Staðan á gjaldeyrismarkaði og áhrif á fyrirtækin í landinu

Fundur hjá faghópi um fjármál fyrirtækja

Efni fundarins
Staðan á gjaldeyrismarkaði og áhrif á fyrirtækin í landinu

Framsögumaður
Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Askar Capital.

Fundurinn er haldinn hjá Askar Capital að Suðurlandsbraut 12, 6 hæð.
 
 

Birgjamat.

Fundur á vegum ISO hóps.
Fundarefni

Er birgjamat veikasti hlekkurinn ? g??astj?rnun ISO votta?ra fyrirt?kja?
Framsaga
Gu?mundur S. P?tursson, g??astj?ri Landsvirkjunnar
Fundarsta?ur
Landsvirkjun, H?aleitisbraut 68

Skiptir þjónustan máli hjá Össuri? Þjónustuhópur

Fundur hjá faghópi um þjónustustjórnun
Efni fundarins
“Skiptir þjónustan máli hjá Össuri?”
Hvernig er þjónustumálum hjá Össuri háttað?
Er fylgt eftir ákveðinni þjónustustefnu hjá Össuri?

Framsögumaður
Lárus Gunnsteinsson, forstöðumaður innanlandsdeildar Össurar
Fundurinn er haldinn hjá Össuri að Grjóthálsi 5, 2. hæð.
 
 
 

Áhætta, (rangar) ákvarðanir og óvissa - fjármálahópur

KL: 8:30 - 10:00
Fundur hjá faghópi um fjármál fyrirtækja

Afhverju tökum við svona oft rangar ákvarðanir?
 - Hvað kosta rangar ákvarðanir okkur?
 - Hvað getum við gert til að gera betur?

Fyrirlesturinn fjallar um ástæður þess að stjórnendur taka alltof oft rangar ákvarðarnir og beita þá bæði sjálfa sig og aðra blekkingum stundum meðvitað og stundum ómeðvitað.
Fjallað verður um rannsókn á framúrkeyrslu verkefna sem styður það sem hér segir að framan. Loks verður kynnt aðferð til að bæta ákvörðunartöku sem á að stuðla að því að fjármunir renni í arðbær verkefni og minnka áhættu.

Framsögumaður
Þórður Víkingur Friðgeirsson lektor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Fundarstaður og tími
Kl. 8.30 til 10.00 í Kringlunni 1 (þar sem Morgunblaðið var áður til húsa).
 

Umhverfisstjórnun hjá OR - hindranir og lausnir

Fundur hjá umhverfis- og öryggishópi

Umhverfisstjórnun hjá OR - hindranir og lausnir
Fyrirlesarar
Loftur Reimar Gissuarson og Olgeir Helgason; gæða-, umhverfis- og öryggismálasvið
Orkuveita Reykjavíkur hefur í mörg ár unnið markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum í starfsemi sinni og er mikil áhersla lögð á umhverfismál í fyrirtækinu. Daglegur rekstur og verk eru unnin í takt við vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001. Fyrirtækið gefur árlega út umhverfisskýrslu sem er hluti af skýrslu um ábyrga starfshætti.
Á fundinum munu Loftur og Olgeir segja frá innleiðingarferlinu og hvaða áhrif umhverfisstarfið hefur haft á fyrirtækið og árangur þess.
Fundarstaður
Hús Orkuveitunnar, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Boðið verður upp á morgunkaffi frá kl 8:15

Straumlínustjórnun - Lean thinking hjá Promens

Fyrsti fundur á vegum faghóps um Straumlínustjórnun eða Lean thinking
Á fundinum mun Ragnhildur Geirsdóttir og hennar starfsmenn kynna starfsemi Promens og þeirra aðferðafræði PBS, sem byggir m.a. á aðferðum straumlínustjórnunar (lean thinking).
 
Fundurinn er morgunverðarfundur og haldinn hjá Primens í Hlíðarsmára 1, Kópavogi

Stefnumiðað árangursmat - aðgerðir og stöðugar framfarir hjá Umferðarstofu

Fundur hjá faghópi um Stefnumiðað árangursmat (e. Balanced Scorecard)
Aðgerðir og stöðugar framfarir hjá Umferðastofu - söfnun og úrvinnsla ábendinga
Á fundinum verður farið yfir hvernig Umferðarstofa hefur virkjað alla starfsmenn til að hugsa stöðugt um hvernig bæta megi starfsemina, hvað aðferðum hefur verið beitt til að tryggja að framfaraábendingar skili sér og hvernig unnið er úr hugmyndum og framfaraábendingum.
Fundarstaður
Umferðastofa Borgartúni 30 - 105 Reykjavík.
 
 

The Toyota Way - heimsókn til Toyota - gæðahópur

Fundur á vegum faghóps um gæðastjórnun
Heimsókn til Toyota

Dagskrá:
The Toyota Way
Úlfar Steindórsson ræðir um The Toyota Way.
Formleg skráð ferli hjá Toyota
Baldur Eiríksson og/eða Jóhannes Egilsson ræða um formleg skráð ferli hjá fyrirtækinu.

Umræður og fyrirspurnir.
Fundarstaður og tími
Nýbýlavegur 2 – gengið inn að framanverðu.
Fundurinn hefst kl. 08:30 og lýkur eigi síðar en kl. 10:00.
 
 

Hvaða upplýsingar vilja stjórnendur fá frá mannauðsstjórum?

Fundur hjá faghópi um mannauðsstjórnun

Hvaða upplýsingar vilja stjórnendur fá frá mannauðsstjórum?
Hvaða gagnasöfnun og úrvinnsla skiptir máli / ekki máli fyrir stjórnendur?
Hvernig framsetning hentar og hvaða samanburð/eftirfylgni kjósa þeir?
 
Erindi og framsögumenn

  1. Hinn fullkomni mannauðsstjóri
    Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Glitnis.

  2. Betrun í mannauðsstjórnun!
    Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvá og formaður SA

Fundurinn er haldinn hjá Kaupási, (Norvík), Hús Húsgagnahallarinnar,
Bíldshöfða 20, 4. Hæð. Gengið inn í lyftuhús Vesturlandsvegsmegin.
 
 

Íslenska ánægjuvogin - Kynning á niðurstöðum mælinga 2008 og afhending viðurkenninga

Fundur á vegum Íslensku ánægjuvogarinnar

  • Stjórnvísi, Samtök iðnaðarins og Capacent Gallup -
    Kynning á niðurstöðum mælinga 2008 og afhending viðurkenninga
    Fundarsetning
    Fundarstjóri, Davíð Lúðvíksson, Samtökum iðnaðarins
    Kynning á ánægjuvoginni og helstu niðurstöðum ársins 2008
    Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Capacent
    Mælinga á ánægju viðskiptavina 2009
    Almennar umræður og spurningar
    Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árangur í mælingum á ánægju viðskiptavina árið 2008
    Einar Þór Bjarnason, Stjórnvísi
    Fundurinn verður haldinn í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35 - 6. hæð - kl. 9.00

„Business Continuity“ eða stjórnun rekstrarsamfellu

Fundur á vegum upplýsingaöryggishóps

„Business Continuity“ eða stjórnun rekstrarsamfellu eins og það hefur verið kallað á íslensku.

Fundurinn verður með örlítið öðru sniði en venjulega. Fjórir sérfræðingar munu hefja fundinn og fjalla um efnið í svona 10-15 mínútur hver. Því verður svo fylgt eftir með umræðum.
Upplýsingar um fundarstað væntanlegar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?