar. Þeir eru flokkaðir eftir efnahag, samfélagi og umhverfi. Í köflunum er fjallað ítarlegra um valda GRI mælikvarða og samanburð á milli ára, eða frekara niðurbrot, sett fram á myndrænan hátt. Lesandinn fær góða mynd af umfangi og þróun í málaflokknum, þeim markmiðum og meginverkefnum sem tekin eru til umfjöllunar.

Jafnvægi í skýrslunni er gott og skýrslan sett fram með þeim hætti að til umfjöllunar eru einnig atriði sem hægt væri að líta á sem neikvæð en eru óhjákvæmilega hluti af rekstri félagsins. Dæmi er að nefnt er að ekki hafi verið metin sérstaklega áhætta vegna loftslagsbreytinga, en fylgst sé vel með áhrifunum og þeim tækifærum sem geta skapast í þeim málaflokki. Sérstaklega er fjallað um ábendingar og kvartanir, og meðhöndlun þeirra, sem og ábendingar í mannauðsmálum og viðbrögð við þeim.

Framsetning skýrslunnar er einstaklega skýr svo auðvelt er fyrir almennan lesanda að fá heildaryfirsýn og einnig yfirsýn yfir einstaka málaflokka. Jafnframt er auðvelt að kafa dýpra í málefnin fyrir þá sem það vilja. Fyrirtækið hefur lagt sig fram við að miðla upplýsingum úr skýrslunni til hagaðila. Framsetningin og myndefni eru til fyrirmyndar.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir framkvæmdastjóri Festu, Ketill Berg Magnússon í s. 8984989 og ketill@csriceland.is

Fyrsti fagfundur faghóps um framtíðarfræði á vegum Stjórnvísi

Við ystu sjónarrönd, sóknarfæri eins langt sem auga eygir.../ Hagnýtt verkfæri til nýsköpunar og stefnumótunar

Þann 14. júní kl. 8:30 til 9:30 efnir faghópur um framtíðarfræði til fundar með Andrew Curry. Hann mun á fundinum fjalla um aðferðina til framtíðarrýnis sem nefnist Three Horizon, sem hægt er að skýra Við ystu sjónarrönd.

Aðferðin fjallar um daginn í dag og hvað er við ystu sjónarrönd og hvernig hægt sé að greina sóknarfæri til skamms og lengri tíma.

Verkfræðistofan EFLA hf. ætlar að hýsa fundinn. Allir félaga í Stjórnvísi eru velkomnir.

Aðeins um Andrew Curry á ensku:

Andrew Curry is a Director of Kantar Futures in the London office, where he leads the company’s futures and scenarios work. He combines expertise in this with a strong knowledge of media, technology, and sustainable development.

 He has directed a wide range of futures and scenarios projects for both private and public sector clients. These include, for the UK Government Foresight program, Intelligent Infrastructure Systems scenarios (looking at sustainability in the UK transport sector), scenarios for the Sustainable Energy Management and the Built Environment program, for a global client an analysis of the future of resources, as well as a wide range of other commercial sector futures projects, from the future of work to the future of golf.

 He also supervises the company’s thought-leadership program, Future Perspectives, and has written or co-written a number of recent titles in this series, including Unlocking New Sources of Growth, The World in 2020, The Future of the Eurozone, and Technology 2020.

 Andrew has published a number of articles on futures techniques and issues (for example in the Journal of Futures Studies and Foresight). His co-written paper for Foresight on post-crisis economic scenarios and their implications for aid and development was rated as an “Outstanding Paper” for 2012. Andrew received the top WPP Atticus Grand Prix award for the for his 2012 submission, Unlocking New Sources of Growth: How to find new value in new places.  He is a Board member of the Association of Professional Futurists, and has recently edited for them an ebook on The Future of Futures.

 

Lykilþættir í BPM er að sjá ferlana sem auðlindir og ná stjórnendum inn - ný stjórn.

Faghópur um BPM ferla hélt í morgun fund í Marel.  Tvö erindi voru flutt á fundinum og í beinu framhaldi var haldinn aðalfundur faghópsins og kosin ný stjórn. Fyrr erindið flutti Magnús Ívar Guðmundsson formaður faghópsins.  Magnús hvatti aðila til að byrja alltaf á „as is“ og „to be“.  Alltaf á að horfa til þess hvar sé hægt að laga hlutina.  Fitan er alls staðar og alls staðar hægt að laga og ekki er alltaf áhugi fyrir því.  Magnús sagði sögu af Amazon þar sem Japanir fundu út að hægt var að bæta ferlið um 92%. Magnús sagði sögu ferlavinnu og sýndi mynd, BPM kemur til sögunnar 2006 Lean í kringum 2000, Six Sigma 1990, BPP 2007 g IBO 2012 (Intelligent business operations).  Lykilþættirnir í BPM er að ná stjórnendum inn og sjá ferlana sem auðlindir. Forgangsröð verkefna á alltaf að snúa að viðskiptavininum, alltaf að hafa rödd þeirra í huga í fundarherberginu.  Alls kyns hlutir eru til í dag í BPM til að besta hluti.  Mikilvægt er að hafa IT með í ferlavinnu.  The most dangerous phrase in the language is „We´ve always done it this way“. Stefnan – fólkið – ferlar er uppleggi í BSC, 4DX og EFQM.  Mikilvægt er að hafa yfirsýn yfir kerfi fyrirtækisins og hverjir eiga ferlana, reyna að hafa allt eins einfalt og hægt er til þess að hægt sé að mæla það og ná árangri.  Í ferlavinnu fær fólk umboð til athafna.   Mikilvægt er fyrir starfsmenn að finna að þeir eru mikilvægir og til séu mælingar þannig að þeir finni fyrir því að aðrir sjái hvað þeir eru að gera.  Ferlar eiga að leiða til betri rekstrarniðurstöðu. 

Þóra Kristín Sigurðardóttir, Eimskip sagði frá ráðstefnu PEX  Process Excellence Europe. sem hún fór á í október 2017.  Þema ráðstefnunnar var hvernig nýtum við breytingastjórnun við ferlaumbætur með stefnu fyrirtækisins í forgrunni, leiða stöðugrar umbætur með virði viðskiptavina að leiðarljósi, rafræn vegferð, sjálfvirknivæðing ferla.  Þóra Kristín stiklaði á stóru með ráðstefnuna sem fjallaði í heildina um umbætur.  Krafan um skilvirkni og vélvæðingu.  Það að einfalda verk og tæknivæða ferla er að losa fólk undan rútínuvinnubrögðum sem reyna ekki á innsæi.  Tölvur vinna líka hraðar og auka rekstraröryggi.  Þessi lean kúltúr og virðing fyrir fólki með viðskiptavininn að leiðarljósi er það sem öllu máli skiptir.  Störfin eru að hverfa og því þurfum við að taka þennan þátt mjög sterkt inn.  Mikilvægt er að vera með sýn sem starfsmenn skilja.  Að búa til breytingarleiðtoga er mikilvægt, fara til fólksins, heyra hvað það er að segja, hvaða hegðun styður breytingar.  Þetta þarf að vera jafn mikið til staðar og kerfin, við höfum öll. Þú breytir ekki fólki, fólk breytir sér sjálft.  Ekkert er betra en að sýna fólki „As is“ til þess að það sjái og vilji „To be“.  Hlusta á fólkið, samskipti og stýra breytingum.  Annað fyrirtæki lagði áherslu á umbreytinga kúltúr  þar sem þau lögðu mesta áherslu á var að fá starfsmenn til liðs við sig.  Stjórnendur þurftu að leiða vitundarvakningu á umbótastarfi og læra nýja hegðun.  Þú verður að skapa umbótakúltúr.  Í framhaldi ef slíkur kúltúr næst þá verða starfsmenn ánægðari, kostnaður lækkar, umbætur skila sér og þetta er bottom up.  Grasrótin er erfið og því ekkert mikilvægara en fá stuðning yfirstjórnar.  Þóra Kristín sagði frá vélmennavæðingu írsks banka.  Rútínustörf voru tekin út, notað er agile og lean og ákveðið framework.  Verþekking þarf að vera til staðar til að taka við nýrri tækni.  Aðferðafræðin á eingöngu að styðja það að ná þeim viðskiptamarkmiðum sem lagt er upp með og rödd viðskiptavinarins má aldrei gleymast hún er númer eitt. Skilaboðin voru að fólk segir eitt, gögnin segja annað og því er innleiðing mikið ítrunarferli.  Dæmi um verkfæri sem tengjast BPM er Larai, Celonis, Abbyy, enate, IBM Watson.  Ef nást á árangur í ferlamálum þurfa þeir sem vinna með ferla að kynna sér þessi nýju tæki og tól t.d. Larcai sem vinnur með gervigreind.  Það sem Þóra tók með sér er að við erum enn að nota sömu tæki og tól, mikilvægt að rafræna ekki ferla sem eru ekki góðir, fjórða iðnbyltingin skiptir miklu máli og mestu máli að þar sé mannlegi þátturinn tekinn með.  Lögð sé áhersla á sköpunarkraft og aldrei má gleyma fólkinu.  Ekki gleyma sér í tækninni, hlusta á viðskiptavininn. Stofnanir hafa verið að blása út.  Mikilvægt í ferlavinnu að gefa yfirlýsingu „Við ætlum ekki að fækka fólki – við ætlum að bæta þjónustu“ -   

Í framhaldi fundarins var haldinn aðalfundur faghópsins og kosin ný stjórn.  Hana skipa:

Magnús Ívar Guðmundsson Marel, formaður.

Þóra Kristín Sigurðardóttir, Eimskip, varaformaður.

Ása Lind Egilsdóttir Eimskip.

Ásdís Sigurðardóttir, Marel.

Benedikt Rúnarsson, Míla.

Eva Karen Þórðardóttir, Háskólinn á Bifröst.

Guðmundur J. Helgason, AGR Dynamics.

Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, Icelandair

Pétur Snæland, Annatta

Erla Jóna Egilsdóttir, Global Process Manager Marel.

Lísa Vokes-Pierre, Director of Global Process Development Össur.

 

 

 

 

 

Lean á fjármálasviði Landsnets

Guðlaug Sigurðardóttir fjármálastjóri sagði okkur frá því frá hvernig fjármálasviðið byrjaði á að nýta sér sýnilega stjórnun til að innleiða stefnu fyrirtækisins á sviðinu. Sem nú hefur sýnilega stjórnun og töflur í öllum deildum sviðsins. Með Guðlaugu voru Kristín Halldórsdóttir yfirmaður reikningshalds og Helgi Bogason innkaupastjóri sem báru hitann og þungann af umbótavinnunni í sínum teymum.

Í kjölfarið af stefnumótun Landsnets voru mörg stór og smá verkefni í gangi hjá félaginu og mikið um að vera. Stjórnendur á fjármálasviði spurðu sig að því hvernig fjármálasvið gæti stutt við nýja stefnu Landsnets. Með stórt verkefni fyrir höndum var ákveðið að prófa hugmynda og aðferðafræði Lean. Fenginn var Lean ráðgjafi til að vera samferða í fyrstu skrefunum í vegferðinni.

Í upphafi var ákveðið að Lean hugmynda- og aðferðafræðin mætti alls ekki verða til þess að flækja hlutina og strax tekin ákvörðun um að ef ekki gengi vel yrði fallið frá notkun Lean. Fljótt kom það á daginn að sýnilega stjórnunin var að virka og voru stjórnendur fljótir að koma auga á að hægt væri að nýta aðferðafræðina í meira mæli. 

Úr varð að sýnileg stjórnun þróaðist yfir í stýringu á sviðinu og þaðan í markvissa umbótavinnu innan sviðs. Í þeirri þróun var haft að leiðarljósi að allt starfsfólk fjármálasviðs væri haft með í för og fengu allar deildir að þróa sína eigin töflu og útfæra á þann hátt sem hentaði hverjum og einum hóp.

Innleiðingin á stefnunni sem og þeim verkefnum sem fylgdu hafa gengið vel og hafa fleiri umbótaverkefni fylgt í kjölfarið. Þó eru alltaf einhverjar áskoranir í innleiðingum en margt sem kom líka skemmtilega á óvart. Stjórnendur og starfsfólk hafa verið dugleg að spyrja sig hvað sé að virka og hvað ekki og tekið ákvarðanir um umbætur og næstu skref út frá þeim svörum. Því hafa töflur fengið að þróast innan deildanna, töflufunda fyrirkomulag hefur fengið að finna rétta taktinn og ýmis ferli hafa verið keyrð á töflum.

Fjármálasvið Landsnets er komið á flottan stað í innleiðingu á lean og sýnilegri stjórnun og hafa verið að fylgja hugmyndafræðinni sem segir okkur að vinna að stöðugum umbótum því það er ekkert one size fits all í leanheiminum.

 

Persónuvernd: Næstu skref að lokinni innleiðingu, hvað tekur nú við?

Í dag 25.maí kom til framkvæmda almenna persónuverndarreglugerðin innan ESP og í kjölfarið hér á landi.  Í tilefni þess hélt faghópur um persónuvernd fund í HR þar sem Hörður Helgi Helgason lögmaður flutti erindi um við hverju megi búast í kjölfar innleiðingarinnar, hvaða tækifæri bíða og hvaða áskoranir blasa við.  Fundurinn var vel sóttur og streymt á facebook síðu Stjórnvísi: https://www.facebook.com/Stjornvisi/

Stjórnlaus fyrirtæki

Faghópur um verkefnastjórnun hélt morgunverðarfund í morgun í VÍS.  Viðburðinum var streymt og má sjá á facebooksíðu félagsins  Fyrirlesari var Kristrún Anna Konráðsdóttir sem starfar sem verkefnastjóri hjá VÍS og hefur hún ástríðu fyrir því að skapa umhverfi þar sem fólk fær að blómstra. Hún útskrifaðist úr MPM náminu í HR 2017, starfaði lengi í ferðaþjónustu hér heima og í Bretlandi en síðastliðin ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri í tæknigeiranum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?